Tíminn - 07.09.1974, Síða 3
Laugardagur 7. september 19T4.
TÍMINN
3
Líkan af sögualdarbænum, sem veriö er aö reisa á Skeljastööum.
ÞJÓÐHÁTÍÐARKViKMYNDIN
FRUMSÝND INNAN TÍÐAR
— sögualdarbærinn brdtt fullbyggður — sögusýning í undir-
búningi — ný Islandssaga og Ijósprentun Landndmu
1
I
P
Met Magnúsar
Sem iönaðarráöherra flutti Magnús
Kjartansson á Alþingi siöastliöinn vetur frum-
varp um sérstakt verðjöfnunargjald, sem yrði
notað til að styrkja fjárhag Rafmagnsveitna
rikisins. Þetta var gert til þess að koma i veg
fyrir, að enn þyrfti að hækka raforkuverö mest
hjá þeim, sem nú búa við erfiðasta aðstöðu.
Frumvarp þetta dagaði uppi vegna andspyrnu
Sjálfstæðisflokksins.
Magnús Kjartansson flutti þetta frumvarp
aftur i byrjun aukaþingsins, en þá var hann
enn iðnaðarráðherra
Það gerðist svo i lok aukaþingsins, þegar Magnús var hættur aö
vera ráðherra, að hann greiddi atkvæði gegn þessu frumvarpi sínu.
Það mun vera einsdæmi i þingsögunni, að þingmaður greiði atkvæöi
gegn eigin frumvarpi!
' En Magnús og flokksbræður hans i Alþýðubandalaginu gerðu
meira en þetta. i lok aukaþingsins greiddu þeir atkvæði gegn
mörgum öðrum málum, sem vinstri stjörnin hafði beitt sér fyrir.á
vetrarþinginu og þeir stutt eindregið þá. Má i því sambandi nefna
hækkun söluskattsins um tvö stig. hækkun bensinskattsins o.s.frv.
Metið á samt Magnús Kjartansson fyrir að greiða atkvæði gegn
eigin frumvarpi
Á réttri leið
Þegar borin er saman afstaða Sjálfstæðisflokksins á vetrar-
þinginu annars vegar og aukaþinginu hins vegar, verður ekki annað
sagt en að hann sé á réttri leið. Hann greiddi nú atkvæði með
mörgum málum, sem hann hafði veriö á móti á vetrarþinginu.
Haldi hann þannig áfram, má vænta góðs af samstarfinu við hann
HJ-Reykjavik — Mörgum leikur
vafalaust hugur á að vita, hvaö
liður störfum þjóöhátiðarnefndar
nú, að loknum vel heppnuðum
þjóðhátiðarhöldum á Þingvöllum.
Hefur hún lokið starfi sinu, eða
hefur hún en sitthvað á sinni
könnu? Til að fá vitneskju um þaö
snérum við okkur til IndriðaG.
Þorsteinssonar, framkvæmda-
stjóra þjóðhátiðarnefndar.
Indriði kvað verkefnum
nefndarinnar fjarri þvi að vera
lokið. Bygging sögualdar-
bæjarins, sem verið er að reisa að
Skeljastöðum er i fullum gangi,
en Indriði er fulltrúi þjóðhátiðar-
nefndar i hyggingarnefnd hans.
Auk hans eiga sæti i nefndinni
Jóhannes Nordal af hálfu Lands-
virkjunar, Eirikur J. Eiriksson af
hálfu þjóðhátiðarnefndar Arnes-
sýslu, Steinþór Gestsson af hálfu
Gnúpverjahrepps og Þór
Magnússon þjóðminjavörður.
Lokið er byggingu grunnsins,
uppistöður hafa verið reistar,
búið er að stinga allt torf, og er
nú verið að þurrka það. Beðið er
eftir timbri þvi, sem nota á I
bæinn, en þess er von bráðlega.
Vegur hefur verið lagður upp að
Skeljastöðum, og er hann,
greiðfær öllum bilum. Indriði
kveðst aldrei hafa augum litið
fegurri veg, en hann er allur úr
hvitum vikri og alhvitur að sjá.
