Tíminn - 28.12.1973, Side 19

Tíminn - 28.12.1973, Side 19
Föstudagur 28. desember l!)7:í. TÍMINN 19 Páll Þórðar- son kjörinn prestur í Norðfjarðar- prestakalli A fimintudaginn 27. des. voru talin atkvæði á skrifstofu biskups frá prestkosningu i Norðfjarðar- prestakalli, sem fram fór !). des. s.l. Einn umsækjandi var um prestakallið, séra Páll Þórðar- son, settur prestur þar. A kjör- skrá voru alls !)84 og þar af greiddu atkvæði 641. Einn seðill var auður og kosningin þvi lög- mæt. Hér var það, við Kópavogslækinn, sem aðalstrengurinn skemmdist, — að Ifkindum f nóvember s.l. (Tfmamynd: Róbert) Fryst bilun frá því í nóvember! :t()<) LÍNA strengur, einn af fjórum aðalsimastrengjum milli Kópa- vogs og llafnarfjarðar, bilaði i fyrrinótt. l'm liádegi i gær var búið að iinna bilunina, rétt sunnan við Kópavogsbrúna. Ilefur viðgcrð væntanlega lokið i gærkvöldi. Ekki munu hafa orðið veruleg óþægindi af völdum bilunarinnar i gær, en erfiðara var að ná sam- bandi milli bæjanna, þar sem um færri linur var að velja milli stöðvanna tveggja en ella. Ólafur bórðarson hjá Bæjar- simanum sagðist i gær álita, að eitthvert jarðvinnutæki hefði skemmt strenginn i nóvember siðastliðnum. Siðan hefði verið frost i jarðveginum við strenginn og bilunin fyrst komið fram er hlánaði i fyrrinótt og bleyta komst i hann. Strengurinn var ekki mikið skemmdur. -Step. © SUF-síðan verulegu leyti rætur sinar að rekja til starfsemi Sambands ungra framsóknarmanna.” Óhikað verði unnið að framkvæmd stefnunn- ar Ekki er þörf á að rekja hér gang sameiningarmálsins und- anfarin ár. Hitt skal undirstrik- að, að á siðasta flokksþingi framsóknarmanna var grunn- tónn sameiningarhugsjónarinn- ar samþykktur, sem stefna Framsöknarflokksins. A siðasta miðstjórnarfundi SUF, sem haldinn var fyrir rúmum mánuði var að sjálf- sögðu m.a. fjallað um þessi mál. Gerð var um það ályktun i stjórnmálayfirlýsingu fundar- ins sem birt hefur verið. Þar er stjórn SUF falið að vinna að þvi, ,,að óhikað verði unnið að framkvæmd þeirrar yfirlýsingar siðasta flokks- þings, að Framsóknarflokkur- inn muni á þessu kjörtimabili ..vinna að mótun sameiginlegs. stjórnmálaafls allra þeirra, sem aðhyilast hugsjónir jafnað- ar, samvinnu og lýðræðis” og þess ávallt gætt, að flokkurinn einangri sig ekki frá þvi starfi, sem nú er unnið til þess að gera sameiningu jafnaðar- og sam- vinnumanna að veruleika. Fundurinn leggur sérstaka áherzlu á: að Eramsóknarflokkurinn ræki kröftuglega það grundvall- arhlutverk sitt að vera forystu- afl vinstri manna i landinu og höfuðandstæðingur ihaldsafl- anna. aðFramsóknarflokkurinn hafi forystu um, að farnar verði þær leiðir i sameiningarmálinu, sem tryggi að áttundi áratugur- inn verði timabil vinstri stefnu á tslandi”. Þessari stefnu verður að fylgja fram t þessari stefnuyfirlýsingu er sérstök áhersla lögð á forystu- hlutverk Framsóknarflokksins og á þá skyldu flokksins, að gegna þvi hlutverki i samræmi við hina ótviræðu samþykkt sið- asta flokksþings. Þetta er raunar sú stefna, sem SUF hefur barizt fyrir und- anfarin ár, og verður enn sem fyrr reynt með öllum tiltækum ráðum að fylgja henni fram til sigurs. ...og þarna má sjá strenginn. Bátakjarasamningar á sáttafundi í dag? Þetta sovézka skip bar fyrir augu þeirra, er leið áttu um Skúlagötuna f Reykjavík i gær. Mun hér vera á ferðinni skip, sem