Tíminn - 02.12.1973, Page 28

Tíminn - 02.12.1973, Page 28
28 TÍMINN Sunnudagur 2. desember 1973. Kristján Friðriksson: Háskólastarf á villigötum Hættuleg kröfugerð, auðlindaskattur Gera má ráð fyrir, að þessa dagana séu þeir málaflokkar, sem ég ætla nú að telja upp, mikið ræddir meðal fólksins i landinu. 1. Landhelgismálið — og þeir á- fangasigrar, sem þar hafa unnizt. 2. Kaupkröfur launamannasam- takanna. 3. Verðbólga og dýrtið. 4. Ofþensla á vinnumarkaði. 5. Stækkun veiðiflotans og afleið- ingar stækkunarinnar, og i þvi sambandi verndun fiskistofn- anna. 6. Skuldasöfnun við útlönd, sem nú mun vera um 3 milljarðar á ári siðustu árin. 7. Skólamálin, og þá ekki siður menntamálin i viðari merk- ingu. % 8. Skattamálin. Hver þessara málaflokka er að sjálfsögðu verður mikillar um- ræðu og athugunar — en ýmsir þeirra gripa mjög hver inn i ann- an — eru hver öðrum tengdir og samtvinnaðir, og mun ég hér helzt leitast við að benda á ýmsa tengingaþætti þessara mála. Hið raunverulega vald i kaup- gjaldsmálum liggur i höndum launþeganna og þeirra forystuliðs — þvf atvinnurekendur eru sundraðir, máttvana og búa við veikbyggða forystu. En valdinu fylgir ábyrgð. Þess vegna er kröfugerðin mér ráð- gáta. Ef orðið yrði við kröfum þeim., sem fram hafa verið settar, mundi það þýða sem næst 100% kaupgjalds-og verðlagshækkun á svo sem 18 mánuðum. Gjaldmiðilskerfið i hættu Stórfelld gengisfelling mundi koma af sjálfu sér, og margt þvi likt mundi á eftir fylgja. Peninga- kerfi landsmanna yrði i rauninni ónothæft — en til að lappa upp á það, yrði ekki komizt hjá að setja verðlagsvisitölu á allar skuldir og innistæður, þ.á.m. lán, sem hvila á ibúðum manna. Vandséð yrði, hvernig mál skiptust, ef launa- mannasamtökin hrintu þjóðinni út i þess konar hákarlaleik. Alveg sérstök ráðgáta eru mér kröfur Bandalags háskólamennt- aðra manna. Þar sýnist mér liggja i augum uppi svo ofur ein- falt reikningsdæmi — ennþá ein- faldara heldur en það, sem aug- ljóst er þó fyrir lágtekjumennina. En hátekjumannadæmið sýnist mér að liti þannig út: Við hvert 1000, sem hálauna- maður fær i kaupauka, miðað við að aðrar stéttir fengju tilsvarandi á sama tima, má hiklaust gera ráð fyrir — samkvæmt fyrri reynslu — að þeir þyrftu að greiða um 7/10 eða 700 krónur i dýrtiðar- auka á þeim vörum eða lifsgæð- um, sem þeir mundu kaupa fyrir launaaukann sinn. Að þetta sé nálægt réttu, sýnir margföld reynsla, bæði innlend og erlend. T.d. varð raunin sú, að allar kauphækkanir, sem urðu milli áranna 1960 og 1970, skildu aðeins eftir um 1% kaupmáttar- aukningu á ári til jafnaðar, ef beinir skattar voru ekki reiknaðir inn i dæmið. — En þarna geri ég nú ráð fyrir að 30 % kaupaukans HÚSNÆÐISMÁLASTOFNUN ríkisins Mmrsm EINDAGINN L FEBRÚAR 1974 FYRIR LÁNSUMSÓKNIR VEGNA ÍBÚÐA í SMÍDUM Húsnæðismálastofnunin vekur athygli aðila á neðangreindum atriðum: IEinstaklingar er hyggjast hefja byggingu ibúða eða festa • kaup á nýjum ibúðum (ibúöum i smiðum) á næsta ári, 1974, og vilja koma til greina við veitingu lánsloforða á þvi ári, skulu senda lánsumsóknir sinar með tilgreindum veð- stað og tilskildum gögnum og vottorðum til stofnunarinn- ar fyrir 1. febrúar 1974. 2Framkvæmdaaðilar i byggingariðnaðinum er hyggjast • sækja um framkvæmdalán til ibúða, sem þeir hyggjast byggja á næsta ári, 1974, skulu gera það með sérstakri umsókn, er veröur að berast stofnuninni fyrir 1. febrúar 1974, enda hafi þeir ekki áður sótt um slikt lán til sömu Ibúða. 3Sveitarfélög, félagasamtök, einstaklingar og fyrirtæki, er • hyggjast sækja um lán til byggingar leiguibúða á næsta ári, i kaupstöðum, kauptúnum og á öðrum skipulags- bundnum stööum, skv. 1. nr. 30/1970, skulu gera þaö fyrir 1. febrúar 1974. 