Tíminn - 09.11.1973, Blaðsíða 13

Tíminn - 09.11.1973, Blaðsíða 13
TÍMINN Föstudagur 9. nóveniber 1973. Föstudagur 9. nóvember 1973. TÍMINN 13 12 émúnwtwi mtm.Mkm WHWWv..Af;íiM ,31 Mlllllil Frú Agnes llavíftsson situr hcr idönskum vcfstól, hinum bezta grip. Hláturinn er hollur — og kostar ekki neitt Þaft er notalegt aft sitja i sófanum þeim arna, ekki sizt þegar maftur hefur sjálfur ofift áklæftift, — og hvila fæturna á heimaofnu gólfteppi. Ia/ Viðtal: VS Myndir: Gunnar 'ík\ i : VID FltUM stödd á heimili Ing óll’s Daviftssonar, inagisters aft Akurgerfti 38 i Iteykjavik. l>aft er þvi liklegt, aft einhverjum les- enduni detti i hug, aft nú eigi aft ræfta vift sérfræftinginn um aftskiljanlegar greinar íslenzkrar náltúru, en svo er ekki. I>aft er vefnaður, eu ekki náltúrufræfti . sem hér verftur einkuin á dag- skrá, og þaft er frúin, en ekki hús- bóndinu, sem l’yrir svörum verftur. Vefnaðarkennsla í Danmörku og á islandi Frú Agnes Daviðsson fæddist og ólst upp i Danmörku, en helur verið búsett hér á landi rösklega hálfan l’jórða áratug. Það gæli þvi verið fróðlegt að heyra, hvernig- henni hefur þótt að vera útlend- ingurá tslandi, en að þvi komum viö ekki fyrr en seinna. Það er bezt að vinda sér beint að efninu og spyrja: — Lærðir þú vefnað i Danmörku, eða fórst þú ekki að fást við hann fyrr en þú komst hingað til lands? — Fg lærði vefnað i Danmörku og tók kennarapróf i þeirri grein, þegar ég var um þritugt. — Byrjaðir þú ung að vefa? — Nei, ekki svo mjög. Ég hafði annað með timann að gera á unglingsárum minum. Móðir min dó, þegar systkin min voru flest ung. Ég var elzt, og húsmóður- verkin komu á mig. Ég var ráðskona hjá föður minum i mörg ár. - Kenndir þú ekki vefnað i Danmörku, fyrst þú varst með vefnaðarkennarapróf? — Jú, það gerði ég. Ég setti upp vefnaðarstofu i Alaborg, og hafði þar bæði nemendur og starfs- stúlkur. Ég seldi vefnaðarvöru, einkum þó húsgagnaáklæði. — Byrjaðir þú fljótt að vefa, eftir að þú varst komin til Islands? — Ég liélt námskeiö strax fyrsta veturinn, sem ég átti heima i Reykjavik. Það var að visu siðari hl. vetrar, eða undir vor 1937, en hingað til lands kom Myndvefnaftur á vegg. ég sumarið áður, það er að segja 1936. Heimilisiðnaðarfélagið lánaði mér vefstóla, en húsnæði fékk ég hjá K.F.U.M. — Voru nemendur margir? — Vefstólarnir voru tiu, minnir mig, og námskeiðið fullsetið. Þetta var mjög gaman. — Var ekki erfitt að tala við nemendurna, eða gátu hvor um sig talað tungu hins, kennari og nemandi? — Ég reyndi að tala islenzku, en ég skil ekki enn, hvernig ég fór að þvi! — Hélzt þú svo þessari kennslu- starfsemi áfram? — Nei. Þegar börn min fóru að fæðast og heimilisannir að aukast, voru ekki lengur nein tök á þvi að sinna kennslu, svo og hætti viö þetta og tók það ekki upp aftur fyrr en mörgum árum, seinna. Námskeiðin eru vinsæl Þegar börnin voru flogin úr hreiðrinu, óx húsrýmið og ég gat bætt við mig vefstólum. Ég á fjóra stóla eins og er, og held námskeið hér heima. — Hvers konar vefnað kennir þú mest? — Fyrst og fremst kenni ég að setja upp vef. Siðan mega nemendur sjálfir velja sér verk- efni, og vitanlega fer það eftir nemendunum, hvert verkið er. Sé um algera byrjendur að ræða, eru fyrstu verkefnin höfð einföld, til dæmis hálsklútar eða borð- renningar, og litlar gólfmottur. Siðar meir koma önnur og flóknari verk, með listavefnaði. Garnið legg ég til. — Hafa þessi námskeið ekki verið vinsæl? — Jú. ekki get ég annað fundið. Það hefur aldrei verið neinn hörgull á nemendum — siður en svo — og ég hef ekki orðið annars vör, en að allir hafi verið ánægðir. — Eru það ungar stúlkur eða íullorðnar konur, sem nema hjá þér? — Þær eru á öllum aldri. Ég kenni vmist á kvöldin eða daginn. og þá hefur reynslan orðið sú. að kvöldnámskeiðin sækja einkum stúlkur. sem vinna úti, en aftur eru dagtimarnir vinsælir af fullorðnum konum. — Hafa karlmenn aldrei lært vefnað hjá þér? — Jú, reyndar. Það hefur einn karlmaður gert, og hann er einmitt hér núna. — Hvað stendur hvert námskeið lengi? — Það stendur i tiu vikur og það er'kenndir niu timar a viku, svo allur námstiminn er niutiu timar. Þessu er þannig hagað, að kenndir eru þrir timar i einu, annan hvern dag, þrjá daga vik- unnar. — Þú sagðist áðan leggja til garnið. Kaupir þú það i búðum hér? — Já. Stundum kaupi ég vissa liti en stundum lika hvitt garn og lita það sjálf. Ég nota jurtaliti og lita alltaf