Tíminn - 15.03.1974, Side 11

Tíminn - 15.03.1974, Side 11
Föstudagur 15. marz 1974. TÍMINN n Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Kitstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason. Rit- stjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrifstofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — af- greiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Askriftagjald 420. kr. á mánuði innan lands, i lausasölu 25 kr. eintakið. Blaðaprent h.f. Skattabreytingin Stjórnarandstaðan felldi á jöfnum atkvæðum i neðri deild i fyrrinótt, að rikissjóður fengi tekjur af 5 söluskattsstigum til áramóta til að mæta 2,900 milljón króna lækkun á tekju- sköttum einstaklinga. í umræðu málsins stóð deilan um það, og aðallega við Gylfa Þ. Gislason, formann Alþýðuflokksins, hvort með skattkerfisbreyt- ingunni, þ.e. að breyta hluta beinu skattanna yfir i söluskatt, væri skipt á jöfnu eða ekki. Gylfi sagðist vera fylgjandi þvi, að skipt yrði á jöfnu. En sá góði maður visaði hins vegar á bug útreikningum Jóns Sigurðssonar, hag- rannsóknarstjóra, og batt sig því haldreipi i rökstuðningi, að enn væru 12 mánuðir eftir af árinu 1974!! Er fjárhags- og viðskipanefnd neðri deildar Alþingis fjallaði um frumvarpið aflaði hún sér nýjustu útreikninga og áætlana, sem fyrir liggja hjá þeim embættismönnum og stofnun- um rikisins, sem um fjárhagsmálefni fjalla. Samkvæmt þeim útreikningum mundi álagður tekjuskattur á einstaklinga nema 7 milljörðum króna, ef lagt væri á skv. núgildandi skattalög- um, en verða 4,1 milljarður skv. þeirri tekju- skattslækkun, sem samkomulagið við verka- lýðshreyfinguna gerir ráð fyrir. Tekjutap rikissjóðs vegna tekjuskattslækkunarinnar yrði þá 2,9 milljarðar króna. Við þetta bætast svo útgjöld rikissjóðs vegna skattaafsláttarins, sem verður greiðsla úr rikissjóði til hinna tekjulægstu og er sú heildar- upphæð áætluð 550 milljónir króna. Aukin út- gjöld rikissjóðs vegna söluskattshækkunarinn- ar eru svo áætluð 100 milljónir króna. Samtals myndu tekjutap og aukin útgjöld rikisins vegna skattkerfisbreytingarinnar þvi nema 3350 milljónum króna á þessu ári. Þessu var 5% söluskattinum ætlað að mæta. Áætlað er að eitt söluskattsstig gefi 680 milljónir króna i rikissjóð miðað við timabilið 1. marz til 31. des. 1974. Fimm söluskattsstig myndu þvi á þessu timabili nema samtals 3.400 milljónum króna. Við þetta er svo þvi að bæta að hálfur marz- mánuður er þegar liðinn og verða tekjurnar af söluskattsaukanum að sjálfsögðu þvi enn lægri fram til áramóta en ofangreindar tölur segja, en þær eru miðaðar við, að söluskatts- hækkunin hefði tekið gildi 1. marz. sl. En það, sem er höfuðatriði i samkomulagi þvi, sem verkalýðshreyfingin gerði við rikis- stjórnina um skattabreytingar, er, að málið verði tekið allt til endurskoðunar um áramót og ,,þá verði metið, hvað 5%-stiga hækkun á söluskatti nemi yfir árið, og jafnframt hve skattalækkun þá nemi miklu samkvæmt nýja skattstiganum, og að þvi leyfi, sem sölu- skatturinn verður talinn nema hærri upphæð, þá verði sá hluti, sem umfram er metinn inn i kaupgjaldsvisitölu”. Af þessu sést hvilikar blekkingar og útúr- snúninga stjórnarandstaðan hefur i frammi til að réttlæta þá afstöðu sina að koma i veg fyrir að tekjuskattslækkunin nái