Tíminn - 07.09.1974, Síða 16

Tíminn - 07.09.1974, Síða 16
fyrirgódan nmt ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Morð i Súgandafirði — í nýrri íslenzkri kvikmynd Mikill koníaks- bruni Reuter-Cognac — Koniak aö jafnvirði 30 milljónir franka (770 millj. Isl. kr.) varö eldi aö bráð i gær i bænum Cogn- ac i Frakklandi. Eldurinn kom upp I kjöllurum Martell-fyrirtækisins, þegar neisti frá vélknúinni lyftu hrökk i leka úr vinámu. Skipti það engum togum, að 12.000 tunnur af gömlu finu koniaki brunnu þarna upp. Tunnurnar sprungu hver af annarri I hitanum, og rann logandi koniak út um allt. ______„_________) Kólerutilfelli í Danmörku NTB—Kaupmannahöfn — Dönsk kona sem nýlega kom heim frá Portúgal, er með kóleru, og ligg- ur á sjúkrahúsi. Læknar ráð- leggja öllum, sem liður eitthvað óvenjulega, að fara til læknis, ef þeir hafa nýlega verið i Portúgal. Engin hætta er á, að veikin breið- ist út I Danmörku. Lofa bót og betrun GB — Lögreglan á Seltjarnar- nesi stefndi tii sin hópi ungra pilta, sem eiga létt vélhjól og Frh. á bls. 15 BH—Reykjavik — Það telst jafn- an til viöburða, þegar ungir menn taka sig til og ráðast í að gera kvikmynd upp á eigin spýtur, án nokkurra styrkja eða stuðnings, vegna ánægjunnar einnar að koma verkinu i kring. Á morgun sunnudag verður nú mynd frum- sýnd I Suðureyrarblói i Súganda- firði, og er þessi mynd, að öllu leyti súgfirzk, tekin þar á tima- bilinu júnf-ágúst i sumar. Nefnist mynd þessi „Kviksyndi” og koma alls 11 leikarar fram i henni. Sýningartiminn er 35 minútur, og hefst frumsýningin á Suðureyri kl. 18. Við höfðum i gær tal af einum forsvarsmanni kvikmynda- gerðarinnar, ungum Súgfirðingi Sigurði Ólafssyni, en hann hefur gert handrit hennar-, annaðist leikstjórnina, klippinguna o.fl. — Er þetta mikil mynd, Sigurður? — Já, svona á okkar visu. Ég er vel ánægður með þetta, auglýsti þetta á miðvikudagskvöld, og það virðist anzi mikill áhugi i plássinu fyrir að sjá þetta. — Er myndin tekin i Súganda- firði? — Já, á Suðureyri, og um Súgandafjörð allan, úti i Staðar- dal. Þar er hraun og vatn, og það er mikið notað — Hvert er efni myndarinnar? — Þetta er drama. Um mann, sem lendir á villigötum. Það er talsverður efnisþráður, það byrjar þannig, að þau eru að horfa á sjónvarpið, hjónin, en maðurinn er að laumast i flösk- una annað slagið. Siðan endar meö þvi, að konan verður vör við þetta, það verður uppsteitur, og hann verðuraðfara út. Hannveit um aðra flösku, og hann heldur svona áfram og það endar með þvi, að hann stelur bil og fer hérna út I dal. Eiginlega— byrjar sagan daginn eftir þegar menn fara út i dal og þá hittist svo illa á, að þegar sá drukkni vaknar daginn eftir glorhungraður og illa til hafður, hittir hann þá þar sem þeir eru i veiðiferð. Hann hittir einn þeirra, sem er að éta, og hann heimtar mat, en hinn er ekkert hrifinn af svona vesaling, og vill bara ýta honum frá sér, og hann er sterk- ari, þessi sem var að drekka, og það verður til þess, að það fýkur i hinn, og hann gripur I hnif, en þá snýst við leikurinn, og það verður þarna úr morð að óyfirlögðu ráði. Og upp úr þessu spinnst efni myndarinnar. — Þar koma fram 11 leikarar. Hefur einhver af þeim komið á svið áður? —Já, ekki kannski verulega, ég segi fyrir mig, að ég hef leikið