Tíminn - 15.03.1974, Page 19

Tíminn - 15.03.1974, Page 19
Föstudagur 15. marz 1974. TÍMINN 19 0 Æðarfugl Dr. Finns Guðmundssonar og Dr. Agnars Ingólfssonar og fariö fram á, að þeir gengu i liö með varpeigendum og skipulögðu eyðingu vargsins. bá kom það fram hjá þeim, að það væri ósannað mál að ávartbakurinn ætti nokkra sök á rýrnun æðar- varpsins i landinu. Þrátt fyrir það að fjöldi fólks horfir á það sumar eftir sumar að svartbakur, og sumir mávar, tina upp æðar- ungana þegar þeim koma á sjó- inn. Svör sérfræðinganna voru þau, að þetta þyrfti rannsóknar við og sú rannsókn tæki mörg ár og til þess þyrfti mikið fé. Stjórn Æ.F.t. leitaði þá til þess ráðuneytis, sem þessi mál heyra undir, en það er Menntamála- ráðuneytið og ráðuneytisstjóri er Birgir Thorlacius. Hann er mjög hlynntur þessu máli varpeigenda. Hann hefur gert itrekaðar til- raunir til að fá þessu máli fram- gengt og á s.l. hausti lagði hann til við fjárveitinganefnd og fjár- málaráðherra að Alþingi sam- þykkti tveggj milljóna króna framlag til fækkunar varginum og að Sveini Einarssyni veiði- stjóra yrði falið að sjá um fram- kvæmdirn. Mörgum finnst að það Alþingi sem nú situr, sem óspart á fé til ýmissa mála, sem minni er þörf en eflingar æðarvarps. En það eru fleiri en flugvargur- inn, sem veldur stórtjóni i æðar- fuglastofninum. Siðan farið var aö stunda grásleppuveiðar i stór- um stil ferst fjöldi æðarfugla á hverju vori, mætti segja mér, að það skipti tugum þúsunda sem ferst i netunum af æðarfugli á hverju vori. Hér i Dýrafirði hefur einn maður verið með verulega netaútgerð, auk þeirra, sem fiska fyrir heimili sin. Siðastliðið vor bar svo við að maður úr nágrenni minu fór eina ferð til neta með þessum útgerðarmanni. Hann sagði mér, að i einu n etanna hefðu verið um 30 stykki af dauðum æðarfugli. Siðar spurði ég útgerðarmanninn eftir þessu og viðurkenndi, að svo hefði verið og bætti við, að framan af vorinu hefði oft verið töluvert af æðarfulgi i netunum. Ég er ekki að sakfella þennan útgerðarmann fyrir drápið á þessum fugli, ég veit að það er ekki af ásetningi gert. Hann er að stunda sina atvinnu, eins og svo margir aðrir við strendur lands- ins, og ég er viss um aö það gerir enginn af ráðnum huga að drepa æðarfuglinn eins og raun er á. Ég hef einnig sannar fregnir af miklu æðarfugladrápi i grá- sleppunetum austan frá Sléttu (Melrakkasléttu) og svo mun viðar vera. En er þá ekkert við þessu hægt að gera án þess að skaða grá-sleppuútgerðina? Ég hef átt tal við bændur, sem stunda grásleppuveiðar, bæði við Patreksfjörð, norðanverðan Breiðafjörð og i Strandasýslu. „öllum þeim, sem ég hef talað við, ber saman um það, að séu netin lögð á 10 faðma dýpi, og þaðan af meira, komi varla fyrir að æðarfugl sjáist i netum. En er þá grálseppuveiðin einsgóð og á grynnra vatni? bessari spurn- ingu hafa þessir sömu menn svarað að veiðin væri sist minni þar og jafnvel betri. Þar með sýnist lausn fengin á þessu máli, án þess að nokkur biði tjón a f, og æðarfulginum forðað frá netunum. Lausnin er sú, að færa út landhelgi jarðanna i kringum landið. Og nú skorar stjórn æðarræktarfélags Islands og æðarvarpseigendur á forsætis- ráðherra, ólaf Jóhannesson, að beita sér fyrir löggjöf um, að ekki megi leggja grásleppu- eða rauð- maganet nær landi, en svo að tiu faðma dýpi sé um fjöru við grunnenda netanna. Annað, að