Tíminn - 03.07.1974, Page 8
8
TÍMINN
Miðvikudagur 3. júli 1974,
naiiiiiaiaan
Akraborgin, hin nýja, fór sina fyrstu áætlunarferð s.l. laugardag, milli Reykjavikur og Akraness. Ferj-
an tekur um 600 manns I sæti, en 1 þessari fyrstu ferð voru milli 600 og 700 manns um borð. Ástæðan fyrir
þessum mikla fjölda var sú, að knattspyrnulið Akraness og KR léku þar leik I fyrstu deildinni. Hér á
myndinni sést Akraborgin við hafnargarðinn á Akranesi. Óneitanlega er skipið glæsilcgt, þrátt fyrir
gagnrýni á réttmæti þess.
Vegna þess að hafnaraðstaöan er ekki komin, er ekki hægt að nýta skut og stafn ferjunnar, en hvort
tveggja er opnanlegt svoaka má bilum út og inn. Enn um stund, a.m.k. þarf aðnota lyftiútbúnað viðað
koma bilum að og frá borði.
Myndir: JIM
Texti: -hs-
Félkiö lét fara vel um sig á leiðinni. Sumir stóðu og sóluöu sig úti á dekki,
Þegar svona stór hópur fólks vildi komast um borð I einu myndaðist
mikil biðröð við þann eina landgang, sem um borð i það var, Ekki var
hægt að hleypa fólkinu inn og út um opið á hliðinni, nema þegar ferjan
fór frá Reykjavik, vegna þess, að sjávarföllin voru ekki nógu hliöstæö.
Hafnaraðstaða er enn ekki komin, hvorki I Reykjavik né á Akranesi.
Af þessum sökum var biladekkið tómt að þessu sinni, en hér sjást
nokkrir farþeganna vera að skoða það. Þarna mætti hæglega æfa
knattspyrnu, en ekki var það nú gert að þessu sinni.
....en aðrir létu fara vel um sig I sætum aðalfarþegasalarins. Nokkuð
bar á ölvun, sérstaklega á leiðinni til Reykjavikur aftur.
Það tekur ekki nema um þrjá stundarfjórðunga að fara meö Akra-
borginni milli staðanna, enda getur hún gengið allt að 16 mllum.
Pollarnir á myndinni virða fyrir sér löðrið, sem skrúfa skipsins þeytir
upp.