Tíminn - 17.08.1974, Blaðsíða 16

Tíminn - 17.08.1974, Blaðsíða 16
SÍS-IÓWJH SUNDAHÖFN w .. ■ llll -3 GEÐI fyrirgóóun mai ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Ung kona hand- tekin vegna morðsins á forsetafrúnni NTB-Tókió — Japanska lög- reglan tilkynnti í gær, aö hiín heföi handtekið unga konu i sambandi við moröið á for- setafrú Suöur-Kóreu. Konan, Mishiko Yoshii, er grunuö um aö hafa hjálpað tilræöismann- inum meö þvi aö útvega hon- um japanskt vegabréf. Sem kunnugt er reyndi tilræöis- maöurinn aö myröa Chung-Hee Park, forseta S-Kóreu, á miövikudaginn var, en skotið hitti konu hans, sem lézt skömmu slöar af sár- um sinum. Japanska konan, sem er 23 ára aö aldri, á að hafa látið til- ræðismanninum i té þá pappira, sem hann þarfnaðist til að fá útgefið vegabréf i nafni manns hennar. Hún er einnig grunuð um að hafa komið tilræðismanninum i samband við vinstrisinnuð samtök i Japan. Að sögn lögreglunnar hefur konan sagt, að hún hafi hjálp- að manninum að fá bankalán, sem er ákaflega erfitt fyrir Kóreubúa að fá i Japan. Þá segir japanska lögregl- an, að vopnið, sem notað var við tilræöið, geti verið það sama, sem stolið var á lög- reglustöð I Osaka i fyrra mán- uði. Númerið á byssunni, sem yfirvöld i Japan hafa gefið upp, er þaö sama og á byss- unni, sem stolið var. Bangladesh: Fellibylurinn minni en stóðu til NTB-Dacca — Flóöbylgja skall I gær á Bangladeshað ný afstöön- um verstu flóðum i manna minn- um. Flóöbylgjan myndaöist eftir fellibyl meö vindhraða allt aö 60 km/klst, og lagöi hún hafnarbæ- Land- helgisbrot A fimmtudag var Gissur hvlti SF-55 tekinn að meintum ólögieg- um veiðum um 2.4 sjómilur aust- ur af Ingólfshöfða. Var fariö með bátinn til Hornafjarðar, þar sem hafin eru réttarhöld yfir skip- stjóranum. efni inn Chalna undir vatn. Ekki haföi I gærkvöldi frétzt um mannskaða, en mörg ibúðarhús eyöilögöust gjörsamlega. Lengi var óttazt, að fellibylur- inn yrði mun verri, og var fólk því eins viðbúið og það framast hafði tök á, á þessum svæðum, sem orðið hafa fyrir barðinu á flóðum, hungri og kóleru, en mik- ið dró úr veðurhæðinni, áður en bylurinn gekk yfir Bangladesh. Flóðin hafa þegar tekiö 2500 mannslif, að þvl er opinberar töl- ur herma, en talið er, að sú tala sé hærri. Yfirvöldin áætla uppskeru- tapið 1,1 milljón lesta af matkorni og að 36 milljónir manna hafi orð- ið fyrir barðinu á flóðunum, sem hafa sett 51 þúsund ferkllómetra lands undir vatn. Viðræður um Vopnahlé á Kýpur: Hafa Tyrkir náð takmarki sínu NTB-Nikósiu — Sigursæll her Tyrkja á Kýpur lét af sókn sinni um miðjan dag I gær og nýtt vopnahlé gekk I gildi á eynni. Skipun um aö stööva allar styrjaldaraögeröir klukkan 16 I gær var send bæöi grlska og tyrk- neska hernum á eynni. Það var forseti Kýpur, Klerides, sem tilkynnti, að varnarlið Kýpur-Grikkja myndi samþykkja vopnahléstilboð, sem forsætisráðherra Tyrklands lagði fram fyrr um daginn. Eftir að Klerides hafði sent út tilkynninguna um vopnahléð, flýöi hann ásamt öllum ráðherr- um stjórnarinnar frá Nikósiu, sem allan fyrrihluta dagsins hafði verið undir stöðugum stórskota- iiðsárásum og loftárásum. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum var Klerides á leið til Limasol, einnar af fáum stórum borgum á Kýpur, sem fær að vera i friði fyrir aðgerðum Tyrkja. Þegar vopnahléð gekk I gildi, virtust Tyrkir hafa náð hernaðar- legu takmarki sinu, en það var að vinna 34% af eynni. Banaslys við Sigölduvirkjun: Júgóslavi ók jeppa fram af brún stöðv- arhússgrunnsins — og lézt samstundis Gsal-Reykjavik — Banaslys varö viö Sigölduvirkjun klukkan átta á fimmtudagskvöld, er tæplega fimmtugur Júgóslavi ók jeppa fram af brún stöðvarhússgrunns- ins, og er fallið talið vera um 24 metrar. Lögreglan á Hvolsvelli fór strax á slysstað. Tildrög slyssins voru þau, að tveir Júgóslavar voru á leiö til að logsjóða rör neðan við suðurbrún stöðvarhússgrunnsins. Óku þeir jeppanum, sem var nýr Willis jeppi, niður að grunnbarminum og fóru þar báðir út. Annar Júgó- slavanna fór stuttu siðar aftur inn i bilinn til að bakka honum, og vissi hinn ekki fyrri til en að hann heyrði mikla skurðninga og sá, hvað gerzt hafði. Rann jeppinn aftur á bak fram af brúninni, og var fallið, eins og áður sagði, um 24 metrar. Jeppinn kom niður i stórgrýti og er gjörsamlega ónýtur. Talið