skylt sé hreppstjór- um eða öðrum löggæslumönnum að fylgjast með, að þessum lögum sé farið eftir. I þriðja lagi, að þetta verði að lögum fyrir 1. mai i vor. Þá er fuglinn farinn aö sækja að varpstöðvunum og fer þá gjarnan i smáhópum meðfram landinu og lendir þá oft i netum liggi þau á grunnssævi, eins og kom fram hjá útgerðarmannin- um, sem sagt er frá hér að fram- an. tsleiíur Einarsson, Magnús Stephensen og Bjarni amtmaður Thorarensen börðust fyrir þvi i mörg ár að fá æðarfuglinn friðaðan fyrir mönnum. Loks, 1847. lét Ilentukammerið danska undan og alfriðaöi æðarfulginn um allt tsland. Æðarverndarmenn á tslandi, hafa beitt sér fyrir þvi i mörg ár, að fá æðarfuglinn verndaðan fyrir margskonar flugvargi og nú fyrir grásleppunetum. Hvað gerir nú rikisstjórn ts- lands? Ég vil ekki enda þessa grein án þess að gera athugasemd við þá grein, er ég las i blaði (Timanum) i haust. Þar var það fullyrt, að hér við land kæmi hver æðarkolla upp einum unga, en á öðrum Norðurlöndum kæmu þær upp tveim ungum. Þetta átti að sýna hversu illa væri búið að æðar- fuglinum hér á landi. Nú hef ég bent á stórlega fækkun Islenzka æðarstofnsins og einnig á nokkra orsök þess. Vær hitt rétt, sem fullyrt er i Timaklausunni, væri ekki um fækkun stofnsins að ræða. Einn uppkominn ungi á hverja æðarkollu er hvorki meira né minna en 100% af stofninum. Nú skal ég gera ráð fyrir að helmingur þessara unga yrðu blikar eftir eru þó 5% æðarkollur, sem bættust við stofninn ár hvert. Með þessari aukningu mundi ekki liða á löngu að hver vik og fjörður fylítust að æðarfugli. Auðvitað fellur eitthvað af gömlum fugli árlega og alltaf fer eitthvað af slysum, eins og ég hef bent á. Nú hef ég spurt Dr. Finn Guðmunds- son að þvi hver meðalaldur æðar- fuglsins sé. Svar hans var að það væri 15—16 ár, og var þá miðað við æðarfuglinn á Reykjavikur- tjörn, sem hann hefur fylgzt með um mörg ár. Nú bar það við fyrir nokkrum árum að æðarkolla lenti i grá sleppuneti hjá nágranna minum. Kollan var merkt meö álmerki, sem sýndi, að ég hafði merkt hana fyrir 20 árum og sáust þó engin ellimöj’k á henni þegar hún lézt, en þegar ég merkti hana var hún þó fullorðin eggjamóðir. Undanfarin tvö> vor hefur bandariskur fuglafræðingur heimsótt mig og dvalzt nokkra daga i varpinu hér á Mýrum. Nafn hans er dr. Ralph Palmer. Hann segir mér, að það þyki gott að 5% æðarunganna komist upp. Nú er gert ráð fyrir að fjögur egg séu að meðaltali i hverju hreiðri.. Komi ungi úr hverju eggi gerir þetta 400 unga úr 100 hreiðrum, 5% af þvi gera 20 unga. Á 15 ár- um, meðalaldri tegundarinnar, sem ég tel þó oflágan, ef lögmál tegundarinnar fengi að ráða, þá yrðu uppkomnir afkomendur áðurnefnda 100 formæðra orðnir 300 fuglar. En þá má ekki reikna með, að tugir þúsunda af full- orðnum fugli séu drepnir árlega i grásleppunet og svartbakurinn látinn gleypa megnið af ungun- um. Gisli Vagnsson Mýrum 0 Litla-Hraun komast inn i varðstöðina, svo að þeir næðu ekki af mér lyklunum og kæmust út, og það tókst mér hjálparlaust.” Málið er enn i höndum umboðs- dómarans, Arnars Höskuldsson- ar, og sagði hann i viðtali viö Timann i gær, að fram hafi komið við yfirheyrslur, að fimm fangar voru ölvaðir þetta kvöld af neyzlu áfengis, sem þeir höfðu bruggað sjálfir i klefum sinum. Þeir hafi ætlað að reyna að sleppa út úr fangelsinu og gert til- raun til