Tíminn - 25.10.1974, Page 8

Tíminn - 25.10.1974, Page 8
8 TÍMINN Föstudagur 25. október 1974. EINVÍGI KORCHNOJS OG KARPOVS Skákskýringar eftir Friðrik Ólafsson Nú gerir hvorki aö reka né ganga i einviginu milli Karpovs og Korchnojs, og hefur 8 skákum i röö lyktaö meö jafn- tefli — aö visu eftir haröa baráttu. Karpov heldur þvi enn tveggja vinninga forskoti sinu og fara nú aö dvina möguleikar Korchnojs til aö jafna metin eftir þvi sem nær dregur lokum einvigisins. En Korchnoj er greinilega engin uppgjöf i hug og hann hefur allur færzt i aukana að undanförnu. Þetta kom t.d. greinilega fram i 10., 11., og 13. skákinni, þar sem Karpov stóð höllum fæti, en tókst að halda jöfnu meö seiglu og útsjónarsemi. Karpov viröist vera i varnarstöðu, eins og sakir standa, og það kom þvi ekkert á óvart, aö hann skyldi taka sér veikindafri, þegar tefla átti 15. skákina s.l. mánudag. Hann vill safna kröftum fyrir lokaátökin og nú riöur á miklu fyrir hann, að honum takist að halda sitt strik 6 næstu skákirnar. Takist honum þetta má sigurinn heita tryggður, þvi aö óliklegt er, að Korchnoj hafi nægilega krafta og taugastyrk til að vinna upp tveggja vinninga forskot i fjórum siöustu skákunum. Hitt er miklu likiegra, að hann verði gripinn örvæntingu og gripi til örþrifaráða til að reyna að brúa 'biliö. Þau gagna ekki gegn Karpov, til þess er taflmennska hans of markviss og heilsteypt. Liklega iðrar Korchnoj þess nú að hafa ekki i rikara mæli sett traust sitt á Frönsku vörnina, þvi að hún hefur reynzt honum vel I þessu einvigi. Karpov, sem jafnan fylgir for- skrift Tarrasch i þessari byrjun (Tarrasch-afbrigðið), hefur ekki tekizt að finna agnúa á tafl ' mennsku Korchnojs og jafnvel mátt þakka fyrir jafntefli i sumum skákanna. Það gæti satt að segja vel hugsast, að staðan i einviginu væri nú jöfn (þ.e.a.s. 14 jafntefli!), ef Korchnoj hefði gert sér grein fyrir ágæti Frönsku varnarinnar, fyrr en raun varð á. Eins og nærri má geta hefur þetta einvigi lagt fram drjúgan skerf til „teóriunnar” i Franskri vörn og er 12. skákin til marks um það. Hún er fremur stutt miðað við aðrar skákir i þessu einvigi, en athyglisverö engu að siöur. Skákin má heita i jafnvægi allan timann og henni lyktar með þráskák eftir afar fjörug vopna- viðskipti i miðtaflinu. Sann- gjörn úrslit og rökréttur endir á vel tefldri skák. 10. c3 11. Da4 Bg4 Bh5 Sama varð upp á teningnum i 8. og 10. skákinni. Svartur vikur biskupnum undan, þvi að hvitur hótaði 12. Rxc6 ásamt 13. Dxg4. 12. Be3 Enn reynir Karpov nýjan leik. 18. skákinni varö framhaldiö 12. Hel, Dc7 13. h3, Bg6 14. Bg5, a6 15. Bfl, h6 16. Bxe7, Rxe7 17. Hadl, Rc6 18. Bd3, Bh5 19. g4, Bg6 20. Dc2 (Hvitur græðir augsýnilega ekkert á 20. Bxg6, fxg6 21. Re6, Df7 22. Rxf8, Dxf3 o.s.frv.). 20. —, BxB 21. DxB, Had8 og svartur mátti vel við una. í 10. skákinni lék Karpov aftur Rg-e6! og vinnur a.m.k. peð. 15. Rb5 Dd7 16. Bxc4 dxc4 Eða 16. —, Bxf3 17. Bb3, Be2 18. Rxd6 og hvitur stendur mun betur að vigi. 17. Hfdl Hvers vegna þennan hrók, en ekki hinn? Skýringarinnar er aö leita i eftirfarandi afbrigði: 17. —, a6 18. Hxd6, Dxb5 19. DxD, a6xD 20. Hb6 o.s.frv. Hvita a- peðið er nú valdað og sigur- horfur hvits eru vænlegar. 17. Dxc4 væri glapræði vegna 17. —, Hac8 18. De2, Bxf3 19. gxf3, Bb8 og svartur vinnur án teljandi fyrirhafnar. 17. —, Rf5! 7. dxc5, sem kemur i sama stað. niður. 