er fullvist, að Júgóslavinn hafi látizt samstundis. Rannsókn slyssins var fram haldið i gær, en mjög erfitt er að segja til um orsakir slyssins, þar sem vitni voru engin að þvi. Júgóslavinn hafði unnið i fjóra mánuði við Sigöldu, aðallega við logsuðu. Nazareth-mdlið: Jósafat í poppið Gsal—BH—Reykjavik. — Naza- reth, hljómsveitin, er einna hæst ber nú á popphimninum, hefur valdiö nokkrum úlfaþyt hér á landi, og er ástæöan sú, aö sam- keppni allhörö varö um þaö, á hvers vegum hún ætti aö koma hingað. Hefur annars vegar veriö nefndur umboösmaöur skemmti- krafta og hljómplötuútgefandi en hins vegar algjörlega óþekkt hljómplötufyrirtæki I Keflavik, aö sagt er og enn óþekktari forsvars- maöur þess, og hefur siöarnefndi aöilinn hreppt hljómsveitina. Mun þar hafa komið til harðfylgi hins raunverulega eiganda hljómplötufyrirtækisins, sem ber nafniö Joke, en samkvæmt nýj- ustu fréttum er þar á feröinn eng- inn annar en kunnur athafnamað- ur syöra, Jósafat Arngrimsson. Aö sögn Ámunda Amundason- ar, er Nazarethmálið nú aö fullu ljóst, og mun hann ekki á nokk- urn hátt koma nærri hljómleikum Nazareth i Laugardalshöll. — Fyrir þrem dögum bauö ég Jósafat Arngrlmssyni, eiganda verzlunarinnar Kyndils I Kefla- vlk, — sem raunverulega stendur fyrir komu hljómsveitarin nar hingaö — aöskipta samningum til helminga til aö aö leysa vanda- máliö, sem þá var komiö upp. en það boö stendur ekki lengur, — ég hef gefið máliö algjörlega frá mér, sagði Ámundi. sjúlfstæði Mósambik NTB-Dar Es Saalam — Portú- galski utanrikisráöherrann, Mario Soares, hóf I gær samningaviðræöur viö frelsis- hreyfingu Mósambik, FRELIMO, á leynilegum fundarstaö I Dar Es Salaam. Soares kom óvænt á fimmtudaginn til höfuöborgár Tanzaniu, ásamt nýlendumála- ráðherranum. Areiðanlegar heimildir herma, að leiðtogarnir tveir ætli að eiga lauslegar við- ræður við forustumenn Frelimo, með það fyrir augum að undirbúa sjálfstæði Mósambik. Aöilarnir leggja fyrst og fremst áherzlu á það nú að kynnast hver öðrum og reyna að komast að niðurstöðu um gagnkvæmar til- hliðranir, sem geti orðið grund- völlur aö þvi, að völdin i Mósam- bik verði færð yfir i hendur leið- toga Frelimo. Óstaðfestar fréttir frá Mósam- bik herma, að Frelimo vilji, að deildir úr portúgalska hernum verði áfram i landinu til að koma i veg fyrir óeirðir. Af hálfu portúgölsku leiðtog- anna er lögð áherzla á, að þing- kosningar fari fram I Mósambik fyrir lok ársins 1975, en áður en sá frestur rennur út, mun Frelimo að likindum hafa tekizt að byggja upp pólitlsk samtök um allt land- ið. Þá var einnig tilkynnt opinber- lega i Portúgal, að fulltrúar rikis- stjórnar Tanzaniu taki þátt i þessum undirbúningsviðræðum, sér til fróðleiks. „Þar angar blómabreiða" - segir Eyþór Einarsson um gróskuna á Hornströndum — Þær eru eiginlega orönar blómagarður, sumar vikurnar á Hornströndum, sagöi Eyþór Einarsson grasafræðingur við Timann I gær. Sums staöar er lika vaxið upp birkikjarr, einkum I jaröarbotnunum I Jökulfjörðum, og i Lónafirði, sem lengst hefur verið I eyöi, er það orðið mikiö til samfellt. Óvlða er það nema svo sem i hné, nema á stöku staö i giljum getur þaö tekiö manni i klyftir eða jafnvel mitti. Norðan til á Hornströndum, svo sem i Hornvik og Látravik, verð- ur birkianga ekki vart, og virðast þeir þvi ekki hafa vaxtarskilyrði þar, sagði Eyþór. En i Aðalvik er kjarr að skjóta upp kollinum — um Fljótavik er ég ekki viss. Að austan er það svo i Barðsvik og þar fyrir sunnan. Eyþór sagðist fyrst hafa komið á þessar slóðir árið 1966, og þess vegna vissi hann ekki af eigin sýn, hvernig gróðurfar hefði verið þar áður, en þar sem gróðurinn er nú þróttmestur, eru óslitnar blómabrekkur neðan frá fjöru og langtupp eftir hliðum. Mest ber á sóley, blágresi, mariustakk og hvönn. Eyþór vár á ferð vestra fyrir fáum dögum, ásamt náttúru- verndarráði, til þess að lita á staði, sem til greina kemur að friðlýsa, samkvæmt samþykkt siðasta náttúruverndarþings. Er þar fyrst og fremst horft til Vatnsfjarðar á Barðaströnd og Búðahrauns á Snæfellsnesi, en þau svæði eru bæði rikiseign, og auk þeirra koma til álita Horn- strandir og land undir Jökli frá Malarrifi að öndverðarnesi. En þau lönd eru einkaeign, og hlýtur friðlýsing þeirra að eiga lengri aödraganda.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.