þess að saga i sundur rimla, en sagarblaðið hafi brotn- að. Þá hafi tveir þeirra viðurkennt að hafa ráðist á fangavörðinn, og annar þeirra slegið hann með rör- bút, sem hann hafði orðið sér út um og vafið með einangrunar- bandi. Um fyrirætlanir þeirra eft- ir að þeir hefðu verið komnir út — ef lánazt hefði — væri ekki vitað og ekkert sérstakt varðandi það hefði komið fram við yfir- heyrslurnar. Annar fanganna, sem réðust á fangavörðinn, átti að losna frá Litla-Hrauni nú i þessari viku, en einhver bið mun verða á þvi, að hann losni, vegna þessa máls. 0 Færeyjar lögþingsmann og spurði hann álits á þessum málum. — Við höfum enn nokkuð óljósar fregnir af fundinum, sagði Er- lendur Patursson. En það er mitt álit og, að ég hygg, flestra Fær- eyinga,aðfyrstog fremst eigi að takmarka veiðarnar á ungsikdinni, sem enn hefur ekki náð að hrygna, jafnvel banna þær alveg. Þá væri frekar hægt að ná samkomulagi um sildveiðarnar til manneldis. Ég vil þó bæta þvi hér við, að það er álit okkar. þjóðernismanna, að ekki sé hægt að byggja neina framtið á sild- veiðum i Norðursjó, sem geta vel brugðist, einkum ef smáslldar- veiðarnar halda áfram. Við verð- um að einbeita okkur að veiðum hér á Norður-Atlantshafi, og þá aðallega við Færeyjar sjálfar, með þvi að færa út landhelgina, og höfum við gert tillögu um 200 milna fiskveiðilögsögu. Okkar aðstaða er þannig, að við getum ekki sætt okkur við neinar takmarkanir á fiskveiðum á opnu hafi, en öðru máli gegnir um tak- markanir, sem löndin setja innan sinnar lögsögu. Varðandi veiðarnar I Norður-sjó vil ég geta þess, að hlutur okkar Færeyinga er svo Htill, og enginn i smá- sildarveiðunum, að öðrum að- ferðum verður að beita til friðunar, en að takmarka okkar veiðar. Raunar eru okkar aðal- andstæðingar i þessu máli Danir. — Er þetta mikið hitamál þarna i Færeyjum? — Já, menn eru mjög spenntir, þvi þetta snertir mikinn hluta af sjómönnum okkar mjög mikið. Ég myndi sjálfur ekki sætta mig við þessar takmarkanir, og hef reyndar alltaf veriö andvigur hvers konar takmörkunum á fiskveiðum Færeyinga i Norður- sjó, en beygi mig að sjálfsögðu fyrir takmörkunum, ef þeim er ætlað það hlutverk að viðhalda fiskistofnunum. Þessi tillaga virðist hins vegar ekki til þess gerð. Ég ræð engu um, hvort við segjum okkur úr nefndinni, ef þetta nær fram að ganga, þvi ég er ekki i aðstöðu til þess, en ég myndi ekki sætta mig við neinar takmarkanir sem þessar. O Rauðir hundar 1972, og er hann ekki að fullu genginn yfir enn. Eftirrannsókn t vetur hafa læknanemar unnið að eftirrannsókn. Sömu konurnar voru rannsakðar aftur og þá at- hugað, hvað hefði breyzt siðan i fyrri rannsókninni. Einnig voru nokkur börn, fædd árið 1969, feng- in til rannsóknar. Þessari eftir- rannsókn er ekki lokið enn, og niðurstöður ekki tilbúnar, en þess má þó geta, að komið hefur i ljós, að miklu fleiri börn á skólaaldri hafa fengið rauða hunda heldur en þau sem ekki eru enn komin á skólaskyldualdur. Þetta er i raun og veru mjög eðlilegt, þar sem börn á skólaaldri umgangast fleiri. Heilbrigðismálaráðuneytið hef- ur staðið straum af kostnaði við rannsókn læknanemanna sem þeir hafa algjörlega unnið að sjálfir, en Margrét Guðnadóttir prófessor hefur verið þeim innan handar. Fyrstu 4-6 vikurnar hættulegastar Timinn fékk þær upplýsingar hjá Margréti Guðnadóttur prófessor, að fóstrinu