Tíminn - 19.09.1973, Blaðsíða 10
10
TÍMINN
Mi&vikudagur 19. september 1973
Er nazisminn að ná
tökum á fólki á ný?
— eða er ástæðan sjúkleg þörf einstaklingsins ,
að svala ofbeldisáráttu sinni?
Eftir ýmsu aö dæma virðist
sem áhuginn á Hitler fari
mjög vaxandi i Evrópu. Einn-
ig er áhuginn mikill i Amc-
riku. Li&in eru 28 ár, sí&an
„Der Fiihrer” skaut sig (aö
þvi er allflestir álita!) og nú
„streyma” alls kyns „Hitler-
bókmennntir” frá forlögun-
um, kvikmyndafélögin kepp-
ast um a& framlei&a Hitler-
myndir og sjónvarpsþættir um
Hitler eru sendir út I griö og
erg. Fólk kaupir nazistatákn,
hakakross, hnifa meö nazista-
táknum, þýzka stálhjálma og
fleira. Reyndar má ekki
verzla meö þessa hjálma I
Þýzkalandi, en þýzkir feröa-
menn kaupa þá bara I öörum
löndum, þar sem þeir eru viöa
á boöstólum.
„Maöurinn meö hattinn”, 1927
Ekki er hægt aö segja meö
vissu, hvers vegna Hitler vek-
ur skyndilega sllka forvitni.
Ein skýringin getur veriö sú,
aö þaö langt er liðiö frá siö
ari heimstyrjöld, að bein áhrif
hennar veröa trauöla merkt
lengur. Þannig getur unga
fólkiö i dag litiö á Hitler hrein-
lega sem sögulega persónu
með kostum sinum og göllum.
Og hluti ungmennanna, sem
er i andstööu við eldri kynslóö-
ina, gagnrýnir það að dæma
Hitler sem erkiglæpamann.
Þess i stað kann þetta fólk að
lita á hann sem „hetju, er var
misskilin”, „þjóðarleiötoga,
sem vildi allt hið bezta”.
Þeir V-Þjóöverjar, sem taka
þátt i „Hinni nýju Hitlers-
dýrkun” eru að likindum aö
hluta til úr hópi þessara ung-
menna, en eflaust einnig að
hluta úr sjálfri Hitler-kynslóð-
inni. Vafalaust er enn I dag að
finna þaö fólk I V-Þýzkalandi,
sem litur á Hitler-timann sem
hápunkt ævi sinnar, bezta
tima ævi sinnar.
Andnazismi
I mörg ár var vestur-þýzka
stjórnin mjög aktiv I þvi að
bæla niður sérhvern vott um
Hitlersdýrkun. Þessi stefna er
enn við lýði, en hagfræðileg
þróun síðari ára f landinu
ásamt fleiru hefur gert daga
Hitlers svo fjarlæga, að bar-
áttan gegn nýnazismanum er
ekki lengur svo stórt atriði hjá
yfirvöldum.
Það verður að viðurkennast,
að hluti hinna nýju bóka og
rita um Hitler eru hreint vis-
indalegar, sem ekki er ástæða
að fetta fingur út I. önnur rit
eru eingöngu sett á markaðinn
i gróðaskyni: til að svala for-
vitni fólks um þennan fyrrum
volduga mann, sem leiddi
þýzku þjóðina út i hörmungar.
Svo mikill er áhuginn i V-
Þýzkalandi, að bókaforlagi
einu bárust 50 þúsund pantan-
ir þegar I stað, eftir aö tilkynnt
hafði verið, að ný bók um Hitl-
er væri i prentun.
Hve „Hitler-áhuginn” er
mikill i A-Þýzkalandi vita
menn ekki svo gjörla, þar sem
þar koma engar bækur út um
Hitler. Eftir þvi sem bezt er
vitað, hefur engin bók komið
út i A-Þýzkalandi um ævi Hitl-
ers eftir stið, enda þótt mætti
imynda sér, aö sú bók gæti
verið skrifuð með marxiskri
gagnrýni og bókin látin vera
yfirleitt á allan hátt neikvæö.
Ef til vill er orsakanna að
leita til þess, að valdhafana
gruni, að áhuginn sé fyrir
hendi, sem þeir vilja á engan
hátt ýta undir.
