Tíminn - 12.10.1973, Blaðsíða 4

Tíminn - 12.10.1973, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Föstudagur 12. október 1973 James Bond í klípu Roger Moore (James Bond) lenti i hálfgerðum vandræðum með þessa ungu stúlku, sem var svo hrifin þegar hún sá hann, að hún missti stjórn á sér. Hún ætlaði aðeins að fá eiginhandar- áritun hans i bókina sina, en þegar hún kom nær honum, þá var um að gera, fannst henni, að nota tækifærið, — og það gerði hún eftir beztu getu. Roger Moore var að fara á frumsýn- ingu á myndinni „Lifðu en láttu deyja” (Live and let die) og var timabundinn svo eina úrræðið hjá honum vað að drifa sig i að kyssa stúlkuna, og það ku hann hafa gert með prýði! Fyrsta konan í Svíþjóð dómari í boxkeppni Margareta Backman frá Lands- krona er 22 ára gömul og mjög lagleg sænsk stúlka, og svo er hún áræðin og hugrökk lika, sem m.a. séstbezt á þvi, að hún hefur ákveðið að gerast dómari á boxi, og dæma i boxkeppnum. Ein önnur kona i Sviþjóð Margareta Sjölin, hafði réttindi sem box-dómari, en hún kom aldrei i keppnishringinn. Hún var gift boxaranum Stig Sjölin. Hin Margaretan, Backmann frá Landskrona, er einnig gift boxara. Hann heitir Christer Backman (i milliþungavigt) og er 24 ára. Frú Backman verður dómari hjá boxklúbb á Skáni i Suður-Sviþjóð, og segist hún hlakka til að byrja starfið. Box hefur alltaf verið mitt áhuga- mál, segir hún. Það hafa heyrzt fréttir um það, að Olga Korbut, litla, sæta sovézka fimleikastjarnan hafi skaddazt i baki i Olympiu-leik- unum, en sem betur fer þá virðist sá orörómur hafi ekki við rök að styðjast, að minnsta kosti stundar hún iþrótt sina af fullum krafti núna. Þessi mynd, sem hér fylgir, er tekin i háskóla-iþróttakeppni i Moskvu fyrir stuttu. Þar sýndi Olga yfir- burði sina og fékk hún þrenn gullverðlaún i þessari keppni. Hérna sjáum við hana að sýna stökk á slá. DENN! DÆMALAUSI Þvi miður er allur bjór búinn i dag. Þá ætla ég að fá glas af tómatsósu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.