Tíminn - 07.09.1974, Síða 13

Tíminn - 07.09.1974, Síða 13
Laugardagur 7. september 1974. ItMINN 13 Ernst Ekra, fulltrúi Rotary-samtakanna á Noröurlöndum, Jack Pride, sérstakur fulltrúi alþjóðasam- taka Rotary-manna, Hjörtur Eiríksson, umdæmisstjóri Rotary á tslandi, og Valgarð Thoroddsen, sem nú tekur við störfum umdæmisstjóra. Umdæmisþing Rotary á íslandi Dagana 28. og 29. júni s.l. var haidið formót og umdæmisþing Rotaryklúbbanna á islandi. Var mótið haldið á Akureyri i húsa- kynnum Menntaskólans, Möðru- völlum. Þinginu stjórnaði um- dæmisstjóri islenzka umdæmis- ins, Hjörtur Eiriksson verk- smiðjustjóri. Voru þar mættir um 160 fuiitrúar og gestir. Guðmundur Sveinsson skóla- stjóri flutti erindi, er hann nefndi Heimili — skóli — þjóðfélag, og Gissur Erlingsson, svæðisstjóri sima á Austurlandi, sagði frá námsskiptum á vegum Rotary. Ársskýrslu umdæmisins flutti umdæmisstjóri, og verðandi um- dæmisstjóri, Valgarð Thoroddsen rafmagnsveitustjóri,sagði frá ferð sinni á allsherjarþing Rotary I Minneapolis og umdæmisstjóra- þing i Lake Placed. Einnig fluttu erindi og kveðjur sérstakur full- trúi forseta R.I. Jack Pride og fulltrúi Rotary Norden, Ernst Ekra. A þinginu voru rædd ýmis Rotary-málefni, en mest um æskulýðsmál, sem verða efst á stefnuskrá umdæmisins á næst- unni. Veittir voru 6 styrkir til ung- menna á fræðslu- og kynningar- mót erlendis, auk heilsársstyrk, sem Rotary Foundation veitir ár- lega. Þá var einnig ákveðið að styrkja starfsemi skáta með kaupum á tjöldum fyrir Jambere-hátið þeirra i Noregi 1975. Þinginu var formlega slitið laugardagskvöldið 29. júni með hófiá Hótel KEA. Þar afhenti frá- farandi umdæmisstjóri Hjörtur Eiriksson eftirmanni sinum Val- garð Thoroddsen Rotarykeðjuna. Sunnudaginn 30. júnl hlýddu þingfulltrúar messu I Akureyrar- kirkju. NÁMSKEIÐ j KÖNNUN JARÐAR ÚR HÁLOFTUNUM Dagana 9.—12. september n.k. mun Verkfræði- og raunvisinda- deild Háskóla Islands, Raunvís- indastofnun Háskólans og Rann- sóknaráð rikisins gangast fyrir fræðsluráðstefnu I Norræna hús- inu um fjarkönnun. Fjarkönnun (fjarskynjun) er þýðing á ensku orðunum remote sensing og tákn- ar þá tækni, sem beita má við að skoða yfirborð jarðarinnar frá einhverjum stað hátt yfir jörðu, annað hvort frá flugvél eða frá geimflaug, og fá þannig upplýs- ingar um náttúruauðlindir á yfir borði jarðar landi eða sjó og stundum nokkra metra undir yfirborði jarðar. Myndirnar, sem teknar eru I háloftunum eru tekn- ar á innrauða filmu. Ráðstefnunni er ætlað að kynna þessa nýju tækni og munu fjórir erlendir sérfræðingar, sem starf- að hafa á þessu sviði flytja yf.r- litserindi. Þeir munu einníg hafa meðferðis myndir og veggspjöld til skýringa. Sett verður upp sýn- ing I Norræna húsinu I sambandi við ráðstefnuna. Ráðstefnunni hefur verið skipt I nokkra meginþætti eftir sérsvið- um: Undirstöðuatriði fjarkönn- unartækni, jarðfræði og jarðeðlis- fræði, vatnafræði, jöklafræði, haffræði, veðurfræði, landbúnað- ur og skógrækt, landmælingar, landnýting, landgræðsla, nátt- úruvernd og svæðaskipulag. Vegna þess hve Island er fjöl- breytilegt að náttúrufari og vegna þeirra virku rannsókna, sem hér eru stundaðar á sllkum fyrirbærum, hefur vaknað áhugi fyrir þvi aö þróa rannsóknaað- ferðir með athugunum á Islenzku náttúrufari úr gervihnöttum. Gert er ráð fyrir að allir þátt- takendur sitji ráðstefnuna fyrsta daginn, en siðan aðeins þann eða þá dagshluta, þegar sérsvið þeirra er til umræðu. Ráðstefnan er ætluð vlsinda- og tæknimönnum, sem áhuga hafa á f jarkönnunartækni. Heimilis ánægjan eykst með Tímanum Nemendur 0 stundkennarar. Þrjú kjörsvið eru við skólann, og eru þau raun- greinasvið, tónlistarsvið og mála- og félagsfræðisvið. Það síðast- nefnda er nýnæmi við skólann, bætt inn I málasviðið félagsfræði. Menntaskólinn á Isafirði verður settur 14. september sem er óvenjusnemma, en siðastliðið haust var hann settur 20. septem- ber og árið þar áður 1. október. Rúmlega 150 nemendur stunda nám við skólann i vetur, og þar af verða um 60-70 I heimavistinni. Fjórtán kennarar kenna við skólann. Menntaskólinn að Laugarvatni, verður settur 1. október. Nemendur við skólann I vetur verða 185 að tölu, þar af er hægt að koma 174 nemendum fyrir I heimavistinni, en hinir eru heimafólk