4Sveitarstjórnir, er hyggjast sækja um lán til nýsmiði • ibúða á næsta ári (leiguibúða eða söluibúða) i stað heilsu- spillandi húsnæöis, er lagt verður niður, skulu senda stofnuninni þar að lútandi lánsumsóknir sinar fyrir 1. feb- rúar I974,ásamt tilskildum gögnum sbr. rlg. nr. 202/1970, VI. kafli. 5Þeir, sem nú eiga óafgreiddar lánsumsóknir hjá stofnun- • inni, þurfa ekki aö endurnýja þær. 6. Umsóknir um ofangreind lán, er berast eftir 31. janúar 1974, verða ekki teknar til meðferðar við veitingu lánsioforða á næsta ári. Reykjavik, 15. nóvember 1973. HÚSNÆÐISMÁLASTOFNUN RÍKISINS LAUGAVEGI77, SlMI 22453 kæmu sem aukin kaupgeta i bili, en einnig þá án þess að taka tillit til beinu skattanna. En þaö er nú hreint ekki þann- ig, sem dæmið litur út^þvi einmitt hálaunamennirnir svonefndu, þ.á.m. flestir þeir háskólamennt- uðu, lenda með alla viðbót tekna sinna i hæsta skattaþrepi — og þar greiða þeir um 54% af tekju- aukanum i beinu skattana. Eða 540 kr. af hverjum 1000 krónum- og voru áður búnir aö missa 700 kr. af þessum sömu 1000 krónum i dýrtiðaraukann. Samkvæmt þessu dæmi mundu þessir ágætu menn beinlinis tapa — ég endurtek tapa á almennri kauphækkun, þótt þeir fengju jafna hundraðstölu-hækkun eins og aðrar stéttir. Hér virðist þvi i fljótu bragði, að forysta laun- þegasamtaka BHM sé beinlinis að heimta kjaraskerðingu til handa sinum skjólstæðingum — auk þess, sem þeir eru i leiðinni að vinna að þvi aö eyðileggja alla sjóði bæði launþega og annara landsmanna. Með ósvifni sinni eru þeir að gera sitt til að eyði- leggja gjaldmiðilskerfi þjóðar sinnar, með ófyrirsjáanlegum af- leiðingum fyrir allt efnahagskerfi þjóðarinnar og allt þjóðlifið. Ef öll efnahagsstarfsemi þjóðarinn- ar verður lögð i rúst með tillits- lausri og miskunnarlausri kröfu- gerð, þá gæti lika jafnvel svo far- ið, að sjálfan rikissjóðinn brysti þanþol — svo að tregðast kynni um kaupgreiðslur úr þeirri miklu hit. t minum augum er kröfugerð sú, sem nú hefur veriö fram sett af launþegaforystunni, ófram- bærileg.og henni, þ.e. forystunni, til skammar. Stundum, þegar minnzt er á þessi mál við hugsandi launþega, þá viðurkenna þeir vandann, sem þetta muni skapa. Þeir virðast I hins vegar oft ekki gera sér grein fyrir þvi, til hvers þetta leiðir, frá langtima sjónarmiði, eri þeir koma oftlega fram með þá rök- semd, að kauphækkun bæti stöðu þeirra I bili. Svo kann það reynd- ar að virðast — og það hafa kaup- hækkanir oft gert á undanförnum árum — en þar er tvennu til að svara : t fyrsta lagi, að nú er búið að breyta kerfinu þannig (m .a. að þvl er snertir búvörur), að dýrtið- in fylgir miklu fastar, miklu fljót- ar á eftir hinni tölulegu kaup- hækkun, heldur en áður var. t öðru lagi er þvi til aö svara, sem er miklu mikilvægara — að það er < hrein glæpastarfsemi — óábyrg ófyrirleitni — að fórna heildar- hagsmunum þjóðar sinnar fyrir örlitla og mjög vafasama stundarhagsmuni nokkurs hluta þjóðarinnar. E.t.v. aðeins i þvi skyni, af hálfu forystumannanna, að halda i fáein atkvæði til einhvers kjörgengis, sem þó er vafasamt lika, þvi fjöldi launþega er farinn að sjá i gegnum blekk- ingavef hinnar grundvallarlausu krónufjölgunar i kaupgjalds- stigunum. Hitt er svo annað mál — og al- veg rétt — að lægstu tekjurnar eru of lagar. Þar verðurað finna úrræði, og kem ég að þvi siðar. Ég ætla fyrst aðeins að vija aft- ur að kaupkröfum háskóla- manna, sem vilja fá allt upp i 175 þúsund krónur á mánuði, ber- sýnilega þó þeim sjálfum til beins skaða — sem og launamönnum og