Tíminn - 28.12.1973, Blaðsíða 13

Tíminn - 28.12.1973, Blaðsíða 13
Köstudagur 28. desember 1973. TÍMINN 13 Til hugleiðingar fyrir heilbrigðisstéttir HJCKRUNARKONUR, starfandi við Vífilsstaöaspitala, vilja vekja athvgli hjúkrunarstéttarinnar allrar og þeirra, sem um mennt- unarmál hennar fjalla, á eftirfar- andi atriðum: Við teljum brýna nauðsyn á að samræma sem mest grundvallar- nám allra heilbrigðisstéttanna og tengja það sem mest menntakerfi landsins. en bendum á. að stúde- ntsprófskirteini er út af fyrir sig éngin trygging fyrir þvi, að hand- hafi þess reynist hæfari starfs- kraftur innan hjúkrunarstéttar- innar en aðrir. Það hlýtur að vera ófrávikjanlegt skilýrði af hálfu hjúkrunarstéttarinnar, aö allir, sem vilja reynast nýtir þegnar hennar, gangi i gegnum strangt náms- og vinnuár, sem sker úr um hæfni nemandans, ekki aðeins bóklega, heldur einnig verklega. Inntökuskilyrði i þennan fyrsta áfanga verði gagnfræðapróf með lágmarkseinkunn i samræmdum greinum. Þó mætti veita undan- þágur. Að einu ári liðnu fari framhaldsmöguleikar eftir undir- búningi og árangri, en sá árangur kæmi fram i prófum og deildar- einkunnum. Sá hópur sem stæðist raunina hefði þá rétt til hjúkrunarstarfa, svipaö þvi sem nú gerist um sjúkraliða. Siðan myndu leiðir skiptast samkvæmt vali og frammistöðu. Stúdentar, sem staðizt hefðu raunina, gætu þá haldið inn á hjúrkunarnáms- brautina við H.t., enda hefðu þeir þá hlotið þann lágmarksundir- búning, sem þeir þarfnast til að vita, hvort þeim hentar starfið. Þeir sem ekki hafa stúdents- próf, geta haldið áfram i hjúkrun- arskóla. Ef dugnaður og áhugi leyfa, verði þeim gert kleift að bæta við sig námi i þeim greinum, sem þarf til að stunda siðar fram- haldsnám við H.l.,eða hliðstæða menntastofnun. Að liðnu öðru ári velji þeir sérnám sem þess óska, en stefni ekki hugur til þess bætist þriðja árið við i hjúkrunarskóla, og að þvi loknu öðlast viðkomandi rétt til þess að heita hjúkrunar- kona eða -maður. Valgreinar að öðru ári liðnu, nám taki mislangan tima, 1-2 ár: Deildarstjórn, skurðstofuhjúkr- un, röntgen, heilsuvernd, geð- hjúkrun, barnahjúkrun, lyf- og handlæknishjúkrun, svæfingar — gjörgæzla, heimilis- og heraðs- hjúkrun, ljósmæðranám og hjúkrun aldraðra. Til þess að hjúkrunarkonur og -menn geti stundað framhalds- nám i H.I., er nú þegar brýn nauðsyn að meta starfsreynslu til stiga. Stúdentum með hjúkrunar- próf, sem nú þegar eða siðar hyggja á nám i H.Í., sé gert kleift að ljúka þaðan námi á tveim ár- um i kennsluhjúkrun og spitala- stjórn. Þess verði gætt, að þeir sem nú hafa hjúkrunarmenntun, haldi i hvivetna rétti sinum og virðingu gagnvart stöðu og launum. Benda má á, að undanfarna áratugi hafa hjúkrunarkonur á Islandi unnið erfið og margþætt hjúkrunarstörf, jafnvel innt af hendi samstarf við marga lækna með fjölþætta sérfræðimenntun á sjúkrahúsum og öðrum stofnun- um, þótt þeim hafi i litlu verið gert kleift að afla sér þeirrar við- halds- og endurmenntunar, er kveður á um i hjúkrunarlögunum frá 5. mai 1965. Viðlagasjóður auglýsir Otborgun 2. áfangagreiðslu bóta fyrir ónýt hús i Vest- mannaeyjum hefst miðvikudaginn 2. janúar 1974. Þeir, sem óska eftir að fá greiðslu sina senda til Vestmannaeyja láti vita um það á skrifstofu Viðlagasjóðs, Tollstöðvarhús- inu i Reykjavik fyrir áramót. Viðlagasjóður ||| ÚTBOÐ |H Tilboð óskast um gatnagerð og lagnir I Austurberg, Breið- holti III. Otboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, gegn 5000 króna skilatryggingu. TilBoð veröa opnuð á sama stað þriðjudaginn 15. janúar 1974, kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Amtsbókasafnið d Akureyri óskar að ráða bókavörð (bókasafnsfræð- ing) sem fyrst. Umsóknir ásamt upp- lýsingum um menntun og fyrri störf ósk- ast sendar undirrituðum fyrir 1. febrúar 1974. Laun samkvæmt kjarasamningum starfsmanna Akureyrarbæjar. Allar upp- lýsingar um starfið veitir amtsbókavörð- ur. Bæjarstjórinn á Akureyri. Vil kaupa jörð á Suðurlandi, helzt með lax- og silungs- veiðirétti. Skipti á nýju einbýlishúsi á Sel- fossi koma til greina. Tilboð merkt 1666 sendist afgreiðslu Timans. STÓR FLUCELDAMARKAÐUR H VIRKNI i Ármúla 24 — Reykjavík Simar 8-54-66 og 8-54-71 Opið i dag föstudaginn 28. desember frá kl. 9—22 laugardag frá kl. 9—22 og sunnudag frá kl. 9—16 og á mánudag (gamlársdag) frá kl. 9—16 Stórkostlegt úrval Gengið inn í vesturendann Víkingur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.