I undirbúningi er sögusýning að
Kjarvalsstöðum, og ber hún
nafnið „Sambúð lands, og
þjóðar”. Aætlað er, að sýningin
verði opnuö i lok þessa mánaðar,
en þeir sem aðallega hafa staðið
að undirbúningi hennar eru Gils
Guðmundsson alþingismaður og
Egill Sigurgeirsson hrl. af hálfu
Þjóðhátiðarnefndar, auk Einars
Hákonarsonar listmálara sem
þar hefur unnið mikið starf.
Verið er að leggja siðustu hönd
á þjóðhátiðarkvikmyndina svo-
kölluðu i London nú og er hennar
von til landsins innan tiðar. Kvik-
myndatöku annaðist Vigfús
Sigurgeirsson, og fjallar hún um
lifnaðar- og búskaparhætti
þjóðarinnar fyrr á timum. Kvik-
myndin, sem er af venjulegri
lengd og með tilheyrandi tónlist,
verður frumsýnd samtimis á
þremur stöðum á landinu þ.e. á
Akureyri, Reykjavik og Selfossi.
Jón Hermannsson frá sjón-
varpinu vinnur nú að klippingu
myndarinnar og lokafrágangi, og
bað Indriði okkur að geta þess, að
sjónvarpið hefði verið mjög
hjálplegt við alla gerð hennar.
Indriði kvaðst binda miklar
vonir við það, að hinn nýi
menntamálaráðherra okkar
rausnaðist til að taka fyrstu
skóflustunguna að nýju þjóðarb-
ókhlöðunni, sem á að reisa i
tilefni þjóðhátiðar. Og vonandi
yrði það fyrir árslok, þvi að það
ættinú einu sinni að reisa hana i
tilefni þjóðhátiðarinnar.
Auk þess, sem hér hefur verið
nefnt, hefur þjóðhátiðarnefnd
hönd i bagga með útgáfu Islands-
sögu, sem sérstaklega er gefin út
i tilefni þjóðhátiðar, og annast
Sigurður Lindal prófessor útgáfu
hennar. Einnig hefur dr. Jónas
Kristjánsson, forstöðumaður
Stofnunar Árna Magnússonar,
unnið að ljósprentun Landnámu,
og er það gert i samvinnu við
þjóðhátiðarnnefnd. Ljósritið er
nú tilbúiö, og verður þaö mjög
bráðléga fáanlegt til kaups hjá
Árnastofnun og Menningarsjóði.
Mörgum finnst vist, að hér hafi
verið talin upp ærin verkefni,
enda kvaðst Indriði ekki muna
eftir fleira á sinni könnu i biii,
utan fjármálauppgjörs, sem
ljúka þyrfti fyrir áramót, en þá
kvaðst hann myndi standa upp úr
sinum stól og kveðja störf sin sem
framkvæmdastjóri þjóðhátiðar-
nefndar.
Hvað vill Alþýðuflokkurinn?
Alþýðublaðið gerir það að umtalsefni i gær, aö Sjálfstæöis-
flokkurinn hafi lofaö að vinna að útfærslu fiskveiðilögsögunnar i 200
milur fyrir árslok 1974. Síðan segir blaðið:
„Sjálfstæöisflokkurinn er nú kominn i rikisstjórn og formaður
hans orðinn forsætisráðherra. Fyrsta verk hans i embætti forsætis-
ráðherra var að lesa upp á Alþingi plagg, sem nefnt hefur veriö
stefnuvfirlýsing rikisstjórnarinnar. Þar segir næsta fátt um raun-
verulega stefnu hinnar nýju rikisstjórnar, en þar er þó vikiö aö
laiulhelgismálinu. Vekur þar sérstaklega athygli, aö nú er ekki
lengur stefnt að þvi að færa landhelgina út i 200 sjómilur fyrir árslok
þessa árs eins og hátiðlega var lofað fyrir kosningar. Efnislega er
breytingin kannski ekki ýkja mikil, þvi er aðeins slegið á frest um
EITT ár að efna þetta mikilvæga kosningaloforð. Þegar hátíðleg
kosningaloforð eru svikin með jafn augljósum hætti og Sjálfstæðis-
flokkurinn gerir i þessu máli, skyldi engan undra að önnur loforð,
sem minni áhersla var lögö á fyrir kosningar, gleymist og rykfalli i
skrifborðsskúffum hinna nýju stjórnherra.”
