Tíminn - 09.11.1973, Blaðsíða 11

Tíminn - 09.11.1973, Blaðsíða 11
Föstudagur 9. nóvember 1973. TÍMINN Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif- stofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif- stofur i Aöalstræti 7, simi 26500 — afgreiöslusími 12323 — aug- lýsingasimi 19523. Askriftagjald 360 kr. á mánuöi innan lands, i lausasölu 22 kr. eintakiö. Blaöaprent h.f. .. ............... .> Deilan er leyst Rikisstjórnin samþykkti einróma á fundi sin- um i gær samkomulagsgrundvöll þann til lausnar landhelgisdeilunni við Breta, sem for- sætisráðherrarnir ólafur Jóhannesson og Ed- ward Heath lögðu fram á fundum sinum i Lundúnum i fyrra mánuði. í gær kl. 4 lagði rikisstjórnin siðan fram á Al- þingi tillögu til þingsályktunar um heimild til að undirrita samkomulag við Breta um lausn landhelgisdeilunnar. Fylgdi samkomulags- grundvöllurinn sem fylgiskjal með tillögunni. Eins og kunnugt er létu Bretar undan, er is- lenzka rikisstjórnin hótaði, að tillögu ólafs Jó- hannessonar, slitum á stjórnmálasambandi, ef brezku herskipin og dráttarbátarnir yrðu ekki á brott úr landhelginni. 1 kjölfar þeirrar til- slökunar Breta var efnt til funda forsætisráð- herranna i Lundúnum. Sá samkomulagsgrund- völlur, er þá varð til, hefur nú verið samþykkt- ur einróma i rikisstjórninni og vonandi verður um hann sem mestur einhugur á Alþingi. 1 samkomulaginu náðust að visu ekki fram allar ýtrustu kröfur íslendinga, eins og þær voru settar fram á samningafundum 4. mai sl., en jafnframt og ekki siður er á það að lita, að i samkomulaginu eru mjög mikilvæg atriði, sem Bretar léðu alls ekki máls á i samningavið- ræðunum 4. mai. Miðað við tillögurnar, sem aðilar lögðu fram þá eru tilslakanir mun meiri af Breta hálfu en okkar. Á engan er hallað, þótt fullyrt sé, að ólafur Jóhannesson, forsætisráðherra, á mestan og stærstan hluta að þvi að þetta samkomulag hefur nú náðst. Má með sanni segja, að samkomulagið sé persónulegur sigur ólafs og hann sé vel að hon- um kominn. Þetta samkomulag er okkur íslendingum fyllilega sæmandi og við getum borið höfuðið hátt sem einörð en jafnframt sanngjörn og sáttfús þjóð. Það hefur ekki farið neitt leynt, að Alþýðu- bandalaginu var samkomulagsgrundvöllur forsætisráðherranna ekki fyllilega að skapi. Það hefði kosið, að öll þau atriði, sem sett voru fram af Islendinga hálfu i samningaviðræðun- um 4. mai, hefðu náð fram að ganga. 1 hörðum deilum og langvinnum er það þó ætið svo, að engin lausn fæst, nema báðir aðilar vilji sýna nokkra sveigju og vilja til málamiðlunar. Ef samkomulag hefði ekki tekizt nú er vist að deilan hefði harðnað, herskipin komið inn i landhelgina að nýju, stjórnmálasamband Is- lands og Bretlands rofnað, og átökin að öllum likindum haft i för með sér margvislegar af- leiðingar, manntjón, slys og skaða. Bretar eru að tvöfalda verksmiðju- og frystitogaraflota sinn og slik skip, sem eru afkastamestu og hættulegustu rányrkjutækin, myndu sækja hingað i sivaxandi mæli. Skv. samkomulaginu eru slik skip algerlega útilokuð. Þá má telja það vist, að staða okkar á alþjóðavettvangi hefði mjög veikzt, og samúð sú, sem við höfum átt að mæta meðal þjóða heims, hefði verulega minnkað, ef við hefðum hafnað samkomulags- grundvellinum, þar sem það er almennt við- horf erlendis, að