Tíminn - 15.03.1974, Side 6

Tíminn - 15.03.1974, Side 6
6 TÍMINN Föstudagur 15. marz 1974. Heiður hausthiminn Richard Beck: Undir hauststirndum himni. Ljóð. Rvik 1973. Leiftur gaf út. 1 haust leið kom út ljóðabók eftir dr. Richard Beck, sem ber ofanskráö nafn. Höf. segir i for- mála, að öll ljóðin i bókinni séu ort á siðastliðnum 14 árum, en kvæðabókin Við ljóðalindir kom út 1959. í þessari nýju bók er þó ekki prentað nema úrval úr ljóðum dr. Richards Beck, og hann tileinkar konusinni Margréti Beck ljóð sin. Skáldið horfir yfir farinn veg, og fyrsta ljóðiö er samnefnt bókinni: Undir hauststirndum himni horfi ég yfir farna leið. Mörg voru dægrin horfnu heið, þótt harmaský stundum byrgðu sólu i svörtum tjöldum. Sé ég úr timans öldum risa minninga fjöld: margt aö þakka, er liður kvöld undir hauststirndum himni. Tvennt finnst mér einkenni á ljóðum dr. Richards. Hann er skáld gott: hitt, að Island er honum efst i huga fyrst og siðast. Og tiðast mun hugur skáldsins leita til átthaganna austanlands: Hug minn ávallt haf og fjöll heilla töfrum sinum, æskudaga himinhöll hlær við sjónum minum. (Arfur fjarða og fjalla). Eitt fallegasta kvæðið er að minni hyggju Atthagadraumur, sem skáldið yrkir vestur I Denver i Colorado. Og svo er það hafið, sem seiðir huga skáldsins, enda gamall sjómaður. Hann var meira að segja formaður fyrir austan um skeið, og hefði sjálf- sagt orðið sómi sjómannastéttar- innar sem frædur hans, hefði það átt fyrir honum að liggja að róa áfram á fiskimið. En æviferill Richards Beck er ævintýri likastur. Austfirski sjómaðurinn leitar á önnur mið, mennta- gyðjunnar, og ber mikinn hlut frá borði. Þó gleymir hann aldrei gömlu miðunum; yrkir um þau ágætt kvæði: En oft var á þeim slóðum aflagjöfull sær, þvi eru mér I minni miðin gömlu kær (Gömlu miðin). Ég minni á annað ágætt ljóð I sömu veru, Seglin hvitu. Það hefst á þessa leið: Seglin hvit við sjónarhring seiða ennþá huga minn: útþrá, sem i æsku brann, aftur verma hjartað finn. Fleiri ljóð eru i bókinni um hafið og þess margbreytilegu háttu, til að mynda Logndagur við hafið, Mávar, Handan við djúpin blá og Svörtusker, þar sem brimið svarrar uggvekjandi; boðar skipum og mönnum grand. Svipmikið ljóð, sem leiðir hugann að fallvaltleik lifsins. Dr. Richard Beck hefur flutt margar kærkomnar kveðjur vestan lim haf á liðnum árum og áratugum. Hinn nýja ljóðabók hans er einnig kveðja að vestan einlæg kveðja og góð, sem jafnan fyrr, Haraldur Guðnason AAenntamálaráð íslands: 10 MILLJÓNIR TIL MENNINGAR- AAÁLA — bækur, kvikmyndir, dvalarstyrkir og hljómplötur MENNTAM ALAR AÐ íslands hefur skv. fjárlögum tæpar 10 milljónir króna til ráðstöfunar á árinu 1974. Fjárhagsáætlun ráðs- ins liggur nú fyrir. Bókaútgáfa Menningarsjóðs fær 3 milljónir króna tii sinnar starfsemi. Bókaútgáfunni er ætl- að það hlutverk að gefa út ýmis rit, sem nauðsynleg eru, en selj- ast ef til vill ekki hratt, og nægir til skýringar að benda á orðabæk- ur og sérfræðirit. Útgáfustefna Menningarsjóðs birtist i Árs- skýrslu Menntamálaráðs hverju sinni. Til kvikmyndagerðar skal verja 1 milljón króna. Þetta er i þriðja sinn, sem auglýst er fé til styrktar kvikmyndagerð: Fyrst voru 500 þúsund krónur veittar i þvi skyni, þá 650 þúsund krónur og nú reyndist unnt að hækka upphæðina i 1 milljón króna vegna sérstakrar fjárveitingar Alþingis i þvi skyni. Ilvalarstyrkir listamanna verða 10 talsins, hver að upphæð 96 þúsund krónur. Þessir styrkir hafa verið mjög eftirsóttir, og komið að góðum notum fyrir listamenn, sem fara tii útlanda að efla sig i andanum. Til „Listar um landið” skal verja 700 þúsund krónum. Trú- lega er það þó of lágt áætlað samanborið við síðasta ár en þá var varið i samvinnu við félags- heimilasjóð u.