og búa á staðnum. Niu fastir kennarar. .stunda.. kennslu við skólann, auk þriggja stunda- kennara. Kennt er I þrem deildum, máladeild, náttúrudeild og eðlisdeild. Að venju verður Menntaskólinn á Akureyri settur þann 1. október. Nemendur við skólann I vetur verða um 520 talsins, þar af búa 150 I heimavist og má reikna með að utanbæjarnemendur sem búa úti I bæ séu um 100 talsins, þannig að tæplega helmingur nemenda er utanbæjarfólk. Fastráðnir kennarar eru 29, en stundakenn- arar 6. Nýnemar hafa aldrei verið eins margir og þeir verða I vetur, eða um tvö hundruð. Kennt er I 29 bekkjardeildum. Sú nýjung verður tekin upp I vetur, að nú verður tekin I notkun sérstök tungumálakennslustofa, en hún er I gamla skólahúsinu og hefur verið sérstaklega innréttuð fyrir tungumálakennslu. Þar er einnig mjög fullkomið upptöku- herbergi, og mun aðeins ein slik stofa vera til á landinu, en það er I Norræna húsinu I Reykjavik. Þetta er þvl algjör nýung við menntaskóla. öll tæki til þessarar kennslu, en þau eru norsk, gáfu stúdentar, árgangur 1963, sinum gamla skóla s.l. ár. Það eru tólf nemendur sem geta verið við nám i stofunni I einu, en henni er skipt niður I hljóðeinangruð hólf. MA mun útskrifa I fyrsta skipti næsta vor, 20 stúdenta úr félags- fræðideild, sem tók til starfa árið 1972. Stúdentar munu sem áður, verða útskrifaðir 17. júnl Smjörsalan jókst um 46% SJ—Reykjavik — Smjörsalan hjá Osta- og smjörsölunni i Reykjavík var 46% meiri fyrstu átta mánuði þessa árs en á sama tima 1973. 1.048 tn hafa selzt af osti hér frá áramótum til ágúst- loka. 650 tn seldust af osti á sama tima, og er það 5% meira en I jan- ágúst 1973. Mesta söluaukningin varð við stórauknar niður- greiðslur á þessum vörum 20, mai sl. Nokkuð hefur dregið úr þessari miklu sölu eftir hækkun búvöruverðs I ágúst, en þó er enn góð sala i öllum vörutegundum, sem Osta og smjörsalan hefur að bjóða, að sögn framkvæmda- stjórans Óskars H. Gunnars- sonar. Smjörverð hækkaði um 40 kr. kflógrammið og kostar nú 245 kg. 45% ostur hækkaði I verði um 25 kr hvert kg, og kostar nú i bitum 351 kg. hvert kg. en 290 kr. í heilum og hálfum ostum. Sá ostur sem brytjaður er niður hjá Osta og smjörsölunni hefur um langt skeið verið vandlega merktur. Veittar eru upplýsingar um næringargildi: hitaeiningar, eggjahvituefni fitu s.sv.frv. Og tekið er fram hvort hann sé sterk- ur eða mildur en það ákvarðast af aldri ostsins. Fituinnihald er til- greint á tvennan hátt. T.d. er 45% ostur einnig merktur 26%-feitur. 45% er miðað við 100 gr af þurr- efni. En 26% er miðað við 100 gr af ostinum eins og hann kemur fyrir 30% ostur hefur þannig 17% fituinnihald viðað við 100 gr. 5 millj. atvinnu- lausir í USA Reuter—Washington — í Banda- rlkjunum voru 4 milljónir og 900 þús. manns atvinnulausir I slð- asta mánuði og er það litlu hærri tala en mánuðinn áður. 1 skýrslu frá vinnumálastofnuninni segir, að I ágúst hafi 5.4% af verkamönnum landsins verið at- vinnulausir. Mest var atvinnuleysis- aukningin meðal fullorðinna karl- manna. Landsþinginu lokið HJ—Reykjavík — Þriggja daga landsþingi Sambar.ds Islenzkra sveitarfélaga, sem haldið var I Súlnasal Hótel Sögu, var slitið ár- degis á fimmtudag. Mörg fróðleg erindi voru flutt á þinginu og auk þess urðu þar fjörugar, og oft á rlðum allheitar umræður um ýmis málefni. Fjöldi ályktana var samþykkt- ur, og var þeim tilmælum m.a. beint til alþingis og rikisstjórnar, að athugað yrði að taka upp staðgreiðslukerfi opinberra gjalda I áföngum, þannig að byrjað yrði á útsvörum. Auk bess skoraði landsþingið á alþingi og rlkisstjórn, að Lánasjóður sveit- arfélaga yrði efldur, svo að hann yrði fær um að gegna sinu hlut- verki I framtiðinni. A fimmtudagskvöldið sátu þingfulltrúar kvöldverðarboð félagsmálaráðherra og borgar- stjórnar Reykjavikur i Súlnasaln- um. Að kvöldverði loknum héldu þeir siðan upp á vel heppnað landsþing, með þvi að fá sér snúning, við undirleik hljómsveit- ar Hauks Morthens Heimilisiðnaðarfélag íslands — Embroiderers Guild Vefjum — Soumum — Hnýtum útsaums-sýning frá Embroiderers’ Guild i London opnar i dag kl. 3. Sýningin verður opin daglega frá kl. 14 — 22. ÍSLENZKUR HEIMILISIÐNAÐUR Hafnarstræti 3 TIMINN ER TROMP

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.