Tíminn - 15.03.1974, Qupperneq 8
8
TÍMINN
Föstudagur 15. marz 1974.
Menntamálaráðuneytið,
11. mars 1974.
Styrkir til ndmsdvalar
í Frakklandi sumarið 1974
Franska rikisstjórnin hefur i hyggju að veita á sumri
komanda nokkra styrki handa tslendingum til náms-
dvalar i Frakkiandi i einn mánuð (júli, ágúst eða
september).
Hver styrkur nemur 600 frönkum á mánuði. Til greina
koma við styrkveitingu háskólastúdentar, kennara-
háskólanemar, tækniskólanemar, nemendur i tveimur
efstu bekkjum menntaskóla, Verslunarskóla Islands
og Samvinnuskólanum.
Styrkirnir eru veittir til þátttöku I námskeiðum við
ýmsa háskóla i Frakklandi, og verður þar einkum
kennd franska. Þeir munu að öðru jöfnu ganga fyrir til
styrkveitingar, sem hyggja á háskólanám i Frakklandi
eða frönskunám við Háskóla íslands.
Franski sendikennarinn við Háskóla fslands, Jacques
Raymond (heimasimi 11653), veitir nánari
upplýsingar um styrki þessa.
Skriflegar umsóknir sendist menntamálaráðuneytinu,
Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 5. april n.k. Fylgja skal
ljósrit af nýjasta prófskirteini, svo og meðmæli skóla-
stjóra eða kennara.
Aðstoðarstúlka
óskast
á rannsóknastofu, gerladeild. — Stúdents-
próf eða sambærileg menntun æskileg.
Rannsóknastofnun fiskiðnðarins
Skúlagötu 4 — Simi 20240.
Stangveiðifélag
Rangæinga
AÐALFUNDUR Stangveiðifélags
Rangæinga verður haldinn að Hvoli,
Hvolsvelli, laugardaginn 23. marz n.k. og
hefst kl. 14.00.
Venjleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
Fóstrur athugið
Óskum að ráða fóstrur til starfa á dagheimilum og leik-
skólum nú og næstu mánuði. Til greina kemur vinna
hálfan daginn. Laun eru samkvæmt kjarasamningum
Starfsmannafélags Reykjavikurborgar. Upplýsingar
veittar á skrifstofu Sumargjafar. Simar 16479 og 14284.
Barnavinafélagið Sumargjöf.
Bókhaldsaðstoð
með tékkafærslum
BÚN AÐARBANKIN N
\fi/ REYKJAVÍK
Auglýsið í Tímanum
BRÉFSNIFSI
til Þorsteins óperusöngvara Hannessonar
Sæll og blessaður, Þorsteinn
minn, og þakka þér fyrir tilskrif-
ið.
Sizt átti ég þess von, að
greinarstúfur sá, sem ég hripaði
á dögunum til Jóns Skaftasonar,
leiddi til bréfaskipta okkar i milli.
En svona geta málin stundum
snúnizt, óvænt en ánægjulega,
sem betur fer. Þú lætur i ljós von
um, að okkur gefizt færi á að ræða
um veraldarástandið ,,á breiðum
grundvelli i góðu tómi”, og vist
væri það mér vel að skapi. Það
getur nefnilega varla heitið,að við
höfum spjallað saman, siðan við
vorum á stjórnmálanámskeiðinu
i gamla daga og sváfum þá eina
nótt saman i flatsæng, ásamt
Hirti Gislasvni frá Akurevri. i
hýbýlum Guðmundar Hjálmars-
sonar i Iþróttaskóla Jóns Þor-
steinssonar við Lindargötuna.
Raunar sváfum við nú vist litið,
en ræddum fram undir morgun
um heimsmálin, sem okkur
fannst, að á ýmsan hátt mætti
skipa með skaplegra hætti. Mér
finnst reyndar nú, þegar ég rifja
upp þessar umræður úr flatsæng-
inni, (Guðmundur svaf raunar i
divaninum sinum), að við höfum
verið nokkuð sammála, enda
vildum við allir teljast fremur
róttækir, eins og þorri
Framsóknarmanna var i þá
daga. Og ég held, að hugmyndir
okkar um það þjóðfélag, sem við
vildum allir gjarnan eiga
einhvern þátt i að móta, hafi ekki
verið ýkja fjarlægar þeim hug-
myndum, sem ég hef um þau efni
enn i dag. Mér sýnist hins vegar
bréf þitt bera þess nokkurn vott,
að skoðanir þinar séu eitthvað
breyttar, enda hefur þú siðan viða
farið og margt séð og eðlilega
vaxið við það að vizku og þroska,
þar sem ég aftur á móti hefi
haldið mig á heimaslóðum og þvi
ekki íyrir það að synja, að hug-
myndir minar séu I meira mæli
markaðuar viðhorfum heima-
lingsins en viðsýnum veraldar-
manni þykir hóf á.
