Tíminn - 02.12.1973, Qupperneq 5
Sunnudagur 2. desember 1973.
TÍMINN
5
Giftast þau á ný?
Nina von Pallandt hefur að lok-
um hlotið viöurkenningu sem
nokkuð góð leikkona. Er það
fyrir leik hennar i myndinni The
Long Goodbye en þar fer Eliot
Gould með aðalhlutverkið á
móti henni. Robert Altman
kvikmyndaframleiðandi rakst á
mynd af Ninu i blaði, þegar
hvað mest var skrifaö um hlut-
deild hennar i ævisöguhneyksl-
inu um Howard Hughes, og var
Altman samstundis viss um, að
þarna væri rétta mannsekjan i
áðurnefnda kvikmynd. baö
reyndist rétt. Annars er nú bjart
yfir framtið Ninu, þvi að nú
bendir allt til þess, að hún og
fyrrum maöur hennar Friðrik
☆
(Ninu og Friörik þekkja allir)
taki saman aftur. bau hafa
dvalizt með börn sin þrjú i húsi
þeirra á Ibiza. Hvorki Nina,
Friðrik né börnin gátu hugsaö
sér að fara aftur frá Ibiza, svo
ánægð voru þau öll með sam-
verustundirnar þar, en börnin
þurftu að komast i skóia i
London og Nina aftur til kvik-
myndaleiksins. Nina segir, að
ekki muni koma til þess.að þau
hjónin fari að syngja aftur
saman, þvi Friðrik sé mjög
ánægöur með núverandi starf
sitt, en hann framleiðir hljóm-
plötur og selur. bau hafa komizt
að þeirri niðurstöðu, að þau geti
vel hugsað sér aö taka saman aft
ur, enda hvorugt i nokkru ásta-
sambandi viö aðra, svo ekkert
bindur þau. Sennilega veröur
næsta fréttin um hjónaband
þeirra Ninu og Friðriks.
☆
Enginn fangavörður
fékkst, en fangarnir
fengu að æfa
hnefaleika!
Yfirvöldin i Mexikó gáfu fyrir
nokkrum árum leyfi til þess, að
fangar i hengingarhúsum
landsins mættu læra hnefaleika.
betta var leyft um leið og gefin
voru leyfi fyrir meiri iþrótta-
iökunum fanga. Hnefaleika-
leyfið var þó fljótt afturkallað.
bað hefur sem sé komið á
daginn, að fangarnir urðu svo
til óviðráanlegir i fangelsunum,
og nú er orðinn hörgull á eftir-
litsmönnum, sem geta ráðið við
þá.Liklega fara þeiraðstunda
golf i fangelsunum i staðinn!
50 óra leikarafrétt!
Pola Negri fór i haust til Evrópu
og var aðalerindið það, að
ganga endanlega frá skilnaði
við manninn sinn. Hafa þau ver-
ið skilin nær heilt ár. bau hittust
svo fyrir hjúskaparréttinum i
Paris og fyrsta spurning
dómárans var sú, hvort þau
elskuðust ennþá. Og bæði svör-
uöu þvi játandi. Taldi dómarinn
þvi réttast að láta þau talast við
undir fjögur augu dálitla stund,
áður en hann ræki smiðshöggið
á skilnaðinn. Eftir þetta viðtal
báðu þau dómarann að hætta
við skilnaðarathöfnina, þvi þau
ætluðu að reyna einu sinni enn,
hvort þau gætu ekki lifað sam-
an. Skældu þau þá bæði eins og
krakkar og voru hin óburðug-
ustu. — En nú hefir Banarikja-
stjórn gert Polu boð að koma
vestur sem allra fyrst. Henni
hefir nfl. verið stefnt fyrir van-
goldið útsvar, sem nemur 68.980
dollurum.
Strókur eða stelpa?
Nú á dögum er oft erfitt að segja
i fljótu bragði, hvort það er
strákur eöa stelpa, sem maður
sér á götu eða i strætisvagni.
Klæðnaðurinn og hártizkan er
svipuð hjá báðum kynjum, og
þess vegna erfitt að skilgreina
hvað er hvað. Jafnvel tölvurnar
geta gert mistök i þessum efn-
um, og þá er langt gengið! Frá
Larvik i Noregi kemur frétt um
tviburasystkinin Lisu og Per
Boye Karlsen. Nýlega kom bréf
frá hernaðaryfirvöldum um
kvaðningu i herinn, og hélt Per
auðvitað að það væri til sin, en
viti menn, það var ekki hann,
sem kallaður var i herinn heldur
Lisa. Hún segist ætlað að mæta
alveg galvösk, — jafnréttið lifi!
Fegurðin
sem hvarf
Faye Dunaway var lengi talin
ein fallegasta kona i kvik-
myndaheiminum, og það má
sjá, að hefur verið á rökum
reist, ef litið er á myndina af
ljóshærðu konunni hérá siðunni.
Litið svo á hina myndina, sem
hér er einnig, og er af konu með
snarhrokkið svart hár. bað er
tæpast hægt að trúa þvi, að
þctla sé sama manneskjan.
Faye er nú i tygjum við popp-
söngvarann Peter Wolf, og sagt
er, að hann hafi haft þessi
undarlegu áhrif á Faye, sem
orðið hafi þess valdandi, að hún
hel'ur svo gjörsamlega tekið upp
nýja hætti.
☆
Undirheimar
suðurpólsins
Meðlimir sovézks rannsóknar-
leiðangurs, sem fór til suður-
heimskautsins undir stjórn J.
Gruzov, eyddu 2000 klukku
stundum undir is suðurheim-
skautsins. Árið 1970 settu hal'-
fræðingar upp stöð á einni al
Haswell Arehipelago-eyjunum
nálægt sovézku stöðinni Mirny.
Með aðstoð köfunartækja rann
sökuðu þeir sjávarlifið við
suðurheimskautið i 18 mánuði.
Visindamennirnir söfnuðu
ákaflega miklu efni um dýralií-
ið við strendur issins. 1 nágrenni
Mirny fundust um 400 dýra
tegundir, og mestur hluti þeirra
finnst aðeins við suðurheim-
skautið. barna uppgötvuðu vis-
indamennirnir einstætt sam-
félag dýra og plantna. bað kom
i Ijós, að undir hinu tveggja
metra þykka islagi var ákaflega
mikið af kisilþörungum. Meðan
á hinni löngu heimskautanótt
stendur, vaxa þörungarnir ekki,
og neðansjávarlifið er i eins
konar dái, en á sumrin vaknr
allt og dafnar.
Efni það, sem visindamenn-
irnir hafa safnað, hefur verið
gefið út i margra binda útgáfu,
sem nefnistí „Árangur liffræði-
legra rannsókna sovézkra
heimskautaleiðangra.”
I