Tíminn - 09.11.1973, Blaðsíða 5

Tíminn - 09.11.1973, Blaðsíða 5
Föstudagur 9. nóvember 1973. TÍMINN 5 Svar til Sæmund- ar Friðrikssonar SÆMUNDUR FriBriksson, fram- kvæmdastjóri sauðfjárveiki- varna, skrifar grein i Timann 17. okt. sl. Er hún svar við grein, sem birtist i Timanum 11. okt. sl., undirrituð af mér og Skúla Kristjónssyni. Mestur hluti greinar Sæmundar Friðrikssonar eru bollaleggingar um átökin viö mæðiveiki þá, sem talin er að komið hafi upp i Dölum 1954-1957. Ég var einn af þeim mönnum, sem trúðu þvi, að þarna heföi verið um mæðiveiki að ræða, en nú efast ég um það. Við lestur greinar Sæmundar Frið- rikssonar kemur fram, að veikin er staöfest á 5 bæjum haustið 1957, en eftir 7 sumur, sem fé héðan var búið að ganga saman við fé i Dölum, var loksins skorið niður 1963. Ef ég man rétt, var fé flutt hingað suður haustið 1963 úr a.m.k. einni rétt. Eða hvernig var það á Hreimsstöðum i Norðurárdal? Þar fundust 8 kindur sýktar 1965. Trúir þvi nokkur, að 8 kindur frá þeim bæ einum hafi smitazt þar vestra en engin frá öörum bæjum. 1 þvi sambandi má minna á gemling á Lundum, Múla, o.fl. Visindin virðast sem sé ekki hafa þekkt mæðiveiki. Ég er siður en svo að ásaka þá ágætu menn, sem hafa starfað að rannsóknum á sjúk- dómunum. Þeir hafa gert sitt bezta, en öllum getur skjátlazt. Sæmundur Friðriksson talar um uppruna minn og varnirnar norðan Mýrdalsjökuls. Fer hann þar, að ég bezt veit, með rétt mál. Skaftfellingar eru að verjast sauðfjársjúkdómum og vilja nokkuð á sig leggja til að fá þá ekki til sina, en þvi er öðru visi farið með Dalamenn . Þeim var færð á silfurfati girðing til að verjast ágangi sunnan úr Mýra- sýslu, vegna imyndaðrar mæði- veiki, en voru ekki menn til að taka við henni. Staðsetning, upp- setning og viðhald girðingarinnar varogermeöþeim endemum, að engan veginn er hægt að kalla þetta tjasl varnar girðingu. t Sæmundur Friðriksson segir: ,,Ég veit ekki betur en að þeir, sem séö hafa þar um viðhald , hafi gert sitt bezta? Það er eins og hann hafi gaman af þvi að láta hlægja að sér, þvi ég veit, að þeir leitamenn Mýrasýslu, sem séð hafa girðinguna, munu óspart hlægja. Hann segist efast um að það sé satt, að við höfum farið og sótt fé vestur i Dali. Þetta er nú satt samt, við tókum þar 11 ALLIR finna haldir, skrár og lamir við sitf hæfi í okkar fjölbreytta úrvali: m piöviljcial furnituretrim; Carriage House sepeijata f V/x//‘/ú-úo/ colonial colonnade madeira renai-ssance Byzantine Skeifan 4 * Sími 8-62-10 Klapparstíg 27 - Sími 2-25-80 kindur, 9 i einu hesthúsi og 2 inni i fjósi hjá hreppstjóra Hörðudals. Vil ég biðja Sæmund að tala við eiganda M-235 og segja okkur svo skrökva. Þetta gerðist 14.11. 1964, en daginn áður voru sóttar 17 kindur inn fyrir girðingu og reknar hindrunarlítið gegnum tjaslið. Sæmundur segir, að 2 bændur hafi ætlaö að sækja fé vestur i Dali. Við vorum 3 en ekki 2. Aöur en viö fórum vestur, talaði ég við Jón Karlsson, og sagði honum, að við ætluðum að koma og sækja féð, Ég taldi vist að hann léti okkur sjá sýslumann sem raun varö á. Sagði sýslu maöur að hann i umboði Sæmundar Friðrikssonar bannaði okkur að fara meö féð suður Sæmundur segir að Mýrafénu sem kemur fyrir vestur i Dala- sýslu sé slátrað vegna þess aö hugsanlegt sé að enn leynist þurramæði i Mýrasýslu. Hvernig er framkvæmd Sæmundar Frið- rikssonar? Búiö er að færa