1 fyrra höfðu komið út sam-
tals 19 mismunandi bækur um
Hitler i Bandarikjunum. Sett
hefur verið upp leikrit þar
vestra um Hitler og kvikmynd
gerð um hann með heitinu
„Það vorar fyrir Hitler.”
„Mein Kampf"
I Bretlandi, á Norðurlönd-
unum og á itaiiu fer áhuginn
fyrir Hitler sivaxandi. 1
Teatro Laboratorio i Feneyj-
um hefur „Mein Kampf” I
leikformi verið sett upp, og
sjálf bókin kemur út i nýrri út-
gáfu i fjölda landa, m.a. i
Danmörku. Fiol-Biblioteket
þar i landi gaf út „Mein
Kampf” i 13 þúsund eintökum
árið 1967 og eru þau nú næst-
um öll uppseld. Ahuginn virð-
Hitler gegnum 20 ár. Hér 32
ára flokksleiðtogi i MUnchen
1921.
ist þó ekki vera svo áberandi
nú, en menn minnast svo sem
mótorhjólagæjanna fyrir fá-
einum árum með nazista-
merki sin, náunga úr sveitum
„Villtu englanna”.
1 BBC-sjónvarpinu er verið
að sýna mynd um Hitler i 26
þáttum. Öháða, brezka sjón-
varpsstöðin ITV hefur sýnt
„Dauöi Adolfs Hitlers”og ný-
lega var lokið við kvikmynd-
ina „Hitler — síðustu 10 dag-
arnir,” þar sem hinn ágæti
leikari Alec Guinness leikur
„Der Fiihrer”.
Maður nokkur i Bandarikj-
unum keypti nýlega Mer-
cedes-bifreið Hitlers fyrir nær
15 milljónir (isl. króna), sem
mun vera hæzta verð, sem
Rikiskanzlari 1937
nokkurn tima hefur verið gefið
fyrir notaðan bil. A uppboði i
Miinchen fór frumrit að ræðu
eftir Hitler á um 60 þúsund
. krónur og árituð mynd af leið-
toganum á um 75 þúsund.
„Ég sá Hitler7'
í bókunum um Hitler er far-
ið misjöfnum höndum um efn-
ið. Sumir höfundanna, eins og
Walter Kampowski, hafa far-
ið þá leið að hafa eftir fjölda
fólks ummæli þeirra um þau
áhrif, sem „Der Fuhrer” hafði
á þaö. Þar koma lýsingar eins
og þessi: „... og þar kom lest
harðvopnuð i bak og fyrir.
Lúxusvagninn var úr gleri og
þar inni sat Hitler og át epli.
Augu hans voru heiðblá....”
Sumir rithöfundar reyna að
vinna heimildirnar um ævi
Hitlers alveg upp á nýtt, og
forlög, sem ekki hefur tekizt
að ná i „Hitler-höfunda” gefa
gamlar bækur um hann út á
ný, eins og til dæmis bók
brezka sagnfræðingsins Hugh
Trevor-Ropers „Síöustu dagar
Hitlers,” hina sálfræðilegu
greinargerð Langers um Hitl-
er, sem gerð var fyrir banda-
risku stjórnina i striðinu og
loks má nefna bók Gerhardt
Boldts „Si&ustu tlu dagarnir”.
Gefin hafa verið út söfn efÞ
irlikinga af höfuð málg. naz-
ista á sinum tima,
„Völkischer Beobachter,” og
fyrirtæki eitt hefur sent frá sér
sex kvikmynda„kasettur”
(„súper-8”) með kvikmynd
Erwin Leisers, er gerð var
uppúr „Mein Kampf”.Þannig
er hægt að telja áfram. Þessi
vara selzt vel og vaxandi.
Meðal athyglisverðustu
bóka um Hitler, er komið hafa
út, má telja bók Werner Mas-
ers, er heitir þvi óskáldlega
nafni „Ævisaga Hitlers”. 1
þeirri bók koma fram margar
nýjar upplýsingar, sem höf-
undurinn hefur grafið upp.
Þær leiða meðal annars i ljós,
að lýsing Hitlers á sér ungum
sem bóhema, atvinnuleys-
ingja og bláfátækum manni i
Vin á að nokkru leyti við alls
engin rök að styðjast. Hitler
hafði i rauninni, upplýsir Mas-
er, allgóðar vaxtatekjur af fé
látinna foreldra sinna, þegar
hann var 17 ára. Og hann
svindlaði reyndar á yfirvöld-
um með þvi að lýsa systur
sina, Paulu, tveim. árum
yngri, en hún var i reynd. Ot á
það náði hann ýmsum friðind-
um handa henni.
