Tíminn - 28.09.1974, Qupperneq 15

Tíminn - 28.09.1974, Qupperneq 15
Laugardagur 28. september 1974. TÍMINN 15 G amhaldssaga FYRIR BÖRN Mark Twain: Tumi gerist leyni- lögregla hátiðlegt, að það er engu likara en að allt fólk, sem manni þykir vænt um, sé dáið og grafið. Og það liggur við, að maður óski þess, að maður sé lika sjálfur dauður og grafinn og kominn veg allrar veraldar frá öllu saman. Veiztu hvað það er, sem setur fólk þannig út úr öllu jafnvægi? Það er voróróin — vorþráin. Og þegar maður er farinn að finna til hennar, þá langar mann — i rauninni veit maður ekki almennilega, hvað það er, sem mann langar i, en það er eins og kökkur setjist fyrir brjóstið, svona hræðilega sterk er þessi löngun. Fyrst og fremst er eins og einhver löngun til að fara eitthvað, fara burtu frá öllu leiðinlegu og þreytandi, sem maður er orðinn vanur við og þreyttur á — burtu til að sjá eitthvað nýtt. Já, þetta er það ein- mitt: Mann langar til að fara út i heiminn, flakka um framandi og fjarlæg lönd, þar sem allt er dularfullt, æsilegt og rómantiskt. En ef ekki er um slikt að tala, verður meður að gera sig ánægðan með eitt- hvað minna. Mann langar bara að breyta eitthvað til, fara eitt- hvert, þangað sem maður á kost á að fara, bara eitthvert. Maður er þakklátur Samkeppni um gæða- merki á iðnvarning Útflutningsmiðstöð iðnaðarins hefur ákveðið að gangast fyrir samkeppni um hönnun á merki, sem er ætlað að vera gæðamerki fyrir islenzkar iðnaðarvörur til útflutnings, sem einnig mætti nota á vörur, sem seldar eru á ts- landi. Verður merki þetta notað á vör- ur eða umbúðir og gefur til kynna að um vandaða vöru sé að ræða. Verður sett á stofn nefnd, af stjórn Útflutningsmiðstöðvar iðnaðarins, sem á að ákveða hvaða vörutegundir mega bera merkið. Aður en slikt leyfi er veitt á að fara fram könnun á gæðum vörunnar og fylgist nefndin siðan meö þvi að sömu vörugæðum sé haldið við. í hinni hörðu samkeppni á alþjóðlegum mörkuðum, er það mjög mikilvægt að neytendur geti treyst á gæði vörunnar. Þegar merki þetta verður kunnugt á mörkuðum okkar, geta viðskipta- vinir treyst þvi að um gæðavöru sé að ræða. Þá er það von útflutningsmið- stöðvarinnar að merkið verði öll- um hvatning til vöruvöndunar, sem að framleiðslustörfum vinna. Samkeppni þessi er með nokk- uð nýstárlegum hætti, þar sem ætlunin er að gefa almenningi Konu rænt Reuter Santo Domingo,— Fjórir menn, vopnaðir vélbyssum, rændu á föstudaginn konu nokkurri, sem er framkvæmda- stjóri upplýsingaþjónustu Banda- rikjanna og halda henni fanginni i sendiráði Venezuela i Santo Domingo. Konan heitir Barbara Hutchinson, og er um fertugt. Hún er frá Delaware i Banda- rikjunum. Talsmaður bandariska sendiráðsins sagði, að Barböru Hutchinson hefði verið rænt um morguninn, en ekki gat hann sagt hvar, né heldur hvort ræningjarn- ir hafi farið fram á lausnargjald. Asamt Barböru Hutchinson eru i haldi hjá mannræningjunum, konsúllinn og nokkrir aðrir menn, i sendiráði Venezuela. Jarðskjálfti Reuter Bogota — t miðborg og norðvestur Columbiu urðu tveir sterkir jarðskjálftakippir i gær- dag, en engar fregnir hafa borizt um hvort skemmdir hafa