Tíminn - 20.03.1974, Side 2
2
TÍMINN
Miövikudagur 20. marz 1974.
Miðvikudagur 20. marz 1974
Vatnsberinn: (20. jaa-18. febc)
Það-verða frjálsleg framkoma og sniðugheit,
samfara heilbrigðri skynsemi, sem hjálpa þér
yfir einhverja erfiðleika i dag, og það er hætt við
þvi, að þú munir sjá aðra persónu I nýju ljósi
vegna þessa. Getur orðið góður dagur.
Fiskarnir: (19. febr-20. marz)
Það er eitthvað í fari þinu, sem um langt skeið
hefur alls ekki fengið að njóta sin, eða með öðr-
um orðum blundað I sálu þinni. Nú litur út fyrir,
að þetta spretti upp i dag, og það er um að gera
að veita þvi útrás, og það strax.
Hrúturinn. (21. marz-19. april)
Raunverulegir vinir, sem maður getur trúað og
treyst i bliðu og striðu, eru i raun og veru harla
sjaldgæfir, og þeir eiga svo sannarlega skilið.að
þeim sé réttarhönd, ef þeir eiga i einhverjum
vandræðum. Mundu það i dag.
Nautið: (20. april-20. mai)
Þú litur tortryggnisaugum einhvern vin þinn eða
vinkonu og býst við öllu þvi versta af viðkom-
andi aðila. I þessu tilfelli er samt rétt að fara að
öllu með gát og ræða málið við viðkomandi, þvi
að hér er eitthvað saman við.
Tviburamerkið: (21. mai-20. júní)
Þetta verður mesti rólegheitadagur i dag, og þú
þarft ekki að búast við neinum stórviðburðum,
eða yfirleitt viðburðum, sem skipta einhverju
máli til eða frá. Svona dagar koma við og við, og
þá er um að gera að slappa af.
Krabbinn: (21. júni-22. júli)
Þú mátt búast við þvi, að þér gangi betur i ein-
hverjum málum en þú hafðir reiknað með, og
það eiginlega þeim, sem þú bjóst sizt við vel-
gengni i. Þetta er svolitið skrýtinn dagur, en
skemmtilegur samt að flestu leyti.
Ljónið: (22. júli-23. ágúst)
Það litur út fyrir, að þetta verði reglulega
skemmtilegur dagur fyrir þig að ýmsu leyti.
Meðal annars eru talsverðar likur á þvi, að
gömul vinátta rifjist upp, eða ný myndist, sem
verður þér til reglulegrar ánægju.
Jómfrúin: (23. ágúst-22. sept)
Þetta er svolitið undarlegur dagur hjá Jómfrún-
um, en litur þó út fyrir að verða hinn skemmti-
legasti. Hvað það er, sem fyrir kemur, er ekki
gott að segja — það skyldi þó aldrei vera nýtt
lifsviðhorf að einhverju leyti?
Vogin: (23. sept-22. okt)
Góður dagur. Það er rétt eins og f jármálin færist
i betra horf, og það litur út fyrir, að eldri mann-
eskja eigi með framkomu sinni þátt I þvi, að þú
litur tilveruna bjartari augum en áður.
Sproðdrekinn: (23. okt.-21. nóv.)
Nú eru stjörnumerkin Sporðdrekunum hagstæð,
og eigum viö ekki að segja, að það sé á öllum
sviðum, i dag að minnsta kosti, og þvi sé óhætt
ai. lofa þeim ástum, ánægjulegum samböndum
og hamingju, jafnvel á viðskiptasviðinu.
Bogmaðurinn: (22. nóv-21. des.)
Nú skaltu gæta þess vel að hafa öll þin mál i lagi
og vera við öllu búinn. Það litur nefnilega út
fyrir breytingar, sem hafa sin áhrif á gang allra
mála, óvist að þær skelli á, heldur liklegra, að
þær komi hægt og hægt.
Steingeitin: (22. des.-19. janj.
Það litur út fyrir það, að i dag efnir þú til nýrra
kynna, sem verða þér til ánægju. Hitt er annað
mál, að þú verður fyrir einhverjum leiðindum á
vinnustaðnum, og litur einna helzt út fyrir, að um
einhvers konar þrætur sé að ræða.
1 14444 -9
muíiBm
V 25555
BÍLALEIGA
CAR RENTAL
BORGARTUN
Fdein orð
um frímerki
Fyrir nokkru birtist grein i
lesendadálki Visis, undirrituð
„Frimerkjasafnari”. Þar gerir
greinarhöfundur að umtalsefni,
að nú sé hætt að hafa kr. (krón-
ur), aftan við verðgildistölu á is-
lenzkum frimerkjum, og telur
hann þetta útlenda eftiröpun, sem
og rétt er. Með greininni var m.a.
mynd af frimerkjum þeim, sem
út voru gefin 23. mai 1973, i tilefni
af 100 ára afmæli islenzka
frimerkisins. Þessi afmælis-
merki eru yfirleitt vel gerð að
öðru leyti en þvi, að verðgildis-
tölur eru svo flannastórar að það
er mjög til lýta. Hefði verið ólikt
smekklegra að hafa myndina af
gömlu skildingamerkjunum efst i
hægra horni merkjanna (þar sem
verðgildistalan var sett), en setja
svo verðg.töluna i rammann aft-
an við ISLAND.