girð- inguna upp á Vfðimúla, myndast þar hólf, þetta hólf lætur Sæmundur smala og setja Mýra- féð suður ca. 20 stk, en Dalaféð norður ca. 40 stk., ef hætta væri á mæðiveiki hér að sunnan ætti að slátra þessu fé öllu a.m.k. öllu Dalafé. Lit ég á þetta sem skritin vinnubrögð, svo ekki sé meira sagt. Heyrt hefi ég að Dalamenn hafi fariðnokkru siðar og sótt fé i áðurnefnt hólf, farið með sitt fé vestur en sent sunnanfé i slátur- hús, lika að þeir hafi ekki þurft að taka hlið á girðingunni eða leggja niður, heldur rekið undir virinn. Ótrúlegt er þetta. Mér er sagt að smalað hafi verið fé saman i fjárhúsin i Fornahvammi nú fyrir nokkru, nokkuð af þvi hafi verið eða um 20 kindur úr Dölum og S.F. hafi leyfst að flytja þær vestur, sömu dagana og S.F. notar lögreglu tii að stöðva flutning á fé suður, er kannski þurramæði i Dölum, eða jaðrar þetta ekki við embættisaf- glöp? S.F. biður okkur að taka að okkur viðhald á girðingunni og segir að sé»sé full alvara, ég get ekki svarað fyrir Skúla en ég get þvi miður ekki þegið boðið af eftirfarandi ástæðu. 1961-1963 var ég starfsmaður sauðfjárveiki- varna, ráöinn af Guðmundi Gisla- syni, var okkar samvinna að öllu leyti góð, en sauöfjársjúkdóma- nefnd var á öðru máli. Hún lagði svo mikið kapp á aö losna við mig að nærri 2 mánuðum áður en ráðningartimi minn var úti, bóka þeir á fundi aö ég hafi látið af störfum. Þegar Guömundur Gislason bað mig að halda áfram haustið 1963, taldi ég mér það ekki fært vegna áðurnefndrar bókunar og hefi ég staðið við það fram að þessu. Ef ég tæki að mér viðhald á girðingunni teldi ég til bóta að hafa millistólpa 1/2-2 tommu renglum á kant i stað 1 tommu, negla alla 6strengina á rengluna, kafreka allar lykkjur, setja sigin neðan við neðsta streng, en ekki efsta og utan i staurana, færa ! girðinguna frá klettum og moldarbörðum, flytja girðinguna úr lægðum upp á hæðir, þar sem það er hægt, þar sem ekki er hægt að reka renglurnar niður að setja þá renglur eða stög útfrá girðingunni til þess að hún leggist ekki á hliðina. Eins að strengja vfrinn betur. S.F. segir að réttara sé að telja I það fé sem fer yfir girðinguna i tugum en ekki i hundruðum, það mun vera farið að nálgast 3ja hundraðið féð, sem keyrt hefir j verið suður yfir 1973, ætti þá sennilega aö segja 30 tugir en ekki þrjú hundruð, útkoman er nokkuð lik, sennilega mætti tvö- falda þá tölu ef bætt er við fénu sem gengur saman i hólfunum i Vfðimúla og hjá Sanddalstungu. Þó ekki fari nema 38 kindur yfir á hverju ári er að þessu engin sjúk- dómsvörn. S.F. telur litiðgagn að karpa um þetta i blöðum. Ég vil einaregið hvetja menn til að nota blöðin til að koma fram með gagnrýni á ýmsa opinbera starfs- menn, þvi sumir þeirra eru enn þá þannig aö þeir kunna að skammast sin. S.F. telur að þaö sé ólöglegt að skemma varnar- linu, veit ég það vel. Skora ég þvi eindregið á S.F. aö láta okkur svara til saka fyrir að leggja þessa 4ra strengja varnar- girðingu niður og jafnframt að hann hafi þá með sér skýrslu þeirra Guðmundar Jóhannes- sonar og Valdimars Asmunds- sonar sem þeir gáfu S.F. fyrir nokkrum árum um llnuna (orö S.F.) S.F. talar um að fénu sé slátraö vegna þess að þaö geti dregið meö sér fé aftur, ef það er látið lifa. Betri viðurkenningu en þessa er ekki hægt að fá um hald- leysi giröinganna. S.F. þykir þaö skritið, að leggja niður giröingu, sem talin