Tíminn - 02.12.1973, Page 9

Tíminn - 02.12.1973, Page 9
Sunnudagur 2. desember 1973. TÍMINN 9. Sextán vikna fóstur Sautján vikna fóstur reglum lækna almennt, og sé ekki um að ræða læknisfræðilega ástæðu til fóstureyðingar, getur slik aðgerð af öðrum ástæðum naumast talizt læknisverk. Læknirinn getur hins vegar Atján vikna fóstur ustu i slikum tilvikum heldur en að stuðla að þvi, að móðirin fái fóstri sinu eytt. Hvað snertir þriðja aðilann, það er að segja lækninn, þá brýt- ur slik eyðing á lifi á móti siða- ekki kastað frá sér þessu máli sem einhverju, er honum komi ekki við. Það er vegna þess, að fóstureyðing er tiltölulega auð- veld aðgerð. sem leikmenn geta aflað sér þekkingar um. og hafa reyndar alltaf gert. bað er vitað mál. að á öllum timum hafa leik- menn fengizt við að eyða fóstrum. Haldi læknar að sér höndum og neiti að eiga aðild að þessum mál- um, stuðlar það að þvi, að fóstur- eyðingar verði framkvæmdar af ólærðum mönnum, en þvi fylgir mjög aukin lifshætta. Þetta er. frá almennu læknisfræðilegu sjónarmiði, miklu meiri hætta en svo, að læknar geti látið sér það vera óviðkomandi. Eins og þetta liggur nú fyrir — ef að lögum verður — hefur læknirinn mjög litil tök á þvi að fylgja eigin sannfæringu og sam- vizku. Hann er nánast tilneyddur að framkvæma aðgerðina, sé þess krafizt. Enn er einn aðili, sem oft er að litlu getið, þegar þessi mál eru rædd. Það er faðir fóstursins. Hann ætti lika að hafa rétt á að segja sitt álit varðandi eyðingu sins eigin afkvæmis, þótt að visu sé hans skoðun léttari á vogar- skálinni en móðurinnar, þvi óneitanlega er það hún, sem ber hita og þunga meðgöngu og fæðingar, og oft lika meginhluta uppeldisins. 1 öllum ræðum og ritum um þetta mál, er gengið út frá þvi, að fóstureyðing sé algert neyðarúr- ræði. Verði nú fóstureyðingar gefnar frjálsar að þvi marki, sem gerter ráð fyrir i þessum nýju til- lögum, má búast við þvi, að merking hugtaksins neyðarúr- ræði breytist mjög, áður en lagt um liður, og það, sem allir eru sammála um nú, að sé neyðarúr- ræði, verði talið sjálfsagður hlut- ur eftir nokkur ár. Þegar alls er gætt, finnast mér þessar tillögur of mikið sniðnar eftir óskum móðurinnar einnar, en réttur fóstursins sem einstak- lings litils metinn. Almenn velmegun er nú meiri hér á landi en nokkru sinni fyrr, og ef sú þróun heldur áfram, sem við að sjálfsögðu vonum, er ekki ástæða til að efast um, að verð- andi mæður njóti batnandi lifs- kjara eins og aðrir þegnar þjóð- félagsins. Og offjölgunarvanda- málið, sem margar þjóðir stynja undir, er ekki til hjá okkur, og ekki neinar likur til þess, að það geri vart við sig hér i náinni framtið. Nýtt útlit á AAido úrum MULTI#STAR Vönduð úr í sérflokki MAGNÚS ÁSMUNDSSON Skartgripaverzlun Ingólfsstræti 3. Sími 17884. Einsog blómabreiða Gefið svefnherberginu nýjan, ferskan blæ með blómaleppinu fní Gefjun Þau fást í fjölda lita og mynztra. Stærð 2.10 x 2.40 m. Stoppuð með dralon kembu. Nylon í ytra borði. Fást með pífum eða án. dralon , BAYER Úrvals trefjaefni GEFJUN AKUREYRl <^m VW BILALEIGAl JónasariVliaiis ARMULA 28 SÍMI 81315 © CAR RENTAL*

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.