Tíminn - 21.09.1973, Side 5

Tíminn - 21.09.1973, Side 5
Föstudagur 21. september 1973 TÍMINN 5 REGLURNAR í FYRRA ÞORSKASTRÍÐINU UAA SJÚKA MENN OG SLASAÐA DÓMS- og kirkjumálaráöuneytiö hefur sent blaöinu svolátandi greinarg. um viötöku sjúkra manna og slasaöra af brezkum togurum: Vegna ummæla, sem orðið hafa um reglur þær umviðtöku sjúkra og slasaðra manna af brezkum skipum hér við land, er dóms- málaráðherra setti hinn 6. þ.m. þykir dómsmálaráðuneytinu rétt að benda á, hverjar reglur giltu um það efni i hinni fyrri land- helgisdeilu við Breta á árunum 1958-1961. Þær reglur voru settar af þáverandi forsætis- og dóms- málaráðherra, Hermanni Jónas- syni, og koma fram i bréfi til sendiherra Breta á Islandi, sem afhent var 30. september 1958. Fer bréfið hér á eftir i islenzkri þýðingu: tslenzk stjórnvöld hafa nú á skömmum tima tvisvar verið beðin um leyfi fyrir herskip til þess að koma með sjúkling til is- lenzkrar hafnar. Annar var sjó- maður af tundurspillinum Diana, hinn sjómaður af togaranum Paynter, sem hafði veriö fluttur um borö i tundurspillinn og var talinn of veikur til þess að vera fluttur aftur yfir i togarann, svo togarinn gæti flutt hann til hafn- ar. I báðum þessum tilfellum veitti ráðuneyti mitt leyfi fyrir herskip- iðtil þess að flytja veika manninn til hafnar. En vegna þessara at- vika tel ég rétt að taka fram, að enda þótt leyfi hafi verið veitt fyrir þvi að herskip flytti veikan mann frá togara til fslenzkrar hafnar, þá var þetta gert vegna þess, að islenzkum stjórnvöldum var gefiö til kynna, að maðurinn væri of veikur til þess að þola flutning yfir i togarann aftur, og við þessar aðstæður vildi ráðu- neytið ekki, af mannúðlegum ástæðum, neita manninum um læknishjálp. En ég tel rétt að skýra yður frá þvi nú, þegar eng- in slik tilfelli eru i athugun, að framvegis. mun herskipum verða veitt leyfi til þess að flytja veika menn frá brezkum togurum til is- lenzkra hafna á meðan núverandi ástand rikir óbreytt varðandi ágreininginn um islenzku fisk- veiðilandhelgina. íslendingar eru á hinn bóginn reiðubúnir nú eins og áður til þess að veita sjúkum sjómönnum læknishjálp", ef þeirra eigin skip flytja þá til hafnar. Akveðið mun verða i hverju einstöku tilfelli, ef og hvenær her- skipum skuli veitt leyfi til þess að koma til hafnar með veika menn af þeirra eigin áhöfn, og ef leyfi verður veitt mun þess krafizt, að sannað verði fyrir islenzkum SKEKKJAN LÍTIL, OG ÞÓ LEIÐRÉTT VEGNA auglýsingar i útvarpi um aö skekkja væri i gjaldskrám leigubifreiöastjóra i Heykjavik, vill Bifreiðastjórafélagiö Frami gefa þá skýringu, aö viö nánari athugun kom I ljós aö á nokkrum stööum haföi 1 krónu skekkja til eöa frá, auk einnar prentvillu. Hefur Frami þvi gefið út nýja gjaldskrá fyrir félagsmenn sina, gjaldskráin verður til afgreiðslu á skrifstofu félagsins og á af- greiðslum bifreiöastöðvanna endurgjaldslaust. Er gjaldskrá þessi staðfest af verðlagsstjóra. Stjórn Bifreiðafélagsins Frama væntir þess, að farþegar i leigu- bifreiðum hafi ekki orðið fyrir neinum óþægindum vegna ofan- greindra mistaka. stjórnvöldum, að sjúklingurinn tilheyri áhöfn viðkomandi her- skips. Ég óskaði að veita yður, herra sendiherra, upplýsingar um þetta i tæka tið. Ég hef heiður af þvi að votta yöur virðingu mina”. Þessum reglum var hvorki breytt af rikisstjórn Emils Jónssonar né Ólafs Thors, og giltu þvi óbreyttar til loka deilunnar. Skrifstofustarf Óskum eftir að ráða skrifstofustúlku til starfa hálfan daginn á skrifstofu upplýs- inga- og framkvæmdastofnunar miðbæjar Kópavogs. Upplýsingar veitir undirritaður i sima 4-15-70 milli kl. 11 og 12, mánudag 24. september. Bæjarritarinn Kópavogi. Iðnaðarhúsnæði \ 150-200 fermetra iðnaðarhúsnæði óskast strax i Kópavogi. Pipulagnir s/f Simi 4-05-06. Laus staða Staða vélgæzlumanns við Grimsárvirkjun i Suður-Múlasýslu er laus til umsóknar. Æskilegt er, að umsækjendur hafi vélstjóra- eða rafvirkjapróf með fram- haldsmenntun. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, svo og fjölskyldu- stærð sendist starfsmannadeild fyrir 5. október 1973. Rafmagnsveitur rikisins Laugavegi 116 Reykjavik. Auglýsing um dlestur ökumæla Athygli hlutaðeigandi bifreiðaeigenda, er hér með vakin á þvi, að álestur ökumæla fyrir 3. ársfjórðung 1973, fer fram hjá Bif- reiðaeftirliti rikisins dagana 20. septem- ber til 10. október. Sé ökumælisskyld bifreið ekki i ökufæru ástandi ber eig- anda hennar að tilkynna það til Bifreiðaeftirlits rikisins eða Skrifstofu tollstjóra. Komi eigandi eða umráðamaður ökumælisskyldrar bif- reiðar ekki með hana til álesturs eða fullriægi framan- greindri tilkynningarskyldu, fyrir 11. október næstkom- andi, verður þungaskattur áætlaður lögum samkvæmt og frekari viðurlögum beitt. Tollstjórinn i Reykjavik, 20. september 1973. Skoðið hina nýju verzlið á 5 hæðum 7j Tijúsinu DEILD ö annarri hæð Næg bílastæði ATON-HÚSGÖGN eru sérstæð glæsileg og AL-ISLENSK Skoðið rennd vegghúsgögn skápa og skatthoí Engir víxlar — heldur mánaðargreiðslur með póstgíróseðlum — sem greiða md í næsta banka, pósthúsi eða sparisjóði. Opið til 10 kvöld i og til kl. 12 á hádegi laugardag JON LOFTSSON HF. Hringbraut 121 . Sími 10-600 Bátur Til sölu er rúmlega 10 tonna aftur byggður eikarbátur. Smíðaður 1972. Báturinn er búinn öllum nýtizku tækjum og er smiðaður hjá Jóhannesi Gislasyni, Hafnarfirði, og er með 82 hestafla Lister-diselvél. Veiðarfæri fylgja og er báturinn jlbúinn tií allra helztu veiða. — Bátur i sérflokki. Upplýsingar hjá Geir Egilssyni, sími 99-4290, Hveragerði. Fyrirlestur DANSKI sálfræðingurinn Hans Weltzer frá Árósarháskóla flytur opinberan fyrirlestur I boði Háskóla Islands mánudaginn 24. september nk. kl. 17.15 i I. kennslustofu Háskólans. Fyrirlesturinn nefnist „En profetbevægelse i psykologisk belysning”.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.