Tíminn - 02.12.1973, Síða 15

Tíminn - 02.12.1973, Síða 15
Sunnudagur 2. desember 1973. TÍMINN 15 sem er fyrir menntaða starfs- krafta. Hann sagði að það hefði mjög mikið gildi, að kennararnir væru sérfróðir menn á sinu sviði og visindamenn þar að auki margir. I sambandi við frystihús- in almennt, sagði hann, að mjög miklar endurbætur hefðu farið fram varðandi hreinlætisaðstöð- una, sérstaklega eftir að hrein- lætis- og búnaðardeild Fiskmats- ins tók til starfa fyrir um tveim árum siðan. en henni veitir for- stöðu, Sturlaugur Daðason, verk- fræðingur. Starfsmenn deildarinnar heim- sóttu á sinum tima öll frystihús i landinu og gerðu heildarúttekt. Góð samvinna hefur verið með Fiskmatinu og ráðamönnum frystihúsanna, en i nokkrum til- fellum hefur þurft að loka húsum vegna óviðunandi ástands. Þá hafa verið gerðar endurbætur og hefur ástandið batnað mjög þegar á heildina er litið. Það nýmæli verður tekið upp i vetur, að menn frá hreinlætis- og búnaðardeildinni verða sendir út um allt land og munu þeir halda fyrirlestra i frystihúsunum sjálf- um. Vona menn að góður árangur verði af þvi starfi. Námskeiðið stendur yfir frá kl. 9 á morgnana til kl. 8 á kvöldin flesta daga, en þá á eftir að þrifa og vill það einatt dragast nokkuð á langinn. Einn af nemendunum sagði við blaðamanninn að lok- um, að hann mætti til með að láta það koma skýrt fram, að nám- skeiðinu væri aldrei lokið fyrr en um miðnætti, en það segði hann konunni sinni alltaf, og lýsir það vel hinu góða og skemmtilega andrúmslofti, sem þarna rikir. —hs- Mjólkur- flutn- ingar í Eyjafirði á tank- bílum ganga vel LAUGARDAGINN 6. okt. s.l. hóf- ust flutningar á mjólk með sér- stökum tankbilum til Mjólkur- samlags KEA, sem keypt hefir tvo bila i þessu skyni. Getur hvor um sig flutt 7.500 litra i einu. i vetur verður mjólk tekin tvisvar I viku af um 60 bæjum á Svalbarðs- strönd og i öngulsstaðahreppi, svo fremi að færð leyfi, en annan hvern dag á sumrin. Þennan fyrsta dag tankflutninganna voru fluttir rúml. 7.000 litrar frá 14 bæjum á Svalbarðsströnd, og tókst það með ágætum. A aðalfundi Mjólkursamlagsins 27/4 1971 var samþykkt, að unnið skyldi að tankvæðingu samlags- svæðisins i áföngum, og er nú áformað, að næsti áfangi verði Saurbæjar-, Hrafnagils- og Grýtubakkahreppar og að honum ljúki á næsta ári. Stefnt er að þvi, að tankvæðingunni i heild ljúki 1977. Allt frá stofnun Mjóíkursam- lags KEA 1928 hafa bændur sjálfir séð um flutning mjólkurinnar til samlagsins, og i þessi 45 ár hefir hún öll verið flutt i mjólkurbrús- um. En með þeirri breytingu, sem nú verður með tilkomu tank- bilanna, mun Mjólkursamlagið annast flutningana. — JG OG FJAÐRIRNAR FJÓRAR“ frásöguþœttir eftir Guðmund Böðv- arsson, skáld á Kirkjubóli. Bók fyrir alla, sem njóta íslenzkra frásöguþátta. I fyrra kom út í sama flokki bókin KONAN SEM LÁ ÚTI. HÖRPUÚTGÁFAN REFSKINNA II - eftir Braga Jónsson frá Hoftúnum á Snœfellsnesi (Ref bónda). I þessari bók eru m.a. Bjarna þáttur Finnbogasonar frá Búðum, Sagnir af Benedikt í Krossholti, séra Jens Hjalta- lín, Benedikt Bakkman ofl. af Snœfells- nesi. Einnig eru í bókinni fjölmargir landsþekktir bragir og skopkvœði. - Þjóðleg gjafabók, sem veitir gleði. HÖRPUÚTGÁFAN •» Tíminn er peningar f AuglýsiíT I i Tímanum BRENNANDI ÁSTARÞRÁ er eftir BODIL FORSBERG höfund bókanna Ég elska að- eins þig, Vald ástarinnar, Hróp hjartans, Ást og ótti. Hrífandi og spennandi bók um ástir og örlagabaráttu. FrancisClifford Æðisgenginn ■ Eftir höfund metsölubókarinnar NJÓSNARI ÁYZTU NÖF ÆÐISGENGINN FLÓTTI er enn ein snilld- arbókin eftir FRANCIS CLIFFORD, höf- und metsölubókanna Njósnari á yztu nöf, Njósnari í neyð, í eldlínunni. Franc- is Clifford hlaut 1. verðlaun Crime Writ- ers’ Association 1969. HÖRPUÚTGÁFAN AUGU í SVARTAN HIMIN er nýja Ijóða- bókin eftir Friðrik Guðna Þórleifsson. HÖRPUÚTGÁFAN

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.