Tíminn - 21.09.1973, Qupperneq 15

Tíminn - 21.09.1973, Qupperneq 15
Föstudagur 21. september 1973 TÍMINN 15 Hans Fallada: Hvaðnú,ungi maður? 84 Þýðing Magnúsar Asgeirssonar niðurstöðu, að hann hafi komið að minnsta kosti þrem, fjórum tim- um of snemma, en það er nú sama. Hann getur ekki skilið Pússer og Dengsa eftir og farið sjálfur i búðina. Hins vegar verð- ur hann lika að varast að komast i kast við systurnar hérna. Hvað i ósköpunum á hann að taka til bragðs? Kona kemur niður stigann og gengur framhjá honum, gildvax- in kona á efra aldri, áreiðanlega af Gyðingaættum. Pinneberg virðist hún ekki vera þessleg að vera barnfóstra, og þvi álitur hann að hann geti látið hjá liða að ónáða hana. En þegar hún hef- ir stikað góðan spöl framhjá hon- um másandi og blásandi, snýr hún aftur við og kemur til hans. Hann fær traust til hennar, þvi að brúnu augun hennar eru eitthvað svo innilega móðurleg. „Jæja ungi maður”, segir hún, „hvaða föðuráhyggjur eru það, sem ama að yður?” Hún brosir, svo að honum hlýn- ar strax um hjartarætur. Ungi maður! föðuráhyggjur — og þessi móðurlegi svipur og brosið! I þetta skipti hefir hann þó heppn- ina með sér. Hérna stendur gild- vaxin, gömul kona, sem allt virð- istskilja og kunna ráð við öllu. Og áður en hann hefir hugsað sig um er hann búinn að segja frá öllu, sem við hefir borið þessa löngu, löngu nótt. Þetta er þvi einkenni- legra sem hann hefir alltaf haft horn i siðu gildvaxinna Gyðinga- kvenna, og haldið að þær gerðu ekki annað en að éta og búast skarti og nurla saman peningum En þessi kona litur út fyrir að hafa aldrei gert annað en hugga og hjálpa ungum áhyggjufullum feðrum með svefnlausar nætur að baki. Nú opnar hún dyrnar, sem Pinneberg þorði ekki að drepa á, og kallar: „Ella! Marta! Hanna! Einhver ykkar verður strax að fylgja unga föðurnum þarna heim. Það er veikt barn heima hjá honum!” Þegar hún er viss um að tekið hafi verið eftir skipun hennar, og henni verði fylgt, snýr hún sér aftur að Pinneberg, klappar laust á öxlina á honum, kinkar kolli og segir með sinu móðurlega brosi: „Þetta lagast alls saman!” og siðan þrammar hún þunglega með stunum og andvörpum niður þrepin og hverfur út um götu- dyrnar. Stundarkorni siðar er systirin komin með slúthatt og tösku. Hún kinkar kolli við öllu, sem Pinne- berg segir og gengur svo hratt, að hann á fullt i fangi með að fylgj- ast með henni. Rómur hennar er bjartur og hressilegur. „Þetta er nú ekki éins alvarlegt og þér haldið,” segir hún. „Þegar þetta og annað eins kemur fyrir að nóttu til sýnist það alltaf verra en það er i raun og veru.” Pinneberg verður nú smátt og smátt miklu léttari i skapi. Það eitt út af fyrir sig, að hann getur komið heim til Pússer með manneskju, sem hefir vit á þvi, hvað það er, er miklu meira en hann hafði þorað að gera sér von- ir um. Og eins og þetta hafði gengið vel! Hann heitir þvi með sjálfum sér, að hann skuli aldrei gleyma gildvöxnu Gyðingakon- unni með móðurlega brosið. Þessi hjúkrunarkona er ekki af Gyðingaættum, en hún er jafn blátt áfram og hressileg og hin. Hún hneykslast ekki einu sinni á hænsnastiganum, heldur fer upp eftir honum, eins og þetta væri allt saman sjálfsagt og eðiilegt. Jafnskjótt og hún ogPússerhafa sézt, er Pinneberg ofaukið. Þær skiptast á spurningum og svörum I hvislandi rómi, en hann situr úti i horni og hvilir sig. Allt i einu kemur Pússer auga á hann og segir: „Hannes, þú verður vist að fara