Tíminn - 15.03.1974, Page 2

Tíminn - 15.03.1974, Page 2
Föstudagur 15. marz 1974 Vatnsberinn: (20. jaa-18. febn) Þu skalt gæta þess vandlega, hverja þú- umgengst, svo að þú sért ekki að sölunda dýr- m^etum tima þinum i fólk er skiptir þig ekki qokkru minnsta máli, og þú hefur jafnvel frekar ogagn af að vera i kunningsskap við. Fiskarnir: (19. febr-20. marz) Þú getur lent i erfiðleikum með að komast yfir öll þau verkefni, sem á þig eru lögð þessa dag- ana, svo að þú ættir að gera áætlun yfir starfið og velja úr það, sem þér finnst mikilvægast og leysa það fyrst af hendi. Hrúturinn. (21. marz-19. april) Það litur út fyrir, að þú eigir i einhverjum vand- ræðum um þessar mundir, og þér er ráðlagt að leggja til hliðar þau vandamál, sem þú getur ekki leyst upp á eigin spýtur. Koma timar og koma ráð, sem heppilegri reynast. Nautið: (20. april-20. maí) Það litur út fyrir að þú sért ekki sérlega auðveldur i umgengni i dag, og þvi skaltu endi- lega reyna að ráða bót á. Svona- fýluköst eiga ekki við þig og fara þér heldur illa þvi satt að segja verður þú þá hlægilegur. Tviburamerkið: (21. mai-20. júni) Þú skalt reyna að umgangast fleira fólk, eða að minnsta kosti að reyna að skapa þér einhverja tilbreytingu i kunningjavali. Vertu opinskár og vingjarnlegur, og þá liður öðrum betur i návist þinni. Þér liður lika betur. Krabbinn: (21. júni-22. júli) Það er engu likara en þú þarfnist hjálpar eða aðstoðar að einhverju leyti, og að öllum likind- um berst þér aðstoð i dag, en það verður úr al- gjörlega óliklegri átt. Og nú er um að gera að vera ekki of stoltur, mundu það. Ljónið: (23. júli-23. ágúst) Það er þetta með fjarmálin rétt einu sinni enn. Það er hætt við því, að þúþurftiraðfarayfirþau aftur, og vafasamt að það nægi til að sjá, hvað er að, en þú verður að koma þeim i lag, og það áður en langt um liður. Jómfrúin: (23. ágúst-22. sept) Þú ert of lausmáll og sérstaklega i dag verður þetta alvarlegt upp á seinni timann að gera, ef þú gætir ekki alveg sérstaklega að bér. Vertu varkár, meira að segja gagnvart þeim, sem þú heldur þina beztu vini. Vogin: (23. sept-22. oktj Þú rekur þig á það i dag, aö það er þó talsvert mikils um vert að láta litið yfir sér og láta umheiminn geta sér til um, hvað þú ertað bralla með sjálfum þér, þetta gerir þig áhugaverðan og þó talsvert spennandi. Sproðdrekinn: (23. okt.-21. nóv.) 1 dag eru bréfaviðskipti og ritstörf yfirleitt undir sérstaklega hagstæðu merki, en það er eitt, sem þú þarft að athuga betur, og það er að leita til vina þinna og þinna nánustu varðandi aðstoð i einhverju stórmáli. Bogmaðurinn: (22. nóv-21. des.) Þú stendur þig bara vel, og það litur út fyrir, að það hægist um allt hjá þér i dag. Þú hefur lokið góðu verki, og ef þú færð ekki viðurkenninguna strax, geturðu verið viss um, að hennar er ekki langt að biða. Steingeitin: (22. des.-19. janj. Þú ert þrunginn af áhuga og einbeittni og engar likur til annars en þér takist að vinna bug á viðfangsefnunum og erfiðleikunum. Það er lika allt annað lif að hafa yfirsýn yfir það, sem gera þarf, og eftir ábendingum. t 14444 « munrn V 25555 BÍLALEIGA CAR RENTAL BORGARTUN A I /■' /* TÍMINN Föstudagur 15. marz 1974. Gengisjöfnunarsjóður fyrir útflutningsiðnaðinn FULLTKÚAR stærstu út- flutningsiðngreina hérlendis og framkvæmdastjóri útflutnings- miðstöðvar iðnaðarins komu ný- lega saman til fundar til þess að ræða liugsanlegar leiðir til lausn- ar þess vanda, sem íslenzkur útflutningsiðnaður á við að glima vegna þróunar gengismála liér- lendis á s.l. ári. Fundarmenn voru sammála um, að svo ólik lögmál giltu um útflutning frystra sjávarafuröa, aðalútflutnings- vöru tslendinga, og um ýmsar BÍ'LALEIGA ^Car rental A-^£L660 &42902 aðrar útflutningsiðngreinar, sem nú eru i örum vexti, aö nauðsyn- legt sé að gripa til sérstakra ráð- stafana þeirra vegna, þ.e. að stofna verði gengisjöfnunarsjóð. Fundarmenn voru sammála um, að óhæfa væri af hálfu fjármálavaldsins að taka ekki til- liti til afkomu útflutningsiðnaðar- ins við ákvörðun jafn mikilvægra mála og skráningar á gengi is- lenzku krónunnar. Iðnaðarráð- herra var send ályktun sú, sem hér fer á fetir, og var hún undir- rituð af framkvæmdastjórum S.L., Alafoss h.f. og Útflutnings- miðstöðvar iðnaðarins. 