Tíminn - 02.12.1973, Qupperneq 4
4
TÍMINN
Sunnudagur 25. nóvember 1972
Rdðagóður
farþegi
Þetta geröist i járnbrautarklefa
I Sviþjóð — nánar tiltekið i Smá-
löndum. Þar sat Smálendingur
nokkur rólegur i klefanum með
ööru fólki. Þá kom umsjónar-
maöurinn inn i klefann til þess
aö lita á farseölana, og sat þá
Smálendingurinn meö farmiða
sinn i munninum -- en engu að
stður fór hann að leita að
honum, fyrst i öðrum vestis-
vasanum, svo i hinum, svo i
----------☆-----------
buxnavösunum, veskinu sinu,
frakkavösunum og alls staðar á
sér og varð þvi órórra, sem
lengur leið. Hinir farþegarnir
gátu ekki stillt sig um að hlæja
og loks sagði umsjónar-
maðurinn manninum hvar far-
miði hans væri og tók við
honum, en hann var þá orðinn
talsvert tugginn i annan
endann. Umsjónarmaðurinn fór
út og einn farþeganna hafði þá
orð á þvi við Smálendinginn, að
það gæti verið óþægilegt að
vera svona utan við sig. — Æ,
nei, það gerir minnst til með
það. Ég er ekki svo slæmur,
sagði sveitamaðurinn rólega.
Farmiðinn minn var bara
of gamall og þess vegna fannst
mér vissara að tyggja af honum
dagsetninguna!
Ætlar að verða
leikari
eins og mamma
Cipi Ponti, sonur Sophiu Loren,
sem bráðum verður fimm ára
gamall, hefur ákveðið, hvað
hann ætlar að leggja fyrir sig i
framtiðinni. Hann hefur til-
kynnt, að hann vilji verða leik-
ari eins og móðir hans. — Hann
hefur svo gaman af að ieika seg-
ir móðirin stolt, — og ég er viss
um að hann getur orðið góður
gamanleikari. Hann hefur
greinilega mikla hæfileika. —
En áöur en af þvi verður, fer
hann i Eton skólann i Englandi,
segir Carlo Ponti, faðir hins
væntanlega leikara, — þvi að
ekki veitir drengnum af góðri
undirstöðumenntun. >■
Félagsheimili
stúdenta
Lokið hefur verið við byggingu
fyrsta félagsheimilis stúdenta i
Dnepropetrovsk i sovétlýðveld-
inu Úkraina. Félagsheimili
þetta er fyrir alla stúdenta
borgarinnar. t Dnepropetrovsk
eru sjö háskólastofnanir, há-
skóli og fjölmargar sérhæfðar
miðskólastoínanir.
t félagsheimilinu starfa ýmsir
klúbbar, og er heildartala með-
lima þeirra 800 stúdentar.
þ.á.m. eru balletthópur, Ijós-
mynda- og kvikmyndaklúbbur
og fl. Fólk með sérmenntun á
viðkomandi sviði veitir
klúbbunum forstöðu. Þeir hóp-
ar, sem skara fram úr, koma
fram á sýningum i nágranna-
þorpunum, á stöðum, þar sem
ungir meðlimir Komsomol
vinna að húsbyggingum, eða hjá
sovézka hernum. Listahátiðir
hafa verið haldnar i félagsheim-
ilinu. t lok hvers skólaárs fer
þar fram inntaka nýstúdenta. t
félagsheimilinu er rekinn eins
konar almenningslistaháskóli,
sem 500 manns sækja. A náms-
skrá eru helztu vandamál Marx-
Leniniskrar fagurfræði og nú-
timalistir. Nemendurnir kynn-
ast sögu innlendra og erlendra
listamanna og framförum á
sviði menningar. Myndin er af
tveim stúdentum og kennara
þeirra, sem ræðir málverk, sem
þeir vinna að i félagsheim
ilinu.
DENNI
DÆMALAUSI
Blessuð farðu nú ekki að hæla
henni fyrir það, hvað hún litur vel
út og svoleiðis.