Tíminn - 15.12.1973, Blaðsíða 11

Tíminn - 15.12.1973, Blaðsíða 11
Laugardagur 15. desember I!>7:i. TÍMINN 11 Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif- stofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18:100-18306. Skrif- stofur i Aöaistræti 7, simi 26500 — afgreiöslusimi 12323 — aug- lýsingasimi 19523. Askriftagjald 360 kr. á mánuöi innan lands, i lausasölu 22 kr. eintakiö. Blaöaprent h.f. ----- --- ,/ Sjónleysi Magnúsar Málgögn Sjálfstæðisflokksins beina nú mjög athygli að nýkjörnum varaformanni flokksins, Magnúsi Jónssyni, bankastjóra og alþingis- manni. Hins vegar ræða þau minna um Geir Hallgrimsson og Gunnar Thoroddsen, og má auðveldlega draga af þvi þá álytkun, að þessir aðalforingjar flokksins njóti nú þess álits með- al flokksmanna sinna, að heppilegast sé fyrir Mbl. og Visi að geta þeirra sem minnst. Til þess að bæta það upp, verði að reyna að gera stjörnu varaformannsins sem skærasta, enda séu helztar likur til þess, meðan hún er enn ný af nálinni. Nokkurt dæmi um þetta er það, að varafor- maðurinn var nýlega fenginn til að flytja ræðu á aðalfundi Varðar, og skýrir Mbl. frá efni hennar á áberandi hátt. Samkvæmt frásögn þess var það helzta efni ræðunnar, að rikis- stjórnin gerði allt að engu. Hún hefði tekið við gildum sjóðum og búið við gott árferði, en þess sæist nú hvergi staður. Um hana mætti þvi segja sama og snæfellskur bóndi hefði sagt um son sinn: Guð gerði allt úr engu, en sonurinn gerir allt að engu. Þessi ummæli varaformannsins sýna glöggt, að hann er haldinn þeirri pólitisku blindu, að honum finnst ekkert hafa verið gert i landinu og allt hafa snúizt til verri vegar, siðan hann fór úr rikisstjórn. Augu hans virðast alveg lok- uð fyrir þeirri staðreynd, að verklegar fram- farir i landinu hafa aldrei orðið meiri en i tið núverandi rikisstjórnar. Honum dylst það einnig, að tryggingabætur hafa verið stóraukn- ar og kaupmáttur ráðstöfunartekna almenn- ings hefur aukizt verulega, þrátt fyrir miklar verðhækkanir, sem rekja rætur sinar til ann- arra landa. Þjóðin býr þvi nú við meiri vel- megun og meiri framfarir en hún hefur nokkru sinni áður gert. Aldrei hefur verið gert stærra átak til að jafna vaxandi þjóðartekjur á þann hátt að bæta hlut þeirra, sem áður hafa verið afskiptir. Sú blinda og þröngsýni Magnúsar Jónssonar að loka alveg augunum fyrir þessum stað- reyndum gefur þvi miður til kynna, að vara- formennska hans muni ekki auka viðsýni flokksforustunnar, né gera málflutning hennar heilbrigðari og sanngjarnari. Hann gengur enn lengra i þröngsýni og einsýnum málflutningi en Geir og Gunnar. Sjálfstæðisflokkurinn þarfnaðist þó vissulega varaformanns, sem væri þeim Geir og Gunnari fremri i þessum efnum. Giftuleysi flokksins virðist furðulegt um þessar mundir. Geir og Glistrup Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú fylgt fordæmi Glistrups hins danska og flutt frumvarp um mikla lækkum tekjuskatts. En einn veigamikill munur er á tillögum hans og Glistrups. Gli- strup segir ákveðið, hvað hann ætlar að spara til þess að mæta skattalækkuninni. Sjálfstæðis- flokkurinn segir hins vpgar ekkert um það, hvernig