Tíminn - 12.10.1973, Blaðsíða 3

Tíminn - 12.10.1973, Blaðsíða 3
Föstudagur 12. október 1973 TÍMINN 3 Uppboð Mynt- safnara- félags íslands TRYGGVI SYNIR Myntsafnarafélag Islands heldur uppboð á mynt 14. okt. nk. Upp- boðið er eingöngu ætlað félags- mönnum i Myntsafnarafélaginu. Boðnar verða upp myntir og seðl- ar frá Islandi og öðrum löndum, m.a. Grænlandi, Englandi, Ind- landi, Austurriki og Noregi. Dýr- mætasta islenzka myntin á upp- boðinu er sennilega heilt sett af kórónumyntinni. Myntsafnarafélag Islands var stofnað fyrir fimm árum, og i félaginu eru nú um 220 félags- menn á öllum aldri. Fundir eru haldnir einu sinni i mánuði i Templarahöllinni. Félagsmenn geta þá skipzt á peningum sin á milli, og einnig geta þeir pantað myntir erlendis frá gegnum félagið. Formaður Myntsafnarafélags Isalnds er Ragnar Borg við- skiptafræðingur. Aðrir i stjórn eru Freyr Jóhannesson, Hjálmar Hafliðason, Helgi Jónsson, Gunn- ar Torfason, Ragna Halldórsdótt- ir og Gunnlaugur Gunnarsson. —gbk. Stolið úr bílum Klp—Reykjavík. — I fyrrakvöld var brotizt inn i tvo bila við Laugarásbió. Úr öðrum bilnum var stolið segulbandstæki og fimm spólum, en átján spólum úr hinum. I þeim bil var segulbands- tækið skilið eftir, enda hafa þjófarnir trúlega talið sig hafa nóg að gera með eitt tæki og tutt- ugu og þrjár spólur til að leika. Perusala á Akranesi Hin árlega perusala Lions- klúbbs Akraness fer.fram I kvöld, föstudagskvöld. Þá munu Lions- félagar fara um allan bæ, og bjóða fólki' perur til kaupa en á- góðanum af sölunni verður varið til liknarmála á Akranesi. Tryggvi Ólafsson heldur um þessar mundir málverkasýningu i Galleri SÚM við Vatnsstig. Tryggvi fæddist i Neskaupstað 1940. Stundaði fyrst nám i Mynd- lista— og handiðaskóla Islands, en fékk siðan inntöku i Listahá- skólann i Kaupmannahöfn 1961 og dvaldist þar við nám næstu 6 ár eða til 1966. Tryggvi tók þátt i Haustsýningu listamanna i Khöfn 1963. Fyrsta einkasýning Tryggva var i Galerie Jensen, Khöfn 1966. Sem meðlimur SÚM hefur Tryggvi tekið þátt i sam- sýningum SÚM frá 1969, þ.e. SÚM III., Reykjavik ’69, SÚM IV., Amsterdam 70, og nú siöast SÚM V á Listahátið í Reykjavik 72. Tryggvi hefur tekið þátt i fjöl- mörgum samsýningum erlendis, þ.á.m. Norrænu sýningunni, Charlottenborg, Khöfn 1970 og 72, sýningunni ’Tslenzkir nútima- málarar”, Stokkhólmi 1971, Eystrasaltsbienalnum. Rostock 1971 m.m. Þessi einkasýning Tryggva i GALLERI SÚM er þrija einka- sýning hans hérlendis, en þær fyrri voru á sama stað 1969 og 1972. Tryggvi hefur verið búsettur i Danmörku siðastliðin 12 ár. Sýningin er opin kl. 4—10 alla daga frá laugardegi 13. þ.m. i a.m.k. hálfan mánuð. Tryggvi sýnir samtals 25 málverk, máluð á s.l. hálfu öðru ári. — SB. Framhaldsstof nfundur Sambands almennra lífeyrissjóða: Eðvarð Sigurðsson var kjörinn formaður Framhaldsstofnfundur Sam- bands almennra lifeyrissjóða var haldinn i ráðstefnusal Hótel Loft- leiöa 11. þ.m. Stofnfundur sambandsins, sem haldinn var 12. júni, samþykkti, að framhaldsstofnfundur yrði haldinn fyrri hluta október- mánaðar. Aðalverkefni framhaldsstofn- fundarins var að ganga frá sam- skiptareglum lifeyrissjóðanna, en aö þeim hafði verið unnið af tryggingafræðingunum Guðjóni Hansen og Bjarna Þóröarsyni, á- samt stjórn og starfsnefnd sam- bandsins, og þær siðan verið til umræðu i lifeyrissjóðunum. A fundinum hafði Guðjón Han- sen framsögu um samskipta- reglurnar, og voru þær siðan eftir ýtarlegar umræður einróma samþykktar. A fundinn mættu 73 fulltr. og starfsmenn lifeyrissjóðanna, en einn af þeim sjóðum, sem stofn- aðir voru með samningunum 1969, hafði ákveðið að standa ekki að stofnun sambandsins, en all- margir sjóðir höfðu ennþá ekki tekið ákvörðun um aðild að sam- bandinu, enda samþykkt á fundinum, að þeir sjóðir teldust stofnaðilar, er tilkynntu aðild fyrir næstu áramót. A stofnfundinum i júni