hérna I barnaskólanum, og svo þegar ég var i Verzlunar- skólanum. — A hvaða filmu takið þið þetta? • — Á Super Kodak 8. Litfilmu — Og þið feilið tónlist þarna inn? — Já, við höfum tónlist eftir súgfirzkan strák, sem er búinn að vera i bransanum fyrir sunnan, og á anzi mikið af góðum lögum. Hann heitir Sveinbjörn Jónsson — Býstu við, að myndin verði sýnd utan Súgandafjarðar? — Það er nú meiningin, alla vega hérna á næstu fjörðum til að byrja með. Það fer eftir aðsókn- inni hér — Er ekki óskaplegur kostn- aður við þetta? — Þetta er nú unnið algjörlega i sjálfboðavinnu. Filmukostnaður er ekki nema 10-15 þúsund kall. Það tekur 35 minútur að sýna þetta, og það er ekki nema svona fimm jninútna kafli, sem við höfum klippt úr henni —Hafið þið einhvern klúbb þarna á staðnum til að vinna að þessu? — Nei, það er enginn klúbbur. Þetta er bara okkar frumkvæði. Við erum aðallega tveir, sem höfum staðið i þessu og talað við fólk, og þá kemur þetta svona saman, Það eru margir, sem hafa haft áhuga á að vinna með okkur. Og þá er þess ógetið, að hann heitir Snorri Sturluson, sem leikur aðalhlutverkið I myndinni, en væntanlega getum við birt myndir úr kvikmyndinni og sagt nánar frá henni strax eftir helgina — að frumsýningu lokinni. Á Suðureyri I Súgandafiröi verður ný, islenzk kvikmynd frumsýnd um helgina. USAogKúba í samband á ný NTB—Washington — Bandarikin og Kúba hafa tekið upp fullt stjórnmálasamband á nýjan leik og hyggjast nú bæta samband rikjanna. Þessa dagana er utan- rikisráðherra Kúbu, Paul Roa, i Sviss, þar sem hann ræðir við háttsettan, bandariskan dipló- mat. EINS OG kunnugt er hefur verð á bensini nú verið hækkað upp i 48 krónur fyrir hvern litra. Stefán Jónsson, sem á sæti i Talsmaður bandariska utanrik- isráðuneytisins sagði að frétt þessi kæmi sér á óvart og ambassadorinn I Sviss hefði ekki fengið það verkefni að hafa sam- band við Roa. Þá hafa Costa Rica, Venezuela og Comombia beðið samband Frh. á bls. 15 verðlagsnefnd, gaf blaðinu eftir- greindar upplýsingar um hvernig verðið á bensinlitranum sundur- liðast, miðað við það verð sem ákveðið er frá 9. september 1974: Kostaði hann milljón GB-Reykjavik — Enn cin bil- veltan varð á Keflavíkurveg- inum i gærdag, er ökumaður reyndi árangurslaust að forð- ast að aka á kind, sem hljóp út á veginn I veg fyrir bifreið hans. Bifreiðin, sem var af gerð- inni Mercury Comet, árgerð 1974, fór margar veltur og er talin gjörónýt — verð ein milljón. ökumanninn sakaði ekki, og þykir það ganga kraftaverki næst. Kindin var ekki eins heppin, þvi að hún drapst samstundis. Mjög mikið hefur verið um bilveltur á Keflavikurvegin- um i sumar. __ ÞANNIG SKIPTIST BENSÍNVERÐIÐ Aðalfundur Bílgreina- sambands Hundraðs- Verð' hluti :• kr 1. Cif verð ásamt uppskipunarkostnaöi og rirnun vegna leka............................ 24,77% 11,89 2. Verðtollur, vörugjald og sölu- skattur til rikissjóðs.......................... 26,98% 12,95 3. Vegagjald til vegasjóðs......................... 33,33% 16,00 4. Verðjöfnunargjald vegna innlendrar verðjöfnunar. Bankakostnaður og opinber leyfisgjöld.............................. 1,67% 0,80 5. Dreifingarkostnaður innanlands, rekstur birgðastöðva ofl. tilh. samkv. mati verðlagsyfirvalda.................... 