eitthvert garn á hverju sumri. Jurtirnar, sem ég lita úr, eru til dæmis gulmaðra, elfting sortulyng, smári, beitilyng og birkibörkur. — Safnar þú þá jurtunum sjálf? — Já, og Ingólfur hjálpar mér við það. Það er öldungis ekki ónýttt að njóta liðveizlu hans við þá hluti. — Hafið þið farið dálitið um landið i grasaleit? — Já, Ingólfur fer alltaf til grasa á hverju sumri. Vefnaður lagðist niður i Danmörku Um skeið — Það var betta með verkefna- val nemenda: Óskar fólk eftir þvi að vefa sér handklæði eða annað slikt, eins og algengt var fyrr á árum? — Nei, nei, það er allt orðið breytt. Smekkurinn er ekkert lik- ur þvi er hann áður var. Nú vill fólk eiga eitthvað, sem fer vel á vegg eða borði, — og þar að auki á hluturinn helzt að vera fljótunn- inn. Sú tið er liðin, að konur vefi sjálfar handklæði og bolla- þurrkur. — Var sú tizka ekki rikjandi i Danmörku á sinum tima, eins og hér á landi? — Það er nú svo undarlegt, að vefnaður lagðist að mestu niður i Danmörku um langt skeið, þótt hann stæði með blóma i Noregi og Sviþjóð. — Var hann samt ekki kominn aftur um það leyti, sem þú ferð að muna eftir þér? — Hann var að koma á ný til sögunnar á uppvaxtarárum minum, en ekki fyrr. — Telur þú Svia og Norðmenn komna lengra i heimilisiðnaði en Dani? — Já, það held ég að segja megi, að minnsta kosti að þvi er Sviþjóð varðar. Til merkis um hvað Danir standa Svium að baki, get ég sagt það, að allir kennarar I vefnaðarskólanum, þar sem ég lærði, voru frá Sviþjóð. — Fyrst við erum með hugann við Danmörku, mætti ég kannski spyrja þig, hvort þið hjónin farið ekki oft þangað á sumrin? — Ég veit ekki, hvað við eigum að kalla oft. Það er til dæmis langt frá þvi að við förum á hverju sumri. Aftur á móti hefur aldrei liðið lengra en fimm ár á milli ferða, enda finnst mér það of mikið. — En þiö farið auövitað oft á æskustöðvar Ingólfs við Eyja- fjörð? — Já, einkum þó á meðan börnin voru litil, þá fórum við á hverju sumri. Mér finnst alltaf mjög gaman að koma til Eyja- fjarðar. Það er fallegra þar en á nokkrum öðrum stað á tslandi, sem ég hef séð, og veðurfarið er margfalt betra þar en hér fyrir sunnan, enda munu flestir viður- kenna það, sem kynnzt hafa hvoru tveggja. Æskuheimili frú Agnesar I Danmörku. Þeir ættu að hlæja meira — Nú hefur þú átt hér heima mjög lengi. Hvernig hefur þér fundizt að vera útlendingur á tslandi? — Þetta er spurning, sem vandasamt er að svara. Þvi ber ekki að neita, að ég sakna margs frá heimalandi minu, og það er vandi að finna eitthvað til þess að bæta það fullkomlega upp, þvi bæði eru löndin sjálf og þjóðirnar mjög ólik. Það er margt gott um tsland og tslendinga að segja, en sá, sem ætlar að gerast tslendingur, þyrfti helzt að hafa flutzt hingað þegar á unga aldri. tslendingar eru eins og ein fjöl- skylda, og það getur verið harla erfitt fyrir útlending að komast inn i þann fjölskylduhring, — eða svo hefur mér sýnzt. Nú er ég orðin jafn utangátta i Danmörku og hér, eða nærri þvi, en hér vil ég samt vera, og hér er lika gott að eiga heima. Hér er margt smátt i sniðum, en það er ekki alltaf verra, nema ef þvi fylgir smásmuguháttur. Mér finnst vera ótrúlega mikið menntalif hér, en það getur staðið eðlilegum þroska fyrir þrifum, hve allir þekkjast mikið innbyrðis. Persónulegur kunn- ingsskapur er alls staðar fyrir hendi, næstum hvar sem litið er. — Hvað finnst þér helzt skorta á hér hjá okkur? — Ef ég mætti að lokum gerast svo djörf, að ráðleggja tslend- ingum, vildi ég mega ráþa þeim til þess að taka lifinujéttar: hlæja meira, einkum að sjálfum sér. Það er ekkert eins hressandi og hlátur, og hann kostar ekki neitt. —vs * % \ , f , x Hér heldur frúin á garnhespu, sem hún hefur sjálf litaft. Jurtaliturinn er unninn úr gulmöftru. Munið frimerkjasöfnun Geðverndarfélagsins pósthólf 1303 eða skrifstofu félagsins i Hafnarstræti 5. Electrolux Eldavélin NOVA 160 Hún hefur 4 hellur meö stiglausri stillingu (2 hraðhellur, 1 steikarhellu, 1 hellu með sjálfvirkum hitastilli) Tveir ofnar. Sá efri rúmar 54 litra. Hraðræsir hitar ofninn í 200 gráður C á 6 1/2 mín. Gluggi á ofni með tvöföldu gleri. Grill með teini og rafmótor. Sjálfvirkt stjórn- borð með rafmagnsklukku, viðvörunar- bjöliu og steikarmæli. HxBxD = 850x695x600 mm. LITIR: Ljósgrænt, koparbrúnt og hvítt. Vörumarkaðurinn líf. ÁRMÚLA 1A, SÍMI 86112, REYKJAVIK »

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.