Tíminn - 12.10.1973, Síða 6
6
TÍMINN
Föstudagur 12. október 1973
Samkeppni
um Ijóð, tón-
verk ogleikrit
Þjóðhátiðarnefndin i Austur-
Skaftafellssýslu tilkynnir, að hún
efni til samkeppni um ljóð, tón-
verk og leikrit, er gætu orðið vel
hæfir dagskrárliðir á hátiðar-
samkomu vegna afmælis lands-
byggðar og hefðu menningarlegt
gildi.
Ljóð þurfa helzt að snerta
héraðið og sögu þess. Það er
mikilsvert, að tónverk séu tengd
tilteknum ljóðum. Leikrit þarf að
vera sögulegt að efni og þannig,
að Hornafjarðarhérað komi þar
við sögu.
Ljóð þurfa að hafa borizt þjóð-
hátiðarnefndinni i Austur-Skafta-
fellssýslu fyrir 15. janúar 1974 og
tónverk og leikrit eigi siðar en 1.
marz 1974.
Skátaþing 1973 um næstu helgi
Nýr skátabúningur
tekinn upp
Skátaþing 1973 verður haldið dag-
ana 13. og 14. okt. Þingiö verður
haldiðilðnskóla Keflavikur i boði
Heiðarbúa, en svo nefnist skáta-
félagið i Keflavik. Mörg mál
verða til umræðu á þinginu. Má
þar nefna undirbúning að lands-
móti skáta, sem verður haldið að
Olfljótsvatni næsta ár, einnig
skátamótið i Jamboree i Noregi
árið 1975, en islenzkir skátar eru
undirbúningsaðilar að þvi móti.
Einnig verða fjármál skáta-
hreyfingarinnar rædd og nýr
skátabúningur verður kynntur.
Þessi nýi búningur er miklu
frjálslegri en sá gamli, og hverfur
nú algerlega það hermennskusnið
á búningnum, sem margir hafa
talað um, og búningurinn verður
nú sá sami fyrir drengi og stúlkur
á öllum aldri.
Skátaþing sem þetta er haldið
annað hvert ár. Aætlaö er að um
100 skátar muni sækja þingið, en
nú eru um 5000 skátar á öllu land-
inu.
A sunnudaginn verður svo
merkjasöludagur skáta, og
hvetja skátar fólk til að taka vel á
móti sölubörnum.
—gbk.
Nýtt frystihús
rís á Djúpavogi
ÞP.—Iljúpavogi. Kalt veður er á
Djúpavogi, frost en þó bjart yfir.
Gamalt frystihús er á staðnum og
er Búlandstindur h.f. að byggja
nýtt frystihús á staðnum. Gamla
frystihúsið verður þó notað áfram
undir vélar. Ekki er tekið á móti
fiski núna meðan slátrun stendur
yfir, og fiskar Hafnarnes fyrir
siglingu. Slátrað er 400 f jár á dag,
og i allt verður slátrað um 10 þús-
und kindum. Er það Kaupfélag
Berufjarðar á Djúpavogi sem sér
um slátrunina. Slátrar það fyrir
Beruneshrepp, Búlandshrepp og
Geithellnahrepp.
Félagslif er i lágmarki á
Djúpavogi enda aðstaða til
félagslifs mjög léleg. Stendur til
að byggt verði nýtt félagsheimili
á staðnum, til að bæta úr ástand-
inu. Á meðan verða karlmennirn-
ir að láta sér nægja fundi hjá
Lyonsklúbbnum og kvenfólkið
saumaklúbbana.
Barnaskóli og miðskóli er á
staðnum, en erfitt hefur verið að
koma þeim börnum i gagnfræða-
skóla sem vilja, og eru það alltaf
einhverjir nemendur á hverju ári
sem verða að hætta við nám
vegna þess að þeir komast hvergi
að i heimavist.
Var skólinn settur sunnudaginn
30. sept. og skölastjóri er Ingi-
mundur Sveinsson.
Oliumalarframkvæmdirnar
eru i fullum gangi og eru staðar-
búar að vonum hæstánægðir með
þær.
kris.
Misstu peningana
á flóttanum
Klp-Reykjavik. Lögreglan i
Reykjavik leitar nú að ungum
manni, sem grunaður er um að
hafa stolið, ásamt öðrum manni,
umslagi með liðlega 10 þúsund
krónum i.
Mennirnir voru staddir við
pylsubarinn við Nýja bió fyrir
nokkru og voru að fá sér að
snæða. Afgreiðslustúlkan hafði
nóg að gera, en hafði þó auga með
öllu, sem um var að vera.