stafaði mest hætta af rauðum hundum fyrstu 4-6 vikurnar. Þá getur smitun móður valdið varanlegum vefjaskemmdum á fóstrinu og orsakað hjartagalla og heyrnar- deyfu, svo eitthvað sé nefnt. Fái kona, sem er komin 2 mánuði eða meira á leið, rauða hunda, þarf það ekki að valda fóstrinu skaða. Bændur Við seljum dráttar- vélan búvélar og allar tegundir vörubila BÍLASALAN Bræðraborgarstig 22 Simi 26797. AFSALSBRÉF innfærð 25/2—1/2—rl974: Bjarni Guðmundsson selur önnu Jónsdóttur hluta i Bárugötu 37. Pétur Sigurjónsson o.fl. selja Lórens Karlssyni hluta i Reyni- mel 32. Marla Sonja Hjálmarsdóttir selur Óskari Benediktssyni hluta i Laugavegi 159A. Jónheiður Björgvinsdóttir selur Garðari Kristjánssyni hluta i Vifilsgötu 7. Miðás s.f. selur Guðrúnu L. Erlendsdóttur og Braga Baldurss. hluta i Arahólum 2. Magnhildur Lyngdal Eliasd. o.fl. selja Erni Scheving hluta i Njálsg. 23. Ölafur Hrólfsson selur Ólafi Bertelssyni raðhúsið Unufell 7. Styrkár G. Sigurðsson, selur Guðjóni Ólafssyni hluta i Reyni- mel 84. Guðjón Sveinbjörnss. selur Gunnari Haraldss. hluta i Skipa- sundi 46. Albert Eiðsson selur Lofti Þor- steinssyni hluta i Æsufelli 6. Hrólfur S. Jóhannesson selur Ólafi Sigurðss. hluta i Jörfabakka 12. Lárus Sigfússon selur önnu Hjálmarsd. og Baldvin Magnús- son hluta I Hraunbæ 194. Sigriður Pétursd. og Helga Hjálmtýsd. selja Móses Guð- mundss. hluta i Álfheimum 68. Guðm. H. Einarss. selur Helga Victorss. hluta i Drápuhllð 37. Einar Guðfinss. selur Agúst Þorsteinss. hluta i Rauðalæk 34. Skv. útlagningu 19. febr. varð Guðlaugur Einarss. eigandi að hluta i Bókhlöðust. 4. Guðlaugur Einarss. selur Hlöð- ver Einarss. hluta i Bókhlöðustig 4. Hinrik Bjarnason selur Edith Clausen hluta i Hraunbæ 162. Helga Haraldsdóttir selur Magnúsi Jónss. hluta i Mariu- bakka 4. Kolbeinn Bjarnason og Þórður Bjarnason selja Árna Jónssyni v/b Kóp RE 124. Miðás s.f. selur Guðjóni Jóns- syni hluta i Arahólum 2. ögmundur Einarsson selur Jó- hönnu Einarsd. o.fl. hluta i Kleppsvegi 128. Miðás s.f. selur Sigriði Runólfsd. hluta i Arahólum 2. Margrét Magnúsd. selur Gisla Jónatanss. hluta i Álfheimum 26. Jón Pálsson selur Stefáni Arna- syni hluta i Sogavegi 103. Sigurður Guðmundsson selur Súsönnu Sigurðard. hluta i Hrafn- hólum 2. Miðás s.f. selur Jóni Þ. Jóns- syni hluta i Arahólum 2. Ragnheiður Sigurgrimsd. selur Svavari Markússyni húsið Goða- iand 17. Þormóður Torfason selur Guð- mundi Sigvaldasyni og Ellen Sigmond fasteignina Tunguveg 11. Ásta Einarsd. selur Haraldi Jóhannssyni fasteignina Mána- götu 11. Sigurður Elisson selur Sigur- jóni Sigurjónss. og Guðnýju Guðnadóttur hluta i Hraunbæ 166. Kristin Kristjánsd. selur borgarsjóði Rvikur rétt til leigu- landsins nr. 47 við Il-götu v/Rauðavatn. Jón Þórarinsson og Gunnar Hannesson selja Reykjaprenti h.f. hluta I Hverfisgötu 44. Jóhanna Einarsd. o.fl. selja Ogmundi Einarss. hluta i Rauða- læk 28. Guðmundur örn Sigurþórss. selur Gunnhildi Hjörleifsd. hluta i Hofteig 20. Guðbjörn Guðmundss. selur Guðm. Erni Sigurþórss. hluta i Hofteig 20. Hannes Hafstein selur Halldóru Ingjaldsd. húsið Vesturhóla 11. Halldóra Inngjaldsd. selur Ilannesi Hafstein hluta i HRaunbæ 106. Guðfinnur Halldórss. selur Sigurði Inga Guðmundss. og Ólöfu Skúlad. hluta i Rauðarár- stig 42. Bretland: Stjórnarfrum- varp fellt? NTB-London. Brezka rikis- stjórnin biður sennilega