Tíminn - 03.07.1974, Page 10

Tíminn - 03.07.1974, Page 10
10 TIMINN Miðvikudagur 3. júli 1974. Miðvikudagur 3. júli 1974. þegar ibyrjun 16. aldar. Endingin „hude” er algeng i þessum hluta Þýzkalands, en bókstaflega merkir Buxtehude „sjávar- bakki”. Faðir Diðriks Hans Jen- sen Buxtehude, var einnig tón- listarmaöur, og um 1640 (ekki er vitaö nákvæmlega hvenær) varö hann organisti viö Mariukirkjuna i Helsingjaborg og siöar i St. Olai i Helsingjaeyri. Ekki er vitaö, hvar Buxtehude eldri átti heima 1637, áriö sem Diörik fæddist. Aletrun á gömlu orgeli, sem enn er i Mariukirkjunni i Helsingjaborg, segir: „Johannes Buxtehude/Oldeslöe Hols- atg/Organisti: Helsingn-1641/”, og hún kom fræöimönnum á slóö- ina til Oldesloe. Rækileg rann- sókn sýndi, aö viss nöfn (svo sem Hans, Johan, o.s.frv. voru mjög mikiö notuð i þessari fjölskyldu, og þar sem til haföi veriö skrifari og reikningshaldari að nafni Jo- han Buxtehude, varö niöurstaða hins fíæga kennara og sagn- fræöings i Helsingjaeyri, Laurits Petersen (1873-1940), að Oldesloe væri fæöingarstaður Buxtehudes, og sú kenning er nú almennt viöurkennd. Diörik litli heyröi hljóminn i fyrsta orgeli St. Olai kirkjunnar i Helsingjaeyri, en hann var lik- lega ekki sérlega fagur. Faðir hans kvartaöi a.m.k. við sóknar- nefndina, og i eitt sinn likti hann þessu gamla hljóöfæri við „hind, sem þráir vatn.” En hann talaði ekki fyrir daufum eyrum, og hinn frægi orgelsmiður Kristjáns kon- ungs fjóröa, Johan Lorentz, geröi rækilega viö hljóöfæriö. Trúlega er falliö i gleymsku, hvar og af hverjum Dibrik litli lærði orgel- leik. Þó getum viö gert ráð fyrir aö faðir hans hafi kennt honum undirstööuatriöin, og sömuleiðis Johan Í,,orentz (1610-1689), sonur ofannefnds orgelsmiös, en hann var mjög dáður orgelkennari á þessum tima. Ariö 1657 er Diðrik Buxtehude nefndur I kirkjubókum Mariu- kirkjunnar i Helsingborg og 1660 varö hann organleikari þar aö lokinni keppni milli hans og um- sækjanda frá Landskrona (nú i Sviþjóö). Aðeins eitt af tónverk- um Buxtehudes má rekja til ár- anna, sem hann var á Helsingja- eyri, þ.e. kantatan Aperiti mihi portas justitiae („Opniö hliö rétt- lætisins fyrir mér”), en hún er fyrir þrjár raddir, contralto, tenór og bassa, auk tveggja fiöla og basso continuo. 1 verki þessu kemur Buxtehude fram sem snilldartónskáld og listamaður, sem mikils er af aö vænta. Ariö 1668 varö Buxtehude organisti við Mariukirkjuna I Lii- beck og efirmaður Franz Tunder, sem enn er nefndur, þegar ritaö er um orgeltónlist, og hvers verk eru oft leikin enn þann dag i dag. Auk • organistastarfsins tók Buxtehude að sér skyldur kirkju- varöar, en þær fylgdu venjulega organistastarfinu á þessum tima. Skömmu eftir að Buxtehude sett- ist aö I Lubeck, gekk hann aö eiga aöra af tveim dætrum Tunders, Onnu Margréti, sem var 21 árs. 1 þann tiö var mjög algengt aö menn gengju aö eiga annað hvort ekkju eöa dóttur fyrirrennara sins. Minnumst þess, aö skyldur orgelleikara voru mjög frá- brugðnar þvi sem þær gerast nú á dögum. í fyrsta lagi hvildu á hon- um skyldustörf kirkjuvarðar, svo sem bókhald, umsjón kirkju- landsins og umhugsun um sjálfa kirkjuna, sem og það að skrýða