Hún sá, er annar mannanna
teygði höndina inn um glugga og
tók tvö umslög, er i voru um 20
þúsund krónur, eða um 10 þús.
krónur i hvoru. Hún kallaði þegar
upp, og brá manninum þá svo við,
að hann missti annað umslagið,
en siðan tók hann á rás ásamt fé-
laga sinum með hitt umslagið.
Þessi maður var handtekinn
siðar um kvöldið, og var hann þá
ekki með neina peninga á sér.
Hinn ma'ðurinn fannst ekki, en
talið er að hann hafi stungið af
með umslagið.
Sá sem handtekinn var, var
þegar settur inn, og er nú búið að
dæma hann, en ,,syndaregistur”
hans var orðið ærið langt, og þótti
þvi timi til kominn að setja hann
undir lás og slá.
VERÐLAUNAGARÐUR AÐ
LINDARFLÖT 24
A undanförnum árum hefir
Rótarýklúbburinn Görðum veitt
viðurkenningu fyrir fagran og vel
hirtan garð á félagssvæöi klúbbs-
ins.
Á þessu ári veitti klúbburinn
þeim hjónunum Onnu og Sigurði
Haukdal viðurkenningu fyrir
fagran og velhirtan garð við hús
þeirra hjóna að Lindarflöt 24
Garðahreppi.
'
;ií5í:j: |5í:
Guðmundur G. Hagal
hálfáttræður
tregað hund sinn af einlægari
huga? Sjóferðalysingar
Hagalins koma islenzkum sæ-
farendum vafalaust kunnug-
lega fyrir sjónir, og hitt er
alveg áreiðanlegt, að hver sá
maður, sem ratað hefur í þá
raun að verða að yfirgefa allar
sinar skepnur — sumar
dauðar og aðrar lifandi —
hann mun skiija og skynja til-
finningalifið i dýralýsingum
Ilagalins.
Þessar fáu Ilnur, sem
skrifaðar eru i flýti inn á milli
annarra aðkallandi starfa,
mega að sjálfsögðu ekki
skoðast sem nein fræðileg
skilgreining á ritstörfum
Guðmundar Gislasonar
Hagalins — ekki einu sinni til-
raun til slfks.
Iljalta, séu þau verk Guð-
mundar Ilagalins, sem lengst
muni halda nafni hans á Iofti. t
báðum þeim bókum er okkur
gefin sýn inn i fortiðina, áður
en hagvöxturinn varð okkar
æðsti guð og hugsjón hvers fá-
tæklings varð að eignast bil.
Sæmundur Sæmundsson og
Hjalti Jónsson voru að sönnu
ólikir einstaklingar á margan
hátt, en báðir höfðu þeir til að
bera þann ódrepandi kjark og
seiglu tslendingsins, sem
aldrei bregzt, hversu sem
viðrar i henni veröld. Og eitt
er vist: Saga okkar væri
miklum mun fátæklegri ef við
ættum ekki ævisögur þeirra á
bók.
Þvi hefur verið haldið fram,
að Guðmundur Hagalin sé rit-
höfundur islenzkrar sjó-
mannastéttar. Gott og vel. En
sé svo, sem ekki skal I efa
dregið, þá er hitt engu siður
rétt, að hann hefur lýst sam-
skiptum manns og skepnu
betur en margur annar.
Hvaða islenzkur smali hefur
Guðmundur Gislason Haga-
lin rithöfundur hefur hálfnað
áttunda tuginn. Hann fæddist
að Lokinhömrum i Arnarfirði
10. okt. 1898.
Ilagalin varð snemma þjóð-
kunnur rithöfundur, enda
hefur hann verið mjög mikil-
virkur um dagana. Hér
stendur ekki til að telja upp rit
hans, en frumsamdar bækur
frá hans hendi skipta mörgum
tugum, auk fjölmargra
þýðinga.
Það hefur verið sagt, að fá-
nýtt sé að deila um fegurð á
fjöllum, kvæðum og konum,
þvi að það, sem einn hrifst af,
láti annan ósnortinn með öllu.
Og rétt er það: Bækur hafa
sina kosti og galla, eins og
aðrir hlutir, og oft getur verið
erfitt að dæma um, hvað
„bezt” er. Þrátt fyrir þetta og
hinn alkunna fyrirvara um
persónulegan smekk, þá
hefur mér einhvern veginn
alltaf fundizt, að Virkir dagar,
einkum þó fyrri hluti þeirrar
bókar, og Saga Eldeyjar--
Tilgangurinn var fyrst og
fremst sá að flytja rithöfund-
inum innilegar heillaóskir á
þessum timamótum á langri
og starfssamri ævi hans
—VS
Fjallfoss i Arnarfirði. Já, hann leynir sér ekki, stórleikur landskaparins á æskustöövum Guö
mundar Hagalins, enda hafa Vestfiröingar lengi veriö mikiö kjarnafólk.