Tíminn - 28.09.1974, Blaðsíða 1

Tíminn - 28.09.1974, Blaðsíða 1
Stjórnventlar Olíudælur Olíudrif Iti>\ & ^ r/ /#* -t® —II-i_ Landvélarhf 185. tölublað — Laugardagur 28. september—58. árgangur Dömurl Nýjung! N DRESSFORM fatnaður loks á tslandi Pantið bækling núna 33373 Sjálfvirkur simsvari allan 1 sólarhringinn. Póstverzlunin Heimaval, Kópavogi. Málsvari frjálsrar menningar borinn til grafar í gær SJ — Reykjavlk — Hann þekkti fánýti allra þeirra fræða, sem svipta menn hæfileikanum tii að biðja guð eins og smælinginn. Eitthvað þessu likt fórust sr. Jakobi Jónssyni dr. theol. orð I ræðu við útför Sigurðar Nordal prófessors, sem gerð var frá Dómkirkjunni i gær. Siðasta við- fangsefni Sigurðar Nordais voru isienzkar þjóðsögur og var honum mjög hugstæð þjóðsagan um gömlu kerlinguna, sem ekkert gat lært nema faðirvorið. Loks tókst að kenna henni eitthvað fleira gott, en hún gleymdi öiiu jafn- harðan og faðirvorinu líka. Þetta var tilefni ummæla sr. Jakobs um hinn mikla menntamann og hugs- uð þjóðar okkar, sem svo vel kunni að meta einfaldleikann. í eftirmælum dagblaöanna i gær um Sigurð Nordal minnast margir á þennan einfaldleika, sem hann hafði til að bera, enn- fremur glettnina og alvöruna. Ritningarorð sr. Jakobs við útför- ina voru úr Matteusarguðspjalli um húsráðandann, sem ber fram nýtt og gamalt úr f jársjóði sínum, sem hann sagði að sér heföu þeg- ar komið I hug þegar honum var falið að jarðsetja Sigurð Nordal prófessor. Sigurði Nordal var ljós nauðsyn samhengisins i andlegri menningu. Maðurinn, lifsskoðun hans og trúarlif voru honum ævinlega ofarlega i huga. Sigurð- ur Nordal var frægur á unga aldri fyrir nýjan skilning sinn á Is- lenzkum bókmenntum, en jafn- framt á tengsl Islenzkrar menn- ingar við heimsmenninguna að fornu og nýju. Sr. Jakob minntist þess elds, sem brann I ritdeilum Nordals á fyrri hluta æviskeiðs og stilltari strauma um hann á efri árum. Hann var málsvari frjálsr- ar menningar. Samkvæmt ósk hins látna voru öll erindin i sálminum Um dauð- ans óvissa tlma eftir Hallgrim Pétursson flutt við útförina, en það var jafnframt vilji hans að ef annað væri sungið skyldi það einnig vera eftir sr. Hallgrim. Út- förin var látlaus. Ragnar Björiis- son lék Sálmaforleik. Nokkrir söngvarar fluttu Allt eins og blómstrið eina við undirleik Ragnars. Kirkjan var fullskipuð og fánar blöktu i hálfa stöng viða i borginni. Guðlaugur Þorvaldsson háskólarektor, Jakob Benedikts- son dr. phil. Andrés Björnsson út- varpsstjóri, Gylfi Þ. Glslason, Gunnar Thoroddsen og ráðher- arnir Vilhjálmur Hjálmarsson, Geir Hallgrimsson og Ólafur Jó- hannesson báru kistu hins látna úr kirkju. íbúðarhús á Akureyri springur í loft upp: Brakið lá eins og hráviði út um allt íbúar hússins voru í Reykjavík, og það vildi þeim til happs, að þeir höfðu ekki komizt heim vegna veðurs GéBé—Reykjavik — Rétt fyrir klukkan átta I gærmorgun, varð ofsaleg sprenging i húsinu númer 20 við Löngumýri á Akureyri. Hitavatnsgeymir, sem var I kjall- ara undir miðju húsinu, sprakk með feikilcgum gauragangi. Af- leiðingar sprengingarinnar urðu þær, að húsið er eyðilagt, og stendur varla steinn yfir steini. tbúar hússins voru til allrar ham- ingju ekki heima, þannig að eng- inn slasaðist. Orsakir sprengingarinnar eru enn ókunnar, en Bogi Nllsson iög- fræðingur á skrifstofu bæjarfó- geta sagði, að tveir menn hefðu þegar verið dómkvaddir til aö kanna þær, og aðrir tveir menn dómkvaddir til að skoða og lýsa skemmdum. Skemmdir urðu einnig á nær- ------------------------------ liggjandi húsum, þegar múrbrot og ýmsir hlutir flugu út I loftið við sprenginguna. Skófla fór t.d. inn um kjallaraglugga I nálægu húsi og rúður I næstu húsum brotnuðu. Frúin I húsiu við hliöina, Sólveig Jónsdóttir, sem er kona Ingva Rafns Jóhannssonar, raf- virkjameistari, sagði að sér hefði fyrst dottið i hug