Tíminn - 02.12.1973, Page 6

Tíminn - 02.12.1973, Page 6
6 (TÍMINN Sunnudagur 2. desember 1973. Rætt við þrjá lækna um fóstureyðingar Frumvarp til laga um ráðgjöf og fræðslu varð- andi kynlif og barneign- ir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir hefur nú séð dagsins ljós. Það hefur átt lang- an aðdraganda, um það hefur verið rætt og jafn- vel deilt, og er sú saga vist flestum kunn. Eink- um eru það þó fóstur- eyðingarnar, sem deil- um hafa valdið. Hér er um svo mikið mál að ræða, að eðlilegt er að menn láti sér ekki á sama standa, hversu þvi reiðir af. Og i trausti þess, að einhverjir les- endur hafi hug á að vita skoðanir sérfróðra manna um þetta stór- mál, hef ég beðið þrjá lækna að svara hér nokkrum spurningum. Einn þeirra, Guðmund- ur Jóhannesson, er sér- fræðingur i kvensjúk- dómum og fæðingar- hjálp, annar, Guðsteinn Þengilsson, er heimilis- læknir, og hinn þriðji, Þór Halldórsson, er yfir- læknir á Sólvangi i Hafnarfirði. Við skulum fyrst heyra, hvað Guðmundur Jóhannesson hefur að segja. — Hvað tclur þú einkum at- hugavcrt við það frumvarp að nýrri fóstureyðingarlöggjöf, sem nú liggur fyrir alþingi? — Þessari spurningu er erfitt að gera skil i stuttu máli. Ég skal þó minnast á nokkrar af þeim breytingum i þessu frumvarpi, sem ég tel þýðingarmestar. Varð- andi störf hinnar nýskipurðu nefndar og þá greinargerð, sem hún hefur látið frá sér fara, tel ég, að nauðsynlegt hefði verið að gera mun meiri rannsóknir til þess að hægt væri að meta þörf þjóöfélagsins fyrir breytta fóstur eyðingarlöggjöf. Þess verður að krefjast af slikri nefnd, að hún leitist við að vera hlutlaus i sinu mati. Hana hefur brostið forsend- ur til að leggja óhlutdrægt mat á þörfina fyrir breytingum á nú- gildandi löggjöf vegna ófullnægj- andi upplýsinga. Þannig liggja t.d. ekki fyrir neinar upplýsingar um fjölda ólöglegra fóstureyð- inga, þar með taldar utanferðir isl. kvenna i þessum erindum, né heldur eftirrannsókn á þeim kon- um, sem synjað hefur verið um fóstureyðingu á siðustu árum. Varðandi tillögur nefndarinnar þá er ég algjörlega andvigur á- kvæðinu i 9. gr. I, sem hljóðar svo: Fóstureyðing er heimil að ósk konu, ef aðgerðin er fram- kvæmd fyrir lok 12. viku með- göngu og ef engar læknisfræðileg- ar ástæður mæla móti aðgerð. Skilyrði er að konan hafi verið frædd um áhættuna samfara að- gerð og hafi hlotiö fræðslu um, hvaða félagsl. aðstoð stendur til boða I þjóðfélaginu fyrir þungaða konu og við barnsburð. Með þessu ákvæði er gengið eins langt i frjálsræðisátt og hugsazt getur og er verið að innleiða algjörlega frjálsar fóstureyðingar á Islandi. Sú stofnun, sem heilbrigðisyfir- völd hafa löggilt til að fram- kvæma þessar aðgerðir, getur ekki neitaðkonu, þegar hún hefur skjalfest ósk sina með eiginhand- ar undirskrift á þar til gert eyðu- blað, jafnvel þótt læknar og aðrir, sem um umsögnina fjalla, sjái enga frambærilega ástæðu fyrir aðgerð. Akvæðið um læknisfræði- legar ástæður, sem mæli á móti aðgerð, er vita gagnslaust i þessu sambandi. Þær eru hvergi til- færðar nánar i tillögunum eða greinargerð nefndarinnar. Þær á- stæður, sem mér virðist aö hér komi til greina, er timabundinn, bráður sjúkdómur. Þetta ákvæöi er trúlega sett til að firra lækni þeim vanda að vera neyddur til aðgerðar, ef konan er fjársjúk, t.d. með lungna- eða lifhimju- bólgu. Ef um væri að ræða lang- varandi sjúkdómsástand, þá mundi það undir flestum kring- umstæðum vera læknisfræðileg ástæða fyrir fóstureyðingu. Akvæðið I þessari grein um skil- yrði fræðslu um áhættu samfara aðgerð er vissulega góðra gjalda vert, en þetta er skylda, sem hvil- ir á lækni i sambandi við allar að- gerðir. Þrátt fyrir langa reynslu i þessu efni veit ég sárafá dæmi þess, að konan hafi hætt við fóstureyðingu af ótta við afleið- ingar aðgerðar. Ég er sammála tillögu nefndar- innar um að félagslegar ástæður einar saman séu fullnægjandi til að heimila fóstureyðingu, hins vegar tel ég nauðsynlegt, að sett séu skýrari ákvæði um,hvaða fé- lagslegar ástæður hér komi til greina,og ekki rétt að félagslegar ástæður einar saman séu metnar til jafns við læknisfræðilegar á- stæður. Ég er þess vegna andvig- ur þvi að heimila fóstureyðingu vegna félagslegra ástæðna frá 12.