Tíminn - 28.09.1974, Side 2

Tíminn - 28.09.1974, Side 2
2 TÍMINN Laugardagur 28. september 1974. Laugardagur 28. september 1974 Vatnsberinn (20. jan.—18. febr.) Það er alveg óþarfi að láta hugfallast, og fráleitt að vera haldinn svartsýni og bölmóð, þótt eitthvað smávegis bjáti á. Þú skalt reyna að lita sem mest á björtu hliðarnar á hverju máli, þvi að allt stendur til bóta hjá .þér. Fiskarnir (19. febr.—20. marz) Þaðlitur út fyrir, að fólk i áhrifastöðum, sem þú kannt aðhafa leitað til, geri þér einhvern greiða, en þú þarft að minna á þig. Einnig er liklegt, að þú komist i vont skap yfir að þurfa að standa skil á einhverju, sem þú hefur trassað. Hrúturinn (21. marz-j-19. april) Þetta virðist vera nokkuð góður dagur hjá þér, sérstaklega verður kvöldið ánægjulegt fyrir þig. Einhver atburður gerist, sem sannfærir þig um það, að þú eigir að einbeita þér að þvi að sækjast eftir vinsældum innan fjölskyldunnar. Nautið (20. april—20. mai) Nú skaltu ekki hugsa þig um lengur, þvi að i dag eru einmitt meiri möguleikar en um langt skeið á að ná meira út úr þvi, sem þú hefur keppt að. Þvi skaltu ekki draga lengur að reyna að koma þinum málum áleiðis á þann hátt, sem þú telur heppilegast. Tviburar (21. mai—20. júni) Þetta er einkennilegur dagur, og vis til að verða þér minnisstæður. Það eitt má þó fullyrða, að hann er ekki heppilegur til langferða, en stutt ferð til vina eða kunningja gæti orðið þér til ánægju. Krabbinn (21. júní—22. júli) t kvöld, eða undir kvöldið, er mjög liklegt að þér berist til eyrna ánægjulegar fregnir af vinum eða kunningjum. Þú skalt endilega notfæra þér þá möguleika, sem þú hefur til að auka þekkingu þjna. Ljónið (23. júli—23. ágúst) Varastu þessar tilhneigingar þinar aö vera 01 hlédrægur Leyfðu hæfileikunum, sem þú ert gæddur, að njóta sin, og vertu viss: árangur þess erfiðis, sem þú hefur á þig lagt, mun verða eftir þvi ánægjulegur. Jómfrúin (23. ágúst—22. sept.) Þetta virðist vera þó nokkuð mikilvægur dagur hjá ýmsum þeim, sem fæddir eru undir Jómfrúrmerkinu, og litur út fyrir, að persónuleg málefni ýmissa gætu orðið fyrir óvæntum og mikilvægum breytingumr- Flutningar og bústaðaskipti á dagskrá — eða hvað? Vogin (23. sept.—22. okt.) Það er eitthvað mikilvægt á döfinni, og ekki fráleitt, að kvöldið verði skemmtilegt hjá sumum, og það litur út fyrir, að ástamálin verði ofarlega á blaði, — en gott er aöhafa það hugfast að fara að öllu með gát. Sporðdrekinn (23. okt.—21. nóv.) Það eru ekki neinar likur á skyndilegum breytingum til batnaðar i dag, eins og þú hefur verið að búast við. Þú ættir að taka lifinu með ró, vinna að framgangi þinna mála i rólegheitum og muna, að stundum ergottað flýta sér hægt. Bogmaðurinn (22. nóv.—21. des.) Þú ert með ýmsar snjallar hugmyndir i kollinum um þessar mundir, og það er um að gera fyrir þig að koma þeim á framfæri sem fyrst. t kvöld ættir þú að gera f jölskyldunni eitthvað til ánægju og gleði. Það borgar sig i óvæntri mynd. Steingeitin (22. des.—þ19. jan.) Hafðu augu og eyru opin, og sérstaklega skal þér ráðlagt að beita athyglinni i dag, þvi að einhverjir vinir þinir eru visir með að gefa þér ráðleggingar eða hugmyndir, sem komið geta að gagni i mörgum myndum. IffliiiiÍulIlSí.m IUhI Hi Aulaleg sjónvarpsmynd ÞAÐ ER orðið langt siðan sjónvarpsglápendur hafa verið snuðaðir jafnherfilega og á mánudagskvöldið var (23. sept.) Þá var á dagskrá mynd, sem hét Stóðhesturinn og var sögð vera brezk sjónvarpsmynd eftir John King og David Rook. Dagblaðið Visir kynnir myndina á þá lund, (og hefur vafalaust haft það eftir forráðamönnum sjónvarpsins), að gera megi ráð fyrir þvi að margir hestamenn muni hafa