Tíminn - 02.12.1973, Síða 19
Sunnudagur 2. desember 1973.
TÍMINN
19
Otgefandi Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór-
arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson.
Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif-
stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif-
stofur i Aðaistræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — aug-
lýsingasimi 19523. Askriftagjald 360 kr. á mánuði innan lands,
i lausasölu 22 kr. eintakið.
Blaðaprent h.f.
------------ j
Heildarlöggjöf um
umhverfismál
1 þessari viku lagði Heimir Hannesson, er nú
á sæti á Alþingi i forföllum Stefáns Valgeirs-
sonar, fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar;
ásamt þeim Jónasi Jónssyni og Hannibal
Valdimarssyni, um að rikisstjórnin láti semja
frumvarp til heildarlöggjafar um umhverfis-
mál.
í greinargerð me8 tillögunni kemur fram, að
mönnum sé nú að verða ljóst, að beita þurfi öll-
um tiltækum ráðum til að hindra mengun og
náttúruspjöll. En ekki þarf siður að hafa gætur
á umhverfisvernd i byggð, hinu næsta um-
hverfi mannsins við vinnustaði og heimili.
Þessum málum hefur ekki verið sinnt sem
skyldi. Of algengt sé, að við byggingafram-
kvæmdir hér á landi sé ekki nægjanlega hirt
um sjálfsögð umhverfissjónarmið, eins og frá-
gang lóða, málun húsa og almenna, snyrtilega
umgengni. Það sé einnig of algengt, að bæjar-
og sveitarfélög láti undir höfuð leggjast að
fylgja eftir ákvæðum byggingarsamþykkta um
ýmiss konar frágang, er snertir umhverfismál.
Með nýrri heildarlöggjöf um umhverfismál
þurfi að ýta undir og örva áhuga og viðleitni
opinberra aðila og einkaaðila til að láta um-
hverfissjónarmið ráða meira en gert hefur
verið i skipulagi og framkvæmdum.
Flutningsmenn leggja sérstaka áherzlu á
nauðsyn þess, að löggjafarvaldið flýti fyrir
þessari jákvæðu þróun með lagasetningu. Slik
lagasetning yrði að stefnumörkun til nátengd
þeirri stefnu, er þegar kemur fram i náttúru-
verndarlögunum, en næði mun lengra.
Telja flutningsmenn aldrei of oft á það
minnt, að landsmenn allir ættu með sameigin-
legu átaki að varðveita og fegra þá náttúru-
perlu, sem ísland er, og á mörgum sviðum
þurfi aðeins litið átak, til að miklar breytingar
verði. Jafnframt verði menn að hafa i huga, 'að
ísland er fyrst og fremst matvælaframleiðslu-
land, þar sem sýna verður fullkomið hreinlæti
og góða umgengni úti sem inni — jafnt i hinum
daglegu störfum i byggð sem i samskiptum við
náttúruna. Flutningsmenn telja þó, að árang-
urs sé ekki að vænta með valdboðum, heldur
miklu frekar lagasetningu, er styddi að þvi,
sem að framan er sagt, á margvislegan hátt i
samvinnu hins opinbera aðila við alla þá, sem
þessi viðtæku mál skipta, og með þeim reynt að
styrkja það almenningsálit og þá umgengnis-
hætti, er fegruðu landið. Hér er áreiðanlega
þörf á stóraukinni fræðslustarfsemi i skólum
og i fjölmiðlum. Núverandi löggjöf er ekki full-
nægjandi sem heildarlöggjöf i þessu sambandi,
og ný löggjöf þyrfti að marka hin nýju viðhorf,
er rutt hafa sér til rúms á siðustu árum — að
lifsgæðin væru ekki sizt i þvi fólgin að njóta
ánægjulegra samskipta við umhverfið, hvort
sem það er á vinnustað, við heimilin eða i
ferðalögum um landið.
Flutningsmenn telja, að samþykkt sliks
frumvarps væri verðug afmælisgjöf til þjóðar-
innar á 1100 ára afmæli byggðar i landinu, og
leggja þvi á það áherzlu, að málið nái fram að
ganga á árinu 1974.
Loren Jenkins, Newsweek:
Chou En-lai sætir gagn-
rýni róttækra flokksbræðra
Þegar deilt er d kenningar Konfúsíusar, er verið
að rdðast gegn Chou En-lai
Konfúsius
KONFÚSIUS lézt fyrir 2400
árum, en þrátt fyrir það er
hann eitt mesta deiluefni Kin-
verja þessa stundina. Hug-
myndafræðingar
kommúnistaflokksins keppast
látlaust við að lúskra hinum
forna spekingi, bæði i útvarpi,
blöðum og á stjórnmálafund-
um hvarvetna um land.
Undangengna tvo mánuði
hefir Konfúsius virzt vera
háskalegasti maðurinn i Kina
nútimans. Enginn kemst i
hálfkvisti við hann i þessu efni
nema helzt Lin Piao, hinn látni
varnamálaráðherra, sem beið
bana i dularfullu flugslysi
fyrir tveimur árum, en sagt
er, að honum hafi skömmu
áður mistekizt að steypa Mao
Tse-tung formanni af stóli.
EN hvað getur komið til, að
minnig löngu látins manns
verðurfyrir þvi ákafa aðkasti,
sem raun ber vitni?
Hér mun vera um þá gamal-
kunnu aðferð Kinverja að
ræða aö beita sögu sinni sem
aðferð til þess að túlka sam-
ttðina, og hafa áhrif á hana.
Mörgum glöggum rýnendum
kemur saman um, að árásun-
um á Konfúsius viröist i raun
og veru stefnt að sjálfum for-
sætisráðherranum, Chou En-
lai.