Bretar hafa slakað mjög verulega á og sýnt rikan vilja til samkomulags. Að þessu athuguðu ber mjög að fagna að samkomulag hefur tekizt og framkvæmd þess mun sýna að rétt hafi verið að staðið. —TK ERLENT YFIRLIT Sættir Kissinger Araba og Gyðinga? Ferðalag hans vekur heimsathygli Kissinger MIKIL athygli beinist nú aö ferðalagi Kissingers utan- rikisráöherra Bandarikjanna til Arabarikjanna og Kina. Ferðalag þetta hóf Kissinger á mánudaginn og er reiknað með að það taki eina 10 daga. Kissinger hefur þegar rætt við leiðtogana i Marokkó, Túnis og Egyptalandi, Jórdaniu og Saudi Arabiu, en á leið sinni þaðan til Kina mun hann koma viö i tran og Pakistan. A heim- leiðinni frá Kina mun hann koma við i Japan. Til Wash- ington er hann væntanlegur 15.-16. þessa mánaðar. Aðal- tilgangurinn með ferðalagi Kissingers er að finna grund- völl, sem tryggir vopnahléð og beinar samningaviðræður milli Arabarikjanna og tsra- els. t þvi sambandi mun hann ekki aðeins telja rétt að ræða viö leiðtoga Araba, heldur einnig við forustumenn Kin- verja, en Kinverjar hafa að undanförnu gert samnings- aðstöðu Sovétrikjanna örðugri með þvi að ala á þeim áróðri, að þau væru að svikja málstað Araba vegna viðleitni sinnar til að vingast við Bandarikin. Þetta hefur fundið nokkurn hljómgrunn meðal þeirra Arabaleiðtoga, sem lengst vilja ganga. M.a. neituðu rikisstjórnir Sýrlands og traks að taka á móti Kissinger, en fulltrúar þeirra höfðu þó rætt við hann áður en hann hélt frá Washington. Það myndi auka samkomu- lagsmöguleikana, ef Kin- verjar fengust til að stuðla að samkomulagi og hætta þeim áróðri gegn Sovétrikjunum, sem þær hafa haldið uppi i sambandi við umrædd mál. Áður en Kissinger fór frá Washington, höfðu bæði hann og Nixon rætt itarlega við Goldu Meir, forsætisráðherra tsraels, og var þvi ekki talið nauðsynlegt, að hann heim- sækti ísrael i þessu ferðalagi. Annað ferðalag en ferðalag Kissingers hefur einnig vakið verulega athygli og umtal. Það er för Abba Ebans utan- rikisráðherra tsraels, til Rúmeniu, em er eina Austur- Evrópurikiö, sem hefur stjórnmálasamband við tsra- el. Ýmsir gizka á, að þar hafi átt sér stað óbeinar viðræður milli tsraels og Sovétrikjanna eða Rúmenar verið þar eins konar milligöngumenn milli þessara aðila. ÞAÐ ER augljóst, að það verður vandasamt að koma á samkomulagi milli Araba og tsraelsmanna, en þó eru horfur nú betri en þær hafa nokkru sinni verið. Fyrsti áfanginn verður að treysta vopnahléð og koma á fanga- skiptum. Stjórn tsraels leggur áherzlu á að byrjað verði á fangaskiptunum og virðist sú krafa eiga sterkan hljóm- grunn i tsrael. Egyptar neita hins vegar að hefja samninga- skiptin fyrr en búið er að marka vopnahléslinuna, en þeir krefjast þess, að hún verði ákveðin i samræmi við stöðu herjanna, eins og hún var 22.október, þegar vopna- hléð gekk i gildi . tsraelsmenn sviku þetta og færðu út næstu daga yfirráöasvæði sitt á vesturbakka Súezskurðar og tókst aö einangra fjöl- mennan her Egypta á eystri bakkanum. Það er skiljanleg krafa Egypta, að fylgt verði vopnahléslinunni frá 22. október. Neiti tsraelsmenn þessu eða annarri slikri sann- gjarnri lausn, geta vopnavið- skipti hafizt aftur. Hingað til hafa tsraelsmenn ekki lagt annað til opinberlega en að vopnahléslinan verði hin sama og hún