Tíminn - 15.12.1973, Blaðsíða 12

Tíminn - 15.12.1973, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Laugardagur 15. desember 1973. Laugardagur 15. desember 1973. TÍMINN 13 Athygli og ánægja, Bidsted og Herdis Hér eru fjórar af aóalpersónum óperettunnar. F.v. Eisenstein (Siguróur Björnsson) og kona hans Rósa- lind (Svala Nilsen), Leöurblakan sjálf, Dr. Falke (Guömundur Jónsson) og ioks fangelsisstjórinn (Kristinn Hallsson). Þess er aö geta, aö Siguröur sem er fastráöinn viö Óperuna i Gra., -eröur aö fara ut-l an eftir 2. sýningu, en kemur aftur seinna. A meöan fer Garöar Cortes meö hiutverk Eisensteins, en* hann hefur einnig æft þetta hlutverk ásamt Siguröi, frá þvi æfingar hófust. JÓLAVERK Þjóðleikhússins að þessu sinni, óperettan Leðurblak- an eftir Johann Strauss yngri, laðar áreiðanlega marga að sér, jafnt hástemmda tónlistarmenn og listunnendur sem almenna ,,valsunnendur” og þá, sem hafa gaman af litrikum, stórfenglegum sýningum yfirleitt og ,,hafa ekki imugust á músik”. Þar er heldur ekki svo oft hér á landi, sem fólki er boðið upp á óperur eða óperettur. Og engin er óperuhöll- in. Sjónvarpið hefur þó bætt hér nokkuð úr. Að sjá verk, ekki sizt óperu, i leikhúsi annars vegar og sjónvarpi hins vegar er samt ekki til samanburðar. Frumsýning Leðurblökunnar verður á annan i jólum. Þjóðleik- semur og æfir dansana, en dans- arar eru allmargir. Félagar úr Þjóðleikhússkórnum syngja auk þess með. Fáein orð um höfundinn Austurrikismaður, Johann Strauss yngri, höfundur Leður- blökunnar, lézt um aldamótin siðustu, og skildi hann eftir sig mikinn fjölda dansa, óperetta og fleiri tónsmiða. Faðir hans var mjög afkastamikið og vinsælt tónskáld á sinum tima, fyrri hluta 18. aldar, og hafði mikil áhrif. Einkum er hann þekktur fyrir dansa sina, einkum valsa, en hann samdi alls um 250. Hann var mjög áhrifamikill i tónlistarlifi Austurrikis á þessum tima, stofn- er” og „Wienerblut („Vinar- blóð”) Lög J. Strauss yngra ein- kennast öðru fremur af leiftrandi melódiu, fjörmiklum takti og góðri útsetningu. En ekki nægðu valsarnir metnaði hans. Hann fór að semja óperettur, og sú fyrsta þeirra, „Indigo" var frumsýnd 1871, er Strauss var 46 ára að aldri. Vakti hún gifurlega hrifningu, en grunnþættirnir i henni, sem öðrum óperettum hans, voru ekta „strauss-danstaktar.” J. Strauss samdi alls 16 óperettur, og má þar nefna. „Karnivai i Róm,” „Sigaunabaróninn” (Þjóðleikhúsið 1961), „Hið káta strið” („Der lustige Krieg”) og „Nótt i Feneyjum.” V. Þjóðleikhúsið 2. í jólum OPERETTAN LEÐURBLAKAN EFTIR JOHANN STRAUSS J Ungi maöurinn I óperettunni, eiskhuginn og söngvarinn Alfred (Magnús Jónsson), miöpunkturinn. Myndirnar voru teknar á æfingu 10. desember. Leöurblakan (Guömundur Jónsson) „i öllu sínu veidi.” húsið hefur sýnt þessa frægustu óperettu Strauss einu sinni áður, á sinum fyrstu árum, 1952-53. Sigurður Björnsson kom heim frá Graz i Austurriki, þar sem hann er fastráðin við óperuna, til aö’ syngja eitt aðalhlutverkið