Þeir vekja athygli á þvi, að
Konfúsius sé meöal annars
borinn þeim sökum, að hann
hafi stutt embættismenn, sem
búið var að óvirða. Chou En-
lai hefir einmitt kvatt til
starfa að nýju marga fulltrúa
skrifstofuvaldsins, sem vikið
var frá, meðan
menningarbyltingin stóð sem
hæst.
Sé þssi kenning rétt, má
gera ráð fyrir, að herferðinni
gegn Konfúsiusi, sem ég varð
vitni að við komu mina til
Canton um daginn, hafi aðeins
veriðein af mörgum orrustum
i langvinnri styrjöld, en ef til
vill sú ákafasta til þessa.
Þessi styrjöld stendur milli
hinna gætnu og hyggnu afla,
sem Chou En-lai veitir for-
ustu, og hinna róttæku, sem
fylkja sér að baki Chiang
Shing, konu Maos.
ÞEGAR ég kom til Kina
fyrir sex mánuöum, vildu
gestgjafar minir umfram allt
forðast að ræða stjórnmál við
útlendinga. En þegar ég kom
til Kina um daginn, varð ég
ekki var við neina slika
tregðu, eða að minnsta kosti
ekki, þegar talið barst aö
Konfúsiusi. Dr. Yang Jung-
kuo, sjötugur háskólakennari i
sögu við Chungshan háskólann
i Canton, reið á vaðið með á-
rásir á Konfúsius, og þar við
háskólann standa stjórnmála-
deilur enn i fullum gangi.
Fyrir þremur mánuðum
réðst dr. Yang á Konfúsius
sem afturhaldsmann, sem
hafi reynt ,,að halda viö völd-
um þrælaeigendastéttar-
innar.” Dr. Yang var farinn til
Peking-háskóla til að boða
kenningar sinar þar, þegar ég
kom til Canton, en tveir sam-
starfsmenn hans fluttu mál
hans viö mig, þegar ég lagði
leið mina til Chungshanhá-
skóla.
„KENNINGUM
Konfúsiusar,” sagði annar há-
skólakennarinn, ,,má koma
fyrir i eina setningu og hún er
þessi: Arörán er réttlætanlegt
og uppreisn er glæpur.” Há-
skólakennarinn heldur enn
fremur fram, að þeir Lin Piao
og Liu Chao-chi, hinn fallni
forseti, hafi byggt gegn-
byltingarsamsæri sin á raka-
grunni Konfúsiusar.
„Konfúsius var forfaðir
allra svikara,” sagði annar
viðmælandi minna. Og ekki
fór á milli mála, aö samtiðinni
var ætlað þetta skeyti.
Prófessorinn hélt áfram:
„Baráttan um gagnrýnina á
kenningar Konfúsiusar stend-
ur milli umbótamanna annars
vegar og þrjózkra stuðnings-
manna hins gamla kerfis hins
vegar.”
VIST ber að geta þess, að
„stuðningsmenn hins gamla
.kerfis” voru ekki nefndir með
nöfnum. En gestgjafar minir
sýndu mjög greinilega, að þeir
höfðu ákveöna menn i huga.
„Viðleitni okkar er angi
þeirrar hreyfingar,” sagði
annar þeirra, „sem leitast við
að fjarlægja þann hluta yfir-
byggingarinnar, sem sam-
-ræmist ekki sósialismanum.
Gagnrýni á kenningar
Konfúsiusar svipar til þess að
fella tré, og við verðum að
ráðast að rótunum.”
Tiunda þing Kommúnista-
flokks Kina var háð i skyndi i
ágústlok i sumar. Álitið var,
að þar hefðu veriö leyst sum
þeirra mála, sem skipt hafa
æðstu ráðamönn'um
kommúnista i tvær striðandi
fylkingar, A þinginu var
helzt að sjá, aðlimt hefði verið
yfir mörg helztu ágreiningsat-
riöin milli hreintrúaðra
byltingarsinna, sem dáðu rót-
tækni menningarbyltingar-
innar, og hinna hyggnari og
hófsamari flokksleiötoga, sem
vildu reyna að koma á eðli-
legu ástandi og stöðugleika að
nýju. Nú er helzt svo að sjá á
hinni áköfu baráttu gegn
kenningum Konlusiusar, að
sundrungin i flokknum sé aö
aukast óðfluga aö nýju.
ER árásunum i raun og
veru beint að Chou En-lai?
Eða er aðeins verið að reyna
að fá hann til að breyta stefnu
sinni? Um þetta er ekki unnt
að fullyröa að svo komnu, en
engum getur dulizt liking
Chous og Konfúsiusar. Tvö
helztu ádeiluefnin á
Konfúsius, eða forréttinda-
uppruni hans og viðelitni hans
til að verja hið gamla, getur
hvort tveggja átt vel við Chou.
Þó er erfitt að imynda sér, að
til séu i Peking nema fáeinir
menn sem vilja i raun og veru
steypa virtasta leiðtoga Kin-
verja af stóli.
Einn þeirra manna, sem
hafa hvaö lengst lagt stund á
að kynna sér málefni
kommúnista, sagöi viö mig
um daginn: „Chou En-lai er
þjóöinni afar dýrmætur, og
Kinverjar þurfa mjög á hon-
um að haldá, eins og nú horf-
ir.”
En hvað sem þessu liður,
verður að minnast hins ugg-
vænlega undanfara árásar-
innar, sem nú er gerð á
Konfúsius. Einn erlendu
sendimannanna i Peking sagði
við mig: „Þú mátt ekki
gleyma einu. Siðast var
stórárás gerð á Konfúsius
sumarið 1971.”
Það var einmitt rétt fyrir
fall Lin Piaos, en hann hafði
allt fram að þvi veriö hylltur,
sem „traustasti vopnabróöir
Maos formanns.”
—TK