Tíminn - 28.09.1974, Blaðsíða 12
12
TÍMINN
Laugardagur 28. september 1974.
,,0-já/ og víst er um það. Hún Katrin mín — jú, það er
ósvikinn kvenmaður", svaraði hann, og svo kom löng
mærðarrolla, sem aldrei ætlaði að taka enda. En Katrín
hafði heyrt þetta allt saman áður. Nú var það samt ekki
Áland, sem hann talaði um, heldur Austurbotnar, hún
sjálf, systur hennar og foreldrar og heimili þeirra. Því
lengur sem Jóhann talaði, því stórfenglegri varð
búskapur föður hennar, og að lokum var svo komið, að
karlinn átti hálfa sóknina. Kúafjöldinn þrefaldaðist í
meðförunum og hestaeignin f jórfaldaðist.
Norðkvist hlustaði á hann með kindarlequm svip oq
háðsglotti á vörum. Katrín sá, að hann trúði ei einu ein
asta orði Jóhanns. Á fáum andartökum höfðu hinar
djörf u vonir hennar um indæla bújörð orðið að engu. All-
ir draumar hennar og öll sú ást og virðing, sem hún lagði
á mann sinn, sættu nú sömu örlögum. Hinn hræðilegi
sannleikur stóð henni afhjúpaður fyrir hugskotssjónum.
Vegna þessa, sem hér blasti við augum — kofans, sem
kominn var að falli, og grjóthólanna í kringum hann —
hafði hún farið úr föðurgarði. Og maðurinn hennar var
duglaus skjallari, sem allir höfðu að spotti, en enginn
trúði. — Enginn, nema hún, sem í barnslegri einfeldni
sinni hafði látið ginnast.
Að lokum setti kapteinninn upp alvörusvip.
,,Hafðu gát á því, Jóhann, að komast um borð í tæka
tíð. Það eru ekki svo ýkja miklar vistir, sem ég læt skipa
út. Ég hafði ekki annað en dálítið af kjöti og kartöf lum".
„Já, auðvitað, herra kapteinn, náttúrlega. Ég skal
áreiðanlega vera kominn í tæka tíð", sagði Jóhann auð-
mjúklega.
Þá vatt Norðkvist sér að Katrínu.
,,Þú kemur svo niður eftir til okkar í fyrramálið og
hjálpar okkur til við að lú garðana", sagði hann i
skipunarróm. ,,Og þú verður hjá mér um sláttinn".
Hann beið ekki eftir svari, heldur snaraðist brott.
Katrín starði ringluð á eftir honum. Hvað er þetta
eiginlega? Átti hún að fara að vinna við annarra bú?
Látá skipa sér það? — Hér var svo sem ekki verið að fara
bónarveginn.
Jóhann tók lykil upp úr vasa sínum og fór að bogra við
hegilásinn, er var fyrir dyrunum, og gat loks lokið upp
gisinni hurðinni.
,, Komdu inn, Kata. Ég verð að f ara strax um hæl. Ann-
ars verður karlinn stjörnuvitlaus".
Hann skálmaði inn. Katrín smaug á eftir honum inn i
dimman gang.
„Fara hvert?" spurði hún.
„Til skips, til skips. Þú heldur þó ekki, að sjómenn
megi vera að því að dvelja langdvölum á þurru landi, og
það um þetta leyti? — Ne ei, kelli mín, ekki aldeilis".
Hann f leygði fataböggli hennar f rá sér og steðjaði aft-
ur til dyranna.
„Þú ætlar þó ekki að hlaupa burtu á svipstundu", æpti
Katrín óttaslegin. „Skilja mig eina eftir? Hvað á ég til
bragðs að taka? Ég er hér bráðókunnug og þekki enga
manneskju".
„O, þú sérð þér áreiðanlega farborða, Kata. Vertu hjá
Norðkvist um sláttinn. Ég kem aftur i haust, eða þá um
jólin, vona ég".
Allt í einu vafði hann konu sína örmum.
„Ó, þú getur getið þess nærri, Kata", sagði hann svo,
„hvort ég hefði ekki viljað vera heima svo sem einn dag
að minnsta kosti, — en skútan bíður. Karlinn er áreiðan-
lega orðinn gulur og grænn af vonzku. Og líði þér nú vel.
Við sjáumst í haust".
Hann snaraðist út, og Katrín sá, að hann hljóp við fót
niður grýttan stíginn, eins og lítill, hræddur skólastrák-
ur. Hann var kominn úr augsýn áður en hún hafði áttað
sig á því, hvað var að gerast.