7. cxd4 8. Rb3 8. Rxd4 er vafasamt vegna 8. — Bxh2+ 9. Kxh2, Dh4+ 10. Kgl, Dxd4 o.s.frv. 8. - Rge7 9. Rbxd4 0-0 14. Bd3 Rc4 Vafalaust hefði Korchnoj kosið_að geta undirbúið þennan Ieik með 14. —, a6 (til að hindra 15. Rb5.), en til þess gefst ekki ráðrúm. Hvitur getur leikið 15. Rg5 og svartur kemst ekki hjá liðstapi. Ef t.d. 15. —, h6 þá 16. 12. skákir árangurinn meiri. Framhaldið Snagggaraleg ur leikur, sem | Hv.: Karpov. Sv.: Korchnoj. varð 12. —, h6 13. Be3, a6 14. opinberar vei lurnar i hyitu j nsk vörn Hfel, Dc7 15 . h3, Ra5! 16. Rh4, stöðunni. Ef m i 18. g4 þá —, e6 Rc4 17 Dcí 2, Rxe3 18. Hxe3, Bxg4! 19. hxg4 , Rxe3 20. Re5 J 1. 64 Bn24" 19. Kn 1 Bf4 20. H3el Ba5 (Eða 20. fxe3, Dxg4+ 21. Kf2, [ 2. d4 d5 t> 99 PyD "Rpfi 9*1 3. Rd2 Rd4 BxB 24 . DxB, Hfe8'25. Df3, Hxd6, Dxe5 22. fxe3, a6 og sv. 1 Tarrasch-af brigÖiÖ Bf6 27. Hdl He4! og vinnur. kennt við þý zka skc ikmeistar- svartur náöi betri stöðu. 18. Dxc4 ann, Dr. Zi; gebert Tarrasch, Varla þarf að taka það fram, Um annað ei • ekki að ræða. sem var eini n Öflug; asti skák- að 12. Bxc6,1 bxc6 13. Rxc6, Rxc6 Karpov hefur gert sér. grein meistari heii ns um og éftir 14. Dxq6, Bx f3 15. gxf3, Hc8 16. fyrir því hér, að hann getur ekki [ aldamótin s ;iðustu. Karpov Da6, He8 getur ekki verið vænzt meira en ; jafnteflis. beitir ávalíf þ essu afb rigöi gegn fýsilegt fyri r hvit. Hann er i 18. — Bxf3 Franskri vör n og he sfur oftast rauninni va rnarlaus gagnvart 19. gxf3 Rxe3. [ vegnað vel. komandi kóngssókn. 3. c5 12. — Dc7 Korchnoj á heldur ekki völ á 4. exd5 exd5 13. h3 Ra5 neinu betra. 5. Rf3 Rc6 20. fxe3 Dxh3 6. Bb5 Bd6 Þessi hugmynd (Rc6 — a5 — 21. Rxd6 Dg3+ 7. 0-0 c4) reyndist Korchnoj veí i 10. 22. Kfl Dxf3+ I fyrri skákunum lék Karpov skákinni. 23. Kel Dg3+ Jafntefli. Það væri óráðlegt að téfla til vinnings með 23. —, Dxe3+. Eftir 24. De2, Dg3+ 25. Df2, De5+ 26. Kfl, Had8 27. Rf5 hefur svartur læpast nægilegt mótvægi fyrir manninn. F.ó. ________I Hræddir við hunda ¥ i Hrísey? gébé-Reykjavik. — „Gott veöur hefur verið hér i mest allt haust” sagði Sigurður Finnbogason i Hrísey. „Afli hef- ur þó verið mjög tregur. ólafur Magnússon, sem er eign Hreiðars Valtýssonar útgerðar- manns á Akureyri, landaði ný- lega 20 tonnum af fiski i Hrlsey og var þvi nóg vinna i frystihúsinu, en ólafur hefur landað tvisvar til þrisvar I eynni undanfarið.” Hriseyingar eru mjög óánægðir með að sérleyfishafi áætlunarbifreiðarinnar, sem sótt hefur Hríseyinga niður á Árskógssand þrisvar i viku ! I hingað til, hefur nú hætt ferðum I [þangað á miðvikudögum. Nú [ [ eru þvi aðeins tvær ferðir inn á I Akureyri I viku og það finnst [ | eyjarskeggjum alls ekki nóg, og [ Í hálfsmánaðar fresti og hefur [ [ tveim árum og hefur hún mælzt j S mjög.vel fyrir hjá Hriseyingum j [ sem áður þurftu að fara til lands [ [ ef kvillar þjáðu þá. Dýralif er ekki fjölskrúðugt i | [ Hrísey. Engir nautgripir eru | | þar ennþá, og i fyrra voru [ j siðustu kindurnar fluttar til | | lands. Eru nú aðeins 2-3 kettir i i [ eynni og nokkur hænsni. Svo eru | [ það auðvitað rjúpurnar, sem nú- [ fljúga i hópum til lands til að |láta skjóta sig. Sigurður sagði, að enginn [ hundur væri i eynni. „Til er [ gömul hreppssamþykkt, sem | bannar hundahald i Hrisey” [sagði hann, „ekki er mér [■kunnugt um ástæðuna fyrir [ banninu, en ætli hreppsnefndar- [ menn hafi ekki bara verið [ jJiræddir^iðJiundaV^ Ingibjörg Jóhannsdóttir fró Löngumýri: SKAUTBUNINGSGERÐ OG SKJOL GÓÐAR MINNINGAR Þjóðhátiöarsumar