i Leöurblökunni. önnur helztu hlutverk eru leik- in/sungin af Guðmundi Jónssyni, Svöiu Nielsen, Kristni Halissyni, Magnúsi Jónssyni, Elinu Sigur- vinsdóttur og Sólveigu Björling. Leikararnir Arni Tryggvason og Lárus Ingólfsson fara einnig með veigamikil hlutverk. Leikstjóri er Daninn Erik Bidsted, en hann er kunnur ball- ettmeistari og leikstjóri i Danmörku. Hefur hann starfað mikið fyrir Þjóðleikhúsið, en siðast stjórnaði hann Ég vil, ég vil fyrir leikhúsið. Aðstoöarleikstjóri er Herdis Þorvaldsdóttir. Hljómsveitarstjóri er Ragnar Björnsson. Leikmynda- og bún- ingateiknari Lárus Ingólfsson. Alan Carter ballettmeistari aði m.a. konserthljómsveit mikla og var tónlistarstjóri við hirðina. Johann Strauss yngri, sem stjórnaði um skeið hljómsveit föður sins, eða þar til hann lét hana i hendur bræðra sinna (Edouard og Joseph), náði sem tónskáld jafnvel meiri vinsældum en faðir hans. Margir af þeim völsum, sem hvað þekktastir eru i dag, eru hans verk. Má þar nefna „An der schönen blauen Donau” (Dóná svo blá”), „Morgenblatt- Vinsælasta óperetta J. Strauss hefur þó „Leðurblakan” („Die Fledermaus”) orðið. Stöðugt er verið að sýna hana um allan heim, og nýtur hún jafnan mikilla vinsælda. Hún var frumsýnd fyrir tæpum hundrað árum i Vinar- borg, 5. april 1874. Þess má geta, að „Leður- blakan” verður einnig sýnd hjá grönnum okkar, Dönum, nú um jólin, I Konunglega leikhúsinu i Kaupmannahöfn. — Step. Tilþrif, ekki satt? Þjónustustúlkan (Elfn Sigurvinsdóttir) og fangels- istjórinn. Fjórar sýningar veröa á Leöurblökunni milli jóla og ný árs, þ.e. 26., 27., 29. og 30. desember. A allar þessar sýningar er selt sunnu- daginn 16. des. (Myndir: Gunnar) HÖGGVID FRJÁLSUM BRANDI Af lifi og sál Andrés Kristjánsson ræðir við Ásgeir Bjarnþórsson Kvöldvökuútgáfan. Við lestur þessarar bókar kom mér oft i hug þessi visa úr kvæðinu Landvarnarmaðurinn, sem Þorsteinn Erlingsson sendi Bjarna frá Vogi sextugum: Hann gat dugað hvar sem var, höggvið frjálsum brandi, kotungsútgerð átti þar engan hund i bandi. Ásgeir Bjarnþórsson heggur — og er frjáls ferða sinna. Sumir munu eflaust segja að hann tali stundum gapalega. Einkenni þessarar bókar er fyrst og fremst hispursleysi. Þess vegna má gera ráð fyrir að einhverjir séu viðkvæmir fyrir þvi, sem þarna er sagt um frændur þeirra og vini. Auðvitað get ég ekki borið um sannleiksgildi einstakra frá- sagna, en yfirleitt koma frá- sagnirnir heim við það, sem við vitum um fólkið. Hins vegar eru svo dómar As- geirs um stefnur og fram- kvæmdir. Um það skal ekki fjölyrt, en þó vil ég segja það, að þar sem snillingar eru á ferð, Sigvaldi Hjálmarsson: Að horfa og hugsa Skuggsjá Þetta eru um 50 blaðagreinar eftir Sigvalda Hjálmarsson skrifaðar á árunum 1965-1971. Engin þeirra er löng. Sigvaldi er þjóðkunnur maður af langri blaðamennsku og fleiru. Þeir, sem hafa lesið Al- þýðublaðið, vita að hann er greindur maður, ritfær og góð- gjarn. En þó að menn hafi ekki fylgzt með þvi blaði vita þeir, að