En sleppum þvi að sinni og
vikjum að upphafi bréfs þins og
þeim tveimur orðum i grein
minni, sem mér skilst að hafi
einkum orðið tilefni þess: Utan-
stefnur og bænarskrár. Jú, satt er
það, ekki eru orðin fögur, skoðuð i
ljósi sögunnar, og kannski ekki
nema von að þú teljir þau bera
vott um „tilfinningasemi”,
„ofstæki” og „forstokkaðan
hugsunarhátt”. Betur hefði ég nú
samt kunnað þvi, að þú færðir
þessum hógværlegu orðum þinum
einhver stað, en ekki sé ég votta
fyrir viðleitni til þess. En litum
nánar á málið. Ég býst við,að við
séum sammála um, að sam-
kvæmt fyrirvara, sem
Islendingar gerðu við inngöngu i
Atlantshafsbandalagið, sé það
undir ákvörðun okkar sjálfra
komið, hvort hér dvelst erlent
herlið eða ekki. A grundvelli þess
fyrirvara hafa allir núverandi
s t jórnar f 1 okkar byggt
samþykktir sinar um brottför
hersins. Ég tel, að sem sjálfstæð
þjóð getum við hvorki né megum
afsala okkur þessum ákvörðunar-
rétti. Þegar þessa er gætt, en á
hinn bóginn að þvi fundið, að
islenzk stjórnvöld skuli ekki leita
alits og sámþykkis Nato á ákvörð
unum, sem Islendingum ber
einum að taka, þá kalla ég það
utanstefnur og bænarskrár — og
biðst raunar ekki afsökunar á.
Sjálfsagt hefði ég getað fundið
yfir þetta einhver orð, sem siður
hefðu fallið þér fyrir brjóst, en ef
þú vildir rif ja upp merkingu þess-
ara orða i islenzkri sögu, þá held
ég að þér hlyti að verða
hliðstæðurnar ljósar.
Annars fé og nú ekki séð, að
meginmál bréfs þins snerti neitt
kyndilmessugrein mina. Þú ert
þar að skýra fyrir mér viðhorf þin
„I sjálfstæðis- og utanrikis-
málum” og á ég sennilega að lita
á það sem eins konar
kennslustund i þeim fræðum. Og
vist mun svo sem ekki af veita og
er ég þér þakklátur fyrir. En ég
er nú sinu sinni haldinn þeirri
áráttu, að vera dálitið gagnrýn-
inn, einnig á kenningar góðra og
samvizkusamra lærifeðra. Þvi er
það, að þótt ýmislegt i kenningum
þinum um „sjálfstæðið” sé svo
fallegt, að það nálgist skemmdar
verk að hreyfa við þvi rósabeði,
þá get ég samt ekki á mér setið
með að gera örfáar athugasemdir
við sumt af þvi, sem þú segir, þótt
öðru sé ég alveg sammála.
Þú varar við of mikilli
„tilfinningasemi” i sambandi við
sjálfstæðishugtakið. Sjálfsagt er
erfitt að fullyrða um.hvenær of er
eða van i þeim efnum. En
sjálfstæðisbarátta einstakra
þjóða hefur ævinlega verið ofin
sterkum þáttum tilfinningalegs
og hugssjónalegs eðlis. Og mér er
það mjög til efs, að nokkur þjóð
hafi nokkru sinni hafizt til
sjálfstæðis án verulegs atfylgis
þeirra eiginda. En mér raunar
nær að halda, að ekki hafi önnur
vopn bitið betur i þeirri
baráttu. Þetta mætti þér m.a.
vera ljóst af sögu okkar eigin
þjóðar.
Sjálfstæðishugtakið er
„afstætt”, segir þú, heimurinn
breytist, og það, sem var „sann-
leikur I gær, þarf ekki endilega að
vera sannleikur i dag”. Mér
finnst þetta vafasöm kenning.
Sjálfstæðishugtakið er hið sama i
dag og það hefur verið um aldir.
Þótt eðlileg samvinna frjálsra
þjóða aukist á ýmsum sviðum,
haggar það i engu hugmyndinni
um sjálfstæði þeirra. Sjálfstæðið
er einmitt og hefur alltaf verið
óhjákvæmileg forsenda fyrir
eðlilegu samstarfi þjóða heims-
ins. Um það gildir i dag sá sami
sannleikur og gilti i gær. Auðvitað
breytist veröldin. En breytingar
eru ekki góðar bara fyrir það, að
þær eru breytingar. Við megum
ekki, hvorki sem einstaklingar né
þjóð, berast eins og reköld með
straumnum, heldur kosta kapps
um að hafa áhrif á, hvað breytist
og hvernig það breytist.