1 Vin slæptist Hitler og
nennti ekki að búa sig undir
upptöku i listaakademiuna, en
vilaði ekki fyrir sér að stofna
til kunningsskapar við áhrifa-
rika menn, sem gætu orðið til
að koma honum inn. Um tima
hafði hann einn vin sinn, Gyð-
ing (!) i þvi að selja vafasöm
málverk sin. Af þeim tekjum
framfleytti hann sér tima og
tima, er fyrrnefnt fé hrökk
ekki til, enda þótt það væri all-
mikið.
Og þegar kalla átti hann i
herinn, flýði hann til Þýzka-
lands og skýrði blátt áfram frá
þvi við vin sinn, að það væri
heimskulegt að láta taka sig i
herinn, þegar hægt væri að
komast undan þvi. Seinna full-
yrti hann opinberlega i bók
sinni „Mein Kampf”, að flótti
sinn hefði stafað af þvi, að hon-
um hefði fundizt virðingu sinni
sem þýzkum borgara misboð-
ið með þvi að láta taka sig i
keisaraherinn, þar sem hann
væri „Babýlonskynflokkur”.
Bók Masers e'r eitt af þvi mik--
ilvægasta, er fram hefur kom-
ið með hinni nýju bylgju. Mas-
er var austur-þýzkur borgari
og starfaði við Humboldt-
háskólann i A-Berlin, þar til
hann flýði vestur fyrir múr-
inn. Hafði hann þá i fórum sin-
um þau gögn, sem hann nú
hefur gert opinber i bók sinni
og umbylta allmjög öllum
fyrri „Hitler-bókmenntum”.
Hinn snemmaldni Hitler með
gleraugu, 1942.
Að svala
leyndri áráttu
Sumir visindamenn, sagn-
fræðingar og fleiri, hafa látið
það álit I ljós, að ýmisl. i naz-
ismanum höfði til vissra
„tendensa” i fólki, er komi i
ljós á ýmsan hátt. Benda þeir
á sem dæmi herinn. I hinum
vestræna heimi er hernaðar-
sigur talinn gefa til kynna, að
hermennirnir eða stjórnendur
hans séu duglegir, en ósigur
hið gagnstæða. Þetta hefur
m.a. leitt til þess, að harð-
neskja og ruddaskapur i hern-
aði (og fleiri sviðum) fer stöð-
ugt vaxandi. Ofbeldið laðar
menn og þeir fá leyndum fýsn-
um sinum eða áráttu fullnægt
meira og minna.
Þessa sama leita menn i
nazismanum, óafvitandi.
Fyrir nazistana gilti að vera
harðir og sterkir og berja á lit-
ilmagnanum. Það var næg
sönnun þess, að þeir væru
miklir menn. Þá koma bönnin
inn i myndina. Menn mega
ekki lýsa þvi yfir opinberlega,
að þeir séu nazistar. Þá kemur
nazisminn sem söluvara til.
Menn lesa æsibækur, um það,
sem SS-mennirnir gerðu,
kaupa hakakrossa og safna
öðrum nazistatáknum. Þetta
geta menn gert óáreittir. Þess
vegna er „hin nýja nazista-
bylgja” liður i laumuspilinu
með leyndar ofbeldistilhneig-
ingar.
Það má bæta þvi við i lokin,
að á siðastliðnum vetri komst
undirritaður af tilviljun á
snoðir um „samtök” ung-
menna hér i borg, sem aðhyll-
ast og dýrka nazismann
„gamla”. Höfðu þeir i hyggju
að stofna sérstakan flokk um
málefnið, að þvi er einn istinn
sagði. Annars vildi hann helzt
ekkert um málið segja. Lét
hann þess þó ummælt á tæpi-
tungu, að „samtökin” (hve
stór og öflug sem þau nú eru)
„stæðu á bak við ýmsa
óknytti” i borginni, svo sem
likamsárásir og innbrot. Um
sannleiksgildi þessa er ekki
vitað, en hjá umræddum virt-
ist nazistaandinn alla vega
vera til staðar.
—Stp— (tók saman)