Tíminn - 12.10.1973, Side 13

Tíminn - 12.10.1973, Side 13
Föstudagur 12. október 1973 TÍMINN 13 Foreldrar Páls, tsólfur Pálsson og Þurlður Bjarnadóttir. Dr. Páll tsólfsson ásamt siðari konu sinni, Sigrúnu Eiriksdóttur, og dóttur þeirra, önnu Sigriði. Fyrri kona Páls, frú Kristfn Norömann. Hún lézt 1944. Með séra Bjarna Jónssyni dómkirkjupresti og vigslubiskupi. ísólfsson, sem þá stóö á tvitugu. Hann var á leiö út i heim til áframhaldandi tónlistarnáms, nánar tiltekið til Leipzig i býzka- landi (i dag A-Þýzkalandi). Munu þau hjónin Jón Pálsson og Anna Adólfsdóttir hafa styrkt hann til þessa náms. Næstu fimm árin, 1913—1918, stundaði Páll tónlistarnám viö Konunglega tónlistarskólann i Leipzig, meö aðaláherzlu á orgel- leik. Aðalkennari Páls var pró- fessor Karl Straube, hámenntaður maöur og frábær kennari i sinni grein. Hann var á þessum tima kantor Tómasar- kirkjunnar i Leipzig og var einn frægasti orgelsnillingur heimsins um sina daga. Meðal annarra kennara Páls voru Max Reger, sem talinn hefur verið eitt gáfað- asta tónskáld sins tima, Robert Teichmuller og Hans Grisch. Tveir þeir siðarnefndu voru miklir persónulegir vinir Páls, ekki sizt Grisch. Framhald á bls. 23. ÞAÐ LIFIR, ER LIFS- ANDANN HEFUR — Ef við værum að tala saman frammi fyrir áhorfendmn, fullum sal af fólki, myndi ég biðja menn að risa úr sætum og hrópa ferfalt húrra fyrir framgangi islenzkrar tónlistar, sem ég hef mikla trú á, að eigi eftir að verða glæsileg. Ég hef mikla trú á þessum ungu hæfileikamönnum, seg- ir hinn aldni listamaður. Við áttum stutt viðtal við dr. Pál isólfsson i vikunni, i tilefni áttræðisafmæiisins idag. Ekki var ætlunin að þreyta lista- manninn með þvi að biðja hann að rekja brot eða brota- brot úr sögu sinnar litriku ævi, sú saga liggur þegar fyrir I bókum. Fremur var ósk okkar að kynnast viðhorfum lista- mannsins tii fortiðar, nútiðar og framtiðar á þessum tima- mótum. Við spurðum dr. Pál fyrst, hvað honum væri einna minnisstæðast frá liðinni starfsævi. — Það er nú svo margt, sem á dagana hefur drifið, að erfitt er að henda reiður á og skipa einu framar öðru. En mér kemur ósjálfrátt i hug Alþingishátiðin árið 1930. Það var mjög mikill viðburöur og tókst vel. Ég stjórnaði þarna kantötu minni á Lögbergi, og það var iyfting I fólkinu. Þetta var mikil upplifun, — það var þaö. Við vorum heppnir meö veðrið, sem hafði ekki litið að segja. Það rigndi fyrst i stað, en siðan fcngum við blessað sóiskin. Dr. Páll er hugsi um stund, iætur sýnilega hugann reika til þessara löngu liðnu daga og alls þess, er þeir báru i skauti sér. Og okkur finnst liggja beint við að spyrja hann, hvað honum sé nú kærast þeirra starfa, sem hann hefur innt af hendi um ævina. — Mér hefur orðið starfiö I Dómkirkjunni hugleiknast (dr. Páll var organisti við þá kirkjuum 28áraskeið). — Ég fer ekki nánar út I það hér, en vil aöeins segja, að ég óskaöi þess, að ég gæti starfaö I þessari kirkju áfram, er aidurinn færðist yfir. En þaö fór nú á annan veg. i fjöiþættu starfi sinu og list hefur dr. Páll kynnzt fjöl- mörgum af þekktustu mönn- um landsins á sviði iistarinnar á þessari öid. Einnig kynntist hann mörgum erlendum lista- mönnum. Við spyrjum dr. Pál hverjir séu honum minnis- stæðastir þessara manna, og honum verður fyrst til aö nefna þá, er hann kynntist á námsárum sínum i Leipzig upp úr slðari heimstyrjöld fram til 1920. Aðalkennari hans I Leipzig var próf. Karl Straube, sem taiinn hefur verið einn færasti orgel- sniliingur heimsins um sina daga. Dr. Páll kynntist Straube mjög vel persónulega og telur hann einn stór- brotnasta mann, sem hann hafi mætt á llfsleiðinni. Straube var enskur I aöra ætt. Dr. Páll hafði alls 9 kennara I Leipzig, og urðu sumir þeirra, einkum tónf ræðikennarinn Hans Grisch, órofa