Tíminn - 03.07.1974, Blaðsíða 4
4
TÍMINN
Miðvikudagur 3. júll 1974.
Blóðið og
langir lífdagar
Fólk, sem er i O-blóöflokki, er
taliö heilsubetra heldur en ann-
að fólk, að þvi er kemur fram i
skýrslu, sem birtist nýlega I vis-
indatimariti, en greinin er eftir
prófessor Gerhard Jörgensen,
sem starfar við Göttingenhá-
skóla. Hann hefur komizt að
þeirri niöurstöðu, að O-blóð-
flokksfólk, sem mun vera um
40% allra Ibúa Evrópu, hafi
meiri mótstöðu gegn sjúkdóm-
um, heldur en fólk i öðrum blóð-
flokkum, og hafi 60% meiri
möguleika á að ná háum aldri
heldur en aðrir. Prófessorinn
komst aö þeirri niðurstöðu að
fólk, sem helzt ætti á hættu að
verða fyrir veikindum og mætti
búast við skammri ævi, væri IA-
blóöflokki.
Elzta atvinnugrein
í heimi
Nýlega tóku vændiskonur I San
Francisco sér fri eitt kvöld. Þær
tóku þátt I fyrsta „Landsfundi
fyrir vændiskonur”, sem haldin
hefur verið i Bandarikjunum, en
þar voru vandamál þessarar
elztu atvinnugreinar I heimi,
rædd. „Fyrir ást og peninga”,
var kjörorð fundarins, sem
haldinn var i Gilde Memorial
kirkjunni, I aðalgleðihverfi
borgarinnar. Um það bil fimm
hundruö konur mættu til
fundarins, en flestar þeirra hafa
vændi að aðalatvinnu. Ein af
þátttakendunum, hin 25 ára
gamla Serina, sagði, að margar
af vinkonum hennar hafi komizt
I kynni við menn, sem reyndust
meira eöa minna geðveikir, og
misþyrmdu stúlkunum stundum
hroðalega — oft misstu þær llfið
— og að það þyrfti að breyta
lögunum þannig að þau vernd-
uðu gleðikonurnar. Samtökin
Coyote, sem voru stofnuö i San
Francisco til verndar gleðikon-
um, komu þessum sérstæða
fundi á. Samtök þessi vinna nú
að þvi, að ef götustúlkur eru
handteknar, fái þær rétt til að
velja sér verjanda.
Vor, sumar og
haustfízkan í Bonn
Nýlega sýndu tlzkufrömuðir frá
Vestur-Berlin og Munchen allt
þaö nýjasta, sem þeir hafa upp
á að bjóða i fatatizkunni á
næstunni. Efnin sem i tizku
fatnaðinn eru notuð, eru létt og
þunn, og mikið er um jersey-
efni'. Litirnir eru margbreytileg-
ir og varla hægt að tala um
noKKurn emn tizkulit. Buxna-
dragtir eru enn ofarlega á
vinsældalistunum, enda bæði
þægilegar og hentugar til þess
að bregða sér I og sem ferða-
fatnaður. Einfaldir og dömu-
legir kjólar og kjóladragtir voru
nokkuð áberandi á sýningunni,
og svo vakti kjóllinn lengst til
hægri á þessari mynd töluverða
athygli, en hann er eins og
klipptur út úr tizkublaði frá þvi I
kring um 1920. Tilgangur
þeirra, sem sýndu I Bonn var sá,
að þvi er sagt var, að sýna þar
fatnað, sem er hentugur fyrir
venjulegar konur, en um leið
klæðilegur og fallegur, en ekki
gamaldags eöa leiðigjarn.
Pappirsklemmur eru meðal
þeirra hluta, sem við höfum
alltaf tekið sem sjálfsagöan
hlut, siðan þær klemmur, sem
við þekkjum, komu á markað-
inn i Englandi fyrir sjötiu árum
— en það verður ekki lengur.
Það er skortur á klemmum um
allan heim, er haft eftir vara-
form. Chicago Acco Int., Ray
Stamm, sem framleiðir 5
billjónir pappírsklemma á ári,
en I öllum heiminum munu vera
framleiddar 20 billjónir af
klemmum árlega. Verðið hefur
hækkað meira, en um helming á
siðasta ári, en þó svo sé, segir
Stamm: „Við eigum viðskipta-
vini, sem vilja borga fyrir árs-
bigðir af pappírsklemmum fyrir
fram, bara ef þeir fá þær”.
Skorturinn stafar af þvi að stál-
fyrirtækin fá meira verö fyrir
virinn, sem notaður hefur verið
I klemmurnar og eru þvi hættir
aö framleiða papplrsklemmu-
vir. Sumir pappirsklemmu-
framleiöendur hafa þvi snúið
sér að plasti, en ekki eru þær
klemmur tadar nærri eins og
góðar og virklemmurnar. Þvi er
það þannig nú, að klemmum
sem áður var hent eftir að þær
voru notaðar einu sinni, er nú
safnaö saman til áframhald-
andi notkunar. „í fyrsta skipti
er fólk nú að gera sér grein fyrir
að það notar pappirsklemmur
mikið.” segir Ray Stamm.
„Þetta er eins og verða allt I
einu vatnslaus. Þú saknar þess
ekki fyrr en að allt I einu hættir
að koma vatn úr kranananum”.
'Vw''
Pappírsklemmur
að hverfa?
AcKeM* • ^
mðvitað er hann eins og oi.... þetta er pabbi....
DENNI
DÆMALAUSI
Þú gætir smitað, svo ég bannaði
Denna að koma inn. Fátt er svo
með öllu illt að ekki boði nokkuð
gott.