islendinga 1974 er gengið um garö, en hlý sólbros frá heiðum himni hafa leikið um virðulcgar þjóðhátiðir viðs vegar um land. Hafa þær sýnt að Islenzk þjóðarsál á innan sínna vébanda sterkan samtakamátt, er metur meira sæmd en vanvirðu. Ber okkur, er stóðum utan við starfsviðið, að færa þakkir þeim, sem létu strengi Islands- hörpunnar hljóma fagurlega. A hátiðasumrinu okkar fyrr- nefnda hafa án efa margir einstaklingar og stofnanir átt stór afmæli. Langar mig að minnast hér litið eitt á 30 ára afmæli húsmæðraskólans á Löngumýri, þótt það marki ekki þáttaskil i þjóðarsögu. í þvi hófi hefði ég gjarnan viljað vera og hitta þar fjölmennan hóp kærra fornvina minna, en hugurinn gat aðeins dvalið þar, þvi ég lá veik I sjúkrahúsi. En alltaf er það nú notalegt að dvelja I faðmi skagfirzku fjallanna i vöku og svefni. í afmæli þessu bárust skól- anum margar vinarkveðjur og m.a. höfðinglegar peningagjafir frá sýslusjóði Skagafjarðar og kvenfélagi Akureyrarkirkju. En veglegasta gjöfin var frá 30 árgöngum, sem dvalið hafa i skólanum, ásamt núverandi kennurum hans. Var það vandað og dýrt pianó, sem um þær mundir sat fast i tolli i Reykjavik. Nú er þetta dýrmæta hljóðfæri komið þangað, sem þvi var ætlað að fara, og var leikið á það i fyrsta skipti I haust, við skólasetningu. Vil ég leyfa mér, sem stofnandi skólans og velunnari hans, að þakka allar þessar höfðinglegu gjafir, en þó meira vinarhug, sem á bak við stendur. Óvenju fátt nemenda var þar nú við skólasetningu, en vonir standa til að þeim fjölgi bráðlega með námskeiðastúlkum. Þar eru góðir kennslukraftar, tvær fast- ráðnar kennslukonur auk for- stöðukonu. Nýlega var saumakennarinn frá Löngumýri á ferð hér I Reykjavik, að leita eftir fegurstu efnum i skautbúninga handa nemendum, er óskuðu að sauma þá. Finnst mér vel viöeigandi að islenzkum þjóö- búningum, og þó einkum skaut- búningum. , fjölgi eftir föngum á þessu þjóðhátiðarári. Skaut- búningur er liklega fegursti þjóðbúningur, sem finnst I veröldinni. Ég skora á ykkur, námskeiös- stúlkur I Löngumýrarskóla, að sauma ykkur skautbúninga, hjá hinum duglega og haga sauma- kennara, sem þar er, og gaman væri ef fyrrverandi nemendur búsettir i grennd við skólann, hefðu tækifæri til að koma sér upp slíkum skartklæðum. Að gefnu tilefni, vil ég taka fram, að skólinn á Löngumýri hefur aldrei verið nein guð- fræðideild, þótt hann sé nú eign þjóökirkjunnar, en vil þó bæta viö,aðundirstöðu sjálfsuppeldis nemandáns, vill skólinn byggja á grundvelli hins glaða kristin- dóms, sem telur æðsta hlut- verkið að leggja ótrauður á brattann i leit að stöðugt bjartara ljósi, svo hægt sé að lýsa samferðafólkinu og rétta þeim hjálparhönd, sem á þurfa að halda, Ég óska að mitt kæra ættar- land megi ætíð eiga göfuga og sterka þjóð, sem metur meira innri en ytri menningu — þjóð er kýs öðru fremur auðæfi sem hvorki mölur né ryð fær grandað. Þá munu andleg fjöll okkar islendinga risa hátt, með virðulegri reisn, klæðast fögrum þjóðbúningum og lita með velþóknun og þakklæti á landið, sem Guð hefur gefið þeim, er búa hér, við hið yzta haf. Megi andlegur þroski þeirra hjálpa þeiiii til, að skynja ætið fegurð himinsins, þótt þeir standi báðum fótum á jörðunni. Beztu þakkir, kveðjur og heillaóskir til vina minna viðs vegar um land. Guð gefi þeim jafnan þær gjafir, sem þeir þurfa helzt á að halda. Húsmæöraskólinn aö Löngumýri

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.