vinir hans. Dr. Páll starfaði mikið með Davið skáldi frá Fagraskógi, og nafn hans er honum ofar- lega I huga. Og Davið metur hann einna mest af islenzkum Ijóðskáldum. — En Emil Thoroddsen var án efa sá fjölhæfasti af ungum mönnum, sem ég hef kynnzt. Það lá allt opið fyrir honum. Ef hann hefði verið framgjarn að sama skapi, eins og sumir ungir menn eru nú, þá hefði hann náð langt. En hann iézt fyrir aldur fram, veiktist á Alþingishátiðinni á Þing- vöilum og lézt skömmu slöar, tæplega fimmtugur. ...en ísland hafði alltaf mikið að segja Dr. Páll skýrir okkur frá þvl, hve námið hafi verið sér erfitt fyrst I stað, er hann kom til Leipzig um tvitugt 1913. Hann haföi tiltöiulega litla kennslu hlotið I tónlist, en kröfurnar miklar i Konung- lega tónlistarskóianum. Við þaö bættist að samnemendur Páis voru mun yngri en hann. Ilonum fannst hann verða að hraða námi sinu aldursins vegna.og lagðismsvo hart að sér, aðheilsan bilaði um tima. Viö förum út I aðra sálma og spyrjum dr. Pál þeirrar nær- göngulu spurningar, hvort aldrei heföi hvarflaö að honum að setjast að I Þýzka- landi, iandi tóniistarinnar, eftir að hafa dvaliö þar við nám og starf í 8 ár. — Jú, mér meira en datt það i hug. Þaö var bara ekki hugsaniegt að fá slika stöðu i Þýzkalandi á þessum árum eftir styrjöldina. Ég reyndi, en það var til einskis. Straube tjáði mér, að stemmningin væri þannig, að Þjóðverjar væru látnir sitja fyrir öllu. En hann ráðlagði mér að fara tii Suöur-Ameriku. Þar væru miklir möguleikar. En ég kaus nú heldur að fara heim til tslands. island hafði ailtaf mikiö að segja fyrir mig, og mig langaöi alltaf I aðra röndina að setjast að hér heima, sem ég og geröi. — Nei, ég sé ekki eftir þvi að hafa snúið heim. Mér hefur liöiö vel, en það hefur oft verið erfitt. Tónlistarlifið var, er ég kom heim, á ýmsan hátt skammt á veg komið hér, þannig að um brautryðjanda- starf var aö ýmsu leyti að ræða. Þá voru litlir mögu- leikar hér, og maöur iifði aðai- iega á pianókennslu. En mikil umskipti hafa oröið siðan. t tólf ár stjórnaði ég lúðrasveit Reykjavikur. Þetta varö maöur að gera til aö geta lifað. Brennið þið vitar — Stofnun Tónlistarfélags- ins 1930 hefur veriö geysimikið átak. Hvert var aðalmarkmiö ykkar tóifmenninganna, er aö henni stóðu? — Viðhöföum þrenns konar markmið. Fyrst og fremst að auka almenna þekkingu á tón- list, i öðru lagi að búa sérstak- lega hæfa menn undir fram- haldsnám, og I þriðja lagi að stofna sinfóniuhljómsveit. Og þetta hefur allt tekizt að miklu leyti. Stofnun Tónlistar- skólans tel ég mikilvægasta viðburð I Islenzku tónlistarlifi á siöari timum. — Geturðu nefnt mér eitt- hvert verk, sem þú metur umfram önnur þau, sem þú hefur samið dr. Páll? — Ég var vel upplagður á þeim tlma, er ég samdi Alþingishátiðarkantötuna, og er að mörgu leyti ánægður með hana, en það má fetta fingur út I öll mannanna verk. Annars eru til orgelverk eftir mig, sem ég er ánægðari með og hef trú á, að muni lifa. — Þú hefur ekki haft mikinn tima til hijómleikaferðalaga út um heim, eftir að þú tókst að þér þau þrjú veigamiklu störf, sem allir þekkja? — Mei, ég haföi það ekki. Ég lék þó nokkuö erlendis og var mjög vel tekiö. Ég hafði gaman af þessum hijómieika- ferðalögum og hefði stundaö þau meira, ef tlmi hefði gefizt til þesss. — Við hvaða aöstæður, ef svo mætti segja, telurðu að verk þin hafi helzt orðiö til? — Það get ég ómögulega sagt um. En hitt get ég sagt, að ég var mjög ungur, þegar mér fóru aö detta I hug múslk- stef, svona 10-15 ára. Og þaö er svo merkilegt, að ég hef getað notaö dáiltið af þessum stefum og lögum seinna, — m.a. I Alþingishátiðarkant- ötunni, — þau hafa setið svo fast I mér. — Hefur náttúran ekki haft Framhald á bls. 23.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.