hann hyggst mæta skattalækkuninni. Glistrup þykir ekki sérlega ábyrgur stjórn- málamaður, en að þessu leyti er hann þó stór- um ábyrgari en Geir Hallgrimsson. En kannski á Geir eftir að manna sig upp og segja, hvað hann vill spara. T. D. Allman, The Guardian: Bhumibol nýtur mikillar hylli Byltingin hefur gert hann að þjóðhetju NOKKUR þúsund ungra andmælenda umkringdu er- lent sendiráð, gengu síðan fylktu liði i skemmtigarð einn og sátu þar alla nóttina. Þetta er hvergi nærri einsdæmi i Thailandi, þar sem andmæl- endur styptu fyrir skömmu af stóli hægrisinnaðri hershöfð- ingjastjórn. Andmælendur settust ekki i þetta sinn um sendiráð neins rikis ..heimsvaldasinna", sem Thailendingar hafa sýnt and- úö að undanförnu. Sendiráð Svia varð i þetta sinn fyrir andúð stúdenta. Dagblöð njóta nú meira frelsis i Thailandi en nokkru öðru riki i Asiu. Þau höfðu skýrt frá þvi, að sendiráð Svia hefði skotið skjólshúsi yfir fá- eina thailenzka lýðveldis- sinna. Þetta þótti sýna kon- ungdæminu og Bhumibol kon- ungi nokkra óvirðingu og var róttækum byltingarsinnum i Bangkok nægilegt tilefni til at- hafna. ÞJÓÐLEG eining Thailend- inga kemur fram i þvi, að kon- ungsveldið er virtasta stofnun þjóðarinnar og margir Thai- lendingar varpa sér enn til jarðar, þegar konungurinn fer hjá. Framfarasinnaðir stúd- entar i Thailandi og hinir fjöl- mörgu fylgismenn þeirra meðal almennings hafa alveg sérstaka ástæðu til að tigna og heiöra konung sinn, sem varð 46 ára 6. þessa mánaðar. Þannig er mál með vexti, að „októberbyltingin” i Thai- landi hefði sennilega ekki get- að lánazt,ef konungurinn hefði ekki stutt byltingarmenn. Að- ur laut Thailandsstjórn kenn- ingum Nixons Bandarikjafor- seta i meiri auðsveipni en nokkur önnur stjórn i Asiu, en nú er þarna um að ræða for- vitnilegri tilraun til frjáls- lyndrari lýðræðisstjórnar en nokkurs staðar annars staðar. Bhumibol konungur knúði hernaðarstjórnina til uppgjaf- ar, eftir að hann hafði setið fund meö leiðtogum stúdenta. Nokkur hluti hersins óhlýðn- aðist konunglegum skipunum og hóf skothrið á kröfugöngu stúdenta. Konungur forðaöi Thailendingum þá frá borg- arastyrjöld með þvi að knýja fyrrverandi stjórnendur hers- ins til þess að hverfa úr landi. KONUNGURINN hefir setið á valdastóli i 27 ár. Þátttaka hans i byltingunni veldur þvi, að hann er nú ailt i einu orðinn annað og meira en fjarrænt, virt og nálega ofurmannlegt tákn rikisins. Hann er nú hetja i augum mikils meirihluta þjóðarinnar. Á þvi leikur varla vafi, að hann gæti, ef hann kærði sig um, tekið sér að nýju það alræðisvald, sem Thailandskonungur missti i byltingu hersins árið 1932. Rikjandi konungur hafði þá verið knúinn til að láta af völdum og hann átti enga erf- ingja. Eldri bróðir Bhumibols fannst myrtur i konungshöll inni, hafði verið skotinn til bana. Aldrei hefir fengizt upp lýst með hverjum hætti það gerðist. Þjóðerniskennd Thailend- inga er sterk og Bhumibol átti við afar erfiðan annmarka að striða þegar hann settist i hásætið. Heita mátti, aö hann væri útlendingur. Hann fædd- ist i Cambridge i Massa- chusetts i Bandarikjunum, þar sem faðir hans stundaði nám i