Tíminn - 02.12.1973, Qupperneq 32

Tíminn - 02.12.1973, Qupperneq 32
32 TÍMINN Sunnudagur 2. desember 1973. IBWI ■ ffl ffl ffl ffl Ik.itlk Flóðaldan (saga frá Hollandi) Hvað hafði gerzt? ÞETTA var um mitt sumar og heyið var komið i lanir nðiri á engjunum, alla leið niður að stóra flóðgarðinum, en þar fyrir neðan voru kýr og kindur á beit niðri við sjóinn. Hann var farinn að hvessa, og löðrið frá öldunum skvettist á land og á búpeninginn, þar sem hann var að bita. Þetta var um miðjan daginn, og Kristján smali hafði lagt sig fyrir i einni löninni, það var ekki svo heitt i dag, að kýrnar færu að rása, þó að hann hefði af þeim augun. En nú er það svo, að maður sofnar stund- um fast svona i heylön, og af þvi að Kristján varð að fara á fætur klukkan fjögur á hverj- um morgni skiljið þið vist vel, að hann gat orðið syfjaður um há- daginn. Þarna lá hann og dreymdi ágætlega, en það þægilega, sem menn njóta hér i veröldinni, er vant að standa skammt, og allt i einu vaknaði hann við, að hann var hálfur i vatni þarna i löninni. Hvað hafði komið fyrir? Stormurinn hafði magnazt, löðrið orðið að heilum öldum, sem skullu á land, og nú var vatnið þarna á engjun- um orðið i mitt læri. Fénaðurinn hafði hætt að bita, en hnipraði sig saman i rimum og görðunum þarna niðri á engjunum. Kristján lét samt ekki hugfallast fyrir þetta, hann vissi, að hann bar ábyrgð á fénaðinum, hann hafði vanrækt skyldu sina og sofnað, og nú varð hann að bjarga skepnunum, hvað sem það kostaði. Ekki hafði hann vætt sokkaplöggin sin, þvi að hann var ber- fættur. Hann mátti eng- an tima missa, vatnið hækkaði á hverri minútu. Það var enginn hægðarleikur að ná skepnunum saman i einn hóp, þvi að þær voru úti um hvippinn og hvappinn, og svo voru þær svo hræddar, að það var nærri ómögulegt að koma þeim úr sporun- um. Loks tókst Kristjáni þó að ná þeim saman. Það var fyrir sig að eiga við kýrnar, en suaðféð var svo óþægt, að hann réð ekkert við það. Það hljóp til og frá til þess að leita að v'f' V; y> ' ' '' ,'í'" • \, , ,v * * - * * ' ^ --------------- v _'•■;>-'3-;. ■ ■ --------------I\~:_________________ m *■>&**•■■■ tjæjt— • ' 'ji’at. ‘i$ti stiflunum yfir skurðina, sem nú voru komnar i kaf. Ullin á fénu var rennvot, og það varð svo þungtá sér, að það slagaði, þegar það gekk. Loksins komst hann upp i þorpið, sem lá hærra en engjarnar. Allir urðu steinhissa að sjá Kristján koma svo snemma heim, en hann var ekki lengi að segja fólkinu frá, hvernig komið væri, og þá var nú um nóg að hugsa. Kristjáni tókst að bisa bátnum að húsinu. DAN BARRY

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.