prestinn. Guðsþjónustur voru tiö- ar, en organistinn lék ekki við þær allar. Merkilegt er að ekki var leikið undir safnaðarsönginn. Organistanum bar skylda til að velja forleik til aö flytja á undan söngnum, fyrir messugeröina og I upphafi kantatanna og motett- anna, sem og I lok guösþjónust- unnar. Orgelleikarinn hafði ekk- ert meö kirkjukórinn að gera, — hann var alveg á ábyrgð forsöng- varans. Þegar á dögum Franz Tunder höföu kirkjutónleikar hafizt, eða Abendmusiken, eins og þeir voru kallaöir I Lubeck, en sjaldgæft var aö leikiö væri á nokkuð annað hljóöfæri en orgel. 1 tiö Buxte- hudes var þetta tónleikahald stór- eflt. Gera má þó ráð fyrir að or- geltónlist hafi verið ríkjandi. Þaö hefur sina töfra að hugsa um auöuga kauphallarbraskara, sem eyddu klukkustund eöa svo I kirkjunni áöur en þeir fóru til kauphallarinnar siödegis, en um slikt er getiö I ýmsum heimildum. Margir hinna auðugu Hansa- kaupmanna voru unnendur tón- listar og lögðu fé til tónlistar- starfsemi. Buxtehude fékk styrk til aö ráða söngvara og einleikara til aö koma fram, og þannig þróaöist smátt og smátt skemmt- un, sem varð þekkt fyrirbæri i Evrópu. Aðgangur aö ,,kvöld”tónleikun- um, sem reyndar voru siðdegis, var ávallt ókeypis, og Buxtehude átti oft I erfiðleikum með að ná endum saman, enda þótt auðugu borgarfjölskyldurnar sýndu mik- inn áhuga. Þótt það væri hrósvert aö gefa almenningi tækifæri til að njóta æðri tónlistar, fylgdi bögg- ull skammrifi. Fjöldi manns kom af einskærri forvitni, þar sem tónleikarnir voru nýjung i borg- arlifinu. Oft var haföur uppi hávaöi I kirkjunni, og dónar komu sér fyrir bak viö altarið I kirkju- skipinu eöa jafnvel stúkum fina fólksins. Ósjaldan þurfti aö kveöja vörö ráðhússins á vett- vang til aö „halda óeirðum i skefjum og láta verndara tónlist- arinnar n jóta svolitils næðis”. Þaö er fróðlegt, að allmargir frægir orgelleikarar heimsóttu Buxtehude á siðustu árum hans I Lubeck. Þeir gerðu sér þó ekki ferö fyrst og fremst til að hlýða á og læra af meistaranum, miklu heldur til að kynna sér möguleika á aö veröa eftirmaður hans. Ge- org Friedirch Handel kom átján ára gamall árið 1703 ásamt félaga sinum frá Hamborg, Georg Mattheson, og tveim árum siöar birtist hinn tvitugi Johann Sebastian Bach. Sá slðastnefndi gekk alla leiö frá Arnstadt i miöju Þýzkalandi til aö hlýöa á Buxte- hude I fjögurra vikna leyfi, sem hann haföi frá störfum. En hann varö um kyrrt I nokkra mánuði, svo heillaður var hann af dýrö- legri tónlistinni sem Buxtehude lék honum. 1 ýmsum verkum Bachs má merkja þessi áhrif, sem liklegt er aö eigi rót sina aö rekja til dvalar hans i Lubeck. A siöari árum virðist Buxte- hude hafa haft áhuga á að gera samning viö Handel eöa Matthe- son um aö kvænast einni af mörg- um dætrum sinum sem skilyröi fyrir veitingu organistastöðu við Marlukirkuna. Þetta tókst ekki og siöar fann Buxtehude harpsi- kord- og orgelleikarann Johann Christian Schiefdecker, sem læröur var I Tómasarskólanum i Leipzig og siðar starfaði við óper- una i Hamborg. Hann var aðstoð- armaður Buxtehudes i ellinni og varö organisti og kirkjuvörður skömmu eftir lát hans 1707, og í Danmörku eru mörg beztu