5,02% 2,41 6. Leyfð álagning oliufélaganna i hundraðshlutum á verð ........................... 3,81% 1,83 7. Leyfð smásöluálagning, sem er ákveðin magnálagning á litir............................. 3,65% 1,75 8. Tillag i „púliu” til veröjöfnunar millifarma....................................... 0,77% 0,37 Framangreinda liði má draga saman i þrjá heildarflokka, sem eru þessir: Cif-verö 24,77%, eða tæplega 1/4. af smásöluverði. Hlutur rikissjóðs og Vegasjóðs Samtals..... 100% Kr. 48,00 60,31%, eða rúmlega 3/5. af smásöluverðinu. Allur annar kostnaður 14,92%, eða rúmlega 1/7. hluti af smásöluverðinu. BILGREINASAMBANDIÐ heldur fjórða aðalfund sinn i dag, laugardag, og að þessu sinni á Akureyri. Munu sækja hann um 120 manns. A fundinum verður meðal annars sýnd sænsk mynd um iðnfræðslukerfi, sem nú er notað við menntun bifvélavirkja i iðnskólanum I Reykjavik. Tvö erindi verða flutt. Jón Bergsson verkfræðingur talar um samskipti bilaverkstæða við bila- og varahlutainnflytjendur og Bjarni Bragi Jónsson fram- kvæmdastjóri um eflingu þjón- ustuverkstæða i dreifbýli og hlut- verk byggðasjóðs i þvi sambandi. Starfsemi frystihús anna í „Aukin fjárbinding frystihús- anna á þessu ári er þvi 1300-1600 milljónir króna. Bankarnir hafa hiaupið undir bagga eins og kostur hefur verið á, en engu að siður eru mörg hundruð milljónir króna I hreinum vanskilum og mjög viða er orðið um algert greiðsluþrot að ræða. Við þetta bætist svo það að tekjuskattar, sem aldrei eru taldir með I rekstrargrundvelli frystihús- anna, eru nú þessa dagana sem óðast að falla i gjalddaga, en þeir nema sennilega um 200 milljónum króna”. Þannig er komizt að orði i greinargerð stjórnar Sambands- fiskframleiðenda um stöðu hrað- frystiiðnaðarins. Kemur hér til verðfall frystra sjávarafurða og fiskimjöls, sem hófst snemma árs 1974 og kjarasamningarnir frá I hættu fyrravetur, er höfðu i för með sér stóraukinn kostnað. Af þessum sökum er halli frystihúsanna orðinn 500-600 milljónir i árslok, og bætist þar við sölutregða, svo að birgðir hlaðast upp. Siðan segir: „Sjávarútvegurinn er megin- grundvöllur alls efnahagslifs á Islandi. Þegar velgengni er i sjávarútvegi er jafnframt vel- gengni i þjóðfélaginu öllu. Þegar afturkippur verður i sjávarút- vegi. verður jafnan samdráttur I öllu atvinnulifi innan skamms tima og atvinnuleysi fylgir I kjöl- farið. Stjórnmálamenn þessarar þjóðar hafa á undanförnum mánuðum mjög lýst þeirri ætlun sinni að viðhalda fullri atvinnu i landinu. Meginskilyrði þess að hægt sé að viðhalda fullri atvinnu Frh. á bls. 15 Chou alvar- lega veikur NTB—Peking— Chou En-lai, for- sætisráðherra Kina, sem þjáðst hefur af hjartameini i fjóra mán- uði, hefur aftur verið lagður inn á sjúkrahús og getur ekki tekið á móti erlendum gestum. Kinverskir embættismenn hafa skýrt bandariskum og v-þýzkum þingmönnum sem eru i heimsókn i Kina, að Chou geti ekki hitt þá. Hubert Humphrey fyrrum vara- forseti Bandarikjanna sagði, aö þeim hefði verið sagt, að Chou hefði fengið slæmt kast. Llklega hefði hann ofreynt sig við hátiða- höldin á degi hersins 27. júli. Menn velta þvi nú fyrir sér, hvort Chou muni taka aftur við störfum. Hann er nú 76 ára og hefur verið driff jörðin i utanrikis- stefnu Kina undanfarin ár.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.