Tíminn - 17.08.1974, Blaðsíða 12
12
HMINN
Laugardagur 17. ágúst 1974.
r Frank Usher:
A
TÆPU VAÐI
l_________________________________________J
sér að krefjast þess að hann yrði framseldur fyrir
morðið á Brody.
Bráðabirgða ráðagerðin var á þá leið að flytja
Stanislov á ,,öruggan stað" í Munchen og geyma hann
þar þangað tii hægt væri að smygla honum til Moskvu
eftir leynilegum leiðum. Peterson þurfti aðeins að fá eitt
dulið númer til þess að fá að vita hvar þessi ,,öruggi
staður" væri í Múnchen.
Allar þjóðir sem reka leynilega fréttaþjónustu eiga
„örugga staði" í því landi sem haldið er uppi njósnum.
Þessir staðir eru hús eða íbúðir, sem þeim eru leigðar af
samlöndum, eða þá innfæddum mönum sem eru hliðholl-
ir. K.G.B.s „öruggi staður" í Munchen var að öllum lík-
indum leigður af rússneskum stjórnarerindreka eða þá
meðlimi kommúnistaflokksins í Vestur-Þýzkalandi.
Peterson gekk rösklega að verki og beindi för sinni til
íbúðarinnar í Kirch-gasse. i
Óskar opnaði dyrnar og leit komumann tortryggnis
augum. Peterson varð starsýnt á hinn risavaxna mann.
Hann var samanrekinn eins og uxi. Peterson vissi meira
um hann er Óskar gat grunað, og varð það strax Ijóst að
Lloyd Denver hafði missýnzt þegar hann hélt því fram
að hann hefði hænuhaus.
Enginn hafði tileinkað Óskari Sallis stóra vitsmuni.
Hann var óbrotínn maður beztu tegundar. En hann var
ekki seinn til og hinn stóri líkami hafði ekki aðeins
ruddalegan kraft til að bera. Krafta sína gat hann notað
árangursríkt og skynsamlega og þaullærður var hann í
judo. Hann hafði glímt á Spáni og getið sér þar góðan
orðstír f yrir leifturhraðar hreyf ingar og snögg viðbrögð.
Peterson hafði sett sig vel inní sögu þeirra Amöndu og
Óskars. Hann hafði ekki trú á því að stúlka eins og
Amanda Curzon gæri haldið það út að búa svona lengi
með manni sem væri skilningslaus mannapi. Það var að
vísu greinilegt að hún naut i ríkum mæli þess valds, sem
hún hafði yf ir honum, og það hef ur ugglaust verið henni
vel að skapi að hafa annað eins karlmenni sem sinn eigin
og auðmjúkan þræl. Falleg stúlka, ein sins liðs í brotsjó-
um Evrópu, þurfti einmitt á manni að halda eins og Ósk-
ari Sallis.
Að maðurinn var sjúklega afbrýðisamur var vel þekkt.
Það leit út fyrir að hann yrði að þola tilviljunarkennt
framhjáhaldog hann gerði það með mismunandi stigum
af umburðarlyndi. Peterson hafði gert djúpstæðar rann-
sóknir á allri afbrýðisemi óskars.
— Ég heiti Peterson, sagði hann. — Mig langar til að
fá að tala við yður og Amöndu.
— Komið inn fyrir, sagði Óskar þurrlega, því hann
hélt að þetta væri maðurinn sem bæri ábyrgð á brott-
námi Nickolais.
Þeir gengu inní stof una þar sem Amanda beið í eftir-
væntingu. — Ég var að brjóta heilann um það hvenær
yður mundi skjóta upp aftur, sagði hún við Peterson.
— Það hefði verið betra ef þér hefðuð hlustað betur á
mig síðast, sagðu hann.
— Hvernig í fjandanúm á ég að vita hverjum má
treysta innan um allar þessar rottur og slöngur? spurði
hún.
— Maður skyldi halda að þér treystuð yðar eigin
landsmönnum.
— Þetta var nú ekki fyrst og fremst spurning um það
hverjum ég þyrði að treysta, svaraði hún.
— Stanislov var fús til að treysta Bretunum í Kalten-
burg. Það hefði átt að geta gengið
— Já, en hann hætti að treysta nokkru eða nokkrum
eftir það sem kom fyrir í Groedemange. Það er hans mál
hverjum hann treystir. Ég veit svo sem ekki. Þið eruð
vist allir með í þessum rotna hráskinnaleik, ekki satt?
— Ég skil vel að þér eruð talsveg beisk, Amanda, eftir
það sem skeð hefur.
— Þér vitið þá hvað skeð hefur?
— Ég veit að Rússarnir hafa tekið Stanislov.
— Hvers vegna hreyfðuð þér hvorki hönd né fót?
— Ég hef nú hugsað mér að gera það.
— Hver á sökina? spurði Óskar. Hvernig fóru þeir að
vita um bústað okkar?