fram að ganga. —TK ERLENT YFIRLIT Vinsældir Brandts fara dvínandi Nær Schmidt forustunni frá honum? Willy Brandt WILLY BRANDT fær aö reyna það um þessar mundir, að i lifi valdamanna skiptast á skin og skúrir, vinsældir og óvinsældir. Samningar hans við kommúnistarikin öfluðu honum um skeið mikilla vin- sælda og flokkur hans vann þvi mikinn sigur i þingkosn- ingunum haustið 1972. Margt bendir til. að Brandt hafi þá staðið á hátindi valda sinna og frægðar. Siðan hefur eins og smátt og smátt hallað undan fæti, án þess að hægt sé að greina nokkrar sérstakar ástæður. Aö visu hefur árangurinn af samningunum við kommúnistarikin orðið minni til þessa en hinir bjart sýnustu gerður sér vonir um. Þá hafa ýmsir efnahags- örðugleikar aukizt heima fyrir, en þó eru þeir minni en i flestum nálægum löndum og hægara hefur gengið að efna loforð um ýmsar félagslegar umbætur en þeir bráðlátu gerðu sér vonir um. Við þetta hefurbætzt, að mörgum hefur þótt Brandt gerast værugjarn og athafnalitill. Hann hefur litið sýnt sig opinberlega og ýmsar sagnir ganga um að hann sinnti illa stjórnar- störfum og fylgdist ekki nægi- lega með ráðherrum sinum. Til samans hefur þetta orðið til þess, að vinsældir Brandts virðast nú i einskonar öldu- dal. Þá bætir það ekki úr skák meðal flokksbræðra hans, að skoðanakannanir hafa bent til þess siðustu mánuðina, að fylgi sósialdemókrata færi minnkandi, en fylgi kristi- legra demókrata vaxandi. Það hefur verið takmörkuð huggun, að fylgi samstarfs- flokksins i rikisstjórninni, Frjálsra demókrata, hefur einnig farið vaxandi. Loks aukast svo viðsjár i flokki sósialdemókrata og eru það einkum ungsósialdemókratar, sem þeim valda. ÞAÐ HEFUR ekki orðið til að styrkja stöðu Brandts, að i fylkiskosningunum i Ham- borg, sem fóru fram 3. þ.m., beið flokkur sósialdemókrata mikinn ósigur. Hann tapaði 14 sætum á fylkisþinginu og missti þvi ' meirihlutann, sem hann hefur haft þar óslitið eftir siðari heimsstyrjöldina, að undanskildum árunum 1953-57. Hins vegar bættu kristilegir demókratar við sig lOþingsætum. Mestur varð þó ávinningur frjálsra demó- krata, sem bættu við sig niu sætum. Þeir höföu áður haft aðeins fimm þingmenn, en hafa nú 14. i siðustu kosn- ingum höfðu sósial- demókratar fengið 56% af at- kvæðamagninu, en fengu nú 45%. Frjálsir demókratar fengu siðast aðeins 4% áf at- kvæðamagninu, en fengu nú 11%. Sósialdemókratar höfðu áður farið einir með fylkis- stjórnina. þar sem þeir höfðu meirihluta á þingi, en eftir kosningarnar hefur veriö mynduð sambandsstjórn þeirra og frjálsra demókrata. Menn biða nú með eftir- væntingu úrslita fylkiskosn- inga, sem eiga að fara fram bráðlega i Hessen, Neðra- Saxlandi og Bæjaralandi, þar sem ýmsir spá Franz Josef Strauss verulegum sigri. KRISTILEGIR DEMÓKRATAR virðast hafa unnið verulega á að undan- förnu, ef marka má skoðana- kannanir. Þeir hafa i vaxandi mæli farið inn á þá braut, að reka áróður i anda Giistrups hins danska. Þannig tefldu þeir fram i kosningunum i Hamborg eins konar Glistrup sem helzta forustumanni sinum. Hann heitir Erik Blumenfeld og er 58 ára gamall milljónamæringur, sem hefur grætt á oliuverzlun. Faðir hans var Gyðingur, en móðirin dönsk. Á striðs- árunum sat Blumenfeld i fangabúðum hjá nazistum og nýtur hann þess nú. Siðustu árin hefur hann átt sæti á sambandsþinginu i Bonn og meðal annars mætt á fundum Evrópuráðsins og þingmanna- samtaka Atlantshafsband- lagsins. Hann er mikill mála- garpur og gildir sama um konu hans, sem er svissnesk að ætt. Blumenfeld segist vera mikill aðdáandi Engilsaxa og leggja sérstaka áherzlu á góða sambúð við þá. Afstaða hans til innanlandsmála minnir á ýmsan hátt á Glistrup, þótt hann gengi ekki eins langt i öfgum. 