þ.b. 1400 þúsund krónum. Von er til þess á þessu ári, að ,,List um landið” standi undir sér að verulegu leyti vegna fenginnar reynslu. Tónlistar- menn hafa sýnt þeirri menningarstarfsemi aukinn áhuga undanfarið. Er nú unnið að ýmiss konar hljómleikahaldi viðs vegar um landið. Tónlist með plötuútgáfu að markmiði tekur til sin 400 þúsund krónur þetta árið. Það verður þá þriðja platan i hljómplötuútgáfu Menningarsjóðs. Þvi fé verður út- hlutað seinna á árinu. Samkvæmt lögum ber Mennta- málaráði að úthluta fé til fræði- manna og náttúruvlsindamanna. A f járlögum er nú um að ræða 800 þúsund króna fjárveitingu. Til amiarrar menningarstarfsemi er ætlað að verja 800 þúsund krón- um, og koma þar til ýmsar ófyrir- sjáanlegar fjárþarfir einstakl- inga og/eða hópa. Bókamarkaður Menningar- sjóðs fer þessa dagana út um land og verður á Ráðhústorginu á Akureyri dagana 16.-17. marz. Helgina þar á eftir verður bóka- markaður á Egilsstöðum, Höfn i Hornafirði og Neskaupstað. Um mánaðamótin er fyrirhugaður markaðurá Isafirði, Sauðárkróki og Blönduósi. Þar verða mættir forsvarmenn útgáfunnar til þess aðkynna starfsemi fyrirtækisins. Sumar eldri bækur eru nú senn á þrotum. t vor kemur Ársskýrsla ráðsins fyrir árið 1973 út, en þar verður gerð itarleg grein fyrir starfsemi Menntamálaráðs ís- lands það árið, og sagt frá hug- myndum, sem eru i deiglunni. GAMLAR MYNDIR úr kortasafni Jóns Halldórs- sonar Að þessu sinni, eins og oftast áður, er það erindi þáttarins til lesenda að leita hjá þeim upp- lýsinga. Það skal þó tekið fram, að við teljum okkur ekki þurfa að spyrja um fullorðna manninn, sem stendur með fiðlu sina og boga i höndum. Þetta mun vera hinn góðkunni tónlistarmaður Theódór Arnason. En auk þess hve myndin sjálf er góð, er gaman að virða fyrir sér bakhlið hennar. Þar eru skrifuð með blýanti nöfnátólf tónverkum, og eru sum all-læsileg: ennþá, þótt kortið hafi hlotið heldur illa meðferð, það hefur verið limt aftan á það. Þó má lesa nöfn eins og Lifsgleði njóttu, Ave Maria, Ó, þá náð að eiga Jesú, og ennfrem- ur er þar nefnd einhver aria eftir Bach, en ekki verður meira lesið af þeirri linu. Það skyldu þó ekki hafa verið þessi lög, sem hann hafði nýlokið við að leika, þegar myndin var tekin? Þá kemur annar fiðluleikari, ungur að árum. Hann þekkjum við ekki, en væntum upplýsinga frá þeim, sem fróðari eru. Að lokum er mynd af tveim sjó- mönnum, algölluðum, með sjó- hatta og tviþumlaða vettlinga, eins og vera ber. Þessa heiðurs- menn þekkjum við alls ekki, en vildum mjög gjarna fá að vita nöfn þeirra. Það eitt er hægt að segja til stuðnings, að aftan á kortinu er dagsetningin 25/11. 1914. Myndin er með öðrum árum orðin nálega sextiu ára. Og enn skulu ágætir lesendur og velunnarar þessa þáttar minntir á að láta það ekki undir höfuð leggjast aðgefa sig fram,efþeir vita það, sem hér er spurt um. Það er sannast að segja, að enn hefur ekki borizt eitt einasta svar við spurningum siðasta þáttar, þeim, sem birtist hér iblaöinu 2. marz siðast liðinn. En vonandi raknar úr þvi fyrr en siðar, það er ekki öll nótt úti enn. Þangað til biðum við og sjáum hvað setur. Alklæddir sjónienn. Góðkunnur tónlistarmaöur Ungur hljóðfæraleikari

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.