1. Komið verði á fót gengis- jöfnunarsjóði fyrir útflutnings- iðnaðinn, sem taki mið af dollara- genginu 102,58 (kaupgengi). Sérfræðingar kveði nánar á um þetta gengi eftir að athugun hefur farið fram. 2. Mismunur á almennu gengi og iðnaðargengi verði greiddur úr eða i gengisjöfnunarsjóð útflutningsiðnaöarins. Lækki al- mennt gengi islenzku krónunnar, minnka útgreiðslur úr sjóðnum eða breytast i inngreiðslur. 3. Gengisjöfnunarsjóður út- flutningsiðnaðarins verði sér reikningur i vörzlu Seðlabanka tslands. 4. Iðnaðargengi veröi ákveðið einu sinni á ári, nema sérstakar ytri aðstæður kalli á breytingar. Ákvörðun þessi er tekin af nefnd skipaðri fulltrúum iðnaðarráðu- neytis, fjármálaráðuneytis, við- skiptaráðuneytis, Seðlabanka ts- lands og fulltrúa útflytjenda. 5. Þar sem gera má ráð fyrir, að fyrst um sinn verði ejngöngu um útgreiðslur úr sjóðnum að ræða, hefur sjóðurinn lántöku- heimild hjá Seðlabanka Islands. 6. Iðnaðarráðuneytið beiti sér fyrir bráðabirgðalausn máls þessa á meðan rikisstjórn og Alþingi fjalla um málið. (Fréttabréf Sölumiðstöðvar lagmetisiðnaðarins). Æbílaleigan felEYSIR CAR RENTAL V24460 í HVERJUM BÍL PIONEER ÚTVARP OG STEREO CASETTUTÆKI OPID Virka daga Kl.C-tOe.h. Laugardaga kl. 10-4 e.h. .tBÍLLINN BÍLASALA HVERFISGÖTU 18-simi 14411 LOFTLEIÐIR BÍLALEIGA CAR RENTAL 21190 21188 LOFTLEIÐIR HLUTAFE cargolux margfaldað Aukaaðalfundur vöruflutninga- félagsins Cargolux var haldinn i Luxemborg hinn 6. þ.m., en hinn 4. sama mánaðar voru fjögur ár liðin frá stofnun þess. Stofnendur, auk Loftleiða, voru sænska skipa- félagið Salenia og flugfélagið Luxair, auk nokkurra einstak- linga og fyrirtækja i Luxemborg. A fundinum var ákveðið að auka hlutafé félagsins úr 9 milljónum islenzkra króna i 60 milljónir. Þá var og ákveðið að fjölga stjórnarmeðlimum úr 9 i 13. Hinir nýju stjórnarmeðlimir eru Halldór Guðmundsson, deildarstjóri hjá Loftleiðum, Steen Grotenfelt, fulltrúi frá Salénia, Constant Franssens, framkvæmdastjóri Credit-bank- ans i Luxemborg, og Armand De- lvaux, bankastjóri i Luxemborg. 1 stjórninni eiga þvi sæti fjórir full- trúar frá Loftleiöum, fjórir frá Salénia og fimm frá Luxemborg. Framkvæmdastjórn félagsins helzt óbreytt, en i henni eiga sæti Jóhannes Einarsson frá Loftleið- um, Roger Sietzen frá Luxair, Ar- mand Delvaux frá Luxemborg og Steen Grotenfelt frá Salénia. t hlutdeild Luxembörgara i félaginu bættust fjórir nýir hlut- hafar. Þeir eru Credit-bankinn, Banzue Generale, Banzue Internationale og rikissparisjóð- ur Luxemborgar Caisse d’Espargne de l’Etat du Grand- Duche de Luxembourg. Miklar byggingaframkvæmdir standa nú yfir á vegum Cargolux á Luxemborgarflugvelli. Má þar m.a. nefna flugskýli, sem verður 9,405 fermetrar að stærð og áætlað að kosta muni allt að 129 milljónum islenzkra króna. Hafizt var handa um byggingu flugskýlisins i byrjun febrúar s.l. og gert ráð fyrir að henni verði lokið i byrjun nóvember n.k. Loks kom það fram á aukaaðal- fundi Cargolux að heildarvelta félagsins s.l. ár var 1.2 milljarðar Islenzkra króna, en var kringum 900 milljónir 1972. Aðalfundur félagsins verður haldinn i Luxemborg i lok næsta mánaðar. Framkvæmdastjóri Cargolux er Einar Ólafsson, fyrrum stöðvarstjóri Loftleiða á Luxem- borgarflugvelli. Starfsmenn félagsins eru nú kringum 200, en voru 5 á stofndegi, hinn 4. marz 1970. Flugfloti félagsins eru fimm CL-44 vélar og ein þota af gerð- inni DC-8-61 og fljúga þær með vörur til svo aö segja allra heims- horna. Undirstaðan I flugrekstri Cargolux er reglubundið flug með vörur milli Evrópulanda og Hong Kong. Er félagið nú stærsta frakt- leiguflugfélag á meginlandi Evrópu og rúmlega 67.5% af vöruflutningum um Luxem- borgarflugvöll eru á vegum Cargolux. Auglýsið i Tímanum

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.