— Það hef ég ekki hugmynd um. En ég veit hvert þeir
fluttu Stanislov.
— Það sögðu þeir mér líka, sagði Amanda, — nefni-
lega til Moskvu.
— Fyrsti viðkomustaður er visst hús í Munchen.
Seinna smygla þeir honum svo til Rússlands, ef við get-
um ekki stöðvað þá.
— Ef þér vitið hvert þeir hafa flutt hann, sagði
Amanda, —getið þér þá ekki snúið yður til lögreglunnar í
Munchen og fengið hann lausan?
— Ef hann kæmist í hendurnar á lögreglunni, mundu
Rússarnrir reyna að fá hann framseldan til Kaltenburg
— ásamt ykkur báðum. Sennilega mundi það heppnast
þeim. Haldið þið að það sé ekki sterkara að halda lög-
reglunni utan við þetta mál?
Óskar starði á hann þungbúinn.
— Hvað eigum við eiginlega að gera?
— Þið getið hjálpað til — ef þið þá viljið komast út úr
örðugleikunum sem þið nú eruð í. Seinna mun ég hafa
ráð meðað láta f Ijúga meðykkurtil Englands —öll þrjú.
— Vitaskuld viljum við hjálpa yður, sagði Óskar. —
Segið bara til hvað gera skal.
Þar höfum vib inngcng^j^Vonandi ®
inn tilbúinn niöur til þeirra komust viö
IIIílíiI
|
1
Laugardagur
17. ágúst.
7.00 Morgunútvarp Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15, 10.10.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for-
ustugr. dagbl.), 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.55.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
13.30 Tónlist eftir Karl Tausig
Michael Ponte leikur á
pianó.
14.00 Vikan sem var Páll
Heiðar Jónsson sér um þátt
með ýmsu efni.
15.00 Létt tónlist Les Chan-
sonniers du Québec syngja
og leika.
15.45 A ferðinni ökumaður:
Árni Þór Eymundsson.
(16.00: Fréttir. 16.15: Veð-
urfregnir).
16.30 Horft um öxl og fram á
við Gisli Helgason fjallar
um útvarpsdagskrá siðustu
viku og hinnar komandi.
17.30 Söngvar i léttum dúr.
Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Þegar islenskri þjóð reið
allra mest á Þórarinn Þór-
arinsson fyrrverandi skóla-
stjóri flytur erindi. Erindið
var flutt á Skólholtshátið 21.
f.m.
20.20 Árnesingakvöld a. Þjóð-
hátiðarkór Arnesinga 1974
syngur lög eftir Isólf Páls-
son, Friðrik Bjarnason, Sig-
fús Einarsson, Pál Isólfsson
og Sigurð Ágústsson. Söng-
stjóri: Sigurður Agústsson.
b. Einar Markússon leikur
af fingrum fram fantasiur
um lögin „Bergbúann” eftir
Pál ísólfsson. c. Guðmund-
ur Danielsson skáld flytur
hátiðarljóð sitt. d. Þjóð-
hátiðarkantata 1974 eftir
Sigurð Ágústsson við ljóð
Guðmundar Danielssonar.
Þjóðhátiðarkór Arnesinga
1974, Elin Sigurvinsdóttir og
Garðar Cortes syngja, Ein-
ar Markússon leikur á
pianó: Sigurður Agústsson
stjórnar.
21.15 Frá Vestur-íslendingum
Ævar R. Kvaran sér um
þáttinn.
22.00 Fréttir
22.15 Veðurfregnir Danslög
23.55 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
Laugardagur
17. ágúst 1974
20.00 Fréttir.
20.20 Veður og auglýsingar.
20.25 Læknir á lausum kili-
Breskur gamanmynda-
flokkur. Siðdegisraunir
Þýðandi Jón Thor Haralds-
son.
20.55 Stengir slegnir.Tveir
bræður, Sergio og Edwardo
Abreu, leika saman á gítara
lög eftir ýmsa höfunda.
(Nordvision — Finnska
sjónvarpið)
21.15 Hvað er hægt að gera?
Fræðslumynd frá Sam-
einuðu þjóðunum um ráð-
stafanir, sem gerðar eru til
að koma i veg fyrir tjón af
völdum jarðskjálfta, eld-
gosa og annarra náttúru-
hamfara. Þýðandi og þulur
Kristmann Eiðsson.
21.40 Elmer Gantry. Banda-
risk bfómynd frá árinu 1960,
byggð á sögu eftir Sinclair
Lewis. Leikstjóri Richard
Brooks. Aðalhlutverk Burt
Lancaster, Jean Simmons
og Arthur Kennedy. Þýð-
andi Jóhanna Jóhanns-
dóttir. Aðalpersónan,
Elmer Gantry, er banda-
riskur farandprédikari seint
á öldinni sem leið. Hann er
sjálfur meir en litið' blend-
inn i trúnni, en prédikanir
hans hrifa almenning með
meiri krafti en hann gat
sjálfan órað fyrir.
23.35 Dagskrárlok.