„Frimerkjasafnari” vék aðeins
að væntanlegri frimerkjaútgáfu i
tilefni af 1100 ára byggð i land-
inu, en ráðgert er að gefa út 11
þjóðhátiðarmerki með mynd-
um af listaverkum. Það virð-
ist hafa læðzt sá grunur að grein-
arhöfundi, að brugðizt gæti til
beggja vona um smekklegt val-
mynda á þessi merki. Nokkru
eftir að þessi grein var skrifuð,
sendi póststjórnin út plagg með
myndum af 4 fyrstu merkjun-
um i hátiðarsettinu. Og þá
kemur i i lljós að grunur
„Frimerkjasafnara” er ekki
ástæðulaus. Oll merkin (að 10 kr.
rherkinu undanskildu) eru með
myndum af klessuverkum.
Einnig þarer um útlenda eftiröp-
un að ræða, þvi nokkuð hefur bor-
ið á klessverkum á siðari ára fri-
merkjaútgáfum ýmsra landa, þó
skylt sé að taka fram um leið, að
mörg lönd hafa enn sem komið er
útilokað þennan ófögnuð af
frimerkjaútgáfum sinum.
Hvers vegna má isl. frimerkja-
útgáfa ekki halda þeirri fegurð og
smekkvisi, sem hefur einkennt
hana áratugum saman, og gert
islenzk frlmerki svo eftirsótt
innanlands og utan sem raun ber
vitni? Til hvers er verið að apa
eftir útlendan ljótleika? Það er
furðuleg árátta alltof margra Is-
lendinga að geia ekki með nokkru
móti staðið uppréttir, þegar er-
lend áhrif eru annars vegar.
Að siðustu ætla ég að geta stutt-
lega um tvær frímerkjaútgáfur
ársins 1973, sem eru sérlega lif-
vana og hugmyndasnauðar. 1
tilefni frimerkjasýningarinnar
tslandia ’73 komu út tvö merki.
„Myndirnar” á þessum merkjum
eru strik og krúsidúllur þvérs
og kruss, sem sennilega eiga að
takna frimerkjatakka. Þvilik
hugmyndaauðgi! Hin útgáfan
er frá 14. nóv. s.l. Þá kom út
eitt 50 kr. merki i tilefni 100
ára afmælis Alþjóðaveðurfræði-
stofnunarinnar. Þetta merki
er ein litlaus flatneskja að
allri gerð. Fremst á merkinu
trónir mynd af höggmynd,
drumbur ,sem mun eiga að
tákna mann. En það virðist svo,
að sá sem þessa höggmynd gerði,
hafi algerlega gefizt upp við að
koma viðhlitandi mannsmynd á
þetta afkvæmi sitt. 1 baksýn er
svo sitthvað, sem maður gæti
haldið,að ætti að tákna skýflóka,
en er að sjálfsögðu ekki neinu
skýi likt.
SKIPAÚTGERÐ RÍKISINS
M/s Esja
fer frá Reykjavik
miðvikudaginn 27. þ.m.
austur um land i hringferð.
Vörumóttaka
fimmtudag og föstudag til
Austfjarðahafna, Þórs-
hafnar, Raufarhafnar,
Húsavikur og Akureyrar.
Fyrir um það bil tveim árum
mun hafa verið sett á laggirnar
einhver nefnd, sem átti að vera
póststjórninni til ráðuneytis um
frimerkjaútgáfu. Það eitt er vist,
að hafi nefnd þessi eitthvað starf-
að, þá virðist isl. frimerkjaút-
gáfa ekki hafa breytzt til batnað-
ar fyrir hennar tilverknað.
Frimerkjasafnarar verða að
vera vel á verði gegn þeirri
óheillaþróun, sem nú virðist vera
farið að brydda á i islenzkri
frimerkjagerð. Safnari.
Uppboð
Opinbert uppboð verður haldið i dómsal
bæjarfógetaembættisins að Strandgötu 31,
Hafnarfirði, i dag, miðvikudaginn 20.
marz kl. 13,30.
Seldar verða ýmsar eignir dánarbús
Gústafs A. Sveinssonar hrl., m.a. handrit
að skrá yfir dóma Landsyfirréttar
1875-1919, hlutabréf, útistandandi skuldir,
bækur, skrifstofutæki o.fl.
Hafnarfirði, 19. marz 1974
Már Pétursson, héraðsdómari.
Verzlunarmannafélag
Hafnarf jarðar
heldur aðalfund laugardaginn 23. marz
n.k. i Skiphóli.
Fundurinn hefst kl. 13,30.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Önnur mál
Stjórnin.
Verzlunarmaður
Kaupfélag á Vestfjörðum óskar eftir
unguiii manni i verzlun nú þegar.
Húsnæði fylgir.
Þeir, sem áhuga hafa, leggi nöfn sin, með
upplýsingum um aldur og fyrri störf, inn á
afgreiðslu blaðsins fyrir 31. marz, merkt
Atvinna 1697.
Starf fulltrúa
i starfsmannadeild er laust til umsóknar.
Laun samkvæmt kjarasamningum rikis-
starfsmanna.
Umsóknarfrestur til 13. april 1974
Rafmagnsveitur rikisins
Laugavegur 116, Reykjavik.
Orðsending frá
Hótel Húsavík
Getum enn tekið að okkur fundi og ráð-
stefnur.
Nokkrir dagar lausir fyrripartinn i júni.
Einnig i april og mai. Kynnið ykkur okkar
glæsilegu aðstöðu. Hringið i sima
96-4-12-20, Hótel Húsavik býður yður vel-
komin.
Hótel Húsavik.