voru samþykkt lög sambandsins og kosin bráðabirgðastjórn til fram- haldsstofnfundarins. A þessum fundi var kjörin stjórn fyrir næsta kjörtimabil. Stjórnina skipa 20 manns þ.e. 10 af hálfu Vinnu- veitendasambands tslands og 10 af hálfu Alþýðusambands Is- lands, og jafnmargir til vara frá hvorum aðila. Formaður stjórnar var kjörinn Eövarð Sigurðsson og ritari stjórnar Gunnar Guðjónsson. Ákveðiö hefur veriö aö hafa fimm sýningar til viöbótar á hinum vin sæla barnaleik, Feröinni til tunglsins, 1 Þjóöleikhilsinu. Leikurinn var sýndur 37 sinnum á s.l. leikári viö mjög góöa aösókn. Til jafnaöar voru rösklega 500 manns á hverri sýningu, og má þaö teljast mikil aösókn. Þar sem augljóst var, þegar sýningum lauk á liönu vori, aö margir höföu hug á aö sjá sýninguna, hefur verið ákveöiö, eins og fyrr segir, aö hafa fimm sýningar til viðbótar, og veröur fyrsta sýningin n.k. sunnudag kl. 15. Allir leikendur eru þeir sömu og á slðasta leikári. Myndin er af ólaf iokbrá í mánasleöanum sinum. Alþýðuf lokkurinn og Alþýðublaðið Gylfi Þ. Gislason, formaöur Alþýöuflokksins, var á beinu iínunni f útvarpinu I fyrra- kvöld. Hann var m.a. spurður talsvert um útgáfu Alþýðu- blaðsins og hvernig væri hag- að tengslum flokksins viö blaðið. Gylfi svaraði því til aö Alþýðuflokkurinn ætti og réöi Alþýðubiaðinu algerlega, og ritstjórar blaösins væru ráönir af trúnaöarmönnum Aiþýöu- flokksins. Hins vegar heföi verið gerður samningur viö ákveðið hlutafélag um fjármál og rekstur blaösins, en skv. þeim samningi væri tryggt, aö þaö efni, sein væri beinifnis á vegum flokksins eöa fyrir liann, yröi ekki minna en þaö liefði verið áöur. 1 svörum Gylfa viö þessum spurningum lék sem sagt eng- inn vafi á um þaö, aö Alþýðu- flokkurinn ætti og réöi efni Alþýðublaðsins, og þaö væru aðeins rætnar tungur, sem drægju þaö I efa. En svo kom aö þvf, að Alþýðuflokkurinn bæri ábyrgð á efni Alþýðublaösins, þar sem flokkurinn heföi öil og full yfirráð yfir efni þess. Sómi Alþýðu flokksins — og sverð hans Frú nokkur I Iíeykjavfk hringdi til Gylfa i beinu lín- unni og spurði liann stuttrar og einfaldrar spurningar um Alþýðublaðiö: „Teljið þér, að Alþýðublaöiö sé Alþýöuflokknum til sóma? Þcssari spurningu vildi Gylfi greinilega ekki svara með bcinum liætti, heidur var á honum aö skilja, aö „ein- hverjir menn”, sem heföu skoðanir á blaöaútgáfu, sem væru honum ekki alls kostar að skapi, heföu gert Alþýðu- blaðið að „iéttlyndu” blaöi, eins konar islenzku „extra- blaöi”, eða réttara sagt „gulri pressu”. Ekki upplýsti Gylfi, hvort þessir „einhverjir” væru I miöstjórn Alþýðu- flokksins eða ekki, en þó verö- ur aö skilja þaö svo, aö þeir séu framámenn I Alþýöu- flokknum og trúnaöarmenn flokksins I útgáfu Alþýöu- blaðsins, þar sem sú yfiriýsing flok ks form a n ns in s stóö óhögguö, að Alþýðufiokkurinn réði öllu, sem liann vildi f Alþýðublaöinu, og þar á meðal ritstjórum blaösins. Gylfi: Þjóðinni til sóma að hafna Alþýðublaðinu En i þessu svari sfnu lét Gylfi i þaö skina, að hann pcrsónulega réöi cngu um þaö, hvernig yfirráöum Alþýöu- flokksins yfir Alþýðublaðinu væri beitt, þvf hann lýsti sér- stakri ánægju sinni yfir þvl, aö Islenzkir blaöalesendur vildu ekki kaupa Alþýöublaöiö og höfnuðu algerlega slikum sorpblööum. Er þó vitaö, aö Gylfi hcfur persónulega mest Alþýöuflokksmanna staöiö i samningunum um útgáfu Alþýöublaösins. Sagöi Gylfi, aö islenzkir blaöalesendur heföu vaxiö stórlega i áliti hjá sér meö því aö kaupa ekki þetta islenzka og iéttlynda „extrablað”. Var ekki annað á honum aö skilja, en þegar væri ákveöiö að breyta efni blaösins i þaö horf, aö íslenzk- ir blaöalesendur gætu borið virðingu fyrir þessu málgagni Alþýöuflokksins, eöa lét jafn- vel i það skina, aö slik breyt- ing heföi þegar átt sér staö. Ekki sér þess staö ennþá, —og Framhald á bls. 23

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.