að kominn væri jarðskjálfti, þegar hún hrökk upp við drunurnar og lætin. „Þetta stóð stutt yfir” sagði Sólveig, ,,en hávaðinn var geysilegur og af- leiðingarnar miklar og slæmar.” Sólveig sagði, að maður sinn hefði verið nýfarinn að heiman til vinnu sinnar, þegar sprengingin varð. „Hefði hann veriö nokkrum sekúndum seinna á ferðinni, hefði hann án efa orðiö fyrir einhverj- um af þeim múrbrotum og stein- um, sem þutu út um allt við sprenginguna.” Það er kraftaverk, að enginn skyldi hafa verið á ferli I nágrenni hússins þegar sprengingin varð, en hún var rétt fyrir klukkan átta um morguninn, eins og fyrr segir. Börn voru á leið I skóla og fólk á leið til vinnu sinnar. Gatan varð ófær vegna múrsteina og hluta úr húsinu, sem lágu eins og hráviði út um allt. Húsiö að Löngumýri 20 er al- gjörlega eyðilagt. Ekki mun verða unnt að gera við það, held- ur verður að reisa það allt frá grunni. Austurhlið hússins mun einna heillegust, en eins og Sól- veig sagði, þá er ekki til einn ein- asti hlutur heill úr húsinu, hvorki af innanstokksmunum né öðru. „Skemmdir urðu töluverðar á okkar húsi” sagði Sólveig, „það brotnuðu tvær rúður i stofu, og teppi og húsgögn skemmdust af glerbrotum, en skemmdirnar eru ekki fullkannaðar enn. Við erum að sjálfsögðu með góðar trygg- ingar.” Það var nýbúið að setja örygg- isútbúnað á hitakerfið i húsinu sem eyðilagðist. Hann virðist auðsjáanlega hafa bilað meira en litið. Strax um hádegi á föstudag var Frh. á bls. 15 Einar Agústsson. „ANÆGÐUR EFT- IR ATVIKUM" „Ég er eftir atvikum ánægður með samkomulagið i Washington I gær. Þetta er i samræmi við stjórnarsamninginn, og við fengum fram þaðsem við óskuðum eftir i þessari lotu, og siðar verður haldiðáfram sameiginlegum viðræðum um fvrirkomulaeið barna á vellinum. Meira hef ég eiginlega ekki að segja, að svo stöddu. Þannig svaraði Einar Agústsson utanrlkisráðherra, er Timinn náði tali af honum i New York I gær. Kista Sigurðar Nordal prófessors borin úr Dómkirkjunni. 1 dyrum sést annar sona hans, Jóhannes Nordal seðlabankastjóri, og kona hans. — Timamynd: Gunnar FYRSTA HAUST- HRETIÐ SNEMAA- KOAAIÐ í ÁR Óveður mikið gekk yfir landið á föstudagsnóttina. Einna mestur var veðurofsinn á Austfjörðum, og hefur reyndar verið slæmt veður þar undanfarna 2—3 sólar- hringa. Á ’Neskaupstað fengum við þó þær upplýsingar, að ekki væri vit- að um neinar skemmdir, hvorki á bátum né húsum. Þar hefur geng- iðá með slyddu-hrið og vegir allir eru illfærir vegna snjóa. A Seyðisfiröi er mjög hvasst, og hefur verið bleytuhrið þar. Snjóað hefur mikið til fjalla, og eru vegir allir ófærir til Seyðisfjarðar. Veð- urspáin er sú sama, áframhald- andi hvassviðri. Um hádegi I gær- dag voru 8—9 vindstig sagði Páll Bergþórsson veðurfræðingur. A Egilsstöðum hefur verið mjög úrkomusamt undanfarið, snjókoma hefur verið litil I byggð, en þvi meiri til fjalla, og eru vegir allir ófærir. Engar skemmdir hafa orðið á mannvirkjum, en það sem menn óttast mest, er að fé hafi fennt til fjalla. Viðast hvar er búið að smala einu sinni, og er þvi án efa mikið fé enn á fjöllum. 1 Loðmundarfirði er sjö manna gangnahópur, með um ellefu hundruð fjár. Hefur hópurinn þurft að halda kyrru fyrir undan- farnar tvær nætur I Stakkahliö, vegna þess að ekki er hægt að koma fénu yfir ána, sem rennur um fjarðarbotninn. Ætla gangna- menn að koma fénu til Seyðis- fjarðar. 1 Stakkahllð er rafmótor svo að hópurinn getur haldið á sér hita og haft ljós. Mjög hvasst var norðanlands, slydduhrið og kalt. A Vestfjörðum var aftur á móti orðið eins stigs hiti um miðjan dag I gær, og bjart veður. Sunnanlands var bjart og þurrt, þó að hvasst hafi verið. —GéBé í DAG Tónlistar- lækningar á íslandi — blaðamaður Tímans á námskeiði — bls. 8-9 ¥ Kvennaskólinn 100 ára — bls. 6 ★ íslendingaþættir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.