orgel, sem nú eru til, og á þau hafa frægir listamenn leikið við upp- tökur á hljómplötum, sem seljast um heim all- an. Og hvað leika þessir organistar, sumir hverj- ir heimsfrægir, á þessi dönsku orgel? Þvi er að sjálfsögðu ekki unnt að svara i fáum orðum, en auðvitað leika þeir mjög oft verk eftir Buxte- hude! Hann er eina fræga tónskáld Dana, sem var uppi á barokk- timanum. Oft er hann talinn Þjóðverji, þvi hann eyddi manndóms- árum sinum i Lubeck i Þýzkalandi. En hann fæddist i Danmörku og taldi sig danskan. Þvi er ekki aö neita, að Buxte- hude var afsprengi hins blómlega noröur-þýzka orgelskóla á siöari hluta sautjándu aldar og fyrri hluta átjándu aldar. Jafnvel má segja, að i Buxtehude hafi náö há- marki sameining suöur-evrópska orgelskólans, sem var kominn frá ítalanum Frescobaldi, og Pachel- belskólans, sem varö til úr hol- lenzka Sweelinck skólanum og noröur-þýzka skólanum, sem ein- kenndist af hinum mörgu B-um: Bach, Bruhns, Böhm og Buxte- hude. Buxtehude er eitt af mörgum tónskáldum barokktimans, sem gleymdist skömmu eftir lát sitt og uppgötvaöist ekki aftur fyrr en á 19. öld. Ef höfð er i huga frægö hans I lifandi lifi, er nær ókleift aö útskýra, hvers vegna verk hans féllu i gleymsku eftir hans dag. Heimsóknir Bachs, Handels og Matthesons til hans i Lubeck bera vitni frægð hans. Til allrar óhamingju er litiö vit- aö um fyrri ár Dideriks (Diöriks) Buxtehude, eins og Danir nefna hann iðulega. í mörg ár var fæðingarár hans ekki einu sinni vitað meö vissu, en Johan Möller telur það vera 1637 (I bók sinni Cimbra litterata, Kaupmanna- höfn, 1744), og sú skoöun hefur nú verið staðfest. Erfiðara viröíst að ganga úr skugga um, hver fæöingarstaður hans var, og tón- listarsagnfræðingar hafa ekki getaö skoriö úr um, hvort þaö var Helsingjaeyri, Helsingjaborg (nú I Sviþjóö) eöa Oldesloe (i Hol- stein, Vestur-Þýzkalandi). En allar borgirnar voru á þessum tima I Danmörku, sem þá náði lengra austur og suður en nú. Buxtehudefjölskyldan hlýtur að hafa veriö frá litlu Hansaborginni Buxtehude, um 20 km vestan Harburg, nálægt Hamborg, nafn- ið var vel þekkt i „Danaveldi” Orgeliö I Mariukirkjunni i Lubeck. gekk á sama tlma i hjónaband með dóttur hans önnu Margréti. Svo sem áður var nefnt féllu tónverk Buxtehudes I gleymsku eftir lát hans, þrátt fyrir þá frægö, sem hann naut I lifanda lifi, og voru gleymd og grafin I alllangan tima. Jafnvel tengda- sonur hans virðist ekki hafa leikiö eitt einasta verk eftir hinn mikla fyrirrennara sinn. Hið fræga „Totentanz-orgel” I Mariukirkj- unni gegndi mikilvægu hlutverki i endurreisn Buxtehudes. Þessu hljóðfæri, sem var til unz kirkjan var eyöilögð I loftárásum banda- manna I siöari heimsstyrjöldinni, er þaö fyrst og fremst aö þakka, aö þessir gimsteinar tónlistarinn- ar fundust aftur eftir að hafa ver- iö alltof lengi gleymdir og grafn- ir. Það sem enn er til af verkum Buxtehudes — nær eingöngu afrit — eru að mestu orgelverk en tals- vert af sönglögum (kantötur) og svitur fyrir harpsikord hafa einnig varöveitzt. Einkennilegt er, aö ekki eitt verk er til meö rit- hönd höfundarins sjálfs. Það var mikið verk aö fá yfir- sýn yfir verk hans, þar sem afrit- in