neytendum, að öðru óbreyttu. Manni verður á að spyrja: Eru þessir menn svona tillitslausir, svona óþjóðhollir — og svona illa reiknandiað heimta kjararýrnun — og sjást ekki fyrir, þótt þeir skapi um leið hreinán þjóðarvoða með þvi að sprengja gjaldmiðils- kerfið? Háskóli á villigötum Til hvers erum við að kosta til þessa mikla háskólahalds? Er eitthvað bogið við það kerfi? Er sú starfsemi e.t.v. að meira eða minna leytiá villigötum? Ég er sannfærður um að svo sé. Og hin blindingslega kröfugerð er e.t.v. aðeins eitt atriði, sem .speglar að svolitlu leyti tengslaleysi margra háskólamanna og Háskólans sjálfs við meginþætti þess þjóð- lifs, sem starfa á fyrir. En allt það mál er miklu stærra, og langar mig til að fara nokkrum orðum um vissa þætti þess. Ýmis af aðalvandkvæðum Há- skólans eru ekki honum sjálfum að kenna — heldur er um að ræða margra áratuga forystuleysi sjálfs Alþingis i þvi að móta framtiðarstefnuna i efnahags- uppbyggingunni. Vegna vöntunar á þessari stefnumótun, lendir Há- skólinn i þvi að mennta sitt fólk stefnulaust og skipulagslaust. Og hann lendir i þvi að mennta fólkið úr landi, ef svo mætti segia. T.d. eru nú við störf erlendis fjöldi lækna, verkfræðinga, efna- og eðlisfræðinga. Þessa menntun hefur is- lenzka þjóðin kostaö — og missir svo þessa ágætu menn úr landinu. Og ekki aðeins þá sjálfa, heldur einnig ættir þeirra, sem er það lang alvarlegasta. Gegnum há- skólastarfsemina er þvi beinlinis unnið að gáfnaflótta úr landinu. „Brain drain” — eins og enskir kalla það. Gáfumannaættunum fækkar i landinu, þvi aðeins gáf- aðri hluti þjóðarinnar kemst i gegnum hið erfiða háskólanám. Og þaðbreytirekki þessu máli, að vafalaust getur of löng skólaseta verkað forheimskandi á menn. Langskólamennirnir verða oft andlega latir og sinnusljóir — af þvi að of langt skólastagl hefur skemmtþá andlega — ekki sizt af þvi að langskólanám háskólanna kemur til viðbótar við allt of lang- an barnaskóla, miðskóla og menntaskóla. Minnisatriða-stagl- ið — illa valiðog utangátta — fyll- ir svo hugi langskólafólksins, að nytsamari minnisatriði komast ekki að. Og ofþjökum með lær- dómsatriðum, m.a. minnisatrið- um, tel ég hér um bil vist að sljóvgi dómgreind og andlegt áræði. Kröfuganga Ef ég væru núna i menntaskóla, þá held ég,að ég mundi reyna að fá félaga mina þar til að efna til kröfugöngu til Alþingis og rikis- stjórnar og heimta, að þingmenn hættu i þvi verkfalli, sem þessir menn hafa verið i undanfarna áratugi, að þvi er varðar lang- timastefnumótun i atvinnumál- um. Skólaæskan ætti að heimta, að þessir menn efndu til skipu legrar leitarstarfscmi I fram- tiðarverkefnavali, þannig að unga fólkið gæti valið sér lær- dómsgreinar I samræmi við framtiðaráætlanirnar i efnahags- uppbyggingunni. Þeir ættu að segja: Hvaða greinar ætlið þið að velja, t.d. i iðnaði eða öðrum at- vinnugreinum — þvi við viljum velja okkar námsefni þannig, að við getum komið þjóð okkar að gagni, en þurfum ekki að hrekjast úr landi, þó við förum út i há- skólanám. Þessa stefnumörkun af hálfu stjórnvalda skortir svo til alveg, og hefur skort i 30 ár. Úrvalsliðið Þetta tal leiðir mig út i að fara að ræða um úrvalsliðið okkar, þingmennina. Mér finnst Alþingi vera að breytast. Sjálfstæðum þingmannafrumvörpum, sem nokkuð kveður að, fer fækkandi. Þeir láta sér nægja að koma með fyrirspurnir, og þá i bezta falli að skora á rikisstjórnina að láta at- huga þetta og hitt — eða láta semja frumvarp um eitt eða annað. Þvi gera mennirnir þetta ekki sjálfir? Þvi er ekki málinu snúið við? Rikisstjórnin ætti að láta þessa þingmenn gera athuganir á hinum