Tíminn - 28.09.1974, Qupperneq 3
Laugardagur 28. september 1974.
TÍMINN
3
Mikil verðhækk-
un á sekkjavöru
„VERÐHÆKKANItt erlendis á
nauðsynjavörum hafa haldið
áfram siðustu mánuði, og hjá
Nýr bæjar-
stjori a
Akranesi
A FUNDI bæjarstjórnar
Akraness I gær var Magnús Odds-
son, rafveitustjóri þar, kosinn
bæjarstjóri næstu fjögur ár.
A Akranesi er bæjarstjórnar-
samvinna vinstriflokkanna, og
greiddu fulltrúar þeirra fimm
Magnúsi atkvæði, en Sjálfstæðis-
menn sátu hjá.
Olíumöl á
Eyrarbakka
SJ-Reykjavik —Verið er að ljúka
undirbúningi lagningar oliumalar
á um 320 metra vegarkafla á
Eyrarbakka.
Hér er um að ræða aðalgötu
þorpsins. Oliumölin verður lögð i
næstu viku.
Gisla Theodórssyni, aðstoðar-
frkvstj. innflutningsdeildar S.Í.S.
fengum við eftirfarandi
upplýsingar um verðlag á nokkr-
um vörutegundum undanfarið”.
Þannig er að orði komizt i Sam-
bandsfréttum, fréttabréfi Sam-
bands islenzkra samvinnufélaga.
Siðan er gerð grein fyrir
verðhækkunum á nokkrum al-
gengum vörutegundum:
Hveiti
Hveitiverðið hefur stigið mjög
ört á s.l. ári og það sem af er
þessu. Sem dæmi má nefna, að
heildsöluverð á hveiti I 5 lbs.-
umbúðum var i janúar 1973 45 kr,
i september sama ár 69 kr, i
janúar 1974 var það komið upp i 92
kr, og nú i september i 143 kr, eða
hafði rúmlega þrefaldazt frá
byrjun s.l. árs. Tilsvarandi
hækkanir hafa einnig orðið á
hveiti i öðrum umbúöastæðrum.
Sykur
Þá hefur verð á sykri hækkað
mjög undanfarið. Innflutnings-
deildin hefur fylgzt mjög vand-
lega með verðinu i hinum ýmsu
viðskiptalöndum og jafnan keypt
þar.sem það var lægst hverju
sinni. Verðið hefur verið sem hér
segir á þeim sykri, sem hún hefur
keypt s.l. ár, og er miðað við verð
á einu tonni i 50 kg. sekkjum:
I október s.l. ár var sykur
keyptur i Belgiu á 300,50$ i janúar
frá Póllandi á 360$, i april frá
Danmörku á 525,40$ i júni frá A-
Þýzkalandi á 576$, ágúst frá
Bandarikjunum á 774,58$ og i
september frá Bandarikjunum á
986,55. Hefur verðið þannig meir
en þrefalda'Zt á tæpu ári.
Fóður
Þá hefur fóður hækkað mjög
mikið undanfarið. Innflutnings-
deildin hefur gert mikil fyrir-
framkaup á mais og byggi i
Kanada og tilbúnu- fóðri i Dan-
mörku, og mun það fóður duga
hennifram yfir áramótin. Frá þvi
að þessi kaup voru gerð hefur
verðið hins vegar hækkað um 30%
I Norður-Ameriku.
Stóraukin rekstrarfjár-
þörf
Þá gat Gisli þess, að eins og
lægi i augum uppi sköpuðu þessar
verðhækkanir stóaukna rekstrar-
fjárþörf hjá innflutningsdeildinni.
Bættist það ofan á það, að 25%
fjárbindingin frá þvi i sumar
hefði gert deildinni erfitt fyrir á
ýmsum öðrum sviðum, en
framgreindar þrjár vöruteg-
undir eru undanþegnar henni.
Vel tenntir þingmenn
Það er i annála fært, að einu sinni beit maður eyra af öðrum, er
ryskingar urðu i réttum fyrir norðan. Nú lifum við á daufri tiö, og
ekki spyrzt umneina eyrnabita, enda margir kannski orðnir svo illa
tenntir af sykuráti og þess konar, að þeir geti ekki drýgt neinar
dáðir af þvi tagi.
Aftur á móti er enn fjör og kraftur i ttölum. Hjá þeim munu að
visu ekki tíðkast neinar réttir, en aftur á móti hafa þeir þingsal. Þar
brugðu þeir á leik, og þeir, sem vel voru tenntir, beittu þeim
vopnum, sem guð hafði gefið þeim, og bitu hver annan eins og þeir
höfðu tennur og afl til I kjálkavöðunum. Ekki er þess þó getiö, að
eyra neins þingmannsins hafi lrgið á gólfinu er viðureigninni lauk,
en aftur á móti var næstum klippt skarö I túlann á einum þeirra.