gaman af þvi að sjá þessa mynd, þvi eins og nafnið bendi til, sé mikið um hesta i henni. Meginefni myndarinnar er það, að einsetumaður býr með hundi sinum og hrossum (mörgum, að manni skilst) á afskekktum stað á Suðvestur-Englandi. Siðan gerist það einn góðan veðurdag, að stóð- hestur sleppur úr haldi i nágrenninu, kemst I kynni við hross einbúans, heillar hugi kven- kynsins og hefur á brott með sér fimmtiu merar. Og nú er bezt að vitna orðrétt i dagskrárkynningu Visis, (sem áreiðanlega er gerð i góðri trú, samkvæmt heimildum, sem blaðið hefur aflað sér á réttum staö): „Einbúinn heldur þegar til þessa að leita að stroku- hrossunum, og gengur myndin að mestu út á eltingaleik einbúans við hestana...” Electrolux Hl Frystikista 310 Itr. Electrolux Frystikista TC114 310 lítra Frystigeta 21,5 kg á dag. Sjálfvirkur hita- stillir (Termostat). Öryggisljós. Ein karfa- Útbúnaður til að fjar- lægja vatn úr frystihólfinu. Seg- ullæsing. Fjöður, sem heldur lokinu uppi. Vörumarkaðurinn hf. Eftir þessu að dæma hefði mátt búast við fjörugri og skemmti- legri mynd, þar sem riðið er i kringum hross á heiðum, en þvi er nú ekki aldeilis fyrir að fara. Maðurinn leitar ekki að hrossum, heldur að einum hesti, og fer svo afglapalega að þvi, að engum heilvita manni gæti dottið annað eins í hug. Menn ná ekki ljón- styggum hesti i óbyggðum með þvi að spasséra á eftir honum og ætla að henda kaðallykkju um háls hans. (Hefði ekki verið nær að reka til hans þessar fimmtiu hryssur, sem hann var búinn að gera skotnar i sér, reka þær siðan, og hann með, i heima- hagana, þar sem þær voru kunnugar, og veiða „graddann” þannig?) Nei, svo sjálfsagt mál dettur höfundum myndarinnar ekki i hug. Þeir láta einbúann byrja á þvi að elta hestinn á jeppa, og er það ferðalag allt hið fáránlegasta, unz þvi lýkur i skógi, þar sem jeppatetrið stang- ast heldur óþyrmilega á við trjá- bol, en kúskurinn veltist um hálf- rotaður og með sár á enninu. Hann er þó ekki veikari en svo, að brátt getur hann haldið ferðinni áfram, en nú með kaðalspotta og beizli eitt i höndum. Allt er það ferðalag með miklum ólikindum, en þegar manninum hefur loks tekizt að ná hestinum, getur hann komið upp i hann beizli, sezt á bak og flengriðið eins og hann lystir. Þessi ljónstyggi, hálfvillti grað- hestur var þá eftir allt saman taminn, mannelskur og ekkert nema þægðin. Það sem langverst er við þessa mynd er þó það, að hún minnir svo mjög á franska kvikmynd sem heitir Hvita hryssan, að flestir myndu að óreyndu ætla, að hún væri ekkert annað en klaufa- leg stæling á henni. Sá er bara munurinn, að franska myndin er snjöll og áhrifamikil (eins og Frakka var von og visa), enda byggð á allt öðrum forsendum, en þessi mynd er bæði ólistræn og ósnjöll, en auk þess svo fjarstæð öllum raunveruleika, að hún gefur alranga mynd af þvi sem hún á að lýsa. Dýramyndir sjónvarpsins eru margar hverjar með allrabezta efni sem það flytur, og eiga áreiðanlega ósmáan þátt i vinsældum þess. En þessi mynd var slys — og skyldi langt til annars eins. Sveitakarl VIRKM ÞAÐ ER I SEM ÚRVAUD ER 'fDfíD Veljið vegg fóðrið og mólning una d SAAAA STAÐ muml' Veggfóður- og mólningadeild Armula 38 - Reykjavík Símar 8-54-66 & 8-54-71 Opið til 10 á föstudagskvöldum og hádegis á laugardögum Tíminn er peningar Auglýsitf i Tímanum I Sólun SÓLUM HJÓLBARÐA Á FÓLKSBÍLA, JEPPA- OG VORUBÍLA MEÐ DJÚPUM SLITMIKLUM MUNSTRUM. Ábyrgð tekin á sólningunni. Kaupum notaða sólningarhæfa nylon-hjólbarða. önnumst allar .viðgerðir hjólbarða með fullkomnum tækjum. GÓÐ ÞJÓNUSTA. — VANIR MENN. BARÐINN HF. ARMULA 7 V30501 &84844

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.