Það gerir auðvitað ekkert til,
þóttvið Islendingar séum minntir
á, að engin þjóð geti látið sem hún
séein i heiminum , sjálfstæð þjóð
eigi að vera „óttalaus”,
„hrokalaus”, standa „fast á eigin
rétti”, „virða annarra rétt”
o.s.frv. Allt eru þetta góð og
falleg heilræði, en hvorki fæ ég
séð, að grein min gefi sérstakt
tilefni til þeirra, né að þjóðinni sé
brýn þörf á þeim einmitt nú. Og
hver er nú haldinn „ótta”,
Þorsteinn minn? Eru það þeir,
sem ekki óttast afleiðingar þess,
að herinn fari, eða hinir, sem ótt-
ast, að þjóðin fái ekki varðveitt
frelsi sitt og sjálfstæði nema
undir náðarvæng hergæzlunnar?
Mér virðist, að þarna gæti
nokkurs ósamræmis milli breytni
og boðskapar, en kannski verður
það allt skýrt með afstæðiskenn-
ingunni?
Og loks er þá dæmið, sem þú
gefur mér um það, hvernig þú
teljir „að Islendingar eigi að haga
sér i millirikjasamskiptum”, en
það er, „hvernig Ólafur
Jóhannesson leysti landhelgis-
deiluna við Breta”, með „fullum
sóma”.Ekki vil ég á nokkurn hátt
draga úr gildi landhelgis-
samningsins, en mér skilst, að
hann hafi ekki „leyst” land-
helgiddeiluna, heldur feli
samningurinn aðeins i sér bráða-
birgðasamkomulag. Deilan sjálf
er eftir sem áður ótúkljáð, þó að
það rýri ekki gildi samningsins,
svo langt sem hann nær. Um
saninginn er hins vegar og hefur
verið deilt og ærið skiptar
skoðanir um það, oftast nær,
hvenær seamið er með „fullum
sóma” og hvnær ekki, sbr. land-
helgissamninginn frá 1961.Sumir
telja hann bezta og hagstæðasta
millirikjasamning, sem Is-
lendingar hafi gert, aðrir telja
hann forkastanlegan. Ætli við
gætum ekki, ef við ræddumst við
I „góðu tómi”, orðið sammála
um, að „sóminn” sé a.m.k. ekki
siður afstæður en sjálfstæðishug-
takið?
„Það er margt brefið,” Þor-
steinn minn, og það er margur
samingurinn. Nú standa yfir
samningaviðræður rikisstjórnar
okkar við Nato um brottför hers-
ins. Ef ég man rétt, þá lét for-
sætisráðherra efnislega svo um
mælt á Alþingi fyrir jól, að hug-
myndin með samningaviðræðun-
um væri að skapa hér það ástand,
sem rikti i landinu á árunum frá
1949 til 1951, þ.e.a.s. eftir að við
gengum i Nató.en áður en herinn
kom. Ég geti ráð fyrii; að við sé-
um sammála um, að nokkru máli
skipti fyrir ráðherra, sem gefur
slika yfirlýsingu, að við hana tak-
ist að standa. Ekki efast ég um
vilja Ólafs Jóhannessonar til
þess. Og ég þykist fara nærri um,
að hann og aðrir ráðherrar telji
nærri sæmd sinni höggvið, verði
ekki við þessi ummæli staðið —
og þau ákvæði stjórnarsáttmál-
ans, sem snerta herstöðvamálið.
Ég vil einnig álita að þú viljir
sæmd Framsóknarráðherranna,
a.m.k., sem mesta. En heldur þú
nú, að undirskriftir 170 menning-
anna og Varins lands geri Nato-
liða þjálli i samningum? Heldur
þú, að þær auðveldi Ólafi
Jóhannessyni og rikisstjórn hans
að semja „með fullum sóma”?
Með alúðarkveðjum og
áranaðaróskum.
1. marz 1974,
Magnús H. Gislason,
Frostastöðum
Jörð til sölu
Jörðin Skálateigur I i Norðurfjarðar-
hreppi, S-Múlasýslu, er til sölu nú þegar.
Allar nánari upplýsingar gefur Karl Marteinsson I sima
97-7387. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða
hafna öllum.
Koparfittings
EIRRÖR -
RÖRSKERAR -
FLANGSARAR
ARMULA 7 - SIAAI 84450