Tíminn - 15.03.1974, Qupperneq 21

Tíminn - 15.03.1974, Qupperneq 21
Föstudagur 15. marz 1974. TÍMINN 21 Bobby Moore seldur til Fullham... Hann hefur greinilega ekki viljað fara frá Lundúnum BOBBY MOORE... fyrrum fyrirliði West Ham og enska landsliðsins, skrifaði undir samning við Lundúnaliðið Fulham i gær. Það er greini- legt að Moore vill vera úfram i Lundúnum, þar sem hann er fæddur og uppalinn. Moore rekur þar einnig verzlanir og er þvi erfitt fyrir hann að slita sig frá Lundúnum. Það er öruggt, að hann mun koma til með að gera mikið gagn hjá Fulham, sem leikur I 2. deild og nú siðustu árin hefur liðið aðeins vantað hcrslumuninn á að komast upp i 1. deiid. Bobby Moore mun hitta fyrrum félaga sinn i enska iandsliðinu Alan Muilary, fyrrum fyrirliða Tottenham hjá Fulham. Mullary og Moore iéku lengi saman i enska landsliðinu og tók RIVERA OG FÉL- AGAR SIGRUÐU : Gianni ltivera og félagar hans úr AC Milan léku gegn griska liðinu PAOK Salonika i Evrópubikarkeppninni á miðvikudagskvöldið. Leikur- innfór fram i Milan og lauk honuin mcðsigri heimamanna Mörk AC Milan skoruðu þeir Bognon, Benetti og Chiarugi. RIVERA...fyrirliði AC Milan. DOYLE OG MACARI NEITUÐU AÐ FARA ÚT AF — þegar allt sauð uppúr á Maine Road Það sauð heldur betur upp úr á Maine Road i Manchester, þegar City og United mættust þar á miövikudagskvöldið. Það voru ekki liðnar nema 30. min. af leiknum, þegar mikil áflog brutust út á leikvellinum og þeim Michael Doyle (Manchester City) og Skotanum Lou Macari (Manchester United) var visað af leikvclli. Þeir neituðu að yfirgefa völlinn og lauk viðureign þeirra þannig, að dómarinn kallaði bæði liðin af leikvelli. Slðan komu þau aftur inná eftir 10. min. og voru þeir Doyle og Macari eftir inni i búningsklefa. Framkvæmda-, stjórarnir Ron Saunders (City) og Tommy Docherty (United). höfðu þá greinilega skorizt i leikinn og talað þá til. Leiknum lauk með þvi, að hvorugu liðinu tókst að skora og er nú Manchester United komið i alvarlega fallhættu og getur fátt bjargað liðinu frá falli. Þrir leik- menn voru bókaðir i leiknum, þeir Forsythog Holton hjá United og Summerbee hjá City. Staða neðstu liðanna i 1. deild er nú þessi: Birmingham 31 7 9 15 34:53 23 Man.Utd. 31 6 10 15 25:38 22 Norwich 32 4 12 16 27:49 20 Fjögur lið eru fyrir ofan þessi lið með 29 stig, það eru Southampton, Arsenaí, West Ham og Stoke. Á þessu sést, að það verður erfitt fyrir Birming- ham, Man. Utd. og Norwich, að bjarga sér frá falii. Mullary fyrirliðastöðuna i þvi, þegar Moore gat ekki leikið meö. Það veröur gaman aö f.vlgj- ast með þessum gömlu félög- um hjá Fulham. Tekst þeim að koma Fulham upp i 1. deild að ári. Moorc, sem Fulham keypti á 25 þús. pund, fékk lil- boö frá Svvindon-liöinu sem er neðst i 2. deild — honum var boðið að gerast framkvæmda- stjóri félagsins. Moore hafði ekki áhuga á þvi boði. BOBBY MOORE.. .fer til Fulham. Það voru fáir á „Brúnni" — aðeins 8 þús. áhorfendur sáu leik Chelsea og Burnley Aðeins 8 þús. áhorfendur voru á Stemford Bridge i Lundún- um á miðvikudagskvöldið þegar Chelsea vann góðan sigur yfir Burnley 3:0. Þeita er lægsti áhorfendafjöldi, sem hefur séð leik á „Brúnni” frá striðslokum. Það voru þeir Þeter Ilouseman (2 mörk) og Stevc Kember, sem skoruðu mörkin. Þcssir leikmen skoruðu sitt hvort markið fyrir Chelsea sl. laugardag, þegar Chelsea gerði 2:2 jafn- tefli gegn Norwich. STUTT A-Þjóðverjar sigurðu Austur-Þýzkaland vann Belgiu 1:0 í vináttuleik i knattspyrnu á miðvikudagskvöldið i Berlin. Þessi tvö lönd leika með ís- lendingum i riðli i Evrópukeppni landsliða. Kemst ekki til Sviþjóðar Enska unglingalandsliðið i knatt- spyrnu, sem hefur unnið Evrópu- keppni unglingalandsliða i tvö siðustu skiptin, verður ekki með i úrslitakeppninni i Svíþjóð i sumar. Liðið tapaði fyrir Wales 0:1 á miðvikudagskvöldið og mun þvi Wales taka þátt i 16-liða úr- slitakeppninni i Sviþjóð, en i úr- slitakeppninni leikur islenzka unglingalandsliðið. Latchford skorar Mick Mills, fyrirliði Ipswich og Bob Latchford, Everton, voru á skotskónum, þegar enska landsliðið, skipað leikmönnum 23ja ára og yngri, vann góðan sig- ur yfir Skotum 2:0 á miðviku- dagskvöldið. Aðeins 4000 þús. áhorfendur sáu leikinn, sem fór fram á Ayresome Park i Middlesbrough. Mills og Latch- ford skoruðu mörk enska liðsins. Villa vann AstonVilla vann Carlisle 2:1 á Villa Park i Birmingham á miðvikudagskvöldiö, þegar liðin mættust i 2. deildarkeppninni. Læti á Fir Park — þegar Celtic vann Motherwell í skozku bikarkeppninni Mikil læti urðu á Fir Park i Motherwell á miðvikudags- kvöldið, þegar Motherwell lék gegn Celtic í 8-liða úrslitum skozka bikarsins. Stöðva þurfti leikinn og lögreglulið með hunda þurfti að skerast i leikinn. Celtic vann leikinn. 1:0. Ursiit i 8-liða úrslitum skozku bikarkeppninnar, urðu þessi: Dundee Ut.-Dunfermline 4:0 Motherwell-Celtic 0:1 Ayr-Hearts 1:2 Hibernian-Dundee 3:3 1 undanúrslitum mætast þessi lið: Hearts-Dundee Ut. Celtic-Ilibs eða Dundee

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.