að hypja þig, annars verður þú of seinn i búðina”. Hann hristir höfuðið. Ég get vel beðið dálitla stund enn þá. Kannski ég eigi að sækja eitt- hvað?” Sannleikurinn er sá, að honum finnst nú að hann þurfi endilega að fá að vita, hvað að Dengsa gengur, ef hann á að hafa þol til þess að vera heiman að all- an daginn. óttinn við botnlanga- bólguna hefir gosið upp aftur. Systirin tekur barnið í kjöltu sér. Hún klæðir það úr og virðir rólega fyrir sér hinn litla, holduga barnslikama. Engin útbrot. Siðan mælir hún hitann i honum. Eng- inn hiti heldur! Loks stingur hún fingri upp i hann og ýtfr ljósrauð- um gómunum sundur, svo hlær hún og bendir, um leið og hún brosir glettnislega framan i Púss- er, upp i munninn á honum. En Pússer beygir sig þegar niður að honum og hrópar svo fagnandi: „Hannes! Hannes! Komdu og sjáðu! Dengsi er búinn að taka tönn, stóra og myndarlega tönn! Svo að þetta hefir allt saman ver- ið þess vegna —!” Pinneberg kemur og litur inn i litla munninn á Dengsa. Tann- holdið er bleikt með rauðleitum blæ. En i þvi miðju er dálitill dökkrauður þroti og upp úr hon- um miðjum gægist fram ofurlitill broddur, eins og postulinsbrot! Pinneberg á ómögulegt með að skilja það, að þessi agnarflis hafi getað valdið svo mikilli óró svona margar og langar stundir. Hann sér það vel, að báðar konurnar horfa á hann og biða þess, að hann láti hrifningu sina i ljós. En það er langt frá þvi, að það sé nokkur hrifning i honum. t rauninni er hann miklu fremur hálf sneypulegur vegna sin og sonar sins. En eitthvað verður hann að segja, og þá kemur þetta: „Svo að það var þetta, sem að honum gekk! Fyrsta tönnin ----- Hvað tekur hann annars margar?” „Tuttugu!” svarar systirin og kitlar Dengsa undir hökunni. „Svo margar? Og grætur hann alltaf jafnmikið út af hverri tönn?” „Það er misjafnt,” segir systir- in. „Börn gráta ekki jafnmikið við hverja tanntöku.” Þó að þetta sé nú i rauninni vafasöm huggun, finnur Pinne- berg nú allt i einu til ósegjanlegr- ar gleði. Hann þrýstir hendur hjúkrunarkonunnar svo að brak- ar og brestur i fingrunum og hlær, ijómandi af fögnuði, framan i Pús'ser og Dengsa. „Þakka yður fyrir, systir. Það, sem að okkur er hérna, er það, hvað við höfum litla reynslu. En hún hlýtur að koma með timan- um.-----Nú get ég þó að minnsta kosti farið i búðina, án þess að vera að brjóta heilann um þennan og þennan sjúkdóm, sem Dengsi kynni að hafa. Og nú segi ég húrra! fyrir fyrstu tönninni, þótt hún væri dálitið erfið okkur öllum þremur!” Morgunstund ber gull i mund, en gull er ekki ávallt sama og gleði, að minnsta kosti ekki fyrir ungfrú Fiseher og Pinneberg. Sú ósjálfráða og óstjórnlega gleðitilfinning, sem allt i einu hafði gripið Pinneberg, endist honum þangað til hann kemur þangað, sem hann er vanur að ( fara upp i sporvagninn og verður þess var, að hann er alveg nýfar- inn af stað. Það eru að minnsta kosti ellefu minútur þangað til næsti vagn kemur. Alltaf þarf það að vera svo, að ef maður er seint fyrir, koma allar mögulegar tafir i viðbót. Sporvagninn fer ekki svo framhjá götuhorni, að rauða við- vörunarljósið geri honum þaö ekki til bölvunar að gefa honum merki um að staðnæmast. Og á þeirri stundu þegar Pinneberg stigur fölur og fár inn i vöruhús Mandels, stendur þar dyravörð- urinn viðbúinn til að standa hann að yfirsjón hans: „Tuttugu og sjö minútum of seinn, Pinneberg,” segir hann og bendir á úrið sitt. Pinneberg læðist inn