Það má með sanni segja, að þeir séu blóðheitir þarna suður frá.
Tuttugu og fimm ár að baki
isfirðingur, blað Framsóknarmanna á Vestfjörðum, varö fyrir
skömmu tuttugu og fimm ára. Akvörðun um stofnun þess var tekin
á heimili þeirra Kristjáns Jónssonar frá Garðsstöðum og Sigriðar,
konu hans, Guðmundsdóttur, af nokkrum mönnum, er þar komu
saman siðsumars 1949.
„Húsbóndinn var þá, eins og jafnan fyrr og siðar, áhugasamur, og
ég minnist þess, að húsmóðirin lagði orð I belg og dró ekki úr okkur
kjarkinn”, segir Jón A. Jóhannsson i grein I tsfiröingi, þar sem
hann rifjar þennan atburð upp. „Heimili þeirra hjóna stóð alltaf
opið, ef við þurftum að koma saman tilskrafs og ráðageröa”.
Þegar stofnað hafði verið á Vestfjörðum kjördæmasamband
Framsóknarmanna, tók það við útgáfunni, og siðan hafa þeir Jón og
Halldór Kristjánsson á Kirkjubóli annazt ritstjórn blaösins.
Politiken um Samvinnuna
Danska blaðið Politiken hyggst innan skamms birta grein, þar
sem fjaliað verður um isienzkt timarit. Þetta timarit er
Samvinnan, og tilefnið er breyting, sú, sem gerð hefur á henni
nýlega.
Það er ekki algengt, að ísienzk timarit séu gerö að umræðuefni
erlendis. tslenzkur blaðamaður I Danmörku Halldór Sigurðsson,
mun rita greinina.
—JH
Hópum gefinn kostur
á þjólfun og böðum
Ölvusréttir komn-
ar inn í Hveragerði
Réttað þar í síðasta sinn á fimmtudaginn?
SJ-Reykjavik. Starfsmanna- og
félagshópum gefst nú kostur á að
nota sér aöstöðu Heilsuræktar
innar i Glæisbæ til baða, hvíldar
og líkamsræktar, sem nú hefur
verið skipulögð með tilliti til
þeirra. Hópar geta fengið tima i
Heilsuræktinni með eða án
þjálfara frá stofnuninni.
Heilsuræktin var stofnuð 1969
og er sjálfseignarstofnun.
Upphafsmaður starfseminnar
var Jóhanna Tryggvadóttur sem
nú er stjórnarformaður. Árið 1972
var starfsemi Heilsuræktarinnar
flutt I nýtt húsnæði I Glæsibæ við
Suðurlandsbraut/Álfheima. Ný-
lega hefur Rögnvaldur Ólafsson
verið ráðinn framkvæmdastjóri
Heilsuræktarinnar, en auk hans
starfa þar 7 manns auk sjálf-
boðaliða. Þjálfarar eru allt
áhugafólk.
Meðal þeirra eru Jóhanna sjálf
og Helga Guðmundsdóttir.
Þjálfunin i Heilsuræktinni fer
nú eingöngu fram i blönduðum
hópum fyrir karla og konur.
Meðal þeirra sem sækja böð, og
þjálfun og hvild i Heilsuræktinni
eru Geir Hallsteinsson, hinn
kunni iþröttamaður, sem kvaðst
hafa vanizt svipuðu i Þýzkalandi
og lýkur lofsorði á aðstöðuna i
Glæsibæ.
Þá hefur Björn Jónsson, for-
maður ASÍ sótt staðinn svo og
ýmsir læknar svo sem Jónas
Bjarnason og Sigurður Samúels-
son.
Sjúku fólki er bent á að sækja
ekki æfingar i Heilsuræktinni, þó
fer þar ekki fram læknisskoðun
þátttakenda.
Hópar fá afslátt hjá Heilsu-
ræktinni. Fyrir þá kostar 2.734 kr.
að koma 8 sinnum þangað, og fá
þeir þá ekki þjálfara frá stofnun-
inni.
Fjögur guguböð eru á staðnum,
heitar laugar, sturtur, ljós og
þjálfunartæki. Ullarteppi eru I
æfingarsölum fyrir hvild og
slökun.
Fyrir einstaklinga kosta 8
skipti 3.150-5.050 kr. eftir þvi
hvenær dagsins komið er.
20% afsláttur er veittur fyrir
annað hjóna.