1 áróðri hans og annarra talsmanna kristilega flokksins var lögð mikil áherzla á vaxandi dýrtið, hækkandi skatta og aukna upp vöðslusem i róttækra vinstri afla, og var þar ekki sizt átt við ungsósialdemó- krata. Það virðist gagna kristilegum demókrötum all- vel að nota þá sem grýlu. t KJÖLFAR kosningaúr- slitanna i Hamborg hefur fylgt vaxandi gagnrýni á Brandt, ekki sizt meðal flokksbræðra hans. Þannig lét sá ráðherra rikisstjórnarinnar, sem fer með visindamál, Klaus von Dohnanyi, nýlega svo ummælt i útvarpsviðtali, að hann teldi það mjög geta komið til greina, að Brandt réði sér eins konar staðgengil á sviði innanlandsmála og flokks- mála.likt og hann teflir Egon Bahr fram á sviði utanrikis- mála. Þetta hefur Brandt tekið óstinnt upp og Dohnanyi þvi reynt að túlka ummæli sin upp á nýtt, en það hefur aðeins vakið aukna athygli á tillögu hans. Sennilega hefur viðtalið vi& Dohnanyi vakið enn meiri athygli sökum þess, að mið- stjórn flokks sósialdemókrata hélt fund um svipað leyti. Á fundinum reyndi Brandt að kveða niður þá gagnrýni.. er hefur beinzt gegn honum að undanförnu. Hann visaði m.a. á bug ýmsum tillögum, sem honum hafa borizt, um breyt- ingar á rikisstjórninni. Hann bað aðra ráðherra að hlutast ekki til um, hvaða samstarfs- menn hann veldi sér. Þvi ætlaði hann að ráða sjálfur. Hann kvaðst ekki fyrirhuga neinar breytingar á stjórn sinni fyrr en eftir forsetakosn- ingarnar, sem eiga að fara fram 15. júli. Þá verður Walter Scheel utanrikisráð- herra kosinn forseti og leiðir það af sér, að verulegar breyt- ingar verða gerðar á stjórn- inni. Sumir blaðamenn gizka á, að Brandt hafi hafl Helmut Schmidt fjármálaráðherra i huga.þegar hann óskaði ekki eftir ihlutun um skipan stjórnarinnar. Schmidt, sem er varaformaöur flokksins. virðist njóta vaxandi trausts á sama tima og vegur Brandts fer hnignandi. Þeir Schmidt og Egon Bahr viröast sam- mála um, að Vestur-Þjóð- verjar eigi að meta meira góöa samvinnu við Banda- rikjamenn en Frakka, en Scheel leggur áherzlu á góða samvinnu við Frakka. Brandt er talinn reyna að að þræða bil beggja. Sagan segir. að Nixon forseti hafði nýlega skrifað Brandt persónulegt bréf, þar sem hann áfellist Evrópurikin fyrir að sýna ekki Banda- rikjunum meiri tillitssemi. Af þessum og fleiri ástæðum beinist nú veruleg athygli að fundi þeirra Brandts og Pompidous, sem verður haldinn i Bonn 4.-5,april. Þrátt fyrir þann mótgang . sem Brandt hefur mætt að undanförnu, er hann enn vin- sælasti stjórnmálamaður Vestur-Þýzkalands, sam- kvæmt skoðanakönnunum. Ekki er þvi ósennilegt. að hann geti aftur náð fyrri stöðu sinni, þótt eitthvað halli undan fæti um stund. Vafalaust mun Brandt stefna að þvi, en hann mun reyna að velja til þess réttan tima, þvi að regla hans er sú, að rasa ekki um ráð fram. Þ.Þ.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.