i deildina sina, þangað sem hann er vanur að standa, en þó að i fyrstu liti helzt út fyrir að enginn af yfir- mönnum hans hafi tekið eftir þvi að hann var fjarverandi, þá er ros 1506 Lárétt I) Hárleysi. — 5) Ekki marga. — 7) öfug röð. — 9) Skegg. — II) Tré. — 13) Otul. — 14) Kjaftæði. — 16) Þyngdarein. — 17) Lanir. — 19) Skvisa. — Lóðrétt 1) Hika. — 2) Burt. — 3) Loka. — 4) Gljái. — 6) Fljótra. — 8) Stóra. — 10) Krók. — 12) Skrjáf. — 15) Litu. — 18) Eins. Ráðning á gátu No. 1505 Lárétt 1) Þursar. — 5) Rok. — 7) GF. — 9) Skel. — 11) Nef. — 13) Slá. — 14) Anis. — 16) TT. — 17) Refur. — 19) Ankara. — Lóðrétt 1) Þagnar. — 2) RR. — 3) SOS — 4) Akks. — 6) Slálra. — 8) Fen. — 10) Eltur. — 12) Firn,— 15) Sek.— 18) Fa.— HVELL G E I R I D R l K I lll II lllli i FÖSTUDAGUR 21. september 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10,10. Fréttir kl. 7,30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8Ú45: Sigurður Gunnarsson heldur áfram „Sögunni af Tóta” eftir Berit Brænne (9). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög á milli liða. Spjallað við bændur kl. 10.05. Morgunpopp kl. 10.25: Blood, Sveat and Tears leika og syngja. Fréttir kl. 11.00. Norræn tónlist: Hljómsveit konunglega leikhússins i Kaupmanna- höfn leikur „Efterklang af Ossian”, forleik op. 1 eftir Gade / I Musici leika Litla svitu fyrir strengjasveit eftir Carl Nielsen / Sinfóniuhljómsveit Lundúna leikur Sinfóniu nr. 5 eftir Sibelius. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 13.30 Með sínu lagi. Svavar Gests kynnir lög af hljóm- plötum. 14.30 Siðdegissagan: „Hin gullna framtiö” eftir Þorstein Stefánsson. Krist- mann Guðmundsson les (5). 15.00 Miðdegistónleikar: Frá hollenzka útvarpinu. Kammersveit hollenska út- varpsins leikur Sinfóniu op. 3 nr. 2 eftir Stamitz, Roelof Krol stj. Kammerkór hol- lenska útvarpsins flytur „Syngið Drottni nýjan söng”, mótettu eftir Bach, Wolfgang Gönnenwein stj. Kammersveit útvarpsins leikur Sinfóniu nr. 1 i C-dúr eftir Jan Klusak, Vaclav Smetacek stj. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.20 Popphornið. 17.05 Tónleikar. Tilkynning- ar. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Fréttaspegill. 19.35 Spurt og svarað. Guðrún Guðlaugsdóttir leitar svara við spurningum hlust- enda. 20.00 Sinfóniskir tónleikar. a. Sinfónia nr. 38 i D-dúr (K504) eftir Mozart. Fil- harmóniusveitin i Vin leik- ur, Bruno Walter stj. b. Sinfónia nr. 7 i D-moll op. 70 eftir Dvorák. Hljómsveitin Philharmonia leikur, Rafa- el Kubelik stj. Guðmundur Gilsson kynnir. 21.00 Laugaklaustur. Auðunn Bragi Sveinsson kennari flytur erindi um Lögum- kloster, 800 ára gamlan bæ á Jótlandi. 21.30 Útvarpssagan: „Fulltrú- inn, sem hvarf” eftir Hans Scherfig. Þýðandinn, Silja Aðalsteinsdóttir, les (6). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Eyja- pistill. 22.35 Draumvisur. Sveinn Magnússon og Sveinn Arna- son sjá um þáttinn. 23.35 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. IBiiiil Föstudagur 21. september 1973 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Fóstbræður Breskur sakamála- og gaman- myndaflokkur. Dularfulla handritið. Þýðandi Óskar Ingimarsson. 21.20 Að utan Þáttur með er- lendum fréttamyndum. Umsjón Jón Hákon Magnússon. 22.00 Söngvar og dansar frá Tékkóslóvakiu Þáttur með þjóðdönsum og þjóðlegri, tékkneskri tónlist. 22.30 Dagskrárlok

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.