Þjálfunartimar eru 45-50
minútur, en fyrir og eftir geta
menn notið baða og annars, sem
stendur til boða i Heilsuræktinni.
ÖLFUSRÉTTIR hafa frá ómuna-
tið verið fimmtudaginn i 23. viku
sumars. Á aðra öid hafa þær verið
i Hveragerði, en nú má heita, að
þessi iögskiiarétt sé komin inn i
sjáift þorpið, og hlýtur að þvi að
draga, að hún verði aö vikja.
Jafnvei getur hugsazt, að þar hafi
Gsal-Reykjavik. Ámundi
Amundason, umboðsmaður
hljómseita og skemmtikrafta hef-
ur nú fengið vilyröi fyrir hijóm-
leikahaldi I Laugardalshöllinni
12. nóvember, og það þýðir, að
brezka hijómsveitin SLADE mun
koma til tslands og halda hljóm-
leika þann dag.
Hljómsveitin Slade, er um
þessar mundir talin ein
nú verið réttað í síðasta sinn á
fimmtudaginn var.
Fyrr á öldum höfðu austan-
menn réttir uppi á fjallinu i sam-
einingu við Mosfellinga, en fyrir
lok seytjándu aldar voru ölfus-
réttir fluttar i grennd við Hvamm
i ölfusi. Þaðan voru þær aftur
vinsælasta rokkhljómsveit ver-
aldar, og hafa lög þeirra hvar-
vetna klifið upp á hæsta topp
vinsældalista bæði I Evrópu og
vestan hafs. Hér á landi á hljóm-
sveitin stóran aðdáendahóp og
þvi eru þessar fréttir áreiðanlega
mörgum kærkomnar.
Amundi Amundason hefur fyrir
nokkru — eða þegar koma Slade
barst fyrst I tal nú i haust —
færðar i Hveragerði i kringum
1845, vegna skriðufalla og grjót-
hruns.
Þá voru Olíusréttir einnig
lögrétt Grafningsmanna og Sel-
væginga, en árið 1910 voru lög-
réttir teknar uppi i Grafningi.en
nokkru fyrr i Selvogi.
ákveðið miðaverðið á hljóm-
leikana og sagði hann þá, að það
yrði 1000.00 krónur, en hækkaði
sem gengisfellingu næmi. Þvi má
fastlega gera ráð fyrir, að verð
hvers miða veröi um 1200,00
krónur.
Slade eru um þessar mundir að
hefja hljómleikaferð um Evrópu,
en þeir hafa i sumar unnið að gerð
kvikmyndar i heimalandi sinu.
SLADE koma 12. nóvember
r
— Amundi hefur fengið Laugardalshöllina fyrir hljómleikana
Geir Hallsteinsson I heitu lauginni (t.v.) Björn Jónsson og fleiri efia þrekið undir leiðsögn Jóhönnu
Tryggvadóttur.
Snjór í nné
á innstu bæjum í Svarfaðardal
HD-Dalvlk. — Innst er I Svarf
aðardal er nú jafnfallinn snjór
rúmlega i hné, jafðlaust með öllu
og fé á húsi. Vegir eru þó færir
stórum bílum, og verður slátrun
dilka af innanbæjunum færð fram
og látin fara fram i dag, laugar-
dag.
Jónas bóndi Þorleifsson i Koti
fremsta bæ i Svarfaðardal, sagði
AUKIN KAUP
SAMKVÆMT viðskiptasamningi
tslands og Tékkóslóvakiu fóru ár-
legar viðskipaviðræöur fram
milli íslenzkra og tékkneskra
viðskiptanefnda I Prag dagana
12.-13. september sl.
Var þar einkum rætt um þróun
viðskiptanna og ráðstafanir til
þess að draga úr þeim halla, sem
að þar hefði snjóað stanzlitið
undanfarna daga, en mest þó I
fyrradag. Hefur mjög mætt á
mönnum að ná saman fé og sjá
þvi farboða.
öllu skár mun statt inni I Skiða-
dal, þvi að þar skóf meira af. tJti
á Dalvik er aðeins föl, og þó veg-
urinn til Ólafsfjarðar væri ófær i
gærmogun, stóö það aðeins stutta
stund.
TÉKKA HÉR
verið hefur á viðskiptum Islands
viö Tékkóslóvakiu á undanförn-
um árum. Kemur þar helzt til
greina aukin sala á Islenzkum
freðfiskflökum og fiskimjöli.
Niðjjrstöður viðræðnanna voru
bókaðar i sérstaka fundargerð,
sem formenn beggja nefnda
undirrituðu.