Fróðlegt væri að vita, i framhaldi af þessu, hvaða dagsetningu
Alþýðuflokkurinn vill setja útfærslunni, eða hefur viljað. Það
verðurekki ráðiö af þessari grein Alþýðublaðsins. Þ.Þ.
OVIST HVAÐ OLLI DAUDA
GAMLA MANNSINS
— gesturinn í 30 daga gæzluvarðhaldi
GB —Frumrannsókn á niöurstöð-
um krufningarinnar á iíki gamla
mannsins, sem lézt á miðviku-
dagskvöldið að heimili sinu við
Vesturgötu 26a, liggur nú fyrir, en
hún leiddi ekki i ljós neina
Nærri 4000 nemendur
í menntaskólunum
GB—Reykjavik — A landinu eru
sjö menntaskólar, og eru þeir nú
338 hvalir
á land
fleiri langreyðar
nú en í fyrra
BH-Reykjavik — Þaö sem af er
sumri hefur hvalvertiðin gengið
svipaðog undanfarin sumur, eftir
þeim upplýsingum, sem viö
fengum i hvalveiðistööinni, i
Hvalfirði í gær. Þá voru komnir á
land 338 hvalir, en á sama tima i
fyrra voru þeir orðnir 358. Vertið-
inni lýkur upp úr 20 september.
Veiðin skiptist þannig núna, að
veiðzt hafa 281 langreyður, 48
búrhveli og 9 sandreyðar, en
aflinn i fyrra skiptist þannig, að
þá veiddust 257 langreyðar, 42
búrhveli og 52 sandreyðar. Er þvi
langreyðaaflinn heldur betri i ár
en hann var i fyrra, og kemur það
betur út fyrir útgerðina, að þvi er
okkur var tjáð.
óðum að hefja vetrarstarfsemi
sina. Lætur nærri, að tæplega
fjögur þúsund nemendur stundi
nám i menntaskóiunum I vetur
Fyrsti skóiinn var settur 2.
september, en þeir siöustu byrja
kennslu 1. október.
Menntaskólinn i Reykjavik var
settur i gær og munu um 825
nemendur verða þar við nám i
vetur. Kennsla hefst af fullum
krafti n.k. mánudag. Fastráðnir
kennara við skólann verða 39, en
stundakennarar 28.
Menntaskólinn við Tjörnina
verður settur 7. september, en
það verður að gera i þrennu lagi,
þvi nemendur eru orðnir svo fjöl-
mennir, að þeir komast ekki allir
undir þak skólans i einu. Verður
skólinn þvi settur kl. 10 kl. 11 og
kl. 2. n.k. laugardag. Nemendur
munu verða um 760 talsins i
vetur, kennarar sextiu og fimm
auk skólastjóra. Fastráðnir
kennarar 35, en stundakennarar
30.
Menntaskólinn við Hamrahlið
var settur 2. september en þar
eru nemendur mjög fjölmennir, i
yngri deild eru þeir um 830, en i
öldungadeildinni verða rúmir 500
hundruð nemendur, og komust
þar færri að en vildu. Það var
ætlaö að um 100 manns, sem ekki
komu á skráningardegi kæmust
ekki að núna, vegna rúmleysis i
skólanum. Það gengur ekki of vel
að koma öllu þessu fólki fyrir, og
verður skólinn margsetinn i
vetur, kennt verður frá klukkan
átta á morgnana til klukkan hálf
ellefu á kvöldin.