er ónýt. Ég vil biðja hann einu sinni enn, að fara með girðingunni, þá gæti hann séð hvernig hún er. Benda má á, að girðing sem eins margt fé fer yfir, er engin varnar- girðing, hún getur aðeins talizt haga-girðing, þvi þá skiptir ekki svo' miklu máli þótt fé fari yfir. Sú tilgátá min, að fé verði úti, er byggð á þvi, að þegar á að reka fé að haustinu heiman frá sér, leitar það til baka og verður eftir. Haustið 1971, i sept., sá ég 2 ær úr Mýrarsýslu fyrir norðan girðing- una, önnur var komin heim til sin eftir nokkra daga, en lambið var selt ómarkað (arnhöfðóttur hrútur) i Dölum nokkru siðar. Hin ærin kom vest- an að i desember, að sjálfsögðu i sláturhús, með henni kom lika gömul ær frá mér lambið undan henni kom i september vestan að. Um miðjan janúar er læðst með 2 ær veturgamlar frá mér i slátur- húsið i Borgarnesi, sem sé 2 ær fullorðnar við girð inguna frá þvi i september fram i desember, 2 ær veturgamlar fram i janúar. Hvað margar voru úti allan veturinn veit enginn. Er það að ástæöulausu þótt menn reyni aö bjarga fé sinu frá hungurdauöa við þýöingarlaust girðingartjasl? Minna má á það, að það mun liggja reikningur hjá oddvita Borgarhrepps upp á annað þúsund krónur i fundar- laun fyrir þær 2ær, sem fundust I janúar. 1 skaðabætur fyrir slátr- un á þessum 2 ám (réttara sagt skóbætur) fékk ég 1490 á hvora. Og að lokum vil ég segja það við þig, Sæmundur Friðriksson, aö ég er fullviss um, að ég hefi meiri áhuga en þú á þvi að verjast sauðfjársjúkdómum og losna við þá, en sá er munurinn á okkur, að ég vil taka á hlutunum með berum höndum, en sauðfjár- sjúkdómanefnd, og þú sýnist mér helzt vilja káfa á þeim með vettlingum. Mætti minna á garnaveikina i Króki i Norðurár- dal, i stað þess að skera féð, þegar upp kom garnaveiki á Svlabarðsströnd strax, þá geymið þið það i nærri fjögur ár. Af þvi eru eg og fleiri að súpa seyöið. Ef ég hefði ráðið þar ferðinni, hefði ég látið skera strax allt fé i Norðurárdal, sem kom frá garnaveíki-bæjum á Svalbarðs- strönd. Sama skeður á Skálpa- stöðum, veikin er staöfest i nóvember, fyrst er girt og ekki slátraö fyrr en I ágúst. Og nú siðast er sett upp margnefnd girðingartjals, sem fé fer noröur og suður yfir i tuga og hundraðatali á hverju ári. Nú hefur. mál þetta, aö þvi er ég bezt veit, komið f fyrir sýslu- nefndir Mýra- og Dalasýlsu. Von- andi fær það þar þann framgang sem allir megi vel við una. Má þá segja, að betur sé af staö fariö en heima setið. Einar Jóhannesson. Si/enta SKOTMENN Hvort sem þið eruð á æfingu eða veiðum — þá hafið hugfast að skothvellur hefur 130 decibil — sem er langt yfir hættumörk Með eyrnahlifum lækkið þið hávaða um allt að 50 decibil — en getið jafnframt haldið uppi eðlilegum samræðum. Athugið verð og gæði Dynjandi sf Skeií'unni 3H • Reykjavik ■ Simar 3-20-70 & 8-26-71 útsölustaðir: Reykjavik: Vald. Poulsen Heyrnarhjálp Héðinn Akranes: Axel Sveinbjörnsson Borgarnes: Kaupfélag Borgf irðinga isafjörður: Raf h.f Sigluf jöröur: Sigurður Fanndal Akureyri: Atlabúðin — KEA Húsavík: Raftækjavinnustofa Gríms og Árna Seyðisf jörður: Harald Johansen, verzlun Neskaupstaður: Bifreiðaþjónustan Höfn, Hornafirði: Kaupfélag A SkaftfelIiriga Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga Selfoss: G. Á. Böðvarsson Keflavik: Stapafell Vestmannaeyjar Eyjabúð

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.