Sigvaldi hefur um alllangt skeið verið framarlega i félagsskap þeirra manna, sem gefa sig að guðspeki hér á landi. En um guðspekina er það að segja, að hún hefur i reynd orðið ýmsum sá vegur, sem þeir hafa fetað til fyllri skilnings á kjarna kristin- dómsins, gildi góðleikans og góðviljans — hlýrrar góðvildar til umhverfis og förunauta. Hvort sem okkur likar betur eða ver og hvort sem okkur kann að finnast að þá sé leitað langt yfir skammt eða ekki, er þetta stað- reynd, sem ekki þýðir að þræta gegn. En um guðspekina vitum viö, sem álengdar stöndum, að hennar fylgjendur telja hugar- farið og innra lif mannsins for- sendu þeirrar hamingju, sem honum hlotnast og samúð með umhverfinu sáluhjálparatriði. Þetta er ekki sagt hér vegna þess að bókin fjalli um guðspek- ina eða þar séu hennar fræði beinlinis boðuð. Svo er ekki. Hins vegar er það ærin vit- neskja um höfundinn, lifsskoðun hans og viðhorf að hann tilheyri guðspekinni. Þessar greinar eru vitanlega valdar með það i huga að þær eigi eitthvert erindi við okkur nú og það mun lika vera svo. Nú skiptir ekki mestu,hvaða stefnu og kreddum þeir fylgja. Þvi finnst mér, að Asgeir sé óþarf- lega vigreifur og jafnvel einsýnn stundum. Látum svo vera, að einstakir dómar hans séu sleggjudómar. Það eru hvort eð er ekki þeir, sem gefa þessari bók gildi sitt, heldur frá- sagnirnar. Hér skal ekki farið langt i tilvitnanir. Þó get ég ekki neitað mér um aö minnast á orð Grims Thomsens við Einar Benedikts- son, að kvæði eigi ekki að vera eins og sneyptur hundur, sem dregur skottið. Gaman er lika að þvi, sem haft er eftir Jóni Árnasyni um hræðslu stjórn- málamanna við að tapa atkvæð- um hinna heimskustu. I slikum tilsvörum eru sannindi — en ekki allur sannleikurinn. Guðmundur Finnbogason sagði að almennur kosningaréttur væri aðferð til að láta meirihlut- ann ráða, án þess að nota beinan hnefarétt og ofbeldi. Af þessu leiðir, að hinir vitrari menn verða að sætta sig við ýmislegt, sem þeim þykir ekki gott, en er þó betra en beinn hnefaréttur. Hins vegar er mat okkar á þvi, hverjir séu vitrastir, nokkuö breytilegtog snillingarnir verða vist oft að sætta sig við að vera vanmetnir. Oft og viða hafa oröið sögur um samheldni og samhjálp Is- brestur talsvert á að ég sé sam- mála þvi, sem þar segir, en hins vegar er það undnantekningar- litið að mér þykir betra en ekki að þekkja þau viöhorf og rök, sem bókin geymir. Það er oft menntandi að ræða við þá, sem lita öðruvisi á málin en við ger- um sjálf. Höfundur vikur stundum að stjórnmálum og stjórnmála- átökum. Ég vil benda hér sér- staklega á greinina „Um póli- tiska samábyrgð”. Þar segir m.a. : „Hinir æfðu stjórnmálamenn eru heldur ekki allir blindir á að eitthvað sé bogið við hin póli- tisku átök. Þannig fannst Grimmond, fyrrverandi leið- toga frjálslyndra i Bretlandi, stjórnmálabaráttan ekki sér- lega rismikil, hún væri þvi lik- ust sem flokkarnir væru allir að reyna að selja sömu vöruna, — bara i mismunandi umbúðum, eins