Kennarar i yngri deild eru 72
með stundakennurum, en i
öldungadeild eru þeir 35. Náms-
hópum við Hamrahliðarskólann
hefur fjölgað i vetur, en við öld-
ungadeildina eru kjörsviðin sex
og þrjú þau vinsælustu eru?
Félagssvið, nýmálasvið og
náttúrusvið. Hin eru eðlissvið,
fornmálasvið og tónlistarsvið, en
sjöunda kjörsviðið er i undir-
búningi, en það myndlistarsvið.
Aðsókn að Menntaskólanum i
Kópavogi er mjög mikil, mun
meiri en búizt var við. Skólinn
verður settur 14. september og
þar munu 185 nemendur stunda
nám i vetur i niu bekkjardeildum
i þrem árgöngum. fastráðnir
kennarar verða tiu. en fjórir
Framhald á bls. 13
ákveðna dánarorsök. Nánari
rannsókn niun taka nokkurn
tima, en fyrr veröur ekki hægt að
segja nokkuð ákveðið, sagði Egg-
ert Bjarnason rannsóknarlög-
reglumaður.
Lögreglan var kvödd að húsinu
númer 26a við Vesturgötu á mið-
vikudagskvöldið klukkan 22:40.
Þar kom hún að gamla mannin-
um, sem hét Daniel Simonarsson,
þar sem hann lá á gólfinu, og
reyndist hann vera látinn.
Við rannsókn kom i ljós, að
maður nokkur, sem var ókunnug-
ur Daniel heitnum, hafði komið i
húsið i leit að öðrum manni.
Maður þessi fór inn til Daniels, og
settust þeir að drykkju. Þeim
lenti siðar saman, og kom til
handalögmáls á milli þeirra.
Maðurinn batt hendur Daniels
með hálsbindi, en þá kom þar að
kona, sem býr i hinum enda húss-
ins, og sá hún strax, að ekki var
allt með felldu. Hún kallaði i
mann, sem einnig býr i hinum
enda hússins og voru hendur
Daniels leystar og hringt á lög-
regluna.
Maöurinn, sem var gest-
komandi hjá Daniel, er þvi einn
til frásagnar um það, sem
gerðist, en hann hefur verið
úrskurðaður i þrjátiu daga
varðhald. meðan rannsókn
málsins fer fram.
310 milljónir úr
Iðnþróunarsjóði
það sem af er órinu
FÖSTUDAGINN 30. ágúst
hélt stjórn Iönþróunarsjóös fund i
Reykjavik. 1 stjórninni eiga sæti
fulltrúar frá Norðurlöndunum
fim m.
Fyrir fundinum lágu ni.a.
tillögur framkvæmdastjórnar
sjóðsins um lánveitingar til
fyrirtækja að upphæð samtals
89,0 niillj. kr., og voru þær
samþykktar. Það sem af er þessu
ári hefur þvi sjóöurinn veitt lán
samtals að uppliæð 310,0 millj. kr.
Þá veitti stjórnin framkvæmda-
stjórn sjóðsins heimild til að
ráðstafa 60 niillj. kr. til almennra
lána til vióbótar fyrri heimildnm.
Einnig veitti stjórnin heimild til
aö ráðstafa 10 millj. kr. til styrkia
eða lána með sérstökum kjörum.
Frá upphafi hefur Iðnþróunar-
sjóður varið 25.3 millj. kr. til
slikra lána eða styrkja. Hefur
þeim aðallega verið" varið til út-
tekta á ýmsum iðngreinum og til
fjárhagslegs stuðnings við sam-
starf fvrirtæja i þessum greinum
um hagræðingarverkefni.
Frá þvi að Iðnþróunarsjóður
tók til starfa á árinu 1970 hafa
stjórn og framkvæmdastjórn
sjóðsins veitt lán til fyrirtækja og
sjóða að upphæð samtals 1,344
millj. kr.
Akveðið var, að næsti fundur
stjórnar sjóðsins yrði haldinn i
Helsingfors i íebrúar á næsta ári.