fjölmörgu sviðum — og semja frumvarp, ef þörf krefur. Eru þessir menn ekki á fullum ' launum? Hvers vegna þarf sér- stakar sérlaunaðar nefndir til allra hluta, jafnvel heilar stofnanir, til að gera niðurraðanir og áætlanir, sem manni finnst, að þingmenn ættu sjálfir að gera? Rikisstjórnin á ekki að vera svar- gikkur diglitilla þingmanna — heldur setja þá til nytsamra starfa. Ég held, að verkastýingu Alþingis sé talsvert ábótavant. „Önghljóð” Sem litið dæmi um verkefni, sem ráðherrar gætu falið þing- mönnum, væri að athuga hvað fram fer i menntaskólanum, t.d. hvað þar er kennt. Vilja þing- menn ekki kynna sér t.d. kennslu- bók i islenzkri málssögu? Þar er talað um, hvar og hvernig hvert hljóð myndast i munni manna, og nefnd munnhljóð, nefhljóð og nefjuð hljóð og svo lika tannhljóð, framgómuð hljóð, uppgóm hljóð, önghljóð, raddbandaönghljóð, framtungusérhljóð, kringd hljóð, ókringd og gleö o.s.frv. Svona stagl mega unglingarnir láta sér lynda að eyða tima sinum i að læra. Rannsókn á skólakerfinu er að- eins eitt af ótal verkefnum, sem brýnt væri,að þingmenn athuguðu og endurbættu. Kannski er'ástæðan fyrir mál- efnadeyfð Alþingis að einhverju leyti þvi að kenna, að þar sé orðið of hátt hlutfall af andlega lötum langskólabandingjum — sem aldrei hefur almennilega tekizt að slita naflastrenginn, sem tengdi þá við skólapúltið. Þörf stórátaka Ég veit að visu að á Alþingi sitja gáfaðir og velviljaðir úrvals- menn — en er kerfið e.t.v. búið að gera suma þeirra of værukæra til þeirra andlegu stórátaka, sem i þvi eru fólgin að leggja þær langtima linur i efnahagsmála- uppbyggingunni, sem þeir þurfa svo nauðsynlega að gera — m.a. til að koma i veg fyrir gáfnaflótt- ann og til Jiess að gáfnakjarni þjóðarinnar nýtist hepni sjálfri — en hrekist ekki úr landi? Þingmenn, sem ekki treysta sér til að takast á við hin brýnu lang- timaverkefni, ættu ekki að gefa kost á sér til starfsins. En vikjum nú að öðru. Ofþenslan Réttilega er nú mjög kvartað um ofþenslu i efnahagskerfinu. Ofþenslan er geysileg. Það er eins og nú séu of fáar hendur til að vinna flest af þvi, sem vinna þarf. Og þetta er stór þáttur i þvi að kynda undir hinni þjóðhættulegu verðbólgu. Hvernig stendur á þessu? Svar mitt er: 1. Við erum að reyna að gera of mikið á of skömmum tima. Verk- efna-,,karboratorinn”, þ.e. at- vinnulifsblöndungurinn, er ekki "rétt stilltur — sem verður til þess að vélin vinnur illa. Afköst þjóðarinnar verða minni, vegna þess að reynt er að gera of mikið á of skömmum tima. Ég á hér m.a. við ýmsar opinberar fram- kvæmdir, sem eru beinlinis tafð- ar með þvi að reyna að gera hlutina hraðar en hægt er. 2. önnur hlið á sama máli er, að fjármagnsinnflutningur er dálitið of mikill — erlendar lántökur of miklar á of skömmum tima, þótt verkefnin séu flest nauðsynleg, sem unnið er að fyrir lánsféð. Ég tel, að beinu skattarnir séu dálitið of háir og verki til minnkunar á vinnuaflsframboðið, og minnki þar með heildarfram- leiðslu — og framkvæmda- getuna. 4. Of löng skólaseta dregur úr vinnuframboðinu — jafnframt þvi sem hún skemmir æskufólkið. 5. Allt of mikið vinnuafl er bundið viö sumpart skaðlegt kennslutagl og við aðmenntafólk til starfa hjá öðrum þjóðum, sbr. áður sagt. 6. Of stuttur vinnutimi, miðað við tæknistig það, sem þjóðin er á. Vinnutimastyttingin kom á undan þeirri tækniþróun, sem gerir styttinguna réttlætanlega og eðli- lega. 7. Léleg vinnuafköst — þ.e. skortur á sanngjarnri vinnuhörku og vinnuskipulagningu, einkum i opinberri starfssýslan. 8. Vanhugsað námslánakerfi, Framhald á bls. 39.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.