og hann komast að orði”. „Sú var tið að menn skiptust i stjórnmálaflokka eftir mismun- andi grundvallarsjónarmiðum um stjórnmál og þjóöskipulag. Þá var pólitisk hugsjónabar- átta. En nú er önnur öld, flokkarnir hver öðrum líkir eins og Grimmond benti á, og meira að segja ihaldið veröur að verkalýðsflokki”. „Það er gott að sigra en þó ekki aðalatriðið, þvi „lif” stjórnmálamanns er alls ekki undir þvi komið fyrst og fremst að hann sigri i kosningunum eða verði i meirihluta á þingi, held- ur þvi að fá að halda áfram að skylmast. Það sem hann óttast er aö honum verði bægt frá að taka þátt i leiknum, aö hann fái ekki framboð eða aðra trúnaðarstöðu i flokki sinum. Þaö er á flokksheimilinu sem menn falla, þvi hinn svokallaöi lendinga erlendis og segir As- geir nokkuð af þvi. Þar hefur þó saga Þorsteins frá Bæ og vina hans sérstöðu, merkileg saga og gamansöm — á fáa sina lika. Þessi bók fyllir og skýrir þá mynd, sem við eigum af ýmsu kunnu fólki. Ég nefni hér Stefán frá Hvitadal, Unu og Erlend i Unuhúsi, Olafiu Jóhannsdóttur, Einar Benediktsson, og Hlin Johnson til dæmis. Sumum mun finnast að Hlin hafi e.t.v. verið Asgeiri helzt til hörð fyrir ei meiri sakir en þær voru. En rétt er að skoða og meta orö hennar i samhengi sögunnar. Hún hafði leitað Einar uppi og fundið hann, þar sem hann var einn og ölvaður og vegalaus úti i myrkri og hrið. Þá fékk hún húsaskjól og húkr- un fyrir 'nann i Laugarnesi hjá Aðalbjörgu og sleppti ekki hendi af honum upp frá þvi. Viðhorfi sinu lýsti hún löngu siðar með þessum orðum: „Mér þykir vænt um Island. Þjóðina fyrirlit ég. Einar elska ég.” Hún var til Jónatan Livingstone Mávur. Saga eftir Richard Bach i þýðingu Hjartar Pálssonar Ljósmyndir eftir Russell Munson Orn og örlygur h.f. andstæðingur getur engum ýtt frá þátttöku i stjórnmálum. Þannig er andstæðingurinn i rauninni orðinn minni and- stæðingur en samherjinn”. Allt er þetta rétt með fyrir- vara. Það fer eftir gengi flokka hvað þeir eiga mörg vonarsæti fyrir frambjóðendur. Og þetta væri allt töluvert öðruvisi ef við ættum að kjósa um menn en ekki eingöngu flokka, sem búnir væru að úrskurða menn i flest sætin. Svo held ég nú, að meiri hluti stjórnmálamanna hafi lagt út á þessa braut til að hafa áhrif á skipan mála en ekki bara til að fá atvinnu og láta á sér bera. En allt er þetta áleitiö um- hugsunarefni — ekki sizt meðan menn eru undir áhrifum frá dönsku kosningunum og öðru svipuðu. Astæðan fyrir gengistapi gamalla flokka er örugglega i og með sú, að kjósendum finnst, eins og Sigvaldi segir, að „við kjörborðið hafa menn ekki um annaö að velja en mismunandi litar umbúðir utan um svipaðar vöru”. Samanber það, sem Emil Jónsson segir i minningabók sinni um Sjálfstæðisflokkinn fyrir 1940 og siðar. Sigvaldi Hjálmarsson er ekki blaðamaður, sem skrifar fyrst og fremst til að láta menn hlæja Þessar greinar hans eru skrifaðar til að láta menn hugsa. Ég veit ekki hvort gefur mönnum stærri iesendahóp, enda misjafnt hvernig