ósigur i atkvæðagreiðslu um verðlags- og tekjufrumvarp rikisstjórnarinnar i neðri deildinni n.k. mánudag. Frjálslyndi flokkurinn hefur ákveðið að styðja breytingatil- lögu thaldsflokksins. thaljsflokk- urinn samþykkir ekki þá þætti i frumvarpi rikisstjórnarinnar, sem fjalla um stöðvun verðbólgu, og verðhindrunum, i stað þess að halda launum niðri. Rikisstjórnin segir þó liklega ekki af sér, þótt frumvarpið verði verði fellt. Þingfréttir ýmsa starfsmenn i sinni þjón- ustu, bæði ráðunauta og erindreka. Og það hefur þegar rekið, eða a.m.k. fylgzt með starfsemi i þessa átt. Þar á ég við sjóvinnunámskeiðin, sem haldin hafa verið á ýmsum stöð- um á landinu. þá losnar pláss þar, sem oft nýtist fyrir yngri kynslóðina. En þrátt fyrir þetta synir reynslan, að það er ástæða til að vera hér vakandi og gera enn betur, sbr. þaö sem ég hef vikið að hér að framan. Og sbr. t.d. það, að fáar tilkynningar eru al- gengari aá vissum tima árs. held- ur en sú sem byrjar svona: „Vanan háseta vantar”. Það eralveg tvimælalaust eðli- legt, að verkleg kennsla á sjó verði einn liður i okkar skóla- kerfi, einn þáttur I þvi verknámi, sem framkvæmt er innan hins al- menna skólakerfis. E.t.v. gæti það orðið þegar með fyrstu lög- gjöf, sem sett yrði um þetta efni. En þó þykir mér sennilegra, að fyrsta tilraunin yrði gerð I líku formi og við leggjum til, en það biöi siðari tima að fasttengja verklega kennslu á sjo skóla- kerfinu sjálfu. Ég vil taka það fram, að flutningsmenn þessarar tillögu vilja ekki láta skilja tillögu- flutning sinn á nokkurn hátt sem vanmat á viðleitni útgerðar- manna, skipstjóra og annarra skipverja i þá átt að þjálfa ungt fólk til sjómennskustarfa. Það ber að virða alla slika viðleitni. Og mér finnst ástæða til þess að vekja athygli á þvl sérstaklega hversu smábátaútgerðin i mörg- um verstöðvum, — þó hún sé ekki lengur allsráðandi.og þó að önnur stærri útgerð tryggi þar jafna at- vinnu allt árið — hjálpar til aö veita mönnum fyrstu æfingu á sjó. Ekki aðeins á þann hátt, aö þegar menn hrinda á flot trillum sinum, þá verður þar pláss fyrir marga unga menn. sem um likt leyti ljúka skólavetri, heldur einnig að hinu leytinu, að yfir á smábátana fara alltaf einhverj- irskipverjar afstærri skipum. og o Víðivangur viðskiptabönkunum. Nú er það svo að aðeins hluti af þvi fjármagni, sem lánaður er almennt fer i gegn um hendur viðskiptabankanna. Hærri fjárhæð er lánuð út i gegn um fjárfestinga- og lifeyrissjóði, svo ekki séu nefndar þær upphæðir, sent veitt er út i efnahagslifið úr fjárhirzlum rikis og sveitarfélaga. Vcgna gifurlegra hækkana á hráefn- um, sem orsakast eins og ég hef áður sagt af hækkununt erlendis og gengisbreytingum, auk vaxandi tilkostnaðar inn- anlands, er rckstrarfjárþörf iðnaðarins nú meiri og brýnni en nokkru sinni fyrr. Nú er það svo að sjávarútvegur og landbúnaður búa við sjálfvirkt lánakerfi og verði dregið úr útlánum viðskiptabankanna eða þau takmörkuð verulega vofir sú hætta yfir að það lendi á iðnaðinum og það einmitt á þeim tima, eins og ég hef áður getið.þegar þyrfti að vera um verulega aukningu að ræða, ef mögulegt á að vera að Italda uppi framleiðslunni. Það nálg- ast dauðadóm yfir iðnaðinum ef ofan á allar aðrar þrenging- ar, sem að honum steðja, ba't- ist minnkandi rekstrarfé." — TK

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.