Tíminn - 07.09.1974, Síða 6

Tíminn - 07.09.1974, Síða 6
ó TÍMINN Laugardagur 7. september 1974. Þetta er brúfta.sem er að gera þaö sem einginn þátttakendanna á nám- skeiðinu má gera I framtíðinni: Reykja! A borðinu er tyggjugúmmf, sem þátttakendum er ráðlagt að nota óspart. Séð yfir salinn þar sem þátttakendur fylgjast með námskeiðinu. Viltu hætta að reykja? — Námskeiði til hjálpar reykingafólki að Ijúka GB- A íimmtudagskvöldið lauk námskeiði, sem haldið var i Arnagarði á vegum aðventista, til hjálpar fólki sem hætta vill reyk- ingum. Námskeið þetta var mjög fjðlsótt, en það sóttu um tvö hundruð manns og stóð i fimm daga. Danskur læknir, sem nú býr i Bandarikjunum, J.D. Henriksen að nafni, kom hingað til lands i annað skipti til að halda námskeið þetta.Henriksen læknir kom hér fyrst fyrir einu og hálfu ári siðan og hélt fyrirlestra á námskeiði sem haldið var þá i sama skyni. Henriksen sagðist hafa fimmtán ára reynslu i þessum efnum og aö reynslan sýndi að fólk sem sækti námskeið sem' þessi, tækist mjög vel að hætta reykingum, eða um 80% af þeim sem sækja námskeiðin hætta algjörlega. Þó væri þetta fólk sem reykt hefði mikið f fjölda ára. Hlutverk læknisins á námskeið- unum, er að fræða fólk um læknisíræðilega hlið málsins, hve reykingar geta haft skaðleg áhrif á heilsu manna og hvernig bezt er að hætta viö þennan leiða löst. Hann ráöleggur fólki að hreyfa sig meira en það hefur hingað til gert, slappa meira af, sofa mikið og drekka mikið af vatni og juice. Einnig ráðleggur læknirinn léttari mat, og að forðast skuli að drekka kaffi eða alkóhól. Fólk sem reykir 25-30 sigarettur á dag I nokkur ár, styttir llf sitt um allt að tiu til ellefu árum, sagði hann. Þegar námskeið þetta var auglýst, var búizt við að um eitt hundrað manns myndu sækja um þátttöku, en raunin varð heldur betur önnur, um tvö hundruð manns sóttu um þátttöku og varö þvl að skipta hópnum I tvo hluta, þannig að fyrri hópurinn mætti klukkan sex á kvöldin, en sá seinni klukkan hálf nlu, þau fimm kvöld sem námskeiðið stóð. Námskeiðin eru byggð upp á þvi, að tveir ræðumenn eru, annar læknir, eins og áður hefur komið fram, og hinn, sem i þessu tilfelli var Jón Jónsson, starfs- maður hjá aðventistum, reynir að rekja hvers vegna fólk byrjaði að reykja, venjuna sem þetta skapar frá sálfræðilegu tilliti, svo og auðvitað peningahlið málsins. Kvikmyndir voru sýndar á hverju kvöldi um skaðsemi tóbaksreykinga, og sagði Sigurður Bjarnason sem stendur að námskeiðum þessum fyrir hönd aðventista, að fólk hugsaði langmestum læknisfræðilega hliö málsins, þvi að peningaleysi er alltaf hægt að bæta, en heilsuleysi ekki. Sigurður sagði, að á hverju kvöldi námskeiðsins, væru þátt- takendur látnir fá spurningalista sem þeir svo svöruðu. Aðalspurningin á listum þessum, er auðvitað hvort og þá hvað mikið, þátttakendur námskeiðsins hafi reykt mikið þennan dag, einnig er spurt um liðan fólks og fleira. Þetta er i fjórða skipti sem er- lendir læknar hafa verið fengnir til að halda fyrirlestra á námskeiðum sem þessum, en einnig hafa verið haldin námskeið i Keflavik og á Akur- eyri. Fók virðist almennt kunna vel að meta þessa þjónustu, og þátttakan sýnir aö þaö eru margir sem vilja hætta reykingum en treysta sér ekki til þess án hjálpar. Okkur tókst að ná tali af nokkrum þátttakendum námskeiðsins: Jóhanna Eyjólfsdóttir: ,,Ég hef reykt I mörg ár og um tuttugu sigarettur á dag. Mér likar mjög vel á námskeiðinu og vonast svo sannarlega til að geta hætt reykingum alveg”. Pétur Kjerulf: „Hef reykt i svona tiu til ellefu ár um pakka á dag. Ég vona að ég geti staðið mig og hætt alveg” Guðrún Ester Árna- dóttir, og sonur hennar Baidvin Jónsson: „Guðrún sagðist hafa reykt I 18 ár og hafa reynt að hætta, en ekki tekizt hingaö til. „Það er mikið aðhald að vera svona mörg saman I hóp, öll með þeim ásetningi og af vilja gerð að reyna að hætta. Svo er bara að vita hvort maður stendur sig”. Baldvin fór með móður sinni eitt kvöldið á námskeiðið, og sagöist hann aldrei ætla að byrja aö reykja. Jóhann Þorvaldsson: „Ég hef reykt i fimmtán ár, um 25-30 sigarettur á dag. Ég vona að mér takist að hætta”. Jóhann sagðist ekki hafa reykt neitt siðan hann byrjaði á námskeiðinu. „Þegar þvi er lokið er bara að fara eftir þeim leiðbeiningum sem maður hefur fengið hér. Eins er verið að tala um að hafa fundi með þessum hóp aftur seinna. Viö fengum einnig öll slmanúmer hjá sessunaut okkar á námskeiðinu og höfum hringt i hvort annað á daginn til að vita hvernig gengur. Þetta mun einnig halda áfram eftir að námskeiöini lýkur”. Guðrún Ester Arnadóttir og sonur hennar Baldvin Jóhann Þorvaldsson Jóhanna Eyjólfsdóttir Pétur Kjerulf

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.