Tíminn - 07.09.1974, Qupperneq 8

Tíminn - 07.09.1974, Qupperneq 8
8 TÍMINN Laugardagur 7. september 1974. HVAÐ ER MINNI George Bernhard Shaw mundi yfir ni- ræðisaldur grátbroslega mynd úr barn- æsku um vínhneigðan föður sinn, þar sem hann sá hann koma heim með illa inn- pakkaða gæs undir öðrum handlegg og svinslæri undir hinum, ganga beint á garðvegginn i þeirri vissu,að hann væri að ýta upp garðhliðinu. Rússinn Schirali Mislimow, sem andaðist árið 1973 þá talinn vera 165 ára að aldri, gat greint frá atburðum, sem átt höfðu sér stað fyrir 150 árum. (Innskot) — „Þegar ég var 6 ára komu til okkar hjón framan úr Fnjóskadal og fengu að vera i húsmennsku. Hann hét Einar Guðnason.hún Sólveig og dóttir þeirra 12 ára gömul hét Hallfriður. Einar kenndi söng og þó nokkuð af fólki á Fjarðabæjun- um kom. Einar spilaði á viólin eins og þá var kallað. Ég man þetta eins og það hefði gerzt fyrir fáum dögum.” (Úr viðtali við Ingu Jóhannesd. i Grimsey 100 ára að aldri 1974). Mannveran geymir i huganum myndir löngu liðinna atburða, stórar og smáar um sorg og gleði. I nákvæmri útfærslu liða þær fyr- ir i minningu timans, allt hennar lif til hinztu ævistunda. Hvað er það, sem gerist i heila mannsins? Hvernig framkvæmir þessi þriggja punda samsetning i höfði voru svo furðulegt fyrirbæri? Hvað er það, sem við nefnum — minni? Allt fram á þennan áratug voru jafnvel visindamenn sannfærðir um, að mannkynið fengi aldrei svar við þeirri spurningu. Andi — það var eitthvað óáþreifanlegt, Minni — það var eitthvað i sál- inni: Það varð þvi að teljast eitt- hvað yfirnáttúrlegt. Og hvernig átti að búast við lausn á slikri gátu? Nú hafa heilasérfræðingar i fyrsta sinni i höndum sannanir fyrir þvi,að þessi ályktun sé röng. Þeir hafa fundið og sannað tilveru — minnisfrumu —i heilanum. En það þýðir, að engin dularfull hugfyrirbæri eða sálarlifsþættir — aðeins dálitill frumukjarni, sé undirstaða þess,sem við nefnum minniseiginleika. Það kemur i ljós, að sérstakar minnisfrumur heilans fá upplýsingar um allt það, sem fram kemur við einstak- linginn, grafa þær i sig eins og upptöku i ristur á hljómplötu, og þaðan er hægt að endurtaka þær hvenær sem til fellur eða þörf krefur. Ameriski próf. George Ungar (Houstonháskóla i Bandarikjun- um),einn þeirra, sem uppgötvað hafa minnisfrumurnar, orðar þetta þannig: „Hvort sem oss er það ljúft eða leitt, verðum við nú að viðurkenna þá staðreynd, að i heilanum er geymslu- og endur- spilunarstöð milljóna minnis- fruma.” Með dýratilraunum hafa vis- indamenn uppgötvað minnis- frumuna. Þegar dýrin höfðu til- einkað sér þekkingu á ýmsum fyrirbærum, sem þau þekktu ekki áður, var eftir að prófa, hvort mögulegt væri að einangra minnisfrumur þeirra ásamt þess- ari nýju þekkingu úr höfði þeirra, og koma þeim i höfuð annarra samkynja dýra. Það heppnaðist ! Minnisfrumur, sem höfðu tileink- að sér mjög margbrotin verkefni, voru með sprautum færðar úr einum heila yfir i annan, og dýrin, sem við tóku, gátu ráðið fram úr sömu verkefnum. Próf. Ungar gekk jafnvel feti framar. Hann sundurgreindi minnisfrumur og bjó til efna- fræðilega eftirlikingu þeirra, sem hann hyggst gera tilraunir með. Hann er sannfærður um, að það takist og segir: „Það kemur að þvi fyrr eða siðar, að við finnum á sama hátt efni og aðferðir til þess að útbúa fyrstu skynsemisfrum- urnar fyrir mannlegan heila, þótt það verði ekki i likingu við. „franska fyrir byrjendur.” Starfsbróðir hans próf. lámes Mc-Connell (Ann Arborháskóla i Bandarikjunum) segir um þessi mál: „Skynsemisfrumur i heil- ann með innsprautun þýðir bylt- ingu á öllum skoðunum okkar á reynslu og þekkingu. Það þýðir hrun allra hugmynda um okkur sjálf. Hvað er þá lengur Ég, hvaö er þá lengur persónuleiki? ” Þannig liggur heilinn i höföinu. Nú hafa tilraunir sannað þar geymslu- hólf fyrir hugmyndir og reynzlu hlaðið i frumur, sem hægt er að sundurgreina. Ameriski prófessorinn Ungar sprautaði skynsemis- frumum úr heilum dauðra rotta i lifandi. Samstundis vissu dýrin það sem þau höfðu aldrei áður iært. t Houstonháskóla (Texas) létu yfir 4000 rottur lífið undir fallöxinni eins og þessari. Áður var búið að koma óttanum i heila þeirra, sem siðan var sundurgreindur til þess að ná einstökum frumum. Til þess að ná skynsemisfrumunum þurfti frábærlega fullkomna tækni. t mannsheilanum eru 10 milljarðir fruma, að ofan má sjá eina I 20 þús.-faldristækkun. (teikn. sýnir margföld tengsl hennar við aðrar frumur). Prófessor George Ungar við Houstonháskóla (Texas) segir, aö hann láti ekki rottutilraunir sinar nægja. Hann hafi ákveöiö fyrstu mannlega tilraun með „skynsemisfrumur” á sjálfum sér. Heppnist sú tilraun yrði það upphaf að jafnhliða æfintýralegri sem uggvekjandi framtið.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.