dreiföust mjög eftir daga Buxtehudes. Halda mætti aö flest verkin heföu fundizt I Lubeck. En langmest af verkum hans (kantötur og orgelverk) fundust i svokölluðu Dubensafni I Uppsöl- um, en önnur fundust I Lundi, Berlin, Brussel og Wolfenbuttel (I Þýzkalandi). Safn harpsikord- verka fannst meira að segja I gamalli ættartölu i Nyköping á Falster, Danmörku, og var siöar gefiö út af Júliusi Bangert, dönsk- um dómforsöngvara. En litum nú á tónverk Buxte- hudes. Orgelverkin einkennast fyrst og fremst af miklu imyndunarafli og dirfsku i kafla- skiptum og úrvinnslu. Buxtehude notaöi hljóðfæri sitt, sem stund- um er nefnt „drottning allra hljóöfæra”, til hins ýtrasta. Þetta á einkum við um svökölluð „frjáls orgelverk”, nefnilega prelúdurn- ar og fúgurnar, tokkötur, ciacon- ur, canzónur, og passacagliu hans, en þar var hann ekki bund- inn af laglinunni. Buxtehude sýn- ir frábæra hæfileika til að semja dýrölegustu litatóna. Mikilvægast er að Buxtehude haföi þrek til aö brjóta af sér hitt fremur frumstæða form „ricer- care” og þróa frábæra og innblásna nýjung, fúguna, sem skiptist I nokkra kafla með einu meginstefi, sem siöar breyttust I aukastef en enduðu i eftirminni- legri sameiningu. Viö undrumst æ Imyndunarafl hans, sem ekki slzt kemur fram i tokkötunum, ciaconum og passacagliunni, sem var sú eina sem hann samdi, eða réttara sagt er varðveizt hefur. Passacaglian i D moll er mikil- vægur áfangi I orgeltónlist og af henni var Bach innblásinn þegar hann samdi sina passacagliu I D moll. Passacaglian hefur veriö kölluö dýrðlegasta orgelverk Buxtehudes. Toccata og fúga i F- dúr er ekki eins oft leikin en er engu aö siöur stórkostleg I mikil- leik sinum, þótt stutt sé, aöeins fjórar minútur I flutningi, Áhrif- um hennar má lfkja viö gos, — fast og örugglega erum við leidd aö stórkostlegum endinum, tónarnir deyja út eftir guödóm- legar hamfarir. 1 kóralverkum slnum sýndi Buxtehude einnig merkilega hæfileika. Sagt hefur veriö um hann að „hann hafi tjáð á fullkominn hátt hina innilegu tilfinningu, sem er i sálmum.” Hann notaöi þrjú mismunandi form: kóralfantasiu, kóraltil- brigöi og kóralforleik. Auðveldlega má merkja trúar- andann I samhljóma syngjandi kórölunum, en erfiðara er aö sanna menntaarfleifö Buxte- hudes frá föðurlandinu. Raasted heitinn orgelleikari benti á, aö landslag gegndi fremur mikilvægu hlutverki I skapgerð- armótun manna. Hann áleit, aö þekking mannsins á og bönd hans viö tvær hugmyndir, austrið (morguninn, ljósið) og vestrið (kvöldiö, skuggann) væru ein- kennandi fyrir Buxtehude. Raasted sagði að þetta kæmi fram I mörgum verka Buxte- hudes, og að stfll hans heföi aldrei getaö oröiö til i skóglendi eins og Suöur-Þýzkalandi eöa Austur- riki, þar sem þó hefðu einnig fæözt fræg tónskáld barokktim- ans (Pachelbel, Biber). Læröur danskur tónlistarprófessor, Knud Jeppesen, talaöi um hikandi, hægfara stil Buxtehudes I meö- förum tónstiganna, sem einkenn- andi fyrir Dana. Aörir hafa bent á bliðan, þung- Erkibiskupinn í Niðarósi: HP. — Reykjavik — Erkibiskupinn i Niðarósi, Tord Godal, hefur verið fyrirlesari á prestastefnunni i Reykjavik, i boöi biskupsembættisins. Við hittum þennan