Tíminn - 20.03.1974, Page 11

Tíminn - 20.03.1974, Page 11
10 TÍMINN Miðvikudagur 20. marz 1974. Kjartan i Rafiðjunni sýnir brúðhjónunum IGNIS-þvottavélar. ÞAU urðu heldur betur hissa ungu hjónin, Lára Sveinsdóttir og Arnar Helgason, þegar þeim barst til eyrna, að þau væru orðin brúðhjón mánaðarins á síðum Tím- ans. unni i Hafnarfiröi 24. nóvember. Það var prófasturinn okkar Hafn- firðinga, séra Garðar Þorsteins- son, sem pússaði okkur saman. — Höfðuð þið þekkzt lengi? — Það var formælandi þeirra hjóna, Lára, sem svaraði þvi, og bætti svo við: — Það var heima hjá bróður Arnars. Það skal tekið fram, að auðvit- að hafði blaðamaöurinn ekki taugar i sér til að spyrja, hvort hér hefði verið um að ræða þessa svokölluðu „ást við fyrstu sýn”, hvað sem það nú er. — Er búið að kaupa allt i búið? — Við fengum flest sem okkur vantaði i brúðkaupsgjöf, segir Lára, og Arnar bætir við: — Já, eiginlega allt utan þvottavélina Þvottavél. Já, það er nú það. Þannig er málum nefnilega hátt- að, að Timinn dregur mánaðar- lega úr eina af þeim brúðkaups- myndum, sem hann hefur birt, og Lára er 19 ára gömul, en Arnar 27 ára, bæði Hafnfirðingar i húð og hár, og þá auðvitað Flensborg- arar lika. — I Flensborg lauk minni skólagöngu, sagði Lára, og nú vinn ég hjá Sparisjóði Hafnar- fjarðar. — Og herrann? — Ég hélt áfram að læra, og gekk i iðnskóla Hafnarfjarðar, þar sem ég lærði húsasmiði. Nú vinn ég við þá iðn i norðurbænum heima i Firðinum. — Og byggir þá kannski yfir ykkur i leiðinni? — Nei, við keyptum okkur gamalt tvilyft timburhús að Merkurgötu 8. Það er svona u.þ.b. 70 fermetrar og svo kjallari. Og þá er að snúa sér að þeim málum, sem engum koma við nema brúðhjónunum sjálfum. Það liggur þá auðvitað beinast við að spyrja fyrst um brúðkaupið sjálft. — Við giftum okkur i þjóðkirkj- Brúðhjón mónaðarins: Bæði Hafnfirðingar í húð og hár, og þá auðvitað Flensborgarar líka Þessar uröu fyrir valinu: Lára hjá Agnari og IGNIS-þvottavélin hjá Láru og Agnari. Og rúsinan I pylsuendanum var forláta minútugrill Miövikudagur 20. marz 1974. TÍMINN 11 Vantar okkur eitthvaö, sem þarna er aö finna? þannig eru brúðhjón mánaðarins valin. 1 verðlaun fá þau svo vöru- úttekt fyrir 25.000 krónur. Nú og fyrst þau hjónin vantaði þvotta- vél, lá auðvitað beinast við að velja slikt tól. Eftir miklar vangaveltur kom- ust þau Lára og Arnar að þeirri niðurstöðu, að IGNIS-þvottavél væri sú eina rétta. Þessleg áhöld fást hjá Raftorgi hf. Kirkjustræti 8. Þangað var svo haldið einn góðviðrisdaginn i vikunni og gægzt inn um búðarglugga á leið- inni. I verzluninni Raftorgi tók Kjartan Stefánsson framkvæmdastjóri á móti brúð- hjónunum, og sýndi þeim ýmis afbrigði IGNIS-þvottavéla. Valið gekk fljótt fyrir sigen þeg ar þau Lára og Arnar höfðu þakkað fyrir sig og ætluðu að kveðja, bað Kjartan þau að doka aðeins við. Hann hafði lítilræði i pokahorninu. Og sem hann stóð þarna uppi við búðarborðiö, dró hann upp forlátaapparat, sem kallast minútugrill. Og þar með gengu þau Lára Sveinsdóttir og Arnar Helgason út I vorið, getandi matreitt á minútu og þvegið af sjálfum sér og væntanlegum erfingjum á mettima. — PHL. A gangi um Miöbæinn Hugleiðingar á sýningu 10. marz 1971 ERU matvæli Ijót? Þarf að búa fæðutegundir dulargervi i mat- reiðslunni til þess að gera þær girnilegar? Þessar spurningar vakna i hvert sinn, sem nem- endur Matsveina- og veitinga- þjóuaskólans sýna verk sín. Góð matreiðsla hefur verið skilgreind svo: Matreiðsla er i þvi fólgin að breyta fæðutegundum, svo að þær verði auðmeltar og bragðgóðar, en varðveiti jafnframt næringargildi sitt og sérkenni. Myndlistarmenn fyrri tima gerðu oft myndir af matvælum, fuglum, fiskum, ávöxtum og öðrum formum úr náttúrunni, sem vekja aðdáun flestra glöggra sjáenda. Samstillingar af liku tagi eru nú algengt viðfangsefni ljósmyndara. Listrænn árangur myndasmiðanna er oft harla góður, ef vel hefur tekizt að raða Amerísk HRÍSGRJÓN RIVER hrísgrjón þekkir húsmóöirin og veit hve hagkvæm þau eru, sérstaklega í grauta. RIVIANA býöur nú einnig: AUNT CAROLINE hrísgrjón, sem eru vítaminrík, drjúg, laus í sér, einnig eftir suöu og sérstaklega falleg á boröi. SUCCESS hrísgrjón koma hálfsoöin í poka, tilbúin í pottinn. RIVER brún hýöishrísgrjón holl og góö. fluffy white $ KAUPFÉLAGIÐ hlutunum saman og upprunaleg form þeirra njóta sin. En þá vaknar spurningin: Eru matvæli heppilegur efniviður i annars konar listaverk, svo sem iikön af vita, bók eða ferlegu andliti dýrs? Ásta Bang, dóttir danska rit- höfundarins Editar Rode, segir i bók sinni „Mors mad” eitthvað á þessa leið: „Móðir min skreytti ekki matinn, maturinn hennar var fallegur i sjálfu sér”. Margir örðugleikar voru á þvi áður fyrr að geyma matvæli óskemmd. Þurfti þá oft að gripa til þess ráðs að breiða yfir galla, t.d. með þvi að krydda réttina óspart, hylja þá með bragð- sterkum sósum, nota mikla feiti og sterkan hita við matreiðsluna. Voru fæðutegundirnar oft hart leiknar og litt þekkjanlegar að Framhald á bls. 19

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.