Tíminn - 21.09.1973, Page 17

Tíminn - 21.09.1973, Page 17
Föstudagur 21. september 1973 TÍMINN 17 Þrúgandi minnimáttarkennd - jafnvel vítaspyrnan mistókst Allt of stórt tap Vestmannaeyinga á Laugardalsvellinum í gærkvöldi. Þjóðverjarnir skoruðu sjö sinnum í leiknum Evrópubikarleikur Vest- mannaeyinga og Mönchen- gladbach á Laugardals- vellinum i gærkvöldi er eitthvert átakanlegasta dæmi um minnimáttar- kennd íslenzkra knatt- spyrnumanna# er þeir standa andspænis atvinnu- leikmönnum á sameigin- legum vettvangi áhuga- manna og atvinnumanna. Þessi þrúgandi minni- máttarkennd/ sem einstaka íslenzk félagsliö eru sem betur fer laus við, var svo áberandi, að það var engu líkara en Eyjamenn héldu, að þeir væru að leika gegn hálfguðum. Auðvitað voru Þjóðverjarnir góðir, miklu betri en Eyjamenn, en yfir- burðir þeirra gáfu alls ekki tilefni til sjö marka munar. Meira að segja á síðustu mínútu leiksins, þegar vítaspyrna var dæmd á Þjóðverjana, guggnaði sá, sem framkvæmdi spyrn- una og spyrnti næstum beint í fang þýzka mark- varðarins. Þannig endaði leikurinn, 7:0, og mesta og stærsta tap islenzks fé- lagsliðs á heimavelli var stað- reynd. En ef allt hefði verið eðli- legt, og Eyjamenn haft trú á sjálfum sér, hefði munurinn ekki þurft að vera meiri en 3ja eða 4ra marka i mesta lagi. Vitaskuld spilar fleira en minnimáttarkennd inn i. Reynsluleysið er æpandi þáttur. Og það getur stundum verið grát- legtað verða vitni að þvi, hvernig ■ litilfjörlegustu atvik geta kostað mörk, fyrir utan sjálfsmörkin, sem urðu tvö i leiknum i gær- kvöldi. t þessu sambandi er fyllsta ástæða að gefa þvi gaum, hvort ekki sé rétt að búa Evrópubikar- lið okkar betur undir keppni en hingað til hefur tiðkazt, m.a. með þvi að gefa þeim kost á að taka þátt I alþjóðlegum mótum félags- Snorri Rútsson i baráttu við þýzkan leikmann. liða, sem stofnað er til viðs vegar i Evrópu yfir sumartimann, i þvi skyni, að þau öðlist þá reynslu, sem nauðsyn legt er að þau hafi, áður en út i Evrópukeppni er farið, og i þvi skyni að þau losi sig við minnimáttarkenndina, sem er svo rikur þáttur i fari þeirra. Væri ekki óeðlilegt, að KSt beitti sér fyrir stofnun sjóðs.erhefði það að markmiði að styrkja Evrópu- bikarlið okkar til þátttöku I mót- um af þessu tagi, enda þjónaði það einnig landsliðinu, að leik- menn okkar beztu liða, sem jafn- framt mynda kjarna landsliðs á hverjum tima, öðluðust leik- reynslu og trú á sjálfa sig. En látum vangaveltur um slikt biða að sinni, og snúum okkur að gangi leiksins i gærkvöldi. Leik- urinn var ekki nema 8 minútna gamall, er Heynckes skoraði fyrsta mark Mönchengladbach, beint úr aukaspyrnu. barna voru Vestmannaeyingar illa á verði og mynduðu varnarvegg sinn of framarlega. (Tímamyndir Kóbert) A 27. minútu fengu Vestmanna- eyingar eitt sitt allra bezta tæki- færii leiknum, þegar Orn Öskars- son skallaði úr nornspyrnu i stöng. í þessu tilviki voru Þjóð verjarnir heppnir að fa ekki á sig mark. En stuttu siðar koma tvö mörk með stuttu millibili,á 35. minútu skoraði Kristján Sigurgeirsson sjálfsmark og á 40. minútu skor- aði Klikhammer fremur auðveld- lega. Þannig var staðan 3:0 i hálfleik, en hefði alveg eins getað verið jöfn, þvi að Vestmannaeyingar léku þennan fyrri hálfleik mjög vel. Gallinn var aðeins sá, að þeir höfðu ekki trú á sjálfum sér. Og ekki jókst trúin i siðari hálfleik, sem var hálfleikur vonleysisins. Strax á 4. minútu skoraði Kulik af löngu færi. Og 5:0 kom á 13. minútu eftir laglegt samspil þýzku framlinumannanna, sem lauk með skoti Heynckes. Og 6:0 aðeins tveimur minútum siðar, og nú sjálfsmark Friðfinns Finn- bogasonar. Sjöunda og siðasta markið skoraði Heynckes á 30. minútu. Af og til, allan siðari hálfleik- inn, sköpuðu sóknarleikmenn Vestmannaeyja sér inarktæki- færi. Og á 45. minútu, siðustu minútu leiksins kom tækifæri, sein hcföi örugglega átt að gefa inark. Erni óskarssyni var brugðið innan vitateigs, og um- svifalaust benti hinn stórgóði dómari leiksins Partridge frá Englandi á vitapunktinn. Og jafn- vel nú brást Eyjamönnum þor og þrck — til að skora úr vitaspyrnu! Óskar Valtýsson, hinn annars duglegi og áræðni sóknarmaður skaut næstum beint I fang þýzka markvarðarins! Nei, þrátt fyrir, að það leyndi sér ekki, að lið Mönchengladbach væri skipað frábærum leikmönn- um, var algerlega óþarfi fyrir Eyjamenn að tapa með svona miklum mun. Vörnin var lakari hluti liðsins og miðverðirnir, sér- staklega Friðfinnur, allt of svifa- seinir. Eflaust hefði verið betra, að Ölafur Sigurvinsson léki á miðjunni, þó að það sé ekki staða hans að jafnaði. Sóknarmenn Vestmannaeyja, sérstaklega örn, tóku góða spretti, en i heild vant- aði baráttuneistann, sem hefði getað skapað liðinu betri útkomu i leiknum. A einstaka leikmenn Mönchen- gladbach er óþarfi að minnast. 1 liðinu er valinn maður i hverju rúmi. Þó mætti nefna Heynckes (11), Kulik (10), Rupp (9) og siðast en ekki sizt Vogts (3), sem virtist leika allar stöður á vellin- um. Enska dómaratrióið stóð sig framúrskarandi vel, og til fyrir- myndar var, hve röggsamur dómarinn, Partridge var, án þess að vera of áberandi persóna á vellinum. — alf. Hætta við mark Vestmannaeyja. Friðfinnur og Ólafur fylgjast spenntir meö. Vitaspyrna! Erni brugðiö innan vitateigs.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.