- 16.viku, eins og nefndin leggur til, en þær skulu eingöngu heimilar fyrir lok 12. viku vegna félags- legra ástæðna. Að lokum tel ég nauðsynlegt, að breytt verði ákvæði 10. gr., þar sem segir: „Fóstureyðing skal að jafnaðiekki framkvæmd eftir 16. viku meðgöngutima”’þannig — að fóstureyðing skal aldrei fram- kvæmd eftir 16. viku meðgöngu- timans, nema fyrir hendi séu ótviræðar læknisfræðilegar ástæður, og þá aðeins að fengnu skriflegu leyfi þess aðila, sem fal- in verður yfirumsjón meö fram- kvæmd þessara laga. Þessi breyting tel ég að sé nauðsynleg til að firra lækna þvi að þurfa að framkvæma þessar aðgerðir, þegar langt er liðið á meðgöngu- tlmann. — Hvaða ástæða er til að rýmka núgildandi löggjöf, og i hverju er henni einkum áfátt? —- 1 þessu sambandi er rétt að Atta vikna fóstur Guðmundur Jóhannesson. Ljósm.: Róbert. minna á, að við höfum tvenn lög, sem heimila fóstureyðingu, þ.e.a.s. lögin frá 1935 og fóstur- eyðingar- og vönunarlögin frá 1938. Þessi lög eru mjög ólik að uppbyggingu. Um 80- 90% af öll- um fóstureyðingum, sem fram- kvæmdar hafa verið á Islandi á siðustu 23 árum, hafa verið fram- kvæmdar samkv. lögunum frá 1935, og þau eru þess vegna þýðingarmeiri i þessu sambandi. Voru þau vafalaust frjálslyndust fóstureyðingarlöggjöf i Evrópu. Það sem ég tel einkum að mæli með þvi, að rýmka núgildandi löggjöf, er hið mikla frjálsræði, sem virðist vera rikjandi i ná- grannalöndum okkar i þessu sambandi. Sviar hafa gengið lengst i frjálsræðisátt varðandi fóstureyðingar. Þar voru á s.l. ári framkvæmdar röskle^ar 26.000 fóstureyðingar, sem var fjórðungur af lifandi fæddum börnum i landinu á sama tima. Þeir búa þó við strangari fóstur- eyðingarlöggjöf en hér er gild- andi. En 80% af öllum fóstureyð- ingum þar i landi á siðasta ári voru framkv. eftir tveggja lækna vottorði, sem er meginreglan i okkar löggjöf. Til þess að verða jafnokar Svia i þessu efni, þyrfti raunar ekki annað en að setja reglugerð um eitthvað frjálslegri Lesmál: Valgeir Sigurðsson framkvæmdir á okkar lögum. Mest af þeirri gagnrýni, sem komið hefur fram i sambandi við núv. umræður um þessi mál, hefur beinzt gegn lögun frá 1938. En eftir þeirri löggjöf hafa verið framkvæmdar um 15% af þeim fósturey ðingum ,sem fram- kvæmdar hafa verið siðustu 23 árin. Það er ókostur aö hafa tvenn lög, er fjalla um sama efni, og þess vegna er æskilegt að sam- eina þessi lög. Ég tel óskynsam- legt, að nefnd, sem aldrei sér sjúklinginn, taki ákvörðun um að- gerð. Heppilegra væri að tveggja lækna vottorð væri látið gilda. — En er ekki konan sjálf bezt til þess fallin til að taka ákvörðun um fóstureyðingu? — Jú, það er vissulegba rétt, enda er það þannig i raun, að vilji konunnar er það, sem mestu ræð- ur um ákvörðun. Min reynsla er sú, að það sé oftast erfiðast i þessu sambandi að komast að raun um, hvað konan raunveru- lega vill. Hennar ,,ósk” um fósturevðingu er ekki sjáldan til- komin vegna þrýstings frá eigin- marini. barnsföður eða foreldr- um. Slundum hafa ytri aðstæður, sem hægt er að ráða bót á. þving- að hana. enda þótt hún innst inni óski eftir aö ganga með og ala sitt barn. t þessu sambandi er rétt að minna á, að talsverður hluti kvenna litur á fóstureyðiíigu sem óréttmætan verknað. Við eftir- rannsókn fóstureyðingarnefndar kom i ljós, að 27% þeirra kvenna, sem framkvæmd hafði veriö á fóstureyðing 1966- 1967, höfðu sjáifsásökun og eftirsjá eftir að- gerð, þar af 9% alvarlega sektar- kennd. Sé um alvarlegan sjúk- dóm að ræða og konan haldin veruiegri sektarkennd, getur ver- ið nauðsynlegt fyrir lækni að taka ákvörðun um, að aðgerð skuli framkvæmd, enda þótt það sé á móti vilja konunnar. Hvorki kon- an, sem óskar eftir fóstureyðingu, né læknirinn geta séð inn í fram- tiðina, og það gildir að taka á- kvörðun, sem viðkomandi verður til heilla. Konan telur sig vita, hvað henni kemur, en læknirinn þekkir, af langri reynslu, áhætt- una og eftirköst aðgerða og þá ó- hamingju, sem það hefur valdið hjá mörgum konum. Hann getur ekki starblint á vandræði augna- bliksins, heldur litur á málið frá hærra sjónarhóli. Það hlýtur að vera óskynsamlegt af konunni að notfæra sór ekki sérþekkingu hans og reynslu við svo afdrifa- rika ákvörðun. — A faðir að hafa rétt til að synja um fóstureyðingu? — Sé um hjón að ræða, þá finnst mér, að réttur föðurins eigi að vera ótviræður, hins vegar, ef um er að ræða barnsföður, sem ekki er liklegur til að sjá konunni ., og afkvæminu farborða, þá geti hann ekki gert kröfur til ákvörð- unar. Undir öllum kringumstæð- um virðist mér að ákvörðunar- réttur konunnar eigi að vera mun meiri en mannsins. — Eru dæmi þess, að fóstur- eyðingar hafi verið framkvæmd- ar i óþökk föður? — 1 flestum af þeim tilfellum, Erum við á réttri leið?

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.