læknisfræðum, og ólst siðan upp i Sviss. Hann var þvi ókunnugur flestum þegnum sinum, þegar hann tók við konungdómi, og auk þess tai- Sirikil drottning og Hhuinihol aði hann tungu þeirra miður vel. KONUNGUR virtist i fyrstu ætla að verða glaumgosi er unni einkum kraftmiklum bil- um, fögrum konum og saxo- phonleik. Sagt er, að tvennt hafi einkum breytt honum og gerthann alvörugefinn. Annað var morð bróður hans, en það olli þvi, að konungur hefir æ siðan verið svarinn andstæð- ingur allra blóðsúthellinga. Hitt var kappakstursslys i Sviss, en i þvi missti hann annað augað. Bhumibol tók loks við öllum skyldum konungs árið 1951 og siðan hefir hann verið afar al- vörugefinn og siðavandur frammi fyrir þjóð sinni. Hann brosir aldrei og hvorki reykir né drekkur á almannafæri. Konungur nýtur hins vegar lifsins sem einstaklingur, þeg- ar konungskyldunum sleppir. Hann hefir árum saman verið mikill aðdáandi siglinga og stundað þær af kappi á báti, sem hann teiknaði og smiðaði sjálfur og kostaði ekki nema lOOsterlingspund. Hann málar auk þess myndir, leikur á átta mismunandi hljóðfæri og hefir bæði samið danslög og lög til undirleiks við listdans. ÞEGAR stúdentar i Thai- landi efna til hljóðfæraleiks sér til skemmtunar, leikur konungur á clarinett. Eitt sinn, þegar þau hjón héldu upp á hjúskaparafmæli sitt, lék konungur fyrir dansi gesta sinna til dögunar, en að þvi loknu fór hann i siglingu með Sirikit, drottningu sinni, á Siamsflóa. Þegar hin konung- lega snekkja sigldi i átt til ris- andi sólar, lék konungur á básúnu sina lagið Whev the Saints Go Marching In. Þegar styrjöldin i Indókina hófst,fannst Bhumibol konungi sérstök skylda sin að reyna konungur i Thailandi að varðveita einingu þjóðarinnar og hann hefir ekki farið út fyrir landsteinana siðan árið 1967. Hann hefir hins vegar ferðazt tugi þúsunda milna innanlands og heimsótt fjölmörg afskekkt byggðarlög. öllum heimildarmönnum i Thailandi ber saman um, að náið.samband konungs við þjóðina hafi gert honum kleift að gera sér rétta grein fyrir óánægju almennings með hernaðarstjórnina og stuðla að falli hennar. Táknrænt má telja, að vaxandi virðingar- leysi stjórnarinnar á konungs- embættinu sannfærði fjöl- m.arga Thailendinga um, að ekki yrði umflúið að gera bylt- ingu. UNDANGENGNA tvo ára- tugi hafa margir reynt að skýra stjórnmálaframvind- una i Suð-austur Asiu á þann veg, að ibúarnir aðhylltust innfluttar hugsjónir og rikin væru ekki annað en létt peð i valdatafli stórveldanna. Hið einstæða hlutverk Bhumibols konungs i stjórnarbyltingunni i Thailandi afsannar þessa kenningu, hvernig svo sem fer um tilraunina til varanlegs lýðræðis. Hvert sem litið er i þssum hluta álfunnar, blasa við dæmi þess, að ósérhlifinnar, virkrar og kreddulausrar forustu er hvorki að vænta frá hershöfð- ingjunum, sem likja eftir hátt- um Bandarikjamanna, né andstæðingum þeirra, sem kommúnistar styðja, heldur frá hefðbundnum konungsætt- um landanna. 1 þessu efni má minna á Bhumibol konung i Thailandi, Sihanouk prins i Kambódiu, Sovanna Phouma i Las og Tunku Abdul Rahman i Malaysiu. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.