stundað hefur rannsóknir á himingeimnum og leyndardómum hans, gervihnöttum og öðru slíku. Tækin, sem notuð eru við slikar rannsóknir munu að Hkindum nokkuð fyrirferðarmikil, enda bera kúlurnar á skipinu þess merki. Skipið heitir Geimfarinn Vladimir Komarov og er 14.000 brúttó- rúmlestir aö stærð. Skipverjar eru 215, en hingaö kom skipið til aö taka vatn og vistir. Timamynd: Gunnar. SATTAFUNIIUR hefur verið boðaður um bátakjara- samningana kl. l.:t() i dag, en eins ogáður liefur verið greinl frá var ntálinu visað lil sáttasemjara strax eftir fyrsta samningafund með aðilunum. Þeir, sem að þessum samning- um standa, eru annars vegar L.t.U. Landssamband islenzkra útvegsmanna, og hins vegar Sjó- mannasamband tslands og Far- manna- og fiskimannasamband tslands. Hið fyrrnefnda hef- ur með kjör undirmanna á báta- flotanum að gera, en hið siðar- nefnda kjör yfirmanna. Ekki hefur verið boðað til samningafundar um kaupog kjör á togaraflotanum, og að sögn Ingimars Einarssonar, frkvstj. Félags isienzkra botnvörpu- skipaeigenda, verður sennilega ekkert aðhafzt fyrr en eftir ný- árið. Sagði hann, að bátakjara- samningarnir sætu i fyrirrúmi. Samningar beggja aðilanna eru útrunnir um áramótin og liklega verður ekkert róið fyrr en samið hefur verið. Ennlremur á eltir að ákveða fiskverðið og á þvi að vera lokið fyrir áramót. Ingimar Einarsson sagði, að fá skip hefðu tilkynnt sölur er- lendis eftir áramótin, og væru ástæður bæði óvissan, sem rikti i þessum málum og tregur afli ásamt gæftaleysi. Snorri Sturlu- son hefur tilkynnt sölu 2. janúar og Hjörleifur selur væntanlega 7. janúar. -hs- © Katla teljara, sem taldi þá skjálfta, sem fóru yfir vissan styrkleika. Ætlunin með þessari samantekt var öðrum þræði að ganga úr skugga um, hvort nokkuð samræmi væri á milli efnasamsetningar- innar i jökulánum, sem koma undan jöklinum, en Sigurður jarðfræðingur Steinþórsson hefur að undanförnu haft gætur á þvi. t ljós kom að ekki var full- komið samræmi þarna á milli, þótt nokkuð fylgdist það að. Núna um jólin hefur allt verið með kyrrum kjörum og ég held helzt að Kalta hafi bara hallað sér á vangann um sinn, sagði Einar. —HIIJ © Hrossin er rafmagn skammtað þann- ig, að það er á i tvo tima i senn, en siðan tekið af aðra tvo. Þetta bjargast einhvern veginn, i mjólkurbúinu er unnið á nóttunni og fólk verður að láta sér þetta lynda. Það er hins vegar óhugnanlegt að hugsa til af- leiðinganna af rafmagns- skortinum, ef vertið og loðnuvinnsla hefði verið i fullum gangi. Allir gera sitt bezta og hjálpast að til þess að ráða fram úr þessu. Rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson fer austur i dag að sögn Valgarðs Thorodd- sen rafmagnsveitustjóra. Ferðin tekur um sólarhring. Þegar Bjarni kemur austur fá Hornfirðingar rafmagn sem svarar til þess sem gas- túrbinan framleiddi. Norska verksmiöjan, sem framleiðir túrbinusam- stæðuna.hefur boðizt til þess að lána aðra samstæðu og ef vel til vill ætti hún að geta verið komin hingað til lands eftir u.þ.b. tiu daga. Erfitt er að flytja hana flugleiðis, þvi að hún vegur um átján lestir. Ekki er talið ráölegt að flytja túrbinu frá Seyðisfirði, þvi að þá yrðu Austfirðingar fyrir barðinu á rafmagns- skömmtun, ef frost yrðu mikil þar eystra. HHJ. Alla fyigfc Tíman onur t með

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.