geðslega mann, rétt i þann mund, er prestar allir stigu upp i rútur, er flytja átti þá til Bessastaða. — „Hingað hefur ég þvi miður aldrei komið fyrr, en samband okkar Norðmanna við Islendinga hefur jú alltaf verið mikiö, allt frá fornri tið, og höfum við alltaf reynt að fylgjast með þvi, sem hér gerist i kirkjumálum. Eins og sagt er i Niðarósi: „Við eigum mikið af gömlum byggingum, en án sagnaskráningu Islendinga hefðu þær mun minna menningarlegt gildi”. — Auðvitað er töluveröur munur á trúarlifi okkar þjóöa. Viö erum núna t.d. á hinu svo- nefnda hugleiðingaskeiði, þar sem ungt fólk hefur fengið mikinn áhuga á trúarbrögöum og veltir þeim mikiö fyrir sér, en alltaf geta slikir hópar þó leitt af sér of- stæki. Söfnuðirnir i Noregi eru einnig yfirleitt fremur þétt- byggöir og hefur þvi reynzt betra að koma á meira sambandi milli trúarlifs og tómstunda fólksins i þeim. „Miklar umræður eru nú i Noregi um efnið „Kirkjan og 0 Erkibiskupinn I Niðarósi. Tord Godal, ásamt konu sinni fyrir framan Hallgrimskirkju. TÍMINN 11 W? unberf)offíc 2öelcþc SÐcr Wofy"($bkí @rog*£íd)fí>aíjre unb ^Gfiíbfrúbmte ■^Boþltocrbimter 38. jáþtígtrörðanílí urtb 28ercÞ meijíerber £aupL.Rir$en3U 6í, SKnrien/ in 5Dcn 16. Maji, 1707. jura Ic^fcnmaþlc præfcnurrc, mit traunger jjíber bemeicfet J. C. ULICH. bntífíö ^amu^l totf. Titilblaðefnisskrár minningartónleika um Buxtehude, „Abend-Musique” lyndan og dreymandi tón hans, sem fyrst og fremst kemur fram í hinum 39 frjálsu orgelsmiðum (prelúdum, fúgum, tokkötum o.s.frv.), 44 kóralverkum og i minna mæli i 25 harpsikordverk- um, 123 kantötum og óratóríunni Dómsdagur ( Das jungste Gericht). Buxtehude hefur stund- um veriö nefndur „Daninn mikli” og án efa taldi hann sig danskan, svo sem fram kemur I dánar- tilkynningunni i Lubeck timarit- inu Nova literaria Maris Balthici er Septentrionis (1707): „Patri- am agnoscit daniam.” En umfram allt var hann frábær tón- listarmaður og tónsmiður, sem skaraöifram úrskilningisinum á eöli orgelsins og notkun þess. 1 þeim skilningi var hann fullkom- inn listamaður. Finn Viderö, heimsþekktur danskur orgelleik- ari og tónlistarfræðingur reit mörgum árum siöar: „Jafnvel Bach kemst ekki með tærnar þar 16. mai 1707. sem hann hefur hælana á þessu sviöi”. Við erum gæfusöm, að þessi mikli tónlistarmaður lifir enn á meðal vor á fjölda hljóm- platna og i starfi tónlistarmanna sem flytja verk hans, ekki sizt i löndunum þar sem Buxtehude var þekktastur, nefnilega i Dan- mörku, Sviþjóð og Þýzkalandi. Þýtt og endursagt SJ. — Höf- undur Henrik Döcker, danskur blaöamaður, sem hefur mikinn áhuga á danskri tónlist. Gott samband trúar lífs og tómstunda menningin”, en i öllum slikum umræðum eigum viö kirkjunar- menn þar mun hægara um vik, þar sem einn af sterkustu stjórn- máiaflokkunum er kristilegur. Hefur okkur þvi reynzt auðvelt aö knýja aðra flokka til þess að taka beina afstöðu til kirkjulegra- og menningarlegra málaflokka, en ella hefði verið. Þið megið samt ekki skilja mig svo, að ég sé hér með að blanda mér i innlend stjórnmál — ég læt þessa bara getið hér — sagði Tord Godal að lokum og kimdi.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.