Hún fór nú að kynna sér hreysið, sem hér eftir átti að
vera heimili hennar. Oðrum enda hússins var skipt í
tvennt, gang og geymslu. Hvort tveggja var dimmt og
þröngt og ömurlegt. I hinum endanum var aðeins eitt
herbergi, sem þó var ekki stórt. Engin tjöld voru fyrir
gluggunum, og póstarnir voru allir ormsognir. Bliknað
veggfóðrið var óhreint og slitið og mjög lágt undir loftið,
sem var svart af sóti. Lítil eldstó var viðeinn vegginn, og
hún var jaf n biksvört að utan sem innan og hálf af gam-
alli ösku. Yfir henni var gamall járnpottur, en beygluð
kaffikanna hékk á nagla á veggnum. Hún leið niður í
pottinn. í honum var grautarlögg, sem orðin var þurr og
hörð, enda sjálfsagt margra mánaða gömul, og þvara lá
viðbarminn. I kaf f ikönnunni var svart og f últ skólp.
I horninu við dyrnar var óhreinn skápur, steinn undir
einu horni hans, því að ein löppin var brotin undan hon-
um. ( honum voru rykfallnir, skörðóttir bollar og kar-
myglaður, beinharður brauðhleifur. Rotta, sem skauzt
yfir gólfið, leitaði sér afdreps bak við skápinn. Undir
glugganum stóð valt og f urðulega skítugt borð. Innan f rá
því var slagbekkur. Lokið var lagt upp að veggnum, og á
því voru sængurföt og annað ekki sérlega fýsilegt. Þann-
ig hafði Jóhann skilið við fletið sitt fyrir mörgum
mánuðum. Við gaflinn voru tveir stólar, og í horninu
KVELL
G
E
I
R
I
D
R
E
K
I
K
U
B
B
U
R
mm
i
LAUGARDAGUR
28. september
7.00 Morgunútvarp. Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for-
ustugr. dagbl), 9.00 og 10.00.
Morgunbæn kl. ,7.55.
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Ingólfur Jónsson endar
sögu sina „Ferðin yfir fjöll-
in sjö” (4). Tilkynningar kl.
9.30. Létt lög á milli liða.
Óskalög sjúklingakl. 10.25:
Dóra Ingvadóttir kynnir.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar. Tónleikar.
13.30 Spænsk tónlist. Konung-
lega Filharmóniusveitin i
Lundúnum leikur, Leonard
Salzedo stjórnar. Felicity
Palmer syngur, Philip John
Lee leikur á gitar, Leslie
Pearson á sembal og John
Wolfe á ensk horn.
14.00 Vikan sem var. Páll
Heiðar Jónsson sér um þátt
með ýmsu efni.
15.00 Miðdegistónleikar.
Augustin Leon Ara og Jean
Claude Vanden Eynden
leika Sónötu fyrir fiðlu og
pianó eftir Rodrig. Vladimir
Ashkenazy, Jack Brymer,
Terence Macdonagh, Alan
Civil og William Water-
house leika Kvintett i Es-
dúr fyrir pianó og blásara
op. 16 eftir Beethoven.
15.45 A ferðinni. ökumaður:
Árni Þór Eymundsson
(16.00 Fréttir. 16.15 Veður-
fregnir).
16.30 Horft um öxl og fram á
við. Gisli Helgason fjallar
um útvarpsdagskrá siðustu
viku og hinnar næstu.
17.30 Söngvar I léttum dúr.
Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki.
Tilkynningar.
19.35 „Hoikiaki” smásaga
eftir Jón Pálsson. Höfundur
les.
20.05 Claudio Arrau leikur á
pianó. Fantasiu i C-dúr,
„Wandererfantasiuna”, eft-
ir Schubert.
20.30 Frá Vestur-lslendingum.
Ævar R. Kvaran sér um
þáttinn.
21.15 Hljómplöturabb. Þor-
steinn Hannesson bregður
plötum á fóninn.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Danslög.
23.55 Fréttir I stuttu máli.
Dagskrárlok.
Laugardagur
28. september
20.00 Fréttir
20.20 Veður og auglýsingar
20.25 Liberace og heimur
hans. Bandariskur
skemmtiþáttur, þar sem
italsk-bandariski pianó-
leikarinn og furðufuglinn
Liberace leikur listir sinar
og segir frá ævi sinni.
Þýðandi Jóhanna Jóhanns-
dóttir.
21.15 trak. Frönsk
fræðslumynd um
stjórnmála- og efnahagslif i
landinu. Þýðandi Ragna
Ragnars.
22.00 Berlinargull (A Prize of
Gold) Bresk- bandarisk
biómynd frá árinu 1955,
byggð á skáldsögu eftir Max
Catto. Leikstjóri Mark
Robson. Aðalhlutverk
Richard Widmark, Mai
Zetterling og Nigel Patrick.
Þýðandi óskar Ingimars-
son. Myndin gerist i Þýska-
landi á striðsárunum.
Bandariskur liðþjálfi
kynnist þýskri stúlku, sem
tekið hefur að sér hóp af
munaöarlausum börnum.
Hún vill komast með hópinn
til Suður-Ameriku, og hann
ákveður að reyna að hjálpa
henni að útvega það fé, sem
til þarf.
23.35 Dagskrálok