var áður en styrjöldin hófst, þ.e. að Egyptar fari af eystri bakk- anum og tsraelsmenn af vest- ari bakkanum. Útilokað er, að Egyptar fallist á þetta og er það vel skiljanlegt. TAKIST að treysta vopna- hléðog koma á fangaskiptum, verður það næsti áfanginn að koma á beinum samningavið- ræðum milli Arabarikjanna og tsraels. Óliklegt er, að Araba- rikin fallist á þessar viðræður öðruvisi en að ályktun Oryggisráðsins frá þvi i nóvember 1967 verði lögð til grundvallar, en höfuðatriði hennar er það, aö tsraels- menn láti af hendi landsvæðin, sem þeir hertóku i júnistyrj- öldinni 1967. Hingað til hafa tsraelsmenn veröi ófáanlegir til að fallast á þetta. Hins vegar bendir sitthvað til þess, að þeir séu byrjaðir aö endur- skoða þessa afstööu sina, þegar þeir fara að hugsa nánara um þá lærdóma, sem þeir geta dregið af styrjaldan- átökunum nú. tsraelsmenn voru búnir að telja sér trú um, að þeir hefðu svo algera hern- aðarlega yfirburði, aö Egyptar myndu aldrei komast yfir Súezskurð, og kæmi til vopnaviðskipta myndu hrak- farir Araba verða meiri en nokkru sinni fyrr. Allar slikar hugmyndir eru nú hrundar til grunna. Egyptar náðu traustri aðstöðu austan Súezskurðar og Israelsmenn urðu fyrir svo miklu manntjóni, að þeir hefðu ekki getað haldið styrjöldinni áfram til lengdar, ef svipað mannfall hefði haldizt. Þeir styrktu að visu álit sitt meö þvi að senda her- liö yfir á vestari bakka Súez- skurðarins, en mjög vafasamt er, að þeir hefðu getað haldizt þar til lengdar og vel getað farið svo, að þessari djörfu herför lyki með þvi, að þeir misstu bezta lið sitt. Sá ótti hefur vafalaust átt sinn þátt i þvi, að þeir féllust miklu fús- legar á vopnahlé, en búizt haföi verið við. Það verður eðlilega krafa tsraelsstjórnar, ef hún fellst á að láta herteknu landsvæðin af hendi, að tsrael fái sem fyllsta tryggingu fyrir þvi, að sjálfstæði þess og landamæri verði virt I framtiðinni. Flest Arabalöndin munu verða fús til að fallast á þetta. Af þessu gæti að sjálfsögðu leitt, að fyrst um sinn yrði gæzlulið á vegum Sameinuðu þjóðanna að gæta landamæranna, og stórveldin öll að ábyrgjast þau sameiginlega. Vel má vera, að það sé eitt af erindum Kiss- ingers til Peking að fá Kin- verja til að gerast aðila að slikri samábyrgð. Til viðbótar framan- greindum atriðum, koma svo málefni flóttamannanna frá Palestlnu. Varanlegur friður getur ekki komizt á, nema það takist að finna viðunanlega lausn á málum þeirra. FYRSTU fréttir, sem borizt hafa af ferðalagi Kissingers, benda til þess, aö honum ætli að verða sæmilega ágengt. Talið er að viðræðurnar, sem hann átti við valdamenn i Marokko og Túnis, hafi verið jákvæðar, en mestum árangri viröst hann þó hafa náð i Kairó I viðræðum sinum viö Sadat forseta. Þeir virtust báðir ánægöir með lok viðræðnanna, og lýstu jafnframt yfir, að þeir hefðu orðið sammála um að taka upp að nýju stjórnmála- samband milli landanna, en Egyptaland hafði rofið það vegna stuðnings Banda- rikjanna við tsrael. Það styrkir friöarhorfurnar, að fleiri riki leggja nú beint og óbeint að Israel að láta her- teknu landsvæðin af hendi. Þetta gera t.d. flest rikin i Afriku og Asiu. Siðast hafa löndin i Efnahagsbandalagi Evrópu lýst stuðningi við Araba i þessum efnum. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.