Tíminn - 20.03.1974, Side 4
4
TÍMINN
Miövikudagur 20. marz 1974.
I
B
JL
Merkilegt
hnattlikan
Á siðastliðnu ári var viða um
heim, og á margvislegan hátt,
haldið hátiðlegt 500 afmæli hins
fræga stjörnuf ræðings
Copernicusar. 1 Vestur-Þýzka-
landi var t.d. i minningu um
þennan merka stjörnufræðing
gert mjög merkilegt hnattlikan,
sem sýnir sólarlag ájörðinni —
bæði mun dags og nætur og
einnig hallann á jarð-
möndlinum og hvernig sumar
og vetur færast yfir heims-
hlutana. Tilbúningi þessa hnatt-
likans stjórnaði prófessor, sem
heitir W. Gleissberg og er yfir-
maður stjörnufræðideildar við
háskóla Frankfurtborgar.
Einnig sést þarna alltaf, hvar
hádegi er á hnettinum á
hverjum tima, það er sýnt með
litlum, sérstaklega björtum og
upplýstum bletti, sem færist
stöðugt til og sýnir hádegis-
sólina
Tom Jones ætlar
að hætta
Þótt Tom Jones sé ekki nema
rúmlega þritugur, hefur hann
verið heimsfrægur árum sam-
an. Hann er nú saeður á hátindi
frægðarinnar, og það kom þvi
eins og þruma úr heiðskýru
lofti, þegar hann lýsti þvi yfir
fyrir nokkru, að nú hygðist hann
hætta að koma fram opinber-
lega, og ætlaði i staðinn að ger-
ast bóndi. Hann hefur fest kaup
á stórri jörð skammt frá Ponty-
pridd i Wales, en þaðan er hann
ættaður.
— Ég á konu og þrjú börn,
segir stjarnan, og það er mál til
komið,að ég fari að sinna þeim
sem raunverulegur heimilisfað-
ir. Þetta hljómar fallega og er
eflaust alveg rétt, svo langt sem
það nær, en það ku þó ekki vera
nema hálfur sannleikurinn.
Samkvæmt alláreiðanlegum
heimildum er Tom Jones búinn
að missa röddina. Hann er sagð-
ur hafa reynt allt of mikið á
raddböndin, og þeir, sem einu
sinni hafa heyrt hann syngja,
eiga eflaust ekki erfitt með að
trúa þvi. Samkvæmt læknisráði
verður hann að steinhætta að
syngja — að minnsta kosti fyrst
um sinn.
Vinátta út yfir landamæri
Þessi mynd er tekin skammt frá
Dusseldorf i Þýzkalandi, og i
textanum, sem með henni
fylgir, segir, að skilti svipuð þvi,
sem hér sést, séu ekki lengur
óvenjuleg i Þýzkalandi. Skiltið
skýrir vegfarendum frá þvi, að
þeir séu komnir til Neuss am
Rein, en Chalons sur Marne er
vinabær Neuss. Nokkuð á annað
þúsund bæir og borgir i Þýzka-
landi hafa eignazt vinabæi utan
landamæranna frá þvi 1945, en
vinabæjahugmyndin er meira
enhálfrar aldar gömui i Evrópu
og við þekkjum hana einnig hér
á landi, þvi flestir bæir og þorp
eiga vinabæi i öðrum löndum.
Það var þó ekki fyrr en eftir
siðari heimstyrjöldina, að fólk
fór að vinna markvisst að
þessum vinabæjatengslum i
Þýzkalands, og fyrstu vinabæja-
tengslin þar urðu til vegna
nauðstaddra i hinum ýmsu
borgum. Fólk i öðrum löndum
vildi þá gjarna hjálpa fólkinu i
einhverri ákveðinni borg, og
þannig var komið á vinabæja-
tengslunum.
AAörg ný heilsuhæli reist við Bajkal-vatn
Balneolgd, sú grein læknisfræði,
sem fjallar um böð til heilsu-
bótar, er veigamikill þáttur i
starfsemi hressingarhæla i
Sovétrikjunum. Jarðfræði-
stofr.un Sibiriudeildar
Visindakademiu Sovétrikjanna
hefur nýlega látið fara fram
athugun á steinefnarikum
uppsprettum og heilsulindum
við Bajkalvatn i Austur-Sibiriu.
Gert hefur verið kort yfir þær
123 uppsprettur, sem mestur
fengur er i fyrir iðnað og til
lækninga. Alls hafa menn fundið
þar um slóðir yfir 300 upp-
sprettur með óvenju miklu af
uppleystum steinefnum. Að áliti
sérfróðra manna eru skilyrði til
rekstrar heilsuhæla á
Bajkalsvæðinu ekki siðri en i
Kákasus, Karpatafjöllum og
ölpunum. Þar er að finna hér
um bil allar þekktar tegundir
heilsulinda, sem i eru súlföt,
brennisteinsvetni, kolsýru,
köfnunarefni, metan, radon og
fl. Nokkur heilsuhæli hafa þegar
verið reist við Bajkalvatn, og
áætlað er að reisa mörg til
viðbótar.
DENNI
DÆMALAUSI
Það er undarlegt, hvað maður
verður einmana, þegar fer að
skyggja.