lánast að fá menn til þess, sem sótzt er eftir — jafnt hvort menn eiga að hlæja eða hugsa. En svo fjölbreytt er efni þessarar bókar að vandfundinn mun sá hugsandi maður að ekki sé komið að einhverju áhuga- sviði hans. Og vlst er bókin lík- leg til að vikka sjóndeildarhring lesandans. H.Kr. þess kjörin að vernda skáldið og manninn, sem hún elskaði fyrir landið, sem henni þótti vænt um. Og hvað var þá eðli- legra og rökréttara en að hún spyrði: „Haldið þér að þér gerið Is- landi nokkurn greiða eða sóma með þvi að halda Einari Benediktssyni að drykkju?” Andrés Kristjánsson er maður, sem hefur vald á máli og stfl, en ég held að þáttur hans i þessari bók sé litill umfram það að koma sögunni og áliti As- geirs á framfæri. Þetta er bók Asgeirs Bjarnþórssonar. Og af henni hefði ég ekki viljað missa. H. Kr. Óhætt er að segja að þessi bók á engan sinn lika i bókaflóði þessarar vertiðar. Fyrst er nú það, að margar blaðsiður henn- ar eru með mávamyndum, yfir- leitt fljúgandi mávum. En svo er sagan sjálf næsta óvenjulegt ævintýri. Einkunnaroð hennar eru þessi: „Til hins eina sanna Jónatans Mávs, sem býr i oss öllum”. t upphafi sögu er Jónatan Livingstone Mávur að æfa sig i flugi og er þá ungur mávur að mér skilst. „Hvers vegna, Jonni, hvers vegna?”, spurði móðir hans. „Hvers vegna áttu svona bágt með að vera eins og aðrir i hópnum? Hvers vegna éturðu ekki? Þú ert bein og fjaðrir, sonur sæll”. „Sjáðu nú til, Jónatan”, sagði faðir hans. „Ef þú þarft endi- lega að læra, lærðu þá eitthvað um ætið og hvers vegna þú átt að afla þess. Gleymdu þvi ekki, að þú flýgur til þess að éta”. En að vera öðruvisi en aðrir getur þótt „heimskulegt kæru- leysi” „sem brýtur gegn virð- ingu og venjum mávakynsins”. Og þá þýðir litið að spyrja hver sé gæddur meiri ábyrgðartil- finningu en sá, „sem finnur til- gang og fylgir sannfæringunni”. Og þegar Jónatan Mávur er kominn á æöra svið, hittir hann þar máv, sem segir honum af fortið sinni þar sem við „létum okkur hægt um, hvert ferðinni varheitiðog lifðum fyrir llðandi stund”. Og svo enn hundrað lif, þangað til viö förum að átta okkur á þvi, að eitthvað væri til, sem héti fullkomnun, og enn önnurhundrað, unz sú hugmynd kviknaði að markmið okkar i lifinu væri að öðlast þessa full- komnun og sýna hana”. En Jónatan Máv langar til að averfa aftur til jaröarinnar til að hjálpa fyrri félögum. Það gerir hann, en þó að sumir kalli hann „einkason Mávsins mikla” verða hinir fleiri, sem æpa að hann sé kominn til að sundra Hópnum og vilja hann feigan. Þannig er þetta ævintýri. Það er sá forni og eilifi boðskapur, að bein og f jaðrir sé ekki allt og takmark og tilgangur sé ekki bundið við ætið. Persónan er hugsun og vilji. Þýðing þessarar sögu hefur verið vandaverk, m.a. vegna óvenjulegra orða um flugið, en við fáum söguna á lipru og ljósu máli. Þetta er falleg bók aö efni og útliti. H.Kr. Að víkka sjóndeild- arhringinn ÆVINTÝRI LfFSINS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.