Tíminn - 02.12.1973, Page 26

Tíminn - 02.12.1973, Page 26
26 TÍMINN Sunnudagur 2. desember 1973. Umsjón: Alfreð Þorsteinsson^= Það vakti mikla at- hygli í apríl 1968, að landsliðsnefndin í hand- knattleik valdi kornung- an pilt úr Fram til að leika í síðari landsleik gegn Dönum í Laugar- dalshöllinni. Danska landsliðið var þá hér á ferð og lék tvo lands- leiki, 6. og 7. april. Danska liðið vann fyrri landsleikinn 17:14 og varð það til þess, að landsliðsnef ndin gerði fimm breytingar á ís- lenzka liðinu fyrir síðari leikinn. Þá kom mest á óvart, að Björgvin skyldi valinn. Hver er Björgvin? spurðu menn, þegar fréttist um valið. Þetta var ofur eðlileg spurning þá, því að Björgvin hafði aðeins um skamma hríð leikið með Fram-liðinu og ekki verið áberandi leikmað- ur þar. Hins vegar vakti hann geysilega athygli . á Norðurlandamóti pilta í handknattleik, sem var haldið nokkrum dögum áður í Noregi. Þá létu nokkrir af forustu- mönnum af öðrum Norðurlöndum þau orð falla um Björgvin, að hann væri efnilegasti línumaður á Norður- löndum. Björgvin stóð sig eins og hetja i síðari lands- leiknum, gegn Oönum, sem íslenzka liðið vann 15:10 — fyrsti sigur is- lands yfir danska lands- liðinu í handknattleik. Þá mátti sjá þessar um- sagnir um Björgvin í dag-blöðunum: Kins og fuglinn fljúgandi, gæti þessi mynd heitið. Björgvin svifur inn f teiginn og skorar. Stærsta framlagið kom frá yngsta og minnsta leikmanninum A þessari mynd sést Björgvin skora gegn júgóslavneska liðinu Dynamo, sem hér var á ferð fyrir skemmstu. Björgvin var mikið innú i ieiknum og var dugandi mað- ur, lck eins og sá, sem valdið hefur, sýndi enga minnimátt- arkennd”.... og einnig: „Og initt i öllum látunum kom stærsta framlagið frá minnsta og yngsta leikmanninum i is- lenzka liðinu. Hinn 18 ára „Spútnik” i islenzkum hand- knattleik, Björgvin Björgvins- son, skoraði 14:9 af linu — með þessu marki frá „spútnikn- um” var islenzkur sigur i höfn”. Nú hefur Björgvin leikið 51 landsleik fyrir Island og hann er tvimælalaust einn bezti handknattleiksmaður sem hefur komið fram i islenzkum handknattleik fyrr og siðar. Hann er búinn að skipa sér á bekk með Gunnlaugi Hjálm- arssyni, Hjalta Einarssyni, Guðjóni Jónssyni, Ragnari Jónssyni, Geir Hallsteinssyni, Ingólfi Oskarssyni, Axel Axelssyni og Ólafi H. Jóns- syni, en þeir eru allir leik- menn, sem hafa gert garðinn frægann. Það eru ekki ófá skiptin, sem Björgvin hefur fengið áhorfendur til að risa upp úr sætum sinum af spenn- ingi og láta i ljós hrifningu sina með hrópum og köllum. Við náðum tali af Björgvini i gær og lögðum fyrir hann tvær spurningar: — Hvaða landsleikir eru það, sem eru þér eftirminni- legastir? — Að sjálfsögðu er það fyrsti landsleikurinn minn, gegn Dönum i Laugardalshöll- inni. Það kom mér á óvart, þegar ég var valinn i landslið- ið. Ég fékk tilkynningu um það kl. 20.00 á laugardagskvöldið, en þá kom vinur minn með skilaboð frá Hannesi Þ. Sigurðssyni, formanni lands- liðsnefndar, að ég ætti að leika. Þá var ég að fara út að skemmta mér með vinum minum — en þegar ég fékk boððin frá Hannesi, var ekkert Rætt við Björgvin Björgvinsson, landsliðsmann í handknattleik

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.