Tíminn - 07.09.1974, Qupperneq 4

Tíminn - 07.09.1974, Qupperneq 4
4 TÍMINN Laugardagur 7. september 1974. ■■■■ Varðturn fró miðöldum verður nú að leigulausri ibúð fyrir rithöfunda Bad Wimpfen er miðaldaborg, sem stendur við ána Neckar. Þar stendur turn, Blái turninn, 750 ára gamall. Efst uppi er ibúö I gömlum stil, og þangað liggja 168 stigaþrep. Inn i þá ibúð eru nýlega flutt hjónin Heinz og Vera Múnchow, ásamt þremur börnum sinum. Hjónin eru rit- höfundar, rita aðallega bækur fyrir börn. Þau fá að búa þarna leigulaust gegn þvi að hringja bjöllu fjórum sinnum á dag og gera viðvart ef eldur brýzt út. Einnig þurfa þau að sinna feröamönnum, sem koma til að skoða turninn. Hjónin dreymir um að koma á fót listasafni i þessum sögufræga turni. Nú á timum hvilir þó ekki lengur sú skylda á turnbúum, að gera viðvart, ef óvinir nálgast, eins og varðmennirnir á miðöld- um þurftu að gera. Kdta ekkjan Dewi Sukarno, hinn 34 ára gamla ekkja Súkarnós, fyrrver- andi Indónesiuforseta, hefur nú eignazt nýjan ,,vin”. Sá heitir Guy Burgos og er 36 ára glaum- gosi frá Chile. A stóru myndinni sést parið I innkaupaleiðangri á götum Saint -Tropez, en þar voru þau á höttunum eftir einhverjum klæðum til að skýla nekt hins fögnulega pipar- sveins. Á litlu myndinni sjást þau svo, þegar þau hafa lokið innkaup- unum, og það sýnir sig, að for- setafrúin fyrrverandi hefur ekki getað stillt sig um að kaupa klæöi i stil við þau, sem vinur- inn keypti. Óneitanlega eru þau sérstætt og glæsilegt par, þar sem þau leiöast um götur Saint - Tropez i nýjum, austrænum klæðum. Hæfileikana skortir ekki, en.... Liza Todd, dóttir Elisabetar Taylor, er nú orðin sextán ára. Hún segist engan áhuga hafa á leiklist, og þess vegna hafi hún siztaf öllu i hyggju að feta i fót- spor móður sinnar. Hún hefur nú ákveðið að hætta námi við Heathfield kvennaskólann og láta innritast i listaakademin- una I London. An þess að spyrja kóng eða prest sótti hún um inngöngu þar siðastliðið vor, ásamt tvö þúsund öðrum og ekki alls fyrir löngu, var henni tilkynnt, að hún hefði verið i hópi 42 útvaldra. Hennar heitasta ósk er að gerast hönnuður og fá friö til að lifa sinu eigin lifi, án ihlutunar sinnar frægu móður. — Ég hef gleðilegar fréttir aö færa þér, Jón! Það var miklu meira á bankabókinni en þú hélzt! Ég veit ekki, hvort mamma er búin að tala við þig, en ég ætla aö segja þér hvernig mér finnst þetta hafa gerzt. DENNI DÆMALAUSI

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.