orðiö eða slys á fólki. Fyrri jarðskjálftakippurinn mældist sex gráður á Richter- mæli, en það var um 600 km norð- vestur af Bogota. Ekki er vitaö um hve sterkur seinni kippurinn var. © íþróttir mótanefndar að ákveða leikdag eins og viðkomandi aðilum hefur verið tilkynnt um. Samkvæmt skeyti sem borizt hefur frá IBA og ummælum form. Vikings i blöð- um, virðast þessi tvö félög ekki ætla að mæta til þessa leiks. Að þvi tilefni tekur stjórn KSt skýrt fram, að hún litur svo á, að ef viðkomandi félög mæta ekki til leiks, þá séu þau hætt þátttöku og hafi jafnframt firrt sig rétti til að taka frekar þátt i 1. deildar- keppninni að ári. Stjórn KSI felur formanni að kynna þetta álit sitt fyrir forráðamönnum IBA, og Vikings og leiða þeim fyrir sjónir, að stjórn KSI, sem fram- kvæmdaraðili 1. deildarkeppn- innar, eigi ekki annarra kosta völ, ef til þess kemur að hvorugt liðið mætir til leiks. Er það einlæg von stjórnar KSl, að ekki þurfi til slfkra ákvarðana að koma.” kost á að taka þátt i vali þeirra merkja, sem hljóta verðlaun. Dómnefnd hefur verið valin og velur hún beztu merkin, sem al- menningur siðan greiðir atkvæði um. Verða merkin kynnt i fjöl- miðlum og nánar frá þvi skýrt, hvernig kosningunni um merkin verður hagað. I dómnefndinni eiga sæti Gisli B. Björnsson, skólastjóri Mynd- lista- og handiðaskóla Islands, Gunnar Árnason, fulltrúi hjá Kassagerð Reykjavikur hf., Helga Sveinbjörnsdóttir, auglýsingateiknari, Jón Sigurðs- son, framkvæmdastjóri Islenzks markaðar hf. og Orri Vigfússon, framkvæmdastjóri Glits hf. Verðlaun verða þrenn, Fyrstu verðlaun verða 110 þúsund krónur og önnur og þriðju verðlaun 25 þúsund krónur hvort. Verða þau veitt þeim merkjum, sem hljóta flest atkvæði frá almenningi. öllum er heimil þátttaka i keppninni, sem búa á Islandi og hafa hér starfsréttindi. Skila- frestur er til 25. október. ■■ ■■ riwrnTTTTmni 3 11111111111 Bæjarmólefni Kópavogs Framsóknarfélögin I Kópavogi halda almennan félagsfund i Félagsheimilinu-efri sal- þriðjudaginn 1. okt. kl. 20.30. Rætt verður um bæjarmálefni Kópavogs. Frummælendur verða bæjarfulltrúarnir Magnús Bjarnfreösson og Jóhann Jónsson. Stjórnir félaganna. r-------------------------------------------- Félag Framsóknarkvenna í Reykjavík Vetrarstarfið hefst með handavinnukvöldi hjá bazarnefnd n.k. mánudagskvöld 30. þ.m. kl. 20.30 að Rauðarárstig 18. Fjölmennið. Stjórnin. ^____________________________________________J Pétur Sveinbjarnarson, framkvæmdastjóri umferöarráðs, Ólafur Jóhannesson dómsmálaráðherra og Ólafur W. Stefánsson, skrifstofustjóri I dómsmálaráðuneytinu skoða veggspjald umferðarráðs, sem sett verður upp I öllum verzlunum, er selja endurskinsmerki. KYNNING Á ENDURSKINS- MERKJUM EFTIR HELGINA 1. október hefst árleg kynning umferðarráðs á endurskins- merkjum og gildi þeirra fyrir umferðaröryggið, þegar skamm- degistiminn fer i hönd. Kynningin hófst á því, að dómsmálaráð- herra ólafi Jóhannessyni voru af- hent sýnishorn endurskinsmerkja þeirra, sem umferðarráð hefur látið útbúa til dreifingar og sölu um allt land. Við það tækifæri sagði dómsmálaráðhera m.a.: „Umferðin krefst árlega mikilla fórna, og i litlu þjóðfélagi sem okkar er hvert mannslif dýrmætt. Ég vil þvi eindregið hvetja alla, jafnt unga sem aldna til þess að nota þessi ódýru merki. Þau eru vissulega varúðarráðstöfun til að koma i veg fyrir slys og geta orðið ódýr liftrygging.” Að þessu sinni beinist athyglin sérstaklega að fullorðna fólkinu, þvi þrátt fyrir mikilvægi endur- skins fyrir gangandi vegfarendur hefur reynzt örðugt að koma á al- mennri notkun merkjanna. Það er útbreiddur misskilningur að endurskinsmerki séu fyrst og fremst fyrir börn. Fullorðnir eru meira á ferli eftir að skyggja tekur og eru þar af leiðandi oftar i Brakið byrjað að hreinsa til i kring um húsið, hreisa götuna og nálægar lóðir. Við það verk voru notaðar stórvirkar vinnuvélar. Ibúar og eigendur Löngumýri 20 eru Sigmundur Björnsson og kona hans, en þau voru stödd i Reykjavik, nýkomin úr ferðalagi frá Italiu og hefðu verið komin heim, ef verið hefði flugveður. Þau lögðu þegar á stað i bil til Akureyrar, er þau fréttu um, hvað gerzt hafði. Ljót hefur verið aðkoman, að koma að heimili sinu algjörlega eyðilögðu. hættu. A s.l. ári gerði umferðarráð áætlun til þriggja ára um sölu endurskinsmerkja. Þá seldust 28 þús. endurskinsmerki, á þessu ári er markmiðið að selja 40 þús. merki og á næsta ári 50 þúsund. Einn þriðji hluti umferðarslysa á sér stað i myrkri og slæmu skyggni, auk þess sem þau eru mun alvarlegri en slys i dags- birtu. Endurskinsmerki eru þvi mikilvæg fyrir gangandi vegfar- endur, þegar þeir eru á ferli i myrkri eða slæmu skyggni. End- urskinsmerki er gert úr þúsund- um örsmárra glerperla beggja megin á þunnri plötu. Þegar svo ljós bifreiðar fellur á plötuna end- urkastar hún ljósinu með miklum styrk til bifreiðastjórans. Gang- andi vegfarandi sést fimm sinn- um lengra frá ef hann notar end- urskinsmerki. Þar með kemur endurskinsmerkið i veg fyrir að hinn gangandi vegfarandi sjáist of seint. Að þessu sinni hefur umferðar- ráð gefið út bækling, sem hefur verið sendur fyrirtækjum, stofn- unum og sveitarfélögum viðsveg- ar um landið. Þessum bæklingi er ætlað aðkynna endurskinsmerkin fyrir þessum aðilum. I bæklingn- um er þeim bent á, að umferðar- ráö geti útvegað þeim end- urskinsmerki með nafni og/eða merki fyrirtækja, skóla, stofnana eða sveitarfélaga. Ennfremur að endurskinsmerki séu tilvalin til þess að afhenda starfsfólki og fjölskyldum þeirra, svo og við- skiptavinum og þannig geti þau oröið góð auglýsing. |e df Danskennsla Þ.R. Kennsla i gömlu dönsunum og þjóðdöns- unum hefst á mánudaginn 30. sept. Kennt er i Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Flokkar fulloröinna, byrjenda og framhald á mánudögum og miövikudögum. Unglingaflokkar á fimmtudögum að Frikirkjuvegi 11. Barnaflokkar á mánudögum. Yngri flokkar hreyfileikir, söngdansar o.fl. Eldri flokkar islenzkir og erlendir þjóðdansar og gömlu dansarnir. Kennslustaðir Alþýðuhúsið v. Hverfisgötu og Fellahellir i Breiðholti. Innritað er i Alþýðuhúsinu i dag kl. 1-2.30 og á mánudag frá kl. 4. Simi